Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
Skemmtun og
fræðsia sameinuð í
„Hana-nú-klúbbnum“
„MARKMIÐIÐ hjá okkur í „Hana
nú“ hópnum í Kópavogi er að
skemmta okkur saman, ná í fræðslu
á afslappaðan hátt, jafnframt því að
aðlagast hækkandi aldri,“ sagði
Ásdís Skúladóttir, félagsfræðingur
hjá Kópavogsbæ og skipuleggjandi
Hana-nú, sem er 340 manna fólks á
aldrinum 50 ára og eldri.
Stofnendur voru 12 talsins árið
1983. Hugmyndin kom fyrst fram
hjá starfsmönnum Félagsmála-
stofnunar Kópavogs og var ætlun-
in að koma á fót félagsstarfi með
eldra fólki. Ásdís sagði að stað-
reyndin væri sú að þegar fólk
hefði náð 67 ára aldri væri oft of
seint að breyta til og byrja nýja
lífshætti. Því fyrr sem byrjað væri
að hugsa til breyttra aðstæðna
vegna aldurs þeim mun betra.
Ásdís sagði að frumkvöðull
stofnunarinnar hefði verið Hrafn
Sæmundsson, atvinnumálafulltrúi
Kópavogs. „Hann kynntist því af
eigin raun hve erfitt er að vera
atvinnulaus, þó ekki væri nema
skamman tíma. í hans tilviki var
um atvinnuleysi að ræða vegna
fötlunar. Þegar hann hóf störf við
Félagsmálastofnun Kópavogs hitti
hann fólk sem var í sömu stöðu og
hann hafði verið í og vissi að það
þurfti andlega og líkamlega upp-
lyftingu á þessu tímaskeiði og
þurfti ekki hvað síst að hafa góðan
félagsskap sér til andlegrar upp-
örfunar. I upphafi var ætlunin að
hópurinn stundaði náttúruskoðun
og gönguferðir, en hópurinn hefur
stækkað mjög ört frá stofnun og
hefur það kallað á skipulagsbreyt-
ingar í starfinu öllu. Þróunin varð
sú að farið var að skipta hópnum
upp í smærri klúbba, sem fólk
skráir sig sérstaklega í, auk þess
sem það er í heildarsamtökuunm,"
sagði Ásdís.
Reynt er að gefa öllum félags-
mönnum kost á einhverju til
skemmtunar að minnsta kosti
einu sinni í mánuði. Hefur sú
starfsemi einkum beinst í þá átt
að fara í ferðalög til nærliggjandi
byggðarlaga. Þannig hefur hópur-
inn m.a. heimsótt Seltjarnarnes,
Bessastaðahrepp, Akranes,
Stokkseyri og Eyrarbakka, Mos-
fellssveit og verða Suðurnesin sótt
heim von bráðar. í hverri ferð
hafa framámenn sveitarfélaga
tekið á móti hópnum og veitt
fræðslu um viðkomandi sveitarfé-
lag og að auki boðið upp á kaffi og
meðlæti af miklum höfðingskap,
að sögn Ásdísar. Fararstjórar eru
með í hverri ferð sem bera sögu-
lega eða jarðfræðilega þekkingu á
því svæði sem farið er um.
Hópurinn hefur m.a. farið í
heimsókn á Kjarvalsstaði, haldnir
hafa verið dansleikir þar sem
harmónikkuleikarar „Hana-nú“
hafa sjálfir dregið upp nikkur sín-
ar, en félagar sjá að mestu sjálfir
um öll skemmtiatriði og kaffiveit-
ingarnar og meðlæti kemur úr
eldhúsum félagsmanna. Sl. vetur
var boðið upp á námskeið í fram-
sögn og myndlist fyrir alla félaga
í samvinnu við Nárnsflokka Kópa-
vogs og Leikfélag Kópavogs.
Smærri klúbbar, sem starfandi
eru innan „Hana-nú“, eru til dæm-
is náttúrskoðunarklúbbur, bók-
menntaklúbbur, hljómplötuklúbb-
ur og gönguklúbbur, sem hafa
bæði skemmtun og fræðslu á
stefnuskrá sinni. „Fólk úr öllum
þjóðfélagshópum er samankomið
þarna og einnig er kynslóðabilið
vel brúað því félagsmenn geta
boðið vinum og vandamönnum
með á hinar ýmsu uppákomur inn-
an klúbbanna og sjást oft á tíðum
heilu fjölskyldurnar saman í
starfi og leik innan „Hana-nú“,“
sagði Ásdís að lokum.
Verið að leggja í bæjarferð til Seltjamarness. „Hana-nú“-félagar fjölmenntu f það skiptið. Ásdís sagði að hún hefði
verið búin að tala um að 40 manns kæmu f heimsókn, en um 80 manns mættu.
CÁMKý
•m
Það getur verið að ekkert sé nýtt
undir sólinni, en í /rlandi hinnar
rísandi sólar7', virðist sífellt hægt
að gera betur. Toyota Camry er ^
fullkomið dæmi þess.Hann virðist
við fyrstu sýn ósköp venjulegur
5 manna fjölskyIdubílI, en við
nánari kynni kemur annað í Ijós. Þverstæð vél og framhjóladrif gera það að
verkum að innanrými er geysimikið. Sætin eru 1. flokks, (t.d. er hægt
að stilla bílstjórasætið á 7 mismunandi vegu).
Farangursrými í Camry Liftback er 1,17 m3,
sem er meira en margir stationbíiar geta státað
af. Veltistýri, 5-gíra skipting (eða 4 stiga
sjálfskipting), loftbremsur, gasdemparar,
tannstangarstýri, gott miðstöðvarkerfi og
annar búnaður hafa líka sitt að segja um þægindi og góða aksturseiginleika.
1,8 eða 2,0 lítra bensínvél með rafstýrðri „beinni innspýtingu'' og 1,8
lítra dieselvél með forþjöppu, hafa snerpu og kraften eru auk þess hljóð-
lálar og eyðslugrannar. Verð frá kr. 529 þús.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
TOYOTA
Nvbýlaveqi8 200Kópavogi S. 91-44144.