Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 Kire Willoch forsKtisriöherra meðal ungra kjósenda á yfirreið sinni vegna kosninganna til þings í Noregi næstkomandi mánudag. Ný skoðanakönnun í Noregi: Borgaraflokkarnir hafa ÓM, 2. september. Frá Ju Erík Uure, frétu „Nú gengur allt svo miklu betur*' er nú hið óopinbera slagorð Hægri- (lokksins í kosningabaráttunni. Og nýjasta skoðanakönnunin, sem gerð var opinber um helgina, bendir a.m.k. til þess, að borgaraflokkunum gangi allt í haginn. Ef marka má þessa könnun, eru úrslit kosninganna þegar ráðin. Hægriflokkurinn, Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Framfaraflokkurinn auka fylgi sitt r> MbL og fá til samans 51,6% atkvæða. Verkamannaflokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurinn og Venstre hafa tapað 1,3% fylgi og fá 45,9% sam- anlagt samkvæmt könnuninni. Er það a.m.k. 4% of lftið til þess að fella stjórnina. Samkvæmt könnuninni er fylgi einstakra flokka sem hér segir: Verkamannaflokkurinn fær 37,5% (fékk 37,8% í sams konar könnun í júnímánuði), Sósíalfski vinstri- flokkurinn 5,7% (5,9%), Venstre 2,9% (3,7%), Hægriflokkurinn 32,8% (33,5%), Kristilegi þjóðar- flokkurinn 8,9% (8,7%), Miðflokk- urinn 5,8% (5,8) og Framfaraflokk- urinn 4,1%. Slagorðið „Nú gengur allt svo miklu betur" er ættað úr skopþætti f sjónvarpinu, þar sem flokkarnir voru hafðir að skotspæni. I þættin- um var Káre Willoch forsætisráð- herra og formanni Hægriflokksins teflt fram sem nokkurs konar Kim meðbyr 11 Sung, þ.e. sem landsföður og ein- ræðisherra, f áróðursmynd. Og rauði þráðurinn í skopstælingunni var þemað: „Nú gengur allt svo miklu betur". Þetta hefur fest svo rækilega rætur í huga sjónvarpsáhorfenda, að slagorðið hefur orðið Willoch og flokki hans verulega til framdrátt- ar. Má því búast við, að það eigi oft eftir að heyrast og sjást nú í síð- ustu viku kosningabaráttunnar. Veður víða um heim Laagat Akurayri Amsterdam 14 A þ#na Barcelona 20 B«fiín 8 BrUssel 10 Chécago 19 Dublin Feneyjar 10 Frankfurt 9 Qanl 17 Halsénki 14 Hong Kong 25 Jorúsatom 17 Kaupmannah. Las Palmas 12 Lissabon 19 London 13 Los Angoles Lúxemborg Mwfftgs Mallorca 33 Mtami 26 Montreal 15 Moskva 8 New Yorfc 14 Osló 10 aa f- rmw(S 13 Pefcing Reykjavík 18 Ríó da slaneiro 14 Rómaborg 14 Stokkhólmur 14 Stdney 11 Tókýó 27 Vtnarborg Pórshöfn 13 Hmt S •kýjaö 1* hviöskírt 32 hMöakirí 27 tMiðskfrt 20 akýjað 22 akýjaS 28 akýjað 16 rigning 26 þokumóö ■t 24 akýjað 25 haióaktrí 18 akýjað 29 akýjað 25 akýjað 21 akýjað 25 MttakýjaA 31 haiftakfrt 17 akýjaO 31 akýjaO 16 akýjað 30 haiðakfrt vantar 30 skýjaö 21 rigning 21 haiðakirt 23 haiðakýrt 18 skýjaö 21 akýjað 28 haiðakfrt 8 hélfskýjað 28 rigning 32 haiðskirí 19 skýjað 17 haiðskfrt 35 haiðskfrt 26 skýjað 8 héltskýjað Franska leyniþjónustan: Gömul æyintýri gleymast seint Pólitísk hneykslismál og fyrsta flugrán í sögunni m.a. á sakaskránni. Franska leyniþjónustan er þekkt fyrir að hafa nokkrum sinnum venð viðriðin pólitísk morð- og hneykslismál. Vitað er, að hún hefur gripið til sinna ráða til að beina erlendum málum inn á braut, sem franska ríkið getur sætt sig við og á að vera ríkinu til góðs. Þess vegna þótti það ekki svo ýkja ótrúlegt, að hún hefði ákveðið að sökkva Rainbow Warrior, flaggskipi grænfriðunga, og koma í veg fyrir frekari aðgerðir þess gegn kjarnorku- vopnatilraunum Frakka í Suður-Kyrrahafi. En sérstök rannsókn Bernards Tricot leiddi í Ijós, að leyniþjónustan hafði ekkert með eyðilegginguna á skipinu að gera. Margir efast um réttmæti niður- stöðu rannsóknarinnar en Laurent Fabius, forsætisráðherra landsins, segir gagnrýnendum hennar að koma fram með gögn, sem sanni að Tricot-skýrslan um Rainbow Warrior-málið sé röng. Hann við- urkennir, að nokkurs agaleysis gæti innan frönsku leyniþjón- ustunnar og ráðherrum hefur ver- ið falið að kanna þetta mál frekar. Og nú hefur verið ákveðið að ríkis- stjórnin muni héðan í frá gefa formanni varnarmálanefndar þingsins skýrslu um njósnastarf- semi Frakka á hverju ári. Franska leyniþjónustan hét áð- ur „Service de documentation ext- erleure et de contreespionnage", SDECE, og lenti í mörgum hneykslismálum. Sósíalistar gagn- rýndu hana oft þegar þeir voru í stjórnarandstöðu og lögðu til árið 1972, að hún yrði lögð niður. Seinna lögðu þeir til, að hún félli beint undir forsetaembættið. Þeir létu endurskipuleggja hana árið 1982, eftir að þeir komust í stjórn. Það þótti ekki takast betur en svo, að fyrsti stjórnandi erlendu deild- arinnar, DGSE, Pierre Marlon, sem var fyrrverandi yfirmaður Air France og gamall vinur Charles Hernu, varnarmálaráðherra, varð að segja af sér eftir eins árs starf. Lacoste, flotaforingi, tók við starf- inu af honum. Nú er leyniþjónustan skipulögð þannig, að „Direction de la sur- veillance du territoire", DST, á að sjá um gagnnjósnir og starfa inn- an Frakklands og í lögdæmum þess erlendis en „Direction genér- ale de la securite exterieure", DGSE, starfar að upplýsingasöfn- un, njósnum og aðgerðum erlendis. Laurent Fabius, forsætisráðherra Ben Bella, fyrsti forseti Alsír. Frakklands. Verkaskiptingin á að vera svipuð og hjá FBI og CIA í Bandaríkjun- um og MI 5 og MI 6 í Bretlandi en hún er ekki eins augljós í Frakklandi og í þessum löndum og stundum virðist annar armur leyniþjónustunnar slæðast inn á starfssvið hins. DST fellur undir innanríkis- ráðuneytið og er til húsa fyrir aftan Elysée-höllina. Þar starfa milli 2000 og 5000 manns. Talið er, að um 2800 manns starfi hjá DGSE. Höfuðstöðvar hennar eru beint á móti sundlauginni Piscine des Tourelles og eru þess vegna oft kallaðar „La Piscine" eða sund- laugin. DGSE fellur undir varnar- málaráðuneytið en forsætisráð- herra og forsetinn sjálfur bera þó endanlega ábyrgð á gerðum henn- ar. Starfslið frönsku leyniþjón- ustunnar þykir nokkuð fjölskrúð- ugt. Þar starfa venjulegir opin- berir starfsmenn með embættis- titla og aðrir með hertitla. Fólk úr öllum áttum sækist eftir starfi hjá henni, sumir af hreinni ætt- jarðarást en aðrir af ævintýraþrá. Málaliðsmenn skjóta alltaf upp kollinum af og til og einnig má finna óuppdregna glæpahunda innan leyniþjónustunnar. Meðal verstu málanna sem hún hefur lent í eru Ben Bella-hneyksl- ið 1956, Moumié-málið 1960 og Ben Barka-morðið 1965.1 fyrsta tilvik- inu gerðist franska leyniþjónustan svo fræg að framkvæma fyrsta flugvélaránið í mannkynssögunni. Allir helstu leiðtogar alsírsku þjóðfrelsishreyfingarinnar, FLN, voru á leið frá Casablanca í Ma- rokkó til Túnis um borð í DC-3 vél þegar franska leyniþjónustan rændi vélinni og lét hana lenda í Alsír 22. október 1956. Leiðtogarn- ir voru handteknir og þeim varpað í fangelsi. Ahmed Ben Bella, sem varð forseti Alsírs eftir að landið fékk sjálfstæði frá Frökkum, var í hópi leiðtoganna. Þeir höfðu verið á ferð í boði konungsins í Marokkó og hann brást mjög illur við þess- um aðgerðum Frakka og vináttu Marokkó við Frakkland var stofn- að í hættu. Málið olli einnig mikl- um úlfaþyt í París þar sem stjórn- völd voru einmitt á þessum tíma að reyna að ná sáttum við þjóð- frelsishreyfinguna. óábyrgur liðsforingi var sagður hafa staðið að málinu en síðar hefur komið í ljós að yfirmenn SDECE skipulögðu það og hátt- settur embættismaður í varnar- málaráðuneytinu lagði blessun sína yfir það. f bókinni La Pis- cine, eftir Roger Faligot og Pascal Krop, kemur fram að það hafi verið ákveðið strax í maí 1955 að ræna Ben Bella og gera hann óvirkan, sem þýðir væntanlega að það hafi átt að drepa hann. Felix Moumíe, læknir og and- stæðingur stjórnarinnar ( Kamer- ún, slapp ekki jafn vel og Ben Bella. Forseta Kamerún hætti að standa á sama um vinsældir Moumié í byrjun árs 1960 og leitaði til Frakka, vinaþjóðar Kamerún, um hjálp. Franska leyniþjónustan tók að sér að sjá um Moumié. Starfsmanni hennar, „Grand Bill", var falið að fara til Genfar í Sviss og þykjast vera svissneskur blaða- maður með áhuga á Moumié og Kamerún og hitta stjórnmála- manninn þegar hann var staddur í Genf. „Grand Bill“ átti að byrla honum eitrinu Thallium í svo litl- um mæli að hann veiktist ekki strax heldur kæmist heim til Kamerún og dræpist þar án þess að nokkur gæti séð að um eitrun og morð væri að ræða. Þeir hittust í Genf 15. október 1960 og snæddu saman kvöldverð. Moumié pantaði sér drykk fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.