Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 ... allt er geymt Páll Magnússon fréttamaður sýndi okkur sjónvarpsgestum bjargsig í Bjarnarey nú á sunnu- dagskveldið í myndinni Á ystu nöf. Þakkaði ég mínum sæla fyrir að sitja í sjónvarpsstólnum í stað þess að hanga þarna á bjargsyll- um, er ekki að efa að Hlöðver (Súlli) Johnsen eyjarjarl hefir á réttu að standa er hann telur góða anda hafa vakað yfir sér í þá sex áratugi er jarlinn hefir klifið bergið. Fæ ég reyndar ekki með nokkru móti skilið þá lukku er hefir fylgt bjargsigsmönnum í Bjarnarey, því mér virtist úr sjón- varpsstólnum þetta vera mann- drápsklifur og syllurnar vart ætl- aðar nema fuglinum fljúgandi, en þeim Vestmanneyingum er ekki fisjað saman. Samt lagði Hlöðver Johnsen nú á það ríka áherslu í samtalinu við Pál fréttamann, að í sjálfu sér skipti hetjuskapurinn ekki öllu máli í bjargsigi, öryggið væri fyrir mestu. En í eyjunum er ekki bara hoppað og skoppað um syllur og ókleifa hamraveggi í eggjaleit, þar er og að finna ástarhella — jafn- vel fleiri en einn að sögn Hlöðvers eyjarjarls og svo vinalega bústaði þar sem menn njóta þess sem er máski hvað dýrmætast í lífinu — kyrrðar og fegurðar náttúrunnar. Á slíkum stöðum geta lágfleygar hugsanir og krímugar ekki þrifist. Formyrkvunin í einum hinna prýðilegu þátta •r sýna okkur sjónvarpsgestum á östudögum líf hins evrópska að- ils var haft eftir Franz Josef prins I — æðstráðanda í Liechtenstein: iann var merkilegt sjúk- lómstilfelli. Franz Josef átti hér /ið Adolf Hitler, en prinsinn gekk i fund Hitlers á sínum tíma og lindraði þar með hernám Liecht- rnstein að talið er. íslenskir sjónvarpsáhorfendur lafa undanfarin sunnudagskveld itt þess kost að kynnast í þáttun- ím Blut und Ehre hvernig hinn iérstæði geðsjúkdómur er hrjáði Adolf Hitler, lék þýsku þjóðina. Get ég vart ímyndað mér áhrifa- neiri lýsingu en hér gat á þeim indlega sjúkdómi er nasismi nefn- ist. En það var ekki bara sjálf ýúkdómslýsingin er vakti athygli mína heldur fyrst og fremst sú itaðreynd að brengluð og háskaleg hugmyndafræði í höndum svíns- legra valdhafa, verður að heilög- um sannleika í augum hins þögla meirihluta með tíð og tíma. Þannig virtist mér að minnsta kosti meirihluti Þjóðverja fylgja hinni sjúku hugmyndafræði nasistanna. Það voru aðeins sérvitringamir og undanvillingarnir er andæfðu. Hinn þögli meirihluti virtist ætíð fylgja hinum sterka leiðtoga, jafn- vel fram á ystu nöf. í þessu sam- bandi dettur mér i hug einkenni- leg frétt er barst af skjánum fyrr á sunnudagskveldið: Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna segir sam- sipti risaveldanna mjög viðkvæm og flókin og hvenær sem er geti „soðið uppúr ..." Þegar litið er til þess að fyrir aðeins fjórum ára- tugum nánast rústaði geðsjúkur maður heimsbyggðinni ber okkur að taka alvarlega slíkar yfirlýs- ingar þess manns er hefir vald til að styðja á rauða takkann, einkum í ljósi þess að valdakerfi það er bar Gorbachev í hinn æðsta valdastól var að mestu grundvall- að af andlegum náfrænda Hitlers, agameistaranum Jósef Stalín. Eða eins og Gunnar Dal orðar það I ljóðinu Frá upphafi: Frá upphafi lífsins/ allt er geymt/ í þér í lítilli skrínu — Pardusdýr, asnar/ og apamenn/ eru á þinni línu./ Og dável þau flestöll/ dafna enn,/ dýrin í hjarta þínu. (Sjö skáld í mynd, Svart á hvítu, ’83.) Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Charlie ásamt syni sínum. Litast um í mannslíkamanum: Nýjasta nýtt í læknavísindum ■i Sjónvarpið sýn- 40 ir í kvöld ný- — lega kanadíska fræðslumynd um aðferðir þær sem tiltækar eru til að skoða líkami manna að innan. í samanburði við ýmsa þá tækni sem fundin hefur verið upp á síðustu árum virðast röntgen- myndatökur frumstætt fyrirbæri. Þegar röntgenmynd er tekin af manni er ekki hægt að greina milli mjúkra vefja, grátt þykkni er það eina sem sést. Með tölvustýrðri sneiðmyndatöku má hins- vegar greina milli fitu-, vöðva- og taugavefja vandkvæðalaust. Segja má að með splunkunýrri tækni eins og segulómun og hátíðni- hljóðum megi spretta búknum upp án þess að snerta á skurðarhnífnum; læknar geta fundið flesta venjulega sjúkdóma á augabragði og með lítilli fyrirhöfn. Charlie: Kvennamálin komin á rekspöl ■ í kvöld sýnir 15 sjónvarpið — þriðja þáttinn um einkaspæjarann Charlie. Charlie hefur nú kynnst nýju fólki gegnum sakamálið sérstæða sem hann flæktist inn í, meðal annars ekkju þess sem hann fann myrtan í fyrsta þættinum. I síðasta þætti rannsakaði Charlie at- hæfi nokkurra verkalýðs- foringja sem virðast tengjast málinu. Umræðuþáttur í sjónvarpinu: Albert Guðmundsson spurður út úr ■I Albert Guð- 05 mundsson verð- “ ur tekinn fyrir í umræðuþætti í sjónvarp- inu í kvöld. Páll Magnús- son og Elías Snæland Jónsson munu spyrja hann út úr um athafnir hans sem fjármálaráð- herra, einkum það sem mest hefur verið á döfinni að undanförnu. Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra. „Við ræðum um stjórn- málin og hann sjálfan," sagði Páll í samtali við Morgunblaðið. „Þátturinn snýst allur um Albert því auk þess að spyrja hann verður skotið inn stuttum viðtölum við fólk úti á götu og jafnvel aðra stjórnmálamenn um hvað þeim finnist um Albert." Vagg og velta Þátturinn Vagg 00 og velta er á ~' dagskrá rásar 2 í dag klukkan tvö. Gísli Sveinn Loftsson sér um þann þátt og að venju mun hann spila hin og þessi dægurlög gömul og ný. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 3. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Guðvarð- ar Más Gunnlaugssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Guðmundur Hallgrfmsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Glatt er ( Glaumbæ" eftir Guðjón Sveinsson. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagblað- anna (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Man ég það sem löngu leið”. Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 i fórum mínum. Umsjón: Inga Eydal. RÚ- VAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Inn og út um gluggann. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 13.40 Létt lög. 14.00 „Nú brosir nóttin”. Æviminningar Guðmundar Einarssonar. Theódór Gunn- laugsson skráði. Baldur Pálmason les (5). 14.30 Miðdegistónleikar. Sinfónia nr. 40 i g-moll K.550 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Enska kamm- ersveitin leikur; Benjamin Britten stjórnar. 15.15 Ut og suður. Endurtekinn þáttur Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Upptaktur. Guömundur Benediktsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Hversvegna, Lamla?” ■ eftir Patriciu M.St. John. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. Annar þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur um lltinn skógarbjörn sem fer á flakk og kynnist mörgu. Þýöandi Guðni Kolbeinsson. Lesari með honum Bergdis Björt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Litast um I llkamanum. (Nature of Things — Inside Helgi Ellasson les þýðingu Benedikts Axelssonar (11). 17.40 Siðdegisútvarp. Sverrir Gauti Diego. Tónleik- ar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sig- uröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Sviti og tár. Guðrún Jónsdóttir stjórnar þætti fyrir unglinga. 20.40 Blót og þing. Jón Hnefill Aðalsteinsson flytur slðara erindi sitt. 21.05 Gftarleikur. a. Chaconna eftir Johann Sebastian Bach. ÞRIÐJUDAGUR 3. september Out.) Kanadlsk fræðslumynd um þá tækni sem læknar beita til að skoöa innviði mannslikamans. allt frá röntgengeislum til tölvu- stýrðra sniömyndatækja. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.15 Charlie. 3. Sameinaðir stöndum vér Breskur framhaldsmynda- flokkur I fjórum þáttum. Aö- b. Stef og tilbrigði eftir Fern- ando Sor. Göran Söllscher leikur á gitar. 21.30 Útvarpssagan: „Sultur” eftir Knut Hamsun. Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi þýddi. Hjalti Rögn- valdsson les (8). 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Óperutónleikar. Arlur og þættir úr óperum eftir Wagner, Wolf-Ferrari, Puccini, Leoncacvllo og Verdi. Jess Thomas, Nicolai Gedda, Katia Ricciarelli, Placido Domingo og fleiri syngja. alhlutverk David Warner. I slðasta þætti beindist ran- nsókn Charlies að nokkrum verkalýöstorkólfum. Góö kynni hafa tekist með honum og ekkju hins myrta. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.05 Umræðuþáttur — Albert Guðmundsson situr fyrir svörum. Umsjón Páll Magn- ússon. Honum til aðstoðar Ellas Snæland Jónsson. 23.00 Fréttir I dagskrárlok. 23.30 Tómstundaiðja fólks á Norðurlöndum. Finnland. Annar þáttur af fimm á ensku sem útvarps- stöðvar Norðurlanda hafa gert. Umsjónarmaður: Risto Pitkánen. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 3. september 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Gisli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Meö sinu lagi Lög leikin af islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. Þriggja mínútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.