Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 196. tbl. 72. árg._________________________________ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Elín veld- ur usla Biloxi, Mississippi, 2. september. AP. FELLIBYLURINN Elín æddi inn yfír strönd Mississippi í dag og olli miklu tjóni á mannvirkjum og trjá- gróðri. Mikil úrkoma fylgdi fárviðr- inu og vindhraðinn mældist allt að 200 km/klst. Bylurinn breytti um stefnu í dag og sótti í sig veðrið, eftir að hafa staðið nánast í stað í fjóra daga í Mexíkóflóa. Sveigði hann til vest- norðvesturs og er því byggð allt vestur til Grand Isle í Louisiana i hættu. Var hálfri milljón manna meðfram Flórídaströnd gert að flýja heimili sín af þeim sökum í dag og 350.000 manns í strand- héruðum Alabama-, Mississippi- og Louisiana-ríkis. Stóð mönnum stuggur af flóðbylgjum, sem fylgdu Elínu. Neyðarástandi var lýst yfir í ýmsum borgum ríkjanna, sem fár- viðrið storkar nú. Samgöngur röskuðust verulega, rafmagns- og símastaurar brotnuðu og línur slitnuðu. Loka varð brúm og eyjar við Flórídaströnd einangruðust. Hvirfiivindar hafa skotist út úr fellibylnum og víða valdið usla. Dauði þriggja manna er rakinn til fárviðrisins. s JrM| m DK > • m * ' i "K. r itdi Kt- vfP ífjagr* Æt't Skólasetning í sólskini Morgunblaðið/Árni Sæberp Menntaskólinn í Reykjavík var settur i gær. Athöfnin fór fram utan dyra vegna lagfæringa í Dómkirkjunni, þar sem skólasetning hefur alltaf farið fram, utan einu sinni. Hefur skólasetning farið fram einu sinni áður utan dyra, en það var fyrir örfáum árum. í vetur stunda rúmlega 800 ungmenni nám við Menntaskólann í Reykjavík. Myndin var tekin við skólasetninguna og er Guðni Guðmundsson, rektor, í ræðustól. Á bls. 4 eru viðtöl við skólanema, í námsgagnainnkaupum. Námamenn á leið til vinnu í Suður-Afrfku í gær. Lftil þátttaka varð f boðuðu verkfalli við gull- og kolanámur í Suður-Afrfku sem hófst í gær. Lítil þátttaka í námaverkfalli Thatcher hefur sókn með nýjum mönnum London, 2. september. AP. WW MARGARET Thatcher, forsætisráðherra, gerði umfangsmiklar breytingar á ríkisstjórn sinni í kvöld. Tilgangurinn er að auka vinsældir stjórnarinnar og traust meðal kjósenda og leggja til atlögu gegn mesta atvinnuleysi í sögu ríkisins. Sú breyting, sem mest kemur á óvart, er brotthvarf Leon Brittan úr starfi innanrikisráðherra, sem talinn var sá þriðji valdamesti í stjórninni. Var hann færður í stól verzlunar- og iðnaðarráðherra. Sérfróðir menn segja um stöðu- lækkun að ræða, og segja ástæð- una slaka frammistöðu hans í fjölmiðlum. Thatcher reyndi að slá á spádóma af þessu tagi er hún sagði Brittan “enn á valdatindin- um“ og í hans hlut kæmi að veita nýjum atvinnugreinum brautar- gengi. Norman Tebbit, forveri Brittans i verzlunar- og iðnaðarráðuneyt- inu, var gerður að flokksformanni. Tekur hann við þeim starfa af John Selwyn Gummer, sem sætt hefur gagnrýni af hálfu þing- manna, sem vildu láta hann sæta ábyrgð vegna þverrandi vinsælda flokksins í skoðanakönnunum. Sól Gummers hneig mjög í dag því hann var gerður að undirmanni ráðherra í landbúnaðarráðuneyt- inu. Er Tebbit ætlað að stjórna flokksstarfinu og endurheimta vinsældir og tryggja flokknum sigur í næstu þingkosningum, sem eiga að fara fram í síðasta lagi vorið 1988. óvæntasta stöðuhækkunin fell- ur í skaut Douglas Hurd, sem gerður var að innanríkisráðherra eftir að hafa farið með málefni Norður-írlands í stjórninni í tæpt ár. Við starfi hans tekur Tom King, fyrrum atvinnumálaráðherra. Lord Young, sem var ráðherra án ráðuneytis, var gerður að at- vinnumálaráðherra, og mun hann stjórna nýrri sókn stjórnarinnar til að auka atvinnu. Kenneth Clarke lætur af starfi heilbrigðis- ráðherra, og verður hægri hönd Lord Young í atvinnumálaráðu- neytinu. Jóhannesarborg, 2. september. AP. LÍTIL þátttaka varð í boðuðu verkfalli í gull- og kolanámum í Suður- Afríku í dag og hafði verkfallið engin áhrif á framleiðsluna. Óeirðir brutust víða út í landinu í dag eftir tiltölulega friðsamlega helgi. Leiðtogar námamanna sökuðu stjórnendur námanna um að hræða verkamenn frá þátttöku í verkfalli, sem boðað var í átta gull- og kolanámum, þar sem 60.000 verkamenn starfa. Tóku 12.400 námamenn þátt í aðgerð- unum og hafði fjarvera þeirra lítil sem engin áhrif á afköst. Gjaldmiðill Suður-Afríku, rand, snarhækkaði i verði á gjaldeyrismarkaði landsins í dag, er peningamarkaðir voru opnaðir á ný, fimm dögum eftir stöðvun viðskipta. Hækkaði gengi randsins gagnvart Banda- ríkjadollar úr 34,8 sentum í 44,95. Mestur hluti hækkunarinnar er vegna óraunhæfrar gengisskrán- ingar seðlabanka landsins, sem stæðist ekki frjáls gjaldeyrisvið- skipti. Gjaldeyris- og verðbréfavið- skipti voru stöðvuð sl. þriðjudag vegna gengishruns randsins. I framhaldi af því, og vegna óaldar í landinu, settu bandarískir og evrópskir bankar lán til Suður— Afríku í gjalddaga. Brugðust stjórnvöld i Suður-Afríku við þessu með því að fresta afborg- unum erlendra lána til næstu áramóta. Þrir utanríkisráðherrar ríkja Evrópubandalagsins (EB), sem heimsóttu Suður-Afríku um helgina, segja að athafnir verði að koma í stað orða, og ef stjórn P.W. Botha geri ekki fljótlega víðtækar breytingar heimafyrir og láti af aðskilnaðarstefnu sinni, eigi EB ekki um annað að velja en gripa til efnahagsþving- ana. Ollu njósnir Höke langmesta tjóninu? Bonn, 2. ••ptember. AP. HANS-JOACHIM Tiedge, fyrrum yfírmaður vestur-þýzkra gagnnjósna segir í bréfí til stjórnarinnar í Bonn, að hann hafí flúið til Austur-Þýzkalands af fúsum og frjálsum vilja. Kveðst hann hafa flúið vegna „vonlausrar aöstöðu sinnar", en þar mun átt við fjölskylduvandamál, skuldasúpu og drykkjusýki. í bréfínu kveðst Tiedge ekki vilja ræða við fulltrúa stjórnarinnar í Bonn um flótta sinn. Sérfræðingar stjórnarinnar í Bonn telja að Tiedge hafi ekki verið neyddur til að rita bréfið. Af bréf- inu megi ráða að flóttinn hafi verið fyrirvaralaus. Þá hafi ekkert fram komið við rannsókn er bendi til að Tiedge, hafi stundað njósnir í þágu annars ríkis í starfi sínu. Formælendur stjórnarinnar í Bonn sögðu að ný loforð Austur— Þjóðverja um að opna landamæri sín og auövelda heimsóknir til ættmenna vestan þeirra yrðu til að bæta sambúð þýzku ríkjanna. Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýzka- lands, skýrði Franz Josef Strauss, ríkisstjóra Bæjaralands, frá þess- ari ákvörðun er þeir hittust á kaup- stefnu í Leipzig í gær. Strauss sagði Honecker hafa látið í ljós þá von að áfram yrði unnið að því að bæta sambúð ríkjanna og að hann vonað- ist til að njósnahneykslið yrði ekki til að hindra þá þróun. Margaret Höke, ritari Richard von Weizsácher forseta, sem hand- tekin var vegna meintra njósna fyrir Austur-Þjóðverja, tók þátt í miklumæfingum NÁTO-herjanna 1970 og 1979 og kann að hafa útveg- að Varsjárbandalaginu leynilegar áætlanir um stjórn ríkisins á stríðstíma. Fékk hún að fara inn í leynibyrgi í Eifelhæðunum nærri Bonn, þar sem stríðsráðuneyti hefði aðsetur og var viðstödd æfingar þar. Neitar hún að hafa njósnað fyrir Austur-Þjóðverja, en komi hið gagnstæða í ljós, kann hún að hafa valdið NATO og vestur-þýzkum vörnum miklu meira tjóni en meint- ir njósnarar, sem flúið hafa til Austur-Þýzkalands síðustu 2 vik- urnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.