Morgunblaðið - 07.08.1985, Side 68

Morgunblaðið - 07.08.1985, Side 68
EUROCARO ^--- ■ ■ SDtDFEST lANSIRAIIST MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Reykjavík: Vantar fólk í 86 stöðu- gildi við dagvistar- stofnanir barna Samkvæmt könnun, sem lögð var fram á fundi stjórnarnefndar dagvista Keykjavíkurborgar sl. föstudag, verða áttatíu og sex stöð- ur starfsfólks við leikskóla og dagheimili fyrir börn á forskóla- aldri lausar 1. september nk. og er ekki séð hvernig á að manna þær fyrir þann tíma. Af þessum stððugildum eru þrjátíu og átta ætluð fóstrum en fjörutíu og átta ófaglærðu starfsfólki. Fáist ekki ráðið í þessar stöður að einhverju eða öllu leyti segja fóstrur að loka verði mörgum deildum dagvist- arstofnana fyrir börn í borginni eftir mánaðamótin. „Ástandið hefur oft verið slæmt en aldrei eins og nú. Ef ekkert gerist í mannaráðningum fyrir 1. september verður að loka deildum á sumum heimilanna og í Fellaborg, sem er tvísettur leikskóii þar sem alls eru vistuð um 110 börn, sagði allt starfsfólk við síðdegisdeildirnar upp störf- um fyrir sumarleyfi. Þar verður því að öllu óbreyttu ekki hægt að hafa opið nema hálfan daginn," sagði Þórunn Einarsdóttir um- sjónarfóstra, sem gerði könnun- ina. „Verst er ástandið á stóru dag- heimilunum, þar þarf jafnvel að loka fleiri en einni deild, eða tveimur deildum af fjórum. í Hagaborg vantar t.d. starfsfólk til að manna tvær deildir og í Laugaborg á a.m.k. eina og hálfa deild. í Austurborg vantar níu starfsmenn, þar af þrjár fóstrur og í leikskólanum Lækjarborg vantar þrjá af sjö starfs- mönnum. f Hraunborg, sem er með tvær dagheimilisdeildir og eina leikskóladeild, er óráðið í fimm og hálft stöðugildi, í Múl- aborg eru þau sjö og svona mætti lengi telja,“ sagði Þórunn Ein- arsdóttir. Birkir Baldvinsson Yngstu gestirnir á útihátíðinni í Galtalæk fylgjast spenntir með dagskrá Brúðubflsins. Morgunbiaðia/Júiíus ÞJÓÐIN VAR Á FERÐ OG FLUGI Verslunarmannahelgin stóð undir nafni sem mesta ferðahelgi árs- I var. Flestir komu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, um 8000 manns. ins. Samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs var bifreiðaumferð sú lang I Veður var hið bezta sunnanlands og vestan, sól og blíða, en norðan- mesta síðan talning hófst 1978. Flugumferð var einnig geysimikil. I lands og austan var kaldara og sums staðar rigndi. Fréttir frá verzlun- A útihátíðum er talið að nær 30 þúsund manns hafi verið þegar flest | armannahelginni eru á bls. 5, 64, 65, 66 og 67. Birkir Baldvinsson býður 63 milljónir í hlutabréf Flugleiða: Tilboðið aðgengilegt — segir AJbert Guðmundsson fjármálaráðherra „ÉG VIL EKKI tjá mig um innihald tilboðsins í smáatriðum, það gæti koraið sér illa fyrir mig eins og er, ef fleiri aðilar hafa hugsað sér að bjóða í bréfin. Það eina sem ég get sagt er að ég hef boðið þá upphæð sem fjármálaráðherra fór fram á, 63 milljónir, og gert tilboð um að greiða ákveðna upphæð strax og eftirstöðvarnar á ákveðnu tímabilí," sagði Birkir Baldvinsson í Lúxemborg, en hann hefur gert fjármálaráðherra tilboð um kaup á hlutabréfum ríkisins í Flugleiðum, 20% sem Fjárfest- ingarfélagið hefur metið á níföldu nafnverði, eða á 63 milljónir króna. Birkir rekur fyrirtækið Loch Ness í Lúxemborg, sem stundar viðskipti með flugvélar og flest þeim viðkomandi. Albert Guðmundsson fjár- greina frá innihaldi tilboðsins að málaráðherra fékk tilboðið inn á borð til sín í gærmorgun. Albert sagði að sér virtist tilboðið að- gengilegt og tryggingar fullnægj- andi, og í fljótu bragði sæi hann ekki á því neina óyfirstíganlega annmarka. Hann vildi þó ekki svo komnu máli. Tilboð Birkis er nú til athugunar hjá sérfræðing- um fjármálaráðuneytisins og vænti Albert þess að því yrði svarað á fimmtudaginn, eða a.m.k. fyrir helgi. Birkir Baldvinsson sagði að- spuröur að hann stæði einn að baki tilboðinu og hefði ekki leitað eftir samstarfi við aðra hluthafa í því skyni að ná umtalsverðum völdum í félaginu, enda væri það ekki tímabært. Birkir var spurður hvaða hag hann sæi sér í því að kaupa bréfn á verði sem fjölmargir aðilar, m.a. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, telja allt of hátt. Hann sagði: „011 fjárfesting byggist á því að maður líti til framtíðarinnar og ég hef trú á félaginu, sérstak- lega starfsfólkinu, sem ég þekki margt, og er sannfærður um það að þessi kaup eru peninganna virði. Ég er fyrst og fremst að fjárfesta í starfsfólkinu." Flugleiðir þurfa að lækka fargjöldin — segir Sigurdur Helgason forstjóri Flugleiða um fargjaldastríðið á flugleiðinni yfir Atlantshaf ITTLIT er fyrir mjög harðnandi sam- keppni og að fargjöld lækki á Atl- antshafsflugleiðinni í vetur. Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið að beðið yrði átekta og séð hvað önnur flugfélög gerðu áður en ákvarðanir um viðbrögð yrðu teknar, en Ijóst væri að Flugleiðir yrðu að vera með lægri fargöld á þessari leið í vetur en í fyrravetur, sérstaklega frá New York. Bandaríska flugfélagið People Express hefur ákveðið 198 dollara kynningarverð frá 8. september til 1. október á fargjaldi fram og til baka frá Brussel til New York. Eftir það hækkar fargjaldið í 298 dollara. Önnur flugfélög eru þegar farin að hugleiða fargjaldalækk- un. Belgíska flugfélagið Sabena hefur ákveðið lækkun, en ekki er enn vitað hve mikil hún verður. Þýska félagið Lufthansa tilkynnti á nýlegri ráðstefnu IATA, Al- þjóðasamtaka flugfélaga, að það hygði á fargjaldalækkun á kom- andi vetri til að mæta aukinni samkeppni frá bandarískum flug- félögum. Þá var talað um 399 doll- ara fargjald fram og til baka milli New York og Frankfurt, sem er 90—100 dollurum lægra en far- gjald félagsins var á síðasta ári. í fyrravetur var fargjald Flugleiða milli New York og Lúxemborgar fram og til baka 389 dollarar. „Það er ljóst að við munum þurfa að vera með lægri fargöld á Atlantshafsflugleiðinni í vetur en í fyrravetur, einkum þó frá New York, vegna þess hve samkeppnin er að aukast mikið. Flugfélög hafa í sumar aukið sætaframboð á Atl- antshafsflugleiðinni og það sæta- framboð hverfur ekki í vetur," sagði Sigurður aðspurður um ástæðurnar fyrir harðnandi sam- keppni nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.