Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 20

Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 HELGAR OG VIKUFERÐIR FLUG OG GISTING London Verð frá kr.: 19.456A/ikuf. 13.376/helgarf.3nt. 14.217/helgarf.4nt Hótel: GRANLEY GDNS. Verð pr. mann ítvíbýli. 13.376.- FLUG OG GISTING HELGAR OG VIKUFERÐIR Luxemborg Verð frá kr.: 16.962/vikuf. 13.563/helgarf.4nt. Hótel: HÓTEL iTALlA. Verð pr. mann í tvíbýli. 13.563.- FLUG OG GISTING HELGAR OG VIKUFERÐIR Osló Verð frá kr.: 21.209/vikuf. 14.261/helgarf.3nt. Hótel: HÓTEL MUNK. Verð pr. mann í tvíbýli. 14.261.- FLUG OG GISTING HELGAR OG VIKUFERÐIR Kaupm.h Verð frá kr.: 23.194/vikuf. 15.603/helgarf.3nt. 16.738/helgarf.4nt. Hótel: COSMOPOLE. Verð pr. mann í tvíbýli. 15.603- HELGAR OG VIKUFERÐIR FLUG OG GISTING Glasgow Verð frá kr.: 18.121/vikuf. 12.126/helgarf.3nt. 13.950/helgarf.5nt. Hótel: HOSPITALITY INN. Verð pr. mann í tvíbýli. 12.126.- HELGAR OG VIKUFEROIR FLUG OG GISTING Stockholm Verð frá kr.: 26.049/vikuf. 17.761/helgarf.3nt. Hótel: HÓTEL CITY. Verð pr. mann í tvíbýli. 17.761.- HELGAR OG VIKUFERÐIR FLUG OG GISTING París Verð frá kr.: 22.073/vikuf. 18.397/helgarf.4nt. Hótel: GRAND MODERNE Verð pr. mann I tvíbýli. 18.397- =j FEBOA Í!l MIDSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 Þrjú hundruð ár — eða Stylus virum arquit — eftir Jóhannes Helga Jóhann Hjálmarsaon fjallar í Morgunblaðinu 13. ágúst um Stríð á stríð ofan, Fra krig til krig, eftir Henning Poulsen, 13. bindi bóka- flokksins Saga mannkyns (Asch- enhougs Verdenshistorie, Osló 1982). Munu þá tvö bindi ritraðar Aschenhoug vera komin út á ís- lensku. Gunnar Stefánsson ís- lenskaði Stríð á stríð ofan, svo sem Jóhann kemst að orði í um- sögn sinni. Gagnrýnandinn birtir síðan nokkrar orðréttar tilvitnan- ir í þýðinguna til að leggja út af þeim „sagnfræðilega". Við lestur tilvitnananna, sem virðast sóttar hingað og þangað í íslenska text- ann og tæpast af verri endanum, leitar strax á hugann sú krafa sem sómakær verkamaður í víngarði tungunnar getur aldrei undan vik- ist og Staksteinar Morgunblaðsins hafa nýverið áréttað með tilvitnun í grein Sigurðar Líndals prófess- ors í síðasta tölublaði Orators, efnislega á þessa lund: krafa um hnitmiðaða framsetningu er jafn- framt krafa um hnitmiðaða hugsun. Án hnitmiðaðs stfls verði setningin ekki einvörðungu lengri en vera þyrfti, hugsunin verði öll slappari, óskýr, þokukennd. Stylus virum arquit, er elsta út- gáfa setningar sem enn er í fullu gildi, eignuð Longinus helga: Stfll- inn birtir manninn eða Af stílnum skal manninn kenna, oftast tilfærð stutt og laggott á franska vísu Le style, c’est l’homme: Stíllinn er maðurinn. Mikill sannleikur. II Saga mannkyns er stórvirki án hliðstæðu í bókaútgáfu Norð- manna, ellefu bindi þegar komin út, víðfræg langt út fyrir landa- mæri Norðurlanda. Myndavalið eitt sér er með þeim snilldarbrag að sambærileg dæmi munu ekki finnast. Amerískur bókmennta- prófessor, sem var gestur minn í vikunni, var heillaður af framtaki Norðmanna, og svo er um fleiri. Og þá er að kanna hvernig Gunnar Stefánsson hefur orðið við kröfunni um hnitmiðaða fram- setningu. Ég hef ekki undir höndum frumtexta bókarinnar, en það skiptir ekki máli í þessu viðfangi, í fyrsta lagi vegna þess að það þarf enginn að segja mér að svo virt forlag sem Aschenhoug tefli stór- virki sínu í tvísýnu með því að fela ritun einstakra binda mönnum sem ekki hafa vald á hnitmiðaðri hugsun. í öðru lagi er þýðanda sem tekur starf sitt alvarlega skylt að fjarlægja hnökra sem finnast kunna í texta; og vand- fundin mun raunar bók án ein- hverra lýta. Að íslenska er óumdeilanlega að umorða, jafnvel umbylta, og þess gerist oft þörft. Ef svo væri ekki þyrfti mannsheilinn hvergi nærri að koma; tölvur gætu þá unnið verkið með milljónföldum hraða. 1 fréttapistli frá Róm fyrir skömmu dáðist Jónas Kristjánsson í Árna- stofnun að því hvernig forn- menntamennirnir gömlu og liðnu umbyltu latneskum textum sem þeir snöruðu, þannig að textinn virtist hugsaður á íslensku. Þeir íslenskuðu. III Gunnar Stefánsson hefur til að bera öll ytri skilyrði til að skila lýtalausu verki, hann er magister í íslenskum fræðum frá Háskóla ís- lands, bókmenntaráðunautur stærsta forlags landsins um ára- bil, bókmenntagagnrýnandi Tím- ans langa hríð og var þá manna dómharðastur, lektor í bókmennt- um við Háskóla íslands um skeið, lektor í Lundi í Svíþjóð einhver ár það ég best veit; hann er þaul- kunnugur ýmsu því sem best hefur verið hugsað og ritað á íslensku og hefur flutt margt af því í útvarp og raunar gert það svo vel að til er tekið; hann gegnir nú stöðu dag- Samuel John- son og Boswell Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson ('hristopher Hibbert: The Personal History of Samuel Johnson. Penguin Books 1984. Samuel Johnson: A Journey of the Western Islands of Scotland. James Boswell: The Journal of a Tour of the Hebrides. Edited, with an Introduction and Notes by Peter Levi. Penguin books 1984. 1984 var ár Orwells, en það var einnig 200 ára dánarafmæli þess ágæta dr. Johnsons. Penguin- útgáfan gaf út ofanskráð rit til minningar um hann. Ævisga Johnsons eftir Christ- opher Hibbert er ítarleg og styðst við allar samtímaheimildir og auk þess þær sem uppgötvuðust ekki fyrr en á þessari öld, þ.e. dagbæk- ur Boswells. Hibbert hefur ritað fjölda bóka og er eitt einkenni þeirra, að þær eru allar mjög læsi- legar. Þessi bók er af mörgum tal- in meðai þeirra skemmtilegustu, enda er viðfangsefnið ákaflega skemmtilegt og fjölskrúðugt, sem er Johnson. Sé Boswell’s Life of Johnson meðal skemmtilegustu bóka heimsbókmenntanna þá er þessi bók Hibberts næst skemmtileg- asta ævisaga Johnsons. „Siðla dags 1764 fór ungur mál- ari ásamt kunningja sínum í heimsókn til frægasta höfundar Englendinga. Hann kom inn í íbúð, sem var heldur sóðaleg. f innsta herberginu sat Samuel Johnson og var að snæða morgun- verð. Orias Humphry, svo hét mál- arinn, var mjög undrandi að sjá hinn fræga orðabókahöfund að mat sínum, sem var te og brauð og smjör. Aðgangurinn og innlifunin í að borða var með slíkum ósköp- um að Humphry áleit í fyrstu að maðurinn væri brjálaður. Hann tróð upp í sig brauðinu, slafraði f sig teið og kjamsaði. Klæðnaður hans var heldur einkennilegur og fötin óhrein, hárkollan var gömul og allur útgangurinn hinn herfi- legasti. En svo fór hann að tala og þá varð gesturinn altekinn hinum töfrandi persónuleika. „Allt sem hann sagði var líkast því að hann væri að lesa upp bók. Allt var al- gjörlega kórrétt og hrífandi, eins rétt eins og önnur útgáfa." Johnson var ekkert augnayndi við fyrstu sýn, hann var luralegur og beinastór, andlitið allt í örum og vörtum. En allir sem kynntust honum töfruðust af orðsnilld hans og orðhnyttni. Johnson fæddist í Lichfield í Staffordskíri 18. sept- ember, klukkustund eftir nón. Hann var frumburður móður sinnar, sem var komin á fimmtugs aldui-. Fæðingin var erfið og barn- inu vart hugað líf í fyrstu, hröð handtök voru því höfð við að skíra hann. Barnið var mjög veikburða, bólgið og með útbrot. Farið var með Johnson til London til þess að Anna drottning gæti snert hann, en því var trúað að konungleg snerting gæti læknað meinsemdir. Johnson stundaði nám við menntaskólann f Lichfield og um tíma í Oxford. Síðan hófst lífsbar- áttan og gekk misjafnlega. Hann skrifaöi fyrir ýmis tfmarit, gaf út rit og kvæði og vann í fjölda ára að Orðabókinni, sem hann er eink- um kunnur fyrir. Mesta unun hans var að ræða við vini sína, tala og útlista. Frægð hans er einkum bundin Boswell’s Life of Johnson, sem er eins og áður segir einhver skemmtilegasta og liflegasta ævisaga sem skrifuð hefur verið. Johnson var mjög fhaldssamur f skoðunum, var Toryi, hollur kon- ungi og ensku biskupakirkjunni og hafði hina mestu skömm á Whigg- um, öllu frjálslyndisbrðlti sem ær- ið oft er aðeins yfirskin. Johnson var glöggur mannþekkjari og sá í gegn um alla sýndarmennsku. Hibbert nær því að lýsa hinu iðandi mannlífi Lundúna á síðari hluta 18. aldar og þeim mönnum sem snjallastir voru í heimi bók- mennta og lista á sama tímabili. Hibbert fjallar um samband Johnsons og Thrale-fjölskyldunn- ar og viðskipta hans við Chester- field lávarð, sem hann gaf ekki sérstaklega skemmtilega einkunn, „að hann iðkaði framkomu dans- kennara og siðgæði hórunnar." Hann hafði mjög gaman af því að halda fram skoðunum, sem erfitt var að rökstyðja, og í góðum fé- lagsskap talaði hann stundum þvert um hug sér, en vinir hans vissu alltaf hvað klukkan sló. Síðari árin naut hann nokkurs fjárstuðnings, svo hann gat iðkað þá list sem hann unni mest með vinum sínum, að tala og tala, skýra og einkenna málefni og ein- staklinga. Þekking hans á enskum og klassiskum bókmenntum var ein- stök, latína var honum jafntöm og enska og talið er að síðustu orðin sem hann mælti á banasænginni hafi verið „Jam mortiturus". Hann dó síðari hluta dags 13. desember 1784 og var jarðsettur í Westminster Abbey þann 20. des- ember. Johnson hafði gaman af því að stríða vini sínum Boswell á Skot- um, en hann var af skoskum ætt- um, sbr.: „Skotar borða hafra, en Englendingar gefa þá hrossum sínum.“ Áhugi Johnsons á mann- lífi og kjörum manna og háttum varð til þess að hann tók sér fyrir hendur að ferðast til skosku eyj- anna. „Ég hafði mikla löngun til þess að ferðast til Hebrides-eyja, eða vestureyja Skotlands. Ég man ekki hvenær þessi löngun kviknaði með mér. Það varð ekki fyrr en 1773 um haustið að ég ákvað að takast þessa ferð á hendur ásamt Mr. Boswell...“ Johnson var 63ja ára og Boswell 32ja þetta ár og höfðu þekkst í 10 ár. Tilgangur Johnsons með ferð- inni var að komast í snertingu við frumstætt samfélag og óspillta náttúru. Johnson skrifaði: „Ég nýt nú þeirrar ánægju að ferðast þar, sem enginn ferðast og kynnast þvf sem enginn kynnist." Áhugi á ferðum um afskekkta staði byggða fremur frumstæðum þjóðum var vaxandi á Englandi á 18. öld. Thomas Pennant hafði gefið út ferðasögu sína um Skot- land 1771, en sú bók var m.a. kveikjan að auknum áhuga John- sons á Skotlandi og e.t.v. að ferð- inni þangað ásamt þörf hans að rannsaka og skilja fyrirbæri og útlista þau nákvæmar, sem var tengd starfi hans sem orðabókar- höfundar. Annarlegir þjóðhættir og sér-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.