Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
19
Hannes Kr. Davíðsson
bréfið, sem er dagsett í febrúar sl.
Bréf þetta ber með sér að dr.
Haas er alls ókunnugur á Kjar-
valsstöðum og er að afla upplýs-
inga, ekki fyrir sig, heldur frú Pic-
asso. í fyrra bréfinu, sem hann
ritaði í des. 1984, tók hann fram,
að endanlegar ákvarðanir væru í
höndum hennar. Dr. Haas biður
um upplýsingar um ýmis atriði
varöandi væntanlega sýningu, svo
sem sýningartíma, vörslu, trygg-
ingar, sýningarskrá, hvort ljós
komi um þakglugga eða glugga í
veggjum. Hann biður um ljós-
myndir úr sölunum tómum, einnig
um myndir af húsinu að utan og
með vísan til frásagnar Errós um
möguleika á því að loftið verði fal-
ið spyrst hann fyrir um það. Sú
setning er svohljóðandi í bréfinu:
„Erro showed me some photos of
the place and told me that you
may hide the ceiling. Can you tell
me if it’s possible."
Þetta eru einu orðin í bréfum
dr. Haas, sem lúta að lofti Kjar-
Léttari
á bárunni
en nokkru
sinni fyrr
Hljómplötur
Siguröur Sverrisson
Talking Ileads
Little Creatures
EMI/Fálkinn
Undanfarin ár hefur yfirbragð
tónlistar Talking Heads smám
saman verið að Iéttast og sú
þróun nær hámarki á Little Cre-
atures. Eflaust er þessi þróun
einhverjum af eldri aðdáendum
sveitarinnar til sárra vonbrigða
en sjálfur sætti ég mig mjög vel
við þessa breytingu á meðan hún
er ekki á kostnað þeirra gæða
sem alla tíð hafa einkennt afurð-
ir Talking Heads. Ég fæ ekki
betur heyrt en sami gæðastimp-
illinn sé á tónlist Talking Heads
nú sem endranær.
Little Creatures er í eðli sínu
ekki ósvipuð því sem Talking
Heads hefur verið að gera á sfð-
ustu plötum sínum hin síðari ár
og tilþrifin eru mörg hver kunn-
ugleg. Söngur Byrne samur við
sig og alltaf jafn skemmtilegur,
en einfaldleikinn miklu meira
áberandi en áður. Sum laganna
eru þó meistaralega „krydduð"
og þá venjulega með ásláttarleik
einhvers konar. „Stál“gítar
bregður meira að segja fyrir á
plötunni.
Menn þurfa ekki að vera nein
Talking Heads-„frík“ til þess að
hafa gaman af Little Creatures.
Platan er án nokkurs vafa sú að-
gengilegasta til þessa frá þess-
um ástsæla kvartett og mér er
sannast sagna til efs að Talking
Heads hafi sent frá sér plötu,
sem er jafn góð út í gegn.
Bestu lög: And She Was, The
Lady Don’t Mind og On the Road
to Nowhere.
valsstaða. Þýðing löggilts skjala-
þýðanda á setningu þessari er svo-
hljóðandi: „Erró sýndi mér nokkr-
ar myndir af staðnum og sagði
mér að það væri mögulegt að fela
loftið. Getur þú sagt mér hvort
þetta er möguleiki?" Þetta er
spurning frá dr. Haas, en felur
ekki í sér nokkra ósk, hvað þá af-
stöðu eða ákvörðun, að maður nú
ekki tali um hótunina um, að ef
ekki sé breytt loftum þá verði ekk-
ert af sýningunni eins og sagði í
frétt DV. Nú er liðin vika og Einar
Hákonarson hefur ekki séð ástæðu
til að leiðrétta það sem hann var
borinn fyrir. Tel ég því eðlilegt að
eigna honum fréttina og lít svo á
að hann hafi gengist við henni.
Hvergi í þessu bréfi er sjáanlegt
að dr. Haas hafi sett fram „ósk um
að reynt verði að fela loftið á
Kjarvalsstöðum eða því breytt
með einhverjum hætti" eins og
segir í bréfi Listahátiðar til
stjórnar Kjarvalsstaða og dagsett
er 20. ágúst sl. Aðeins eðlilegar
fyrirspurnir um staðhætti og til-
högun, áður en verði af ferð frú
Picasso til íslands. Það athugist
einnig, að þetta almenna fyrir-
spurnarbréf dr. Haas er ritað
hálfu ári áður en fréttin um kröfu
frú Picasso, kom í blöðunum.
Þegar frú Picasso svo kom til
íslands og sá með eigin augum all-
ar aðstæður þá lýsti hún því yfir,
að henni litist vel á Kjarvalsstaði:
„Salarkynnin eru mjög góð. Sér-
staklega er ég hrifin af austursal
Kjarvalsstaða," eins og haft var
eftir henni í Morgunblaðinu 28.
júlí sl. Þær aðstæður sem frú Pic-
asso var að tjá sig um voru Kjar-
valsstaðir eins og þeir eru og
komu henni fyrir sjónir en ekki
Kjarvalsstaðir eftir að Einar Há-
konarson hefði komið fram
skemmdaráformum sínum.
Að ákvörðun hennar tekinni
bauð borgarstjóri henni í mat í
Höfða, þau tókust í hendur og allir
virtust glaðir nema ef til vill Ein-
ar Hákonarson.
Þegar eftir brottför Jacqueline
Picasso ritaði framkvæmdastjóri
Listahátíðar bréf til formanns
hússtjórnar Kjarvalsstaða og til-
kynnti það samkomulag frú Pic-
asso og Listahátíðar að óska eftir
Kjarvalssalnum fyrir Picassosýn-
inguna, bréfið dags. 30. júlí sl. og
er minnst á tilvist þess í bréfinu
frá 20. ágúst sl. Ég fékk ekki afrit
af því bréfi þar sem framkvæmda-
stjóri Listahátíðar sagði, að það
hefði enn ekki verið tekið fyrir í
stjórn Kjarvalsstaða. Tilvitnun
þessi er því eftir minni. Þegar
þetta er skrifað, hefur Einar ekki
enn lagt umsókn Listahátíðar um
Kjarvalssalinn fyrir stjórn Kjar-
valsstaða og þó mánuður síðan
hún var send. En áður tilvitnað
bréf Listahátíðar um breytingar á
loftinu, sem skrifað var 20. ágúst,
lagði hann fram á stjórnarfundi
strax 23. ágúst sl. og átti blaðavið-
töl út af því samdægurs.
Maður gæti haldið að honum
hafi verið annað bréfið hugstæð-
ara en hitt.
Allt bendir þetta óneitanlega til
þess að Einar Háskonarson hafi
ætlað að spenna Jacqueline Pic-
asso fyrir stríðsvagn sinn í her-
ferð sinni gegn Kjarvalsstöðum.
En að þessum gögnum athuguð-
um liggur það ljóst fyrir að fréttin
um að ekkja Picasso vilji breyta
Kjarvalsstöðum er uppspuni.
Einar hefur haldið fram þeirri
skoðun, að loftin í sölum Kjar-
valsstaða drægju athygli áhorf-
andans frá þeim myndum er á
veggina væru hengdar. Ég tel að
ástæðulausu. Það er vissulega
ákveðið viðhorf að vilja fletja út
umhverfið til þess að sýnast stór
sjálfur, en mjög óheppilegt í list-
um.
Ósennilegt er, að myndir Pic-
asso muni búa við skarða athygli -
þótt þær verði sýndar undir loft-
um Kjarvalsstaða.
Þórukoti, 31. ágúst 1985,
Hannes Davíðsson.
Höfundur er arkitekt og leiknaði
m.a. kjarralsstaði.
-
SmáMál er gómsæt og hressandi
nýjung frá MS sem þú getur notið við
stærstu sem minnstu tækifæri.
Hvort sem þú vilt SmáMál með
jarðarberjabragðieðavanillubragði °'**
þá er það ekkert stórmál.
SmáMál
—ljúffengasta málið í dag.
ja rdarijerjabragði
í//a
vanillubragði
a//«
50ÁRA'
AUK hf. 3.146