Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
FORTÍÐ,
NÚTÍÐ
OG FRAMTIÐ
Það hefur nú loks fengist opin-
berlega staöfest aö David Lee
Roth er hættur sem söngvari í
hljómsveitinni Van Halen. í hans
staö hefur veriö ráöinn Sammy
Hagar en gera má ráö fyrir aö
hann komi einnig til meö aö taka
eitthvaöígítarinn.
Af Roth er þaö aö frétta aö hann
hyggst nú reyna fyrir sér á leik-
sviöinu og er þess víst skammt
aö bíöa aö hann leiki í sinni fyrstu
kvikmynd en auk þess mun hann
vera að undirbúa gerö sólóplötu.
í framhaldi af því aö þrír eftirlif-
andi meðlimir Led Zeppelin komu
fram saman í fyrsta skipti á Live
Aid-tónleikunum, frá því hljóm-
sveitin hætti, hefur veriö uppi
orörómur um aö þeir hyggist
koma saman aö nýju og vinna
saman í framtíöinni. Orörómi
þessum hefur nú veriö staöfast-
lega neitaö.
Robert Plant er um þessar
mundir aö enda viö mikla hljóm-
leikareisu um Bandaríkin og hann
mun fara inn í stúdió í september
til þess aö vinna aö nýrri Honey-
drippers-plötu. Hvort aö Page
veröur meö í því verkefni er ekki
vitaö en hann mun á sama tíma
hefja upptökur á nýrri breiðskífu
meö hljómsveit sinni The Firm.
Marc Almond, fyrrum söngvari
Soft Cell og sá sem nýlega flutti
lagið I Feel Love með Bronski
Beat, hefur nú sent frá sér nýja
smáskífu meö laginu Stories of
Johnny og samnefnd breiöskífa
mun svo væntanlega í september.
Er þaö önnur breiöskífa sem hann
sendir frá sér síöan hann hætti
meö Soft Cell en hin fyrri, Vermine
in Ermine, kom út fyrir síöustu jól
og mun sömu hljóðfæraleikarar
og voru þar meö honum aöstoða
hann á nýju plötunni.
Hljótt hefur verið um hljóm-
sveitina Madness frá því aö þeir
sendu á síðasta ári frá sér plötuna
Keep Moving en um svipað leyti
og hún kom út hætti hljómborös-
leikarinn Mike Barson. Vöknuöu
þa spurningar um framtíð hljóm-
sveitarinnar, þar sem Barson
samdi mörg af vinsælustu lögum
þeirra, jafnframt því sem hann
var, aö minnsta kosti framan af,
besti hljóöfæraleikarinn af þeim.
Nú hefur hins vegar frést aö
Madness sé meö nýja plötu á
næsta leiti og lítil plata mun aö
minnsta kosti vera aö koma út
þessa dagana. Hefur einn af
blaðamönnum NME, sem hefur
fengiö aö hlýöa á upptökurnar lýst
yfir hrifningu sinni með árangur-
inn og þá sérstaklega vegna þess
aö hljómsveitin virðist sífellt færa
sig nær pólitískum boöskap í
textum sínum.
Breska þjóölaga-rokksveitin
The Pouges hefur þegar sent frá
sér nýja breiðskífu, sem heitir
Rum, Sodomy and The Lash en
þaö var enginn annar en Elvis
Costello sem sá um upptöku-
stjórnina. Mjög vel hefur veriö af
piötu þessari látiö og hafa flestir
breskir gagnrýnendur gefið henni
sína hæstu einkunn.
Svo þykir sem heldur lítiö hafi
komiö fram á sjónarsviöiö af nýj-
um og góöum hljómsveitum í
Bretlandi þaö sem af er þessu ári.
Upp á síökastiö hafa þó birst
greinar og umsagnir um hljóm-
sveit sem flestir gagnrýnendur
viröast vera sammála um aö eigi
eftir aö ná miklum vinsældum
jafnframt því sem hún sé aö fást
viö góöa tónlist. Þetta er hljóm-
sveitin Colourbox, sem er skipuö
þeim bræörum Steve og Maryn
Young og meö þeim syngur
blökkusöngkonan Debbie.
Þau hafa þegar sent frá sér sína
fyrstu breiöskífu og af henni hefur
veriö gefiö út á lítilli plötu lagiö
The Moon Is Blue og er báöum
þessum skífum spáö miklum vin-
sældum. Gagnrýnendur segja aö
þau flytji einhverja bestu popp-
og danstónlist sem lengi hefur
heyrst og þeir hafa gripiö til
margra stórra lýsingaroröa til
þess aö segja álit sitt á gæöum
Colourbox. Gagnrýnandi MM
segir til aö mynda í dómi sínum
um stóru plötuna: „Þetta er hljóm-
urinn sem viö höfum beöið eftir.
Þaö er lifandi hljómur fortíöarinn-
ar í nútíöinni, sem gefur fyrirheit
fyrirframtíöina."
Svo mörg voru þau orö og þá
er bara að bíöa eftir aö Colourbox
birtist í hljómplötuverslunum hér-
lendis.
RtodMM, komnir af stoö aA nýju.
Lítakaaainn maö athyglisvaröa plötu.
brauðbúðin opnuð
Egilsstaðir:
Fyrsta
i^ilwitóAum, 28. ájfúst.
NU í vikunni var opnuð brauðbúó í húsi HéraAsprenLs aA Tjarnar-
braut 21 þar sem skóverslunin Krummafótur var áAur til húsa. Mun
þetta vera fyrsta brauAbúAin hér um slóAir.
Það er Bakarí Þ. Snædals hf. í
Fellabæ sem rekur brauðbúðina.
Þ. Snædal hf. hóf brauðgerð fyrir
tveimur mánuðum — en það eru
bræðurnir Magnús og Kristján
Snædal og fjölskyldur þeirra sem
reka brauðgerðina auk heild-
verslunar.
Að sögn Magnúsar hefur
brauðgerð þeirra verið vel tekið
af neytendum og hefur fram-
leiðsla aukist verulega á þessum
tveimur mánuðum. Snædals-
brauðin fást nú í verslunum allt
frá Djúpavogi til Vopnafjarðar.
Við brauðgerðina vinna nú um 6
manns. Bakari er Eyjólfur Haf-
steinsson.
Brauðbúð Þ. Snædals á Eg-
ilsstöðum verður opin virka daga
frá klukkan 9 til 17 og á laugar-
dögum kl. 13—17. Þar verða
ávallt á boðstólum hvers kyns
heilsubrauð og annað meðlæti
beint úr bakaríinu — auk þess
sem svonefndir Jó-jó-hringir
verða steiktir á staðnum eftir
óskum viðskiptamanna.
Bakarí Þ. Snædals fær allt
hráefni til brauðgerðarinnar frá
Ragnars-bakaríi í Keflavík. Þar
er deigið handleikið og síðan
fryst og flutt sjóleið í frystigám-
um til Reyðarfjarðar og þaðan
landveg til Fellabæjar. Þar tekur
bakari Þ. Snædals við og hand-
leikur hráefnið eftir kúnstarinn-
ar reglum ásamt öðrum starfs-
mönnum fyrirtækisins.
Héraðsbúar virðast kunna að
meta brauðbúð Þ. Snædals — því
að nánast örtröð hefur verið í
búðinni síðan hún opnaði.
— Ólafur.
Úr brauðbúð Þ. Snædals MorKunblaðiA/ Olafur