Morgunblaðið - 07.08.1985, Síða 63

Morgunblaðið - 07.08.1985, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS IItt'U If Hjálpsamir lögregluþjónar Þakklát móðir skrifar: Á undanförnum vikum hafa mikið verið til umræðu starfs- hættir lögreglunnar. Hefur þessi umræða að mestu verið neikvæð í garð lögreglunnar og tengst „Skaptamálinu" margfræga. Hef- ur í þessum umræðum komið ber- lega í ljós sú árátta íslendinga að hamra á því sem miður fer, en láta ógetið þess sem vel er gert. Vil ég því gjarnan lýsa þvi jákvæða, sem mér hefur mætt i skiptum mínum við lögreglu, sem ég tel og fullyrði að er einkennandi fyrir störf hennar. Vil ég af mörgum dæmum nefna aðeins eitt. Fyrr í sumar var ég á ferð um miðborg Reykjavíkur í bifreið minni einu sinni sem oftar, ásamt eins árs gamalli dóttur minni. Þurfti ég að skjótast í hús eitt andartak og þar sem dóttir mín var sofandi skildi ég hana eftir í bílnum. Er ég kom út aftur skömmu síðar uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar, að í öllu óðagotinu hafði ég læst bíllyklana inni í bílnum og var auk þess sprungið á öðru afturhjóli bílsins. Stend ég þarna og veit ekki mitt rjúkandi ráð, er tveir ungir og al- mennilegir lögregluþjónar komu aðvífandi með bros á vör og buðu mér aðstoð sína. Nú hafði dóttir mín vaknað og grét sáran, innilok- uð í bílnum. Lögregluþjónarnir brugðu skjótt við og opnuðu bíl- inn. Annar lögregluþjónninn tók upp grátandi dóttur mína og rétti mér. Stafaði mikil hlýja og elsku- legheit frá lögregluþjónunum, sem jafnvel kornung dóttir mín virtist skynja, svo snögglega hætti grát- ur hennar. Er þessir liðlegu lög- regluþjónar höfðu fært mér barn- ið úr lokuðum bílnum, tóku þeir strax til við að skipta um sprung- inn hjólbarðann. Að því loknu hurfu þeir á braut, jafn snögglega og þeir birtust. Svo lítillátir voru þeir að mér gafst ekki færi á að þakka þeim fyrir ómetanlega hjálp þeirra. Vil ég því nota tæki- færið og þakka lögregluþjónunum nr. 184 og 213. Er mikið öryggi í því fólgið að vita af mönnum sem ykkur, sem ætíð eru boðnir og búnir að rétta borgurunum hjálp- arhönd þegar illa stendur á. . . Bréfritari telur að raargir lögregluþjónar séu hin mestu Ijúfmenni og sendir nr. 184 og 213 sérstakar þakkir fyrir hjálpsemi. Oflof er háð Bókmenntaunnandi skrifar: Morgunblaðið er gott blað og ber að virða að þar hefur löngum verið skipst á skoðunum en ein- hæfur áróður legið í láginni. Blað- ið er efnismikið, næstum allir eiga að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. ólafur M. Jóhannesson hef- ur nú um skeið ritað pistla i blaðið þar sem gjarnan er rætt um dag- Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja ölhi efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan böfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. skrárliði fjölmiðlanna. Flestir eru þeir læsilegir og margir hverjir ágætir. Ég get þó ekki neitað þvi að fimmtudaginn 1. ágúst rak mig i rogastans er ég las pistil ólafs. Þar heldur hann þvi fram, að breski sjónvarpsþátturinn „Hver greiðir ferjutollinn?" standist fyllilega samjöfnuð við „klassísk meistaraverk bókmenntanna, eins og þeirra sem hafa sprottið undan penna Ibsens, Synge, O’Neiil, Tennessee Williams eða Sófókles- ar, þótt frásagnarmátinn sé ann- ar“. Manninum getur ekki verið alvara. Ég hef horft á þessa sjón- varpsþætti og finnst þeir ágætir, en að líkja þeim við hugverk margra mestu andans jöfra hlýtur annað hvort að vera grín eða sett fram i fljótfærni. Menn verða að vera færir um að greina á milli hreinnar skemmtunar og listar þegar verk sem þessi eru athuguð. Eins og Snorri sagði, er oflof háð. Er maðurinn að spotta? Opnum aftur í Suðurveri 12. ágúst Byrjum af fullum krafti meö kúr, 3ja vikna 4x í viku. Morgun, dag- og kvöldtímar. Lausir tímar. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Allir finna flokk viö sitt hæfi í Suöurveri. Innritun fri 6. ágúst. gímj 8373() Ath.: Námskeiöin halda áfram í Bolholti 6.—15. ágúst 2ja vikna 3x í viku. 20.—29. ágúst 2ja vikna 3x í viku. Innritun í síma 36645. Ljósastofa JSB Bolholti 6 er opin frá kl. 8 á morgnana til 23 á kvöld- in virka daga og frá 10—18 á laugardögum. 25 mín. Sontegra-perur. Toppgæöi — Toppaö- staöa — Toppþjónusta. Tímapantanir í síma 36645. Jazzballettskóli Báru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.