Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
Áfengisyarnamál Dana
— eftir Hans Ehlers
Þó að áfengisneysla Dana sé
meiri en annarra norrænna þjóða,
eða um 12 lítrar af hreinu áfengi
að meðaltali á hvert mannsbarn
árlega, hafa ýmsir löngum verið
þeirrar skoðunar að sölu- og dreif-
ingarkerfi þeirra geti verið öðrum
til fyrirmyndar og sé hagkvæmt ef
tekið er mið af áfengisvandamál-
um annars staðar á Norðurlönd-
um. Danska kerfið, sem á rætur að
rekja til 1917, miðar að því að
halda neyslunni niðri með skött-
um og gjöldum einum en beita litl-
um hömlum öðrum. Ástæðurnar
fyrir þessu áliti eru m.a. að ekki er
mikið um stórglæpi, svo sem
ofbeldi og mannvíg, í tengslum við
drykkju í Danmörku og áfengis-
æði (delirium tremens) er tiltölu-
lega sjaldgæft þar, tæplea 300 til-
felli á ári, ef t.d. miðað er við
nágranna þeirra, Svía. Skýringin
á þessum staðreyndum er líklega
framar öðru sú að áfengisneyslan
dreifist á fleiri í Danmörku en
annars staðar á Norðurlöndum.
Bindindismenn eru aðeins 1—6%
þjóðarinnar. Margir skilja þetta á
þann veg að afstaða Dana til
áfengis sé tiltölulega hlutlaus, þar
sé hvergi um að ræða harða af-
stöðu gegn neyslu þessa vímuefn-
is. Og Danir hafa sjálfir beinlínis
haldið þeirri staðhæfingu á loft að
þjóð geti auðveldlega drukkið mik-
ið án þess að það valdi verulegum
vandamálum ef neyslan dreifist
nokkuð jafnt á einstaklinga — og
að meðalneyslan hafi alls ekki
beifí áhrif á fjölda drykkjusjúkl-
inga og önnur áfengisvandamál;
það sé þannig hægt að hugsa sér
þjóð sem neyti mikils áfengis, en
„I skýrslum Trygg-
ingastofnunar danska
ríkisins fyrir 1980 sést
að 18,3% af öllum ör-
yrkjum þar í landi eru
drykkjufólk og engin
önnur ástæða en
drykkja fyrir örorku
þess.“
eigi við smávægileg vandamál að
etja af þeim sökum.
Beiskur veruleikinn er hins veg-
ar sá að opinberar skýrslur sýna
að á 20 ára tímabili jókst áfeng-
isneysla Dana um 422%. Hún
meira en fjórfaldaðist á árunum
1958—1978. Síðan hefur ekki verið
um mikla aukningu að ræða en
samt nokkra. Og utan hinnar
skráðu neyslu er áfengisinnflutn-
ingur ferðafólks nú stórum meiri
en fyrr, m.a. svokallaðar áfengis-
kaupaferðir til annarra landa í
Evrópubandalaginu. Þá hefur
bruggun áfengis úr hraðvíngerð-
arefnum aukist mjög — en venju-
leg eiming áfengis í heimahúsum
er enn óalgeng.
Þegar áfengisneysla fjórfaldast
og vel það á 20 árum hefur það
óhjákvæmilega þau áhrif að
drykkjusjúklingum fjölgar. Og nú
höfum við á takteinum margar og
nákvæmar niðurstöður vísinda-
legra rannsókna sem sýna að al-
varlegustu afleiðingar drykkju,
skorpulifur og briskirtilsbólga,
eru nærri fjórum sinnum tíðari nú
en fyrir áratug. — Læknisfræðin
hefur lengi talið að tíðni skorpu-
lifrar af völdum áfengis væri besti
mælikvarðinn á fjölda drykkju-
manna en tíðni áfengisæðis stæði
ekki í beinu sambandi við meðal-
neysluna heldur drykkjusiðina.
Því er áfengisæði oftast algengt
meðal þjóða þar sem fólk neytir
öðru hverju mikils sterks áfengis í
einu. Áfengisæði ætti því að vera
tíðara í Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi en Danmörku, þar sem menn
drekka aðallega öl og veik vín.
Á síðustu árum hefur þó komið í
ljós að goðsagan um jafna og
dreifða áfengisneyslu Dana er
fjarri raunveruleikanum. Við
rannsóknir Henriks Vilstrup og
P.E. Nielsens árið 1979, þar sem
þeir athuga hvernig neyslan skipt-
ist á mannfólkið, kemur m.a. á
daginn að helminginn af því
áfengi, sem Danir neyta, drekka
8% þjóðarinnar og einungis 2%
Dana drekka fjórðung alls sem
þar í landi er hesthúsað af vímu-
vökva þessum. Þetta tjáir okkur
að rúmlega 300.000 Danir drekka
árlega að meðaltali 50 lítra af
hreinu áfengi hver. Og er þá tæp-
ast of í lagt að ætla að helmingur
þeirra eða um 150.000 Danir séu
ofneytendur áfengis eða drykkju-
sjúklingar ef menn vilja fremur
nota það orð. Um það bil helming-
ur þeirra sem drekka 50 lítra
hreins áfengis eða meira á ári
verða sér úti um skorpulifur innan
áratugar. Sjúkdómur þessi er al-
varlegur og margir halda því fram
að einungis 45% þeirra sem fá
þann kvilla vegna drykkju lifi
lengur en 5 ár ef þeir hætta ekki
að drekka. Dánarlíkurnar eru sem
sé svipaðar og gerist um flestar
tegundir krabbameina.
Rannsókn þessi kippti einnig
rækilega stoðunum undan annarri
goðsögn, þ.e. þeirri, að drykkju-
skapur í Danmörku stafaði fram-
ar öðru af félagslegu ranglæti.
Hún sýndi aftur á móti að áfengis-
neyslan stendur í beinu sambandi
við tekjur manna og fjárráð,
þannig að menntað fólk með há
laun drekkur meira en aðrir. Það
má telja það dæmigert fyrir
drykkju Dana að einn auðugasti
maður Danmerkur, Simon Spies,
lést fyrir nokkru úr skorpulifur
sem drykkja olli.
Einnig koma alvariegar afleið-
ingar þessarar miklu áfengis-
neyslu fram á öðrum sviðum. í
skýrslum Tryggingastofnunar
danska ríkisins fyrir 1980 sést að
18,3% af öllum öryrkjum þar í
landi eru drykkjufólk og engin
önnur ástæða en drykkja fyrir ör-
orku þess. Ef litið er á Kaup-
mannahöfn eina er ástandið enn
skuggalegra. Fyrir rúmum tveim-
ur árum leiddi könnun í ljós að
52% eða rúmlega helmingur
karlmanna á örorkubótum voru
drykkjumenn og 28% bótaþega
meðal kvenna. — Þó að þessar síð-
ustu tölur eigi aðeins við Kaup-
mannahöfn sýna þær greinilega
hvert dönsk áfengismálastefna
hefur leitt og raunar einnig afleið-
ingar breyttra drykkjusiða. Síðan
skömmu eftir miðja öldina hefur
drykkja kvenna aukist jafnt og
þétt og meira en áfengisneysla
karla. Sennilega ber að líta á það
sem afleiðingar réttindabaráttu
kvenna þó að drykkjan taki í raun
og veru að aukast áður en kvenna-
baráttan hófst.
Við rannsókn, sem ég gerði 1962,
sást greinilega að drykkjusiðir
kvenna voru að breytast. Fyrst í
stað var þó „krónísk" drykkjusýki
fátíð meðal þeirra en þó leið ekki
nema rúmur áratugur þar til
drykkjusýki var orðin jafnalmenn
meðal kvenna og karla. Það gaf til
kynna að nú væri í landinu fjöldi
VIKUFRl I AMSTERDAM
FYRIR AÐEINS KR. 17.770.-
Það er ástæðulaust að spara sér öllu lengur þá
reynslu að heimsækja Amsterdam. Borgin er
einstök, hún hefur ?Ua kosti stórborgar en einnig
afslappað og vinalegt viðmót smábæjarins.
í Amsterdam er urmull stórkostlegra versl-
ana, og í óvæntum hliðargötum leynast búðir með
varningi sem sannarlega kemur á óvart.
í borginni eru einnig rómaðir útimarkaðir, mat -
sölustaðir og bjórkrár.og næturlífið er svo öfíugt að
oft er sagt að aldrei kvöldi í Amsterdam. Þetta eru
gömul sannindi og ný, en nú er komið að þér.
Úrval býður ódýrar ferðir til Amsterdam, allt
frá 2 og upp í 7 daga. í boði eru 7 glæsileg hótel,
flest þeirra í hjarta borgarinnar. Tveggja daga ferðir a
kosta aðeins frá kr. 13.135.- pr. mann (með flugi, |
gistingu og morgunverði), og vikuferðir frá kr.
17.770.-
FERMSKRIF5T0MN ÚRVAL
^ SÉRSAUMUM STÓRAN FATNAÐ
' Verslun Fatagerð
Frakkastfg 14 Reykjavík
Sfmi 23970
Buxur í stórum númerum. Skyrtur, peysur og
jakkar í úrvali. Eigum ennþá rauðar og bleik-
ar stretsbuxur á dömur kr. 750.- og á börn kr.
550.- Sendum í póstkröfu hvert á land sem er
KREDITKORT
Husqvarna
síðsumartilboö!
Saumiö fötin
sjálf . . .
Þaö þarf ekki aö
sauma margar
buxur og blússur
til aö borga
upp Classica 100.
Hægri hönd
heimilisins!
Aöeins kr.
11.908.-
stgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16, s. 35200.