Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 „ \!\ í'í'u komo. í risaeblu skcifukast?'1 ... að láta hana iða alla afkœti. sams konar flöskum! HÖGNI HREKKVÍSI n Ri'kiSSTJÓRN/N e>Of?JSAÐi HONU/M FyKlP^ AÐ SETJA EKKI NI6XJR ROFOR l'ÁR/ Þyrmid lífi trjánna Einn langþreyttur skrifar: Nú er nóg komið. Menn verða að kunna sín takmörk. Hvað á þetta gegndarlausa kjaftæði í smábörn- um að ganga lengi? Maður þorir vart að opna blað lengur, því þau eru öll yfirfull af linnulausu þvaðri óharðnaðra unglinga um fánýt poppgoð. Af hverju er svona rusl birt? Leiðir þessi „umræða" unglinganna til einhverrar niður- stöðu? Birtingar þessara bréfa á að stöðva og það snarlega. Papp- írssóunin sem fylgir þessu tóm- stundagamni er óhófleg. ímynduð ykkur hvað aðdáendurnir hafa á samviskunni: Daglega eru birt sams konar bréf þar sem deilt er fram og aftur um keisarans skegg. þau eru svo prentuð í ríflega 40.000 eintökum svo að ég miði nú við Moggann. Hvað ætli þetta vegi þungt? Hvað hefur mörgum tonn- um af pappír verið eytt í þennan óþarfa? Þeir mega hafa líf margra fagurra trjáa á samviskunni. í guðs lifandi bænum hættið, þótt ekki sé nema til þess að þyrma lífi nokkurra alsaklausra trjáplantna sem vita ekki einu sinni að lífi þeirra er eytt til ónýtis. Bréfritari telur Wham- og Duran Duran-aðdáendur stuðla að dauða alsak- lausra trjáa með blaðaskrifum sínum. Þessir hringdu . . . Auðveldið umferð gangandi vegfarenda Guðmundur Magnússon hringdi: Eftir að SVR fór að ganga Fjallkonuveginn upp að Reykjafold gafst möguleiki á gönguleið yfir hæðina. Þar fylgir þó einn böggull skamm- rifi. Á hæðinni er gömul girð- ing sem helst þarf að köngrast yfir. Einnig er kirkjugarðurinn mjög vel girtur þeim megin frá, þannig að maður þarf að ganga hringinn i kring til að komast inn í hann. Þar sem þetta er fyrirtaks gönguleið, væri ekki úr vegi að borgin léti fjarlægja girðinguna eða a.m.k. gera fólki auðveldara að fara ferða sinna um svæðið, því. þar er fagurt útsýni. Dagstimplið eggin Dóra Líndal, Haukanesi 20, hringdi: Ég er búin að kaupa egg marg- sinnis í sumar, sem mjög oft hafa reynst óæt þegar þau hafa verið soðin. Ég fór í ferðalag um daginn, keypti 10 egg og sauð. Þegar við ætluðum að fara að borða, voru þau gul og græn. Nú er verðhækkun á eggjum fyrir- huguð og mig langar til að spyrja eggjaframleiðendur hvort þeir geti ekki verið svo elskulegir að hreinsa gömul egg úr búðum áður en verðhækkunin tekur gildi, svo þetta endurtaki sig ekki. Væri ekki hægt að stimpla eggin, rétt eins og mjólkurhyrn- urnar, þar sem kveðið er á um síðasta söludag? Neytendur eiga heimtingu á góðri vöru, þótt hún sé dýrari fyrir vikið. Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir þáttinn Hver greiðir ferjutoll- inn?, sem er afbragð. Til þjón- ustu reiðubúinn var einnig ágæt- is þáttur. Hættið að sýna ofbeld- ismyndir í sjónvarpinu, hafið í huga að þetta efni lendir inni á heimilum hjá fólki. Gleraugu fundust 5241-3874 hringdi. Ég fann gleraugu fyrir rúm- lega hálfum mánuði (laugardag- inn 20. júlí) á Fríkirkjuvegi, rétt fyrir framan Fríkirkjuna. Þau eru í rauðu leðurhulstri, karl- mannsgleraugu með lituðu gleri. Þau eru vönduð að allri gerð, sennilega eign eldri manns. Velvakandi hvetur lesendur sem sakna umræddra gleraugna að hafa samband sem fyrst. Ættu að hætta að hindra fæðuöflun vinn- andi manna Finnur Pálmason, Laugarnes- vegi 39 hringdi: Ég hvet íslensk stjórnvöld ein- dregið til að láta í engu undan þrýstingi Greenpeace-manna. Þeir eru ekkert annað en sam- ansafn eftirleguhippa sem trufla hvalveiðar íslendinga. Það er á þeirra ábyrgð og því hvet ég skipstjóra íslensku hvalveiði- skipanna til að láta ekki deigan síga og keyra þá í kaf. Ég veit um dæmi þess að Grænfriðungar hafi lengt dauðastríð hvala til muna með afskiptasemi sinni. Grænfriðungar ættu að hætta þessu stríði og fá sér nytsamlega vinnu eins og heiðarlegt fólk, berjast gegn hungri í heiminum í stað þess að hindra fæðuöflun vinnandi manna. Kona í Kópavogi furðar sig á því að leknar sem stundað hafa sérnám erlendis séu ekki kallaðir sérfræðingar. Eru heimilislæknar ekki sérfræðingar? Kona í Kópavogi hringdi. þeirra hafa stundað sérnám með Mig langar til að spyrja hlut- heimilislækningar sem aðal- aðeigandi yfirvöld, þ.e. gerð- grein, en eru ekki sagðir sér- ardóm, hvort heimilislæknar séu fræðingar og fá laun f samræmi ekki sérfræðingar rétt eins og við það. Þetta er óneitanlega dá- aðrir læknar, margir hverjir eft- lítið öfugsnúið. ir margra ára nám? Margir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.