Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 58
-> 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985’
Egill Vilhjálmsson hf. og Davíð Sigurðsson hf.:
Greiðslustöðvun
- framlengd
um tvo mánuði
FYRIRTÆKIN Egill Vilhjálmsson hf.
og I)avíð Sigurðsson hf. í Kópavogi,
umhoðsaðilar fyrir American Motors
og Fiat, hafa fengið greiðslustöðvun
sína framlengda um 45 daga. Aður
hafði skiptaráðandi veitt fyrirtækjun-
um heimild til greiðslustöðvunar í tvo
mánuði, frá 2. júlí til 2. september.
Sveinbjörn M. Tryggvason, aðal-
eigandi fyrirtækjanna, sagði að öt-
ullega hefði verið unnið að því
þessa tvo mánuði að rétta við hag
fyrirtækjanna, en dæmið væri flók-
ið og því þyrftu þeir lengri tíma.
Hann sagðist þó vongóður um að
einn og hálfur mánuður til viðbótar
væri nægjanlegur tími.
Sveinbjörn sagði að ekkert hefði
enn verið selt af eignum fyrirtækj-
anna, en það stæði til og væri bráð-
nauðsynlegt. Hins vegar hefðu góð-
ir samningar við Fiat-verksmiðj-
urnar á Italíu skilað sér vel í
sumar, því sala Fiat-bifreiða hefði
stóraukist.
Frá ráðstefnunni á Hótel Loftleiðum í gær.
Morgunblaöið/Júlíus
Ráðstefna um sjávarstrendur, ár og aurburö:
Fjallað um áhrif eldsum-
brota og jökuláa á þróun
suðurstrandar íslands
ALÞJOÐLEG ráðstefna um sjávar-
strendur, ár og aurburð, er nú haldin
að Hótel Loftleiðum og lýkur henni á
miðvikudag. Megin viðfangsefni ráð-
stefnunnar er um þýðingu aurburðar
fyrir þróun stranda og árfarvega og
flutning aursins eftir landgrunninu.
Aðaihvatamaöurinn að þessari
ráðstefnu er dr. Per Bruun, sem
verið hefur prófessor bæði í Skand-
inavíu og Bandaríkjunum en rekur
nú alþjóðlega ráðgjafastofu um
strandmannvirki í Danmörku.
Á ráðstefnunni verður fjallað um
áhrif sjávarstöðubreytinga á
þróunina og hvaða áhrif mann-
virkjagerð, bæði við strendur og við
árfarvegi, getur haft. Þá verður
einnig fjallaö um suðurströnd Is-
lands, áhrif jökuláa og eldsum-
brota á þróun hennar.
Flutt verða yfir 40 erindi á ráð-
stefnunni um þessi mál og þar af
um 30 af erlendum ráðstefnugest-
um. Fjalla erindin jöfnum höndum
um vandamál við hagnýta mann-
virkjagerð og um fræðilegan
bakgrunn þeirra.
Að ráðstefnunni á Hótel Loft-
leiðum standa Háskóli íslands,
Vita- og hafnarmálaskrifstofan,
Orkustofnun, Landsvirkjun, Haf-
rannsóknastofnun og Vegagerð
ríkisins.
Davíð Stefánsson, formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, í ræðustóli við setningu 28.
þings ungra sjálfstæðismanna
Samband ungra sjálfstæðismanna:
Vilhjálmur Egilsson
kjörinn formaður
VILHJALMUR Egilsson, hagfræð-
ingur, var kjörin formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna á
þingi sambandsins sem lauk síð-
astliðinn sunnudag á Akureyri.
Ekki voru aðrir í kjöri.
Á þinginu voru samþykktar
tillögur um kerfisbreytingar í
mennta-, heilbrigðis-, og trygg-
ingarmálum. Þá var í stjórn-
málaályktun þingsins skorað á
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
að beita sér fyrir því að kjósend-
ur verði jafnsettir og vægi at-
kvæða verði jafnt, óháð búsetu. í
ályktuninni er bent á að ýmsu
hafi „miðað í rétta átt á tveggja
ára valdatíma núverandni ríkis-
stjórnar", en jafnframt sagt að
ef stjórninni tekst ekki að stöðva
erlenda skuldasöfnun og stjórna
peninga- og lánsfjármálum
þannig að utanríkisviðskipti
verði hallalaus á næsta ári, muni
hún hljóta þann dóm að henni
hafi mistekist. Einnig eru ráð-
herrar stjórnarinnar gagnrýndir
Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur
og nýkjörinn formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
fyrir karp, sem sagt er með öllu
óþolandi og grafi undan trausti
manna á ríkisstjórninni.
Auk Vilhjálms voru kosnir
eftirtaldir 23 fulltrúar kjör-
dæma í stjórn SUS til næstu
tveggja ára: Reykjavík: Anna K.
Jónsdóttir, Auðun Svavar Sig-
urðsson, Eiríkur Ingólfsson,
Friðrik Friðriksson, Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugsson, Hreinn
Loftsson, Margrét Jónsdóttir,
Sigurbjörn Magnússon, Sigurður
Magnússon; Reykjanes: Árni M.
Mathiesen, Guðrún Stella Giss-
urardóttir, Haraldur Kristjáns-
son, Svanlaug Jónsdóttir og Þór-
arinn Jón Magnússon; Suður-
land: Ásmundur Friðriksson og
Fannar Jónasson; Austurland:
Baldur Pétursson; Norðurland-
eystra: Bjarni Árnason og Davíð
Stefánsson; Norðurland vestra:
Ari Jóhann Sigurðsson; Vest-
firðir: Marselíus Guðmundsson;
Vesturland: Benjamín Jósefsson.
Einnig voru kosnir 12 varamenn
í stjórn.
Á undanförnum 100 árum hafa
200 íslendingar látist af
völdum sérstæös erfðasjúkdóms
RÁÐSTEFNA um arfgengi sjúk-
dóms af völdum efnamyndunar
Amyloids í miðtaugakerfinu hófst
í gær í húsi geðdeildar Land.spital-
ans. Á undanfornum 100 árum
hafa um 200 íslendingar látið lífið
af völdum þessa sérstæða sjúk-
dóms og hafa rannsóknir sýnt að
þeir hafa flestir verið af sömu ætt-
unum, sem allar eru úr sýslunum í
kringum Breiðafjörð.
Ólafur Jensson, yfirlæknir
Blóðbankans, sagði í samtali í
í DAG, þriðjudaginn 3. september,
kl. 20.30 sýnir Helgi Björnsson
jarðeðlisfræðingur litskyggnur og
talar um nýjustu niðurstöður af
jöklamælingum á íslandi í Nor-
ræna húsinu.
Fyrirlesturinn er haldinn í
">■ tengslum við sýningu þá um jökla-
rannsóknir, sem staðið hefur í
gær að tilgangurinn með þess-
ari ráðstefnu væri að kynnast
nýjustu rannsóknum varðandi
þennan sjúkdóm og náskyldum
sjúkdómum. Sagði hann að í
Hollandi, í Haag og Leiden,
væru starfandi rannsóknahópar
sem rannsökuðu sjúkdóma af
svipuðum toga og þessum sem
hér á landi væri við að eiga og
einnig væri unnið að rannsókn-
um á svipuðum sjúkdómum á
vegum New York University
anddyri Norræna hússins undan-
farið, en henni lýkur fimmtudag-
inn 5. september kl. 19.00.
Helgi mun einkum fjalla um
niðurstöður af mælingum með
íssjá, en þar kemur ýmislegt at-
hyglisvert fram um landslag undir
jöklum landsins.
Medical Center, og á vegum A.
Barrett í Cambridge og J.H.
Edwards í Oxford. Ólafur sagði
að nú væru þessir menn hingað
komnir til að kynna niðurstöður
rannsókna sinna og stæðu vonir
til að þing sem þetta yrði haldið
árlega hér eftir.
„Þessi sjúkdómur er alltaf að
gera vart við sig og hefur þær
afleiðingar í för með sér að
sjúklingurinn verður fyrir
heilaskemmdum eða heilablóð-
falli og á þetta sér iðulega stað
áður en viðkomandi nær fer-
tugsaldri," sagði ólafur. „Á
undanförnum árum hefur áhugi
lækna beinst nokkuð að ýmsum
hnignunum í æðakerfinu sem
valda öldrunarbreytingum, eins
og til dæmis Alzheimer-sjúk-
dómnum og við ætlum hér á
þessari ráðstefnu að leggja
saman þá þekkingu sem við höf-
Fjallað um jöklamælingar
MorgunblaðiÖ/Júlíus
Olafur Jensson læknir og forstödumaftur Blóftbankans vift nokkrar skýringa-
myndir, sem notaftar voru á ráftstefnunni í gær.
um á þessum sjúkdómum.
Rannsóknir hafa beinst talsvert
að því að finna efni sem greinir
þessa efnamyndun Amyloids í
heilaæðum þeirra sjúklinga sem
taldir eru hafa aðra sjúkdóma í
miðtaugakerfinu."
Ólafur sagði að lokum að enn
sem komið væri hefði ekki fund-
ist neitt læknisráð sem haft
hefði áhrif á sjúkdóminn en bú-
ið væri að leggja grunn að stöð-
ugum rannsóknum þeirra sem
taka þátt í ráðstefnunni.