Morgunblaðið - 07.08.1985, Side 65

Morgunblaðið - 07.08.1985, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGCST 1985 65 - Óskar Svavarsson sýnir bjargsig í Fiskhellum, um 200 m háu bjargi, en bjargsig er einn af föstu póstunum á ÞjóAhátió Vestmannaeyja. Þjóðhátíðarbrennan á Fjósakletti í Herjólfsdal varpar miklum ævintýra- bjarma á Dalinn og ekki dregur austurlenska hofió úr. fróðir menn að um 7.000 manna kór hafi tekið undir með Árna i söngnum og það eru engar ýkjur að þá tók undir í fjöllunum. Ánægjuleg og velheppnuð þjóð- hátíð er nú að baki. I veðurblíð- unni í dag, mánudag, eru heima- menn að taka niður hústjöld sin Bflvelta við Gunnarshólma BÍLL Á leið vestur Suðurlandsveg fór út af veginum skammt austan Gunnarshólma aðfaranótt mánu- dagsins. í bflnum voru ökumaður og einn farþegi. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli en farþeginn slasaðist meira, þó ekki alvarlega að því talið er. Að sögn lögreglu er ekki vitað nákvæmlega um tildrög slyssins en ökumaður virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni með þeim af- leiðingum að bíllinn kastaðist út af veginum og valt einn hring áður en hann stöðvaðist. Bíllinn er tal- inn gjörónýtur. Ástæðan fyrir því að farþeginn varð verr úti er eink- um talin sú að hann var ekki f bílbelti en það var ökumaðurinn hinsvegar. Farþeginn datt því út úr bílnum og var fastur undir hon- um þegar lögreglan kom á staðinn. Umferðin um verslunarmannahelgina: 91 ökumaður undir áhrifum áfengis — segir Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs og flytja búslóð sína aftur í bæinn og aðkomufólkið hefur haldið heim á leið aftur ýmiat með Herj- ólfi eða Flugleiðum. Nú getur fólk farið að hlakka til næstu þjóðhá- tíðar að ári. hkj. „UMFERÐIN um verslunarmanna- helgina gekk liðlega og engin telj- andi slys urðu á mönnum," sagði Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri umferðarráðs þegar blaðamaður innti hann eftir umferðinni um versl- unarmannahelgina. „Það skyggir þó nokkuð á að 91 ökumaður var tekinn undir áhrif- um áfengis og var þriðjungur þeirra í Árnessýslu. Þar voru margar útihátíðir sem veldur án efa þessum fjölda en þær afsaka hann ekki og svo má einnig benda á að þegar 91 er tekinn má búast við að fjöldi ölvaðra bílstjóra hafi verið fimmföld sú tala.“ Að sögn Óla safnaði starfsfólk upplýsingamiðstöðvar umferðar- ráðs og lögreglunnar saman upp- lýsingum um atvik í helgarum- ferðinni. Kom í ljós að bílveltur voru 15, smávægilegir árekstrar 35, aðeins 13 fengu skrámur en enginn slasaðist alvarlega sem er mjög óvanalegt um þessa mestu ferðahelgi ársins. Einnig voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur. Ljósanotkun var frekar dræm til að byrja með en jókst gar leið á helgina. )li sagði ennfremur að lang- flestir, sem löggæslumenn sáu til á vegum úti, notuðu bílbelti. „Með- al annars fréttum við af mjög hörðum árekstri á blindhæð i Norðurárdal í Borgarfirði og voru bílarnir dregnir burt með drátt- arbílum. Engin slys urðu á mönnum og þökkuðu lögreglu- menn því að allir voru með bílbelt- in spennt. Á heildina litið held ég að við getum verið ánægð með umferðina um helgina og er tilkynning frá Viðari Waage, lögregluþjóni á Búðardal, einkennandi fyrir stemmninguna sem ríkti um helg- ina. Viðar sagði að í Dalabúð hefðu verið milli 30 og 40 tjöld og var umgengni unglinganna sem þar dvöldu góð með afbrigðum. Voru þau sér og uppalendum sín- um til mikils sóma.“ Gód stemmning úti á vegum Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Óskar Ólason yfirlög- regluþjón. „Við hjá vegalögregl- unni erum himinlifandi yfir um- ferðinni þessa helgi og löggæslu- menn bera bílstjórum mjög góða sögu. Umferð var sérlega mikil og jöfn alla dagana á Suður- og Vest- urlandi og var mikið um að borg- arbúar færu í dagsferðir um ná- grenni Reykjavíkur." Að sögn Óskars háði ryk á veg- um nokkuð umferð en engin slys urðu vegna þess. „Það er augljóst eftir þessa helgi að íslendingar kunna vel að aka og haga sér eftir aðstæðum hverju sinni. Meðan við fylgdumst með umferðinni yfir Hellisheiðina var áberandi hvað allir virtust samstilltir að taka líf- inu með ró. Yngri bílstjórar óku ekki fram úr að óþörfu og eldri ökumenn vöruðu sig á að aka ekki of hægt. Veðurblíðan olli því að fólk var . lengi að tygja sig til heimfarar og var bílastraumurinn til Reykja- víkur sleitulaus langt fram yfir v miðnætti aðfaranótt þriðjudags- ins. Það var ánægjulegt að fylgj- ast með því hvað ferðalangarnir undu sér vel í sólskininu á sunnan- og vestanverðu landinu og allir voru staðráðnir í að njóta veðurs- ins sem mest þeir rnáttu." Það var rólegt á Geirsárbökkum um helgina þar sem þessir ungu menn létu líða úr sér í glampandi sólskini. Fámennt í Húnaveri og á Geirsárbökkum Fámennt var í Húnaveri um verslunarmannahelgina, aðeins fjögur til fimm tjöld á svæðinu að sögn lögreglunnar á Blönduósi. 100 manns voru á dansleik og er það með minnsta móti en kalt var og skýjað mestan part helgarinnar. Allnokkur ölvun var meðal gesta en allt fór hið besta fram og urðu engin óhöpp eða slys. í Borgarfirði var allt með ró og spekt um helgina. Um 60 manns keyptu sig inn á tjaldsvæðið við Geirsárbakka að sögn lögreglunnar í Borgamesi. Öllu fleiri komu þó á dansleiki í Logalandi, þar voru til dæmis 300 manns á laugardags- kvöldið. Lítið varð lögreglan vör við ölvun og engin óhöpp urðu af völd- um mótsgesta. Margt fólk var hinsvegar í Húsafelli, bæöi í tjöld- um og sumarbústöðum, mest fjöl- skyldufólk. Önnur sumarbústaða- lönd Borgfirðinga voru og þéttsetin. Veður var hið besta á þessum slóð- um um helgina. Meðal þeirra sem skemmtu gestum í Borgarfirði var Hallbjörn Hjartarson sem hér sést taka lagið með söngflokknum Hálft í hvoru. r.~. Develop 10 Minnsta Ijósritunarvél í heimi Ljósritunarvél fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Ótrúlega lítil, áreiðanleg og auðveld í notkun. Vél sem skilar svörtu kolsvörtu og hvítu snjóhvítu. ___ Ekjaran ÁRMÚLA 22, SlMI 83022,108 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.