Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 67 Frá Þjórsárdal Morgunblaðið/RAX f Þjórsárdal var ekki haldið bindindismót. Flestir hinna ölvuðu virðast þó bafa farið að d«mi mannsins á myndinni því ófriður að þeim var mcð minnsta móti. Yngstu kynslóðinni var vel sinnt á Galtalekjarmótinu. Þegar ekki var verið að atast í leikUekjum sem komið hafði veríð upp var hægt að fylgjast með skemmtiatriðum ýmiss konar. Morgunblaftið/Júlíus Hátt í 6.000 manns voru á bindindismótinu á Galtalck um helgina beði ungir og gamlir, meðal annarra þessar stúlkur sem hér sjásL Atlavík: Sjö þús. manns KftitsKtöðum, S. ágúrt. GKKTIK á Atlavíkurhátíð eru nú farnir að tygja sig til heimferðar. Alls munu um 7.000 gestir hafa dvalið í Atlavík nú um verslunarmannahelgina auk 1.000 manna starfsliðs. Að sögn forvígismanna UÍA urðu engin teljandi óhöpp á hátíðinni þrátt fyrir mannfjöldann, óhagstett veður og talsverða ölvun. „Við höfum lagt metnað okkar í það að þessar Atlavíkursam- komur megi fara eins vel fram og hugsast getur," sagði Her- mann Níelsson, formaður UÍA, við tíðindamann Morgunblaðsins í gær. „Hér starfa 500 sjálfboða- liðar úr 34 aðildarfélögum Uí A á þriskiptum vöktum við hvers konar hjálpar- og eftirlitsstörf. Fyrsta vaktin tók til starfa á fimmtudag og hér verður vakt allt til klukkan 22 annað kvöld. Auk þess njótum við aðstoðar ýmissa aðila, ber þar fyrst að nefna Skógrækt rlkisins og Hjálparsveit skáta á Fljóts- dalshéraði sér um hjúkrunar- og læknisþjónustu. Hér er læknir á vakt og átta hjúkrunarliðar auk læknavaktar á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum og björgunarsveit slysavarnadeildarinnar Gróar annast aðhlynningu fólks sem er aðframkomið af einhverjum ástæðum. í Atlavik sjálfri eru tveir upphitaðir skúrar — þar sem hægt er að gefa fólki heitt kaffi og súpu — og þarfnist fólk enn frekari aðhlynningar er það flutt inn að Buðlungavöllum, eyðibýli hér rétt fyrir innan. Þá eru björgunarsveitarmenn með bát til taks hér í vikinni og hér eru alltaf 12 lögreglumenn á vakt hverju sinni. Félag far- stöðvaeigenda á Seyðisfirði hef- ur svo séð til þess að fjarskiptin okkar á milli hafa gengið snurðulaust. — Hvenær komu fyrstu gest- irnir? „Við byrjuðum að selja inn á svæðið á hádegi á fimmtudaginn og þá voru nokkrir gestir þegar búnir að hreiðra um sig í víkinni. Á föstudagsmorgun höfðu um 2.000 gestir keypt sig inn á svæð- ið. Það eru félagar úr Einherja og Golfklúbbi Vopnafjarðar sem sjá um sölu inn á svæðið en fé- lagar úr Leikni á Fáskrúðsfirði sjá hins vegar um veitingasölu á hátíðarsvæðinu." Að sögn Skúla Oddssonar, framkvæmdastjóra UÍA, kostaði 2000 krónur inn á mótssvæðið. „Aðildarfélög UÍ A fá ákveðinn hluta af aðgangseyrinum i réttu hlutfalli við framlagöar vinnu- stundir sjálfboðaliðanna þegar allur kostnaður hefur verið greiddur og hann er hreint ekki svo lítill eins og mönnum hlýtur að vera ljóst. Við greiðum Skóg- rækt rikisins 1 milljón fyrir að- stöðuna hér í skóginum, að- keyptir skemmtikraftar kosta 2 milljónir og þá er löggæsla ótal- in, auglýsingakostnaður og sitt- hvað fleira. Það sem kann að vera eftir að þessu uppgjöri loknu rennur til heildarsam- takanna, UÍA. Hermann Níelsson lagði áherslu á það að hið öfluga íþrótta- og æskulýðsstarf UÍA víða um Austurland yrði vart svipur hjá sjón ef tekna af Atla- víkurhátíð nyti ekki við — og menn skyldu hafa það i huga áð- ur en átölur væru bornar fram að íþrótta- og æskulýðsfélög viða um land væru að koma i veg fyr- Skúli Oddsson, framkvjdj. UÍA, og Hermann Níelsson, formaður UÍA. MorminblaJið/Olafur ir eftirlitslausar sukksamkomur með skipulögðu samkomuhaldi um verslunarmannahelgina. „Ungmenna- og iþróttasam- band Austurlands gekkst fyrir samkomuhaldi í Atlavik um verslunarmannahelgi árið 1962 og siðan árlega, allt til 1973. Þá lögðust hátiðirnar af en voru teknar upp aftur fyrir fjórum árum. Síðan hefur Atlavikurhá- tíðin verið með fjölsóttustu úti- samkomum um verslunar- mannahelgi." Veður var heldur hvimleitt til útilegu í Atlavik um þessa versl- unarmannahelgi. Gekk á með rigningu, þótt veður væri annars milt og einstaka sinnum sæi til sólar. Ölvun var talsverð. Lög- regla tók nokkra ökumenn fyrir meintan ölvunarakstur og einn Morgunblaftift/Anii Seberg Mótsgestir í Atlavík. góðkunningi fikniefnalög- reglunnar var tekinn fastur með talsvert magn kannabisefna og amfetamins i fórum sinum. Ann- ars varð ekki vart við neyslu fíkniefna á hátiðinni að sögn UÍA-manna. Tveir gestir fót- brotnuðu, nokkrir tognuðu eða skárust litillega og eru þá nær öll óhöpp upptalin. Skemmtidagskránni var vel tekið að sögn. Útvarp Atlavik út- varpaði viðtölum, upplýsingum og tilkynningum nótt sem nýtan dag. Þá skipuðu íþróttir, keppni og sýningar, veglegan sess i dag- skrá hátiðarinnar. Hljómsveitin Skriðjöklar frá Akureyri vann hljómsveitakeppnina en norð- firska hljómsveitin Sú Ellen varð í öðru sæti. Að sögn forvigismanna UÍA mun meðalaldur samkomugesta hafa verið 18—20 ár. Börn 12 ára og yngri fengu ekki aðgang að samkomusvæðinu nema i fylgd með fullorðnum. — Ólafur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.