Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
31
iHtftgtniÞlftfrffr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoóarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakió.
Samband ungra
sjálfstæðismanna
þing Sambands ungra
• sjálfstæðismanna sem
haldið var á Akureyri um síð-
ustu helgi verður að teljast á
margan hátt sögulegt. Margar
þeirra ályktana sem þar voru
samþykktar marka tímamót í
starfi samtakanna, og Ijóst er
að þær eiga bæði eftir að vekja
athygli og umræður. Það er
kannski fyrst og fremst
stefnumótun SUS í velferð-
armálunum svokölluðu sem
augu manna beinast að. Ungir
sjálfstæðismenn vilja fara
nýjar leiðir að sömu eða svip-
uðum markmiðum. Þeir deila
ekki á markmið velferðarkerf-
isins, heldur þær leiðir sem
farnar hafa verið, gagnrýna
harðlega „hina félagslegu að-
stoð við fullfrískt fólk“ — þeir
telja að vöxtur velferðarkerf-
isins hafi fyrir löngu farið úr
böndunum
í ályktunum ungra sjálf-
stæðismanna eru þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hvattir
til þess að knýja fram kerf-
isbreytingar í mennta-, heil-
brigðis-, og tryggingarmálum.
Hugmyndir þeirra eru í mörgu
mjög róttækar, en verðskulda
málefnalega umræðu.
Þá er skattheimta ríkissjóðs
gagnrýnd, en SUS telur hana
þunga og lýjandi. Einnig bein-
ist gagnrýnin að skuldasöfnun
erlendis. Vilhjálmur Egilsson,
nýkjörinn formaður SUS,
sagði meðal annars í ræðu á
þinginu: „Alvarlegasta vanda-
mál okkar er þó það að for-
eldrar okkar, sú kynslóð sem
nú ræður mestu í landinu, lifir
um efni fram og safnar skuld-
um sem kynslóð okkar jiarf að
greiða í framtíðinni. A þessu
ári samsvara viðbótarlántökur
erlendis meira en einni millj-
ón króna fyrir hvern þann úr
kynslóð okkar sem kemur nýr
á vinnumarkaðinn. Óbreytt
stefna í þessum efnum þýðir
að hver sá sem kemur nýr inn
á vinnumarkaðinn úr okkar
kynslóð byrjar með eina millj-
ón króna í skuld og þarf að
greiða vexti og afborganir af
henni með verðmætasköpun
sinni. Lántökurnar erlendis
eru þannig á góðri leið með að
hneppa kynslóð okkar í fjötra
vegna þess að sífellt stærri
hluti af verðmætasköpun at-
vinnulífsins fer til þess að
greiða vexti og afborganir af
þessum lánum."
Stjórnmálaályktun 28. þings
Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna er að mestu með
hefðbundnum hætti. En um
leið og fagnað er þeim árangri
sem náðst hefur í samstarfi
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins í ríkisstjórn
undanfarin tvö ár skín í gegn
óánægja ungra sjálfstæðis-
manna. Að þeirra mati hefur
ríkisstjórninni ekki tekist til
eins og skyldi: „Ríkisstjórnin
hefur nú taekifæri til þess að
ná á ný föstum tökum á efna-
hagsmálunum, ná verðbólg-
unni ennfrekar niður og hefja
nýja sókn í atvinnumálum
þjóðarinnar. Forsenda þess að
það takist er að fylgt verði eft-
ir samþykktum Landsfundar
Sjálfstæðisflokksins um stöðv-
un skuldasöfnunar erlendis og
stjórn peninga- og lánsfjár-
mála miðist við að ná halla-
lausum utanríkisyiðskiptum á
árinu 1986. Takist ríkisstjórn-
inni ekki að ná þessu mark-
miði mun hún hljóta þann
dóm að henni hafi mistekist
höfuðætlunarverk sitt þótt
ýmislegt hafi áunnist.
Ungir sjálfstæðismenn telja
eindrægni og samstöðu innan
ríkisstjórnarinnar forsendu
þess að hún nái árangri. Á það
hefur skort síðustu misseri að
ríkisstjórnin hafi komið fram
sem ein heild. Karp einstakra
ráðherra er með öllu óþolandi
og hefur grafið stórlega undan
trausti manna á þessari ríkis-
stjórn," segir í stjórnmála-
ályktun þingsins.
Á þinginu var einnig sam-
þykkt tillaga, þar sem skorað
er á utanríkisráðherra og
menntamálaráðherra að þeir
beiti sér fyrir því að ísland
gangi úr Menningarmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) fyrir árslok 1986.
Tillagan hlýtur að vekja at-
hygli af tveimur ástæðum. í
fyrsta lagi er þetta í fyrsta
skipti sem stjórnmálasamtök
á íslandi taka einarða afstöðu
gegn UNESCO. Og í öðru lagi
liggur fyrir að tillagan hefur
fylgi í fleiri flokkum en
Sjálfstæðisflokknum.
Á næsta ári fara fram sveit-
arstjórnakosningar. Fylgi
stjórnmálaflokkanna byggist
mjög á því á hvern hátt ung-
liðahreyfingar þeirra starfa.
Tugir þúsunda kjósenda munu
ganga í fyrsta skipti að kjör-
borðinu. Ungir sjálfstæðis-
menn hafa sett, eins og áður
segir, fram róttækar tillögur.
Það skiptir Sjálfstæðisflokk-
inn miklu hvernig SUS tekst
að vinna fólk til fylgis við
hugmyndir sínar.
Kosningabaráttan í Noregi:
Oryggismálin til umræðu
eftir Arne Olav
Brundtland
í næsta mánuði fara fram kosn-
ingar í Svíþjóð og Noregi og er
kosningabaráttan nú í algleym-
ingi.
Frá sjónarhóli Norðmanna
kemur á óvart að öryggismál skuli
ekki bera á góma í kosningabarátt-
unni í Sviþjóð. í Svíþjóð h'efur
deilurnar um afstöðuna til Sovét-
ríkjanna lægt í kjölfar heimsóknar
Maltsevs aðstoðarutanríkisráð-
herra Sovétríkjanna. Svo virðist
sem sænskir stjórnmála- og blaða-
menn hafi fallist á yfirlýsingu
Pierre Shorrie að samskipti ríkj-
anna væru nú aftur komin í eðli-
legt horf. Með hliðsjón af þeim
harðvítugu deilum, sem blossuðu
upp á milli sænskra stjórnmála-
leiðtoga fyrr á þessu ári, kemur á
óvart að menn skuli nú vera ásáttir
um að blanda öryggismálum ekki
inn í kosningabaráttuna.
í Noregi er þessu á annan veg
farið. Deilur um stefnuna í örygg-
ismálum voru lagðar til hliðar
áður en kosningabaráttan hófst.
Þetta kann að koma á óvart, ekki
síst í ljósi þeirra umræðna og
átaka sem urðu á norska Stór-
þinginu varðandi framkvæmd
hinnar tvíþættu áætlunar Atlants-
hafsbandalagsins um uppsetningu
og endurnýjun kjarnorkueldflauga
í Vestur-Evrópu. En á þessu er
einföld skýring. Allt frá lokum
seinni heimsstyrjaldarinnar hafa
stærstu stjórnmálaflokkar Noregs
verið sammála um að æskilegt sé
að sem mest eining ríki um stefn-
una í öryggismálum. Þar við bætist
að Framfaraflokkurinn, sem er
lengst til hægri í norskum stjórn-
málum, og Sósíalíski vinstriflokk-
urinn, sem er lengst til vinstri,
telja sig einir flokka geta hagnast
á að deilur magnist um stefnuna
í öryggismálum þjóðarinnar.
Framfaraflokkurinn telur að auka
beri varnir landsins og að Norð-
menn eigi að taka upp afdráttar-
lausari stuðning við 3tefnu Atl-
antshafsbandalagsins en verið
hefur. Sósíalíski vinstriflokkurinn
vill að dregið verði úr framlögum
til varnarmála og að Norðmenn
segi sig ur Atlantshafsbandalag-
inu. Stefna Framfaraflokksins
kann að eiga hljómgrunn meðal
þeirra stuðningsmanna Hægri-
flokksins, sem skipað hafa sér yst
til hægri, og hið sama gildir um
sjónarmið Sósíalíska vinstri-
flokksins og vinstri arm Verka-
mannaflokksins. Báðir þessir smá-
flokkar gætu hagnast á því ef
öryggismálin kæmust í brennidep-
il kosningabaráttunnar. Hins veg-
ar virðast stóru flokkarnir hafa
talið að ekki tæki því að gera
öryggismálin að kosningamáli og
að rétt væri að beina atkvæðaveið-
unum áönnurmið.
Deilt um innanríkismál
Kosningabaráttan hefur snúist
um innanríkismál. Stjórn Willochs
forsætisráðherra, leiðtoga Hægri-
flokksins, leggur einkum áherslu á
bættan efnahag Norðmanna og
þann árangur sem náðst hefur í
baráttunni við verðbólguna. í
samræmi við þetta telja hægri
menn nauðsynlegt að áfram verði
gætt aðhalds í ríkisfjármálum.
Þeir telja að í stað beinna launa-
á
Káre Willoch
hækkanna eigi að koma til var-
færnisleg skattalækkun til þess að
unnt reynist að halda verðbólg-
unni í skefjum. Þá telja hægri
menn að ríkisrekstur eigi eingöngu
rétt á sér þar sem einkarekstri
verður ekki við komið. Þeir leggja
áherslu á að tryggja beri áfram-
Gro Hariem Brundtland
haldandi velmegun en benda á að
forsenda velferðarríkisins sé
tryggur efnahagur, jafnframt því
sem þeir telja að leita beri nýrra
lausna til að mæta yfirvofandi
vandamálum. í stjórnartíð
Willochs forsætisráðherra hefur
einkaframtakið blómstrað. Ungu
og metnaðarfullu fólki á frama-
braut fjölgar sífellt í Noregi. Segja
má að meðal ungra Norðmanna
hafi orðið hugarfarsbreyting hvað
þetta snertir og er hún hægri
mönnum að skapi. Að þeirra mati
tryggir þetta viðhorf að skriður
kemst á hlutina.
Kosningabarátta Verkamanna-
flokksins hefur einnig snúist um
innanríkismál. Flokkurinn telur
að atvinnuleysi sé orðið óþolandi
mikið. Þá gagnrýnir Verkamanna-
flokkurinn hægri menn fyrir að
hafa vanrækt heilbrigðiskerfið og
bendir á langa biðlista sjúkrahúsa
máli sínu til stuðnings. Flokkurinn
telur að byggja beri fleiri dagvist-
arstofnanir og að bættur efnahag-
ur Norðmanna deilist á of fáar
hendur. í stuttu máli telur Verka-
mannaflokkurinn að stjórn
Willochs ógni þeim lífsgæðum sem
tekist hefur að skapa í Noregi og
að stefna st.jórnarinnar grafi und-
anvelferðarríkinu.
I kosningabaráttunni hefur
athygli manna sem sé einkum
beinst að framtíð og þróun sam-
félagsins. Stóru flokkarnir tveir
takast á um tvenns konar verð-
mætamat. Hægriflokkurinn legg-
ur áherslu á mátt einkaframtaks-
ins en Verkamannaflokkurinn tel-
ur að leysa beri vandann með
framlögum úr ríkissjóði.
Miðjuflokkarnir
Kosningabarátta miðjuflokk-
anna, Kristilega þjóðarflokksins
og Miðflokksins, hefur verið tví-
| þætt. Annars vegar hafa þeir lagt
áherslu á þann árangur sem náðst
! hefur í stjórnartíð þeirra og
Hægriflokksins og hins vegar hafa
þessir flokkar reynt að skapa sér
sérstöðu innan norskra stjórn-
mála. Miðflokkurinn telur að þeir
sem annast sjuklinga og gamal-
menni á heimilum sínum eigi að
fá greidd laun úr ríkissjóði.
Stefnumál Kristilega þjóðar-
flokksins lúta einkum að fjölskyld-
unni og vill flokkurinn að skatta-
löggjöfinni verði breytt til að jafna
rétt heimavinnandi fólks og þeirra
sem starfa á hinum almenna
vinnumarkaði. Ef framhald á að
verða á stjórnarsamstarfi þessara
flokka og Hægriflokksins geta
þessi stefnumál miðjuflokkanna
komið í veg fyrir að hægri mönn-
um takist að hrinda í framkvæmd
áætlunum sínum um lækkun
skatta, sem er þeirra helsta mark-
mið.
í kosningabaráttunni er tekist á
um tvö mismunandi stjórnar-
mynstur. Annað hvort verður
mynduð hægri stjórn undir forsæti
Káre Willoch, eða Verkamanna-
flokkurinn myndar stjórn og Gro
Harlem Brundtland, leiðtogi
flokksins, verður forsætisráð-
herra. Ef til vill kemúr Fram-
faraflokkurinn við sögu og reynir
að þröngva Willoch til að taka upp
afdráttarlausari hægri stefnu og
Sósíalíski vinstriflokkurinn kann
að reyna að þrýsta Gro Harlem
Brundtland lengra til vinstri. Báð-
ir leiðtogarnir hafa sagt að þeir
muni ekki láta undan þrýstingi.
Skodanakannanir
Almenningur hefur fylgst náið
með niðurstöðum skoðanakann-
ana. Traust manna á þeim fyrir-
tækjum, sem sjá um framkvæmd
þeirra, minnkaði nokkuð þegar í
ljós kom að í einni könnuninni
hafði fylgi Hægriflokksins verið
ofreiknað um 5 prósent. Svokallað-
ar hrátölur sýna að Verkamanna-
flokkurinn nýtur mest fylgis meðal
kjósenda, en það er engan veginn
öruggt að flokkurinn fari með
sigur af hólmi i kosningunum.
Þegar ljóst var að Hægriflokk-
urinn átti undir högg að sækja
ákvaö varaformaður flokksins og
fyrrum viðskiptaráðherra Arne
Skauge, að fram að kosningum
þann 9. september skyldi lögð
áhersla á stefnu flokksins í varnar-
og öryggismálum. Með þessu segj-
ast hægri menn ætla að láta reyna
á hvort treysta megi á stuðning
Verkamannaflokksins við aðildina
að Atlantshafsbandalaginu. Ef
hægri mönnum tekst að vekja upp
deiíur geta þær orðið til þess að
Verkamannaflokkurinn glati fylgi
bæði til hægri og vinstri. Þetta
herbragð gæti þó reynst tvíbent
því deilurnar munu koma til með
að snúast um stefnu Norðmanna
í afvopnunar- og kjarnorkumálum.
I röðum hægri manna eru þeir
margir, sem eru hlynntir hug-
myndum um frystingu kjarnorku-
vopna og að Norðurlönd verði lýst
kjarnorkuvopnalaust svæði að því
tilskyldu að önnur aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins sam-
þykki þá yfirlýsingu. Miðjuflokk-
arnir eru klofnir í afstöðu sinni
gagnvart þessum hugmyndum og
því vilja þeir ógjarnan að kosn-
ingabaráttan taki að snúast um
afstöðu flokkanna til öryggismála.
Ef til vill eru öryggismál of
mikilvægur málaflokkur til þess
að unnt sé að undanskilja þau í
baráttu fyrir kosningar til Stór-
þingsins. En hvort þessi mála-
flokkur verður ráðandi nu í lok
kosningabaráttunnar fer eftir því
hvort Hægriflokkurinn og Verka-
mannaflokkurinn telja sig geta
unnið atkvæði með því móti. Þegar
þetta er ritað eru flokkarnir aðeins
að þreifa fyrir sér. Svo kann að
fara að þeir láti það ekki nægja
og blásið verði í herlúðra.
Höfundur er sérfræöingur í öryggis-
og afvopnunarmálum rid norsku
utanríkisstofnunina. Hann errit-
stjóri tímaritsins Internasjonal
Politikk.
Vetrardagskrá
útvarpsins:
Morgunút-
varp í umsjá
fréttastofu
ÚTVARPSRÁÐ hefur samþykkt
vetrardagskrá útvarpsins. Helstu
breytingar eru þær að fréttastofa
útvarpsins mun taka við umsjá
morgunútvarpsins. Þessi breyting
mun ganga í gildi 1. október nk.
Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur
formanns Utvarpsráðs munu
fréttamenn skiptast á að hafa
umsjón með morgunútvarpinu.
Gert er ráð fyrir að morgunþáttur-
inn verði með öðru sniði en verið
hefur og verða t.d. sagðar fréttir
í stuttu máli á fimmtán mínútna
fresti.
Fréttastofa útvarps lagði til við
útvarpsráð að lestur á leiðurum
blaðanna yrði lagður niður og þess
í stað sagt frá efni þeirra. Á síð-
asta fundi utvarpsráðs sl. föstudag
kom fram breytingartillaga þess
efnis að lestri á leiðurum yrði
haldið áfram í sömu mynd og verið
hefur. Breytingartillagan var
samþykkt með fjórum atkvæðum
gegn tveimur, en einn sat hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Hurð á Boeing-
þotu skemmdist
ÁÆTLUNARFLUG Flugleiða til
Bretlands tafðist um 2—3 stundir
á laugardaginn var vegna
skemmda sem fram komu á fram-
hurð Boeing 727-200 flugvél. fé-
lagsins. Varð því að fá aðra flug-
vél til flugsins og skapaðist töfin
vegna þess.
Unnið er að viðgerð á hurðinni
og gert ráð fyrir að hún geti verið
komin í gagnið á nýjan leik um
miðja vikuna.
Búgreinasamböndin fengu
aðild að Stéttarsambandinu
Spennandi stjórnarkosning í lok aðalfundarins
Á AÐALFUNDI Stéítarsambands
bænda sem haldinn var á Laugar-
vatni fyrir og um helgina voru sam-
þykktar breytingar á samþykktum
sambandsins. Uppbyggingu Stéttar-
sambandsins var breytt með beinni
aöild búgreinasambandanna, þannig
að nú er sambandið eins og áður
byggt upp af hreppabúnaðarfélögun-
um en einnig búgreinasamböndun-
um. Þá var fjölgað fulltrúum frá
þeim sýslum sem landbúnaður er
raestur.
Á aðalfundi Stéttarsambandsins
í fyrra var kosin millifundanefnd
til að endurskoða samþykktir
sambandsins. Nefndin skilaði áliti
í febrúar og var það sent út til
búnaöarsambandanna og kynnt á
kjörmannafundum. Nefndin lagði
til að fulltrúar á aðalfund Stéttar-
sambandsins yrði breytt þannig
að fulltrúum frá Vestfjörðum og
Reykjanesi yrði fækkað en á móti
fjölgað frá Norðurlandi og Suður-
landi. Auk þess var gert ráð fyrir
að Reykjaneskjördæmi tilnefndi
menn til stjórnarkjörs með Suður-
landskjördæmi. Mættu þessar
breytingar andstöðu þar sem
fækka átti og varð niðurstaðan á
aðalfundinum því sú að ekki varð
af fækkun, nema um einn I Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, en fjölgun-
in látin halda sér þar sem hún var
fyrirhuguð. Þá fengu Reyknesing-
ar að halda sínum stjórnarmanni.
Þau búgreinafélög sem þess óska
og Stéttarsambandið viðurkennir
geta nú gerst aðilar að Stéttarsam-
bandinu. Hvert félag á rétt á að
kjósa einn fulltrúa á aðalfund
Stéttarsambandsins. Á aðalfund-
um Stéttarsambandsins eru tveir
fulltrúar búgreinasambandanna
kosnir í stjórn og sitja þeir jafn-
framt í Framleiðsluráði. Að auki
tilnefna búgreinasamböndin þrjá
menn í Framleiðsluráð. Búgreina-
samböndin fá ekki fulla aðild að
Stéttarsambandinu fyrr en á
næsta aðalfundi en á þessum fundi
voru fulltrúar þeirra þó kosnir 1
stiórn og Framleiðsluráð.
Kosningarnar á aðalfundinum
voru spennandi. Allir stjórnar-
mennirnir gáfu kost á sér áfram
en aðeins fjórir þeirra fengu afger-
andi kosningu. Þurfti að kjósa
aftur um fulltrúa Vestfirðinga í
stjórninni þar sem tveir fengu jafn
mörg atkvæði. Niðurstaðan varð
þó sú að allir fyrri stjórnarmenn
náðu kosningu. Einnig var mjótt
á mununum við kosningu stjórnar-
manna frá búgreinafélögunum.
I stjórn næstu tvö ár voru kosn-
ir: Fyrir Reykjaneskjördæmi Gísli
Andrésson, Hálsi (25 atkvæði. Jón
M. Guðmundsson fékk 19.); fyrir
Vesturland Magnús Sigurðsson,
Gilsbakka (43 atkvæði); fyrir Vest-
firði Guðmundur Ingi Kristjáns-
son, Kirkjubóli (18 atkvæði og 5
að auki við endurtekna atkvæða-
greiðslu. Birkir Friðbertsson fékk
einnig 18 atkvæði en 4 til viðbótar
þegar kosið var aftur.); fyrir Norð-
urland vestra Þórarinn Þorvalds-
son, Þóroddsstöðum (39 atkvæði);
fyrir Norðurland eystra Ingi
Tryggvason, Kárhóli (43 atkvæði);
fyrir Austurland Þorsteinn Geirs-
son, Reyðará (27 atkvæði. Þórður
Pálsson fékk 17 atkvæði.); fyrir
Suðurland Böðvar Pálsson, Búr-
felli (41 atkvæði) og fyrir bú-
greinasamböndin Jón Gíslason,
Hálsi (17 atkvæði. Halldór Krist-
insson fékk 15.) og Haukur Hall-
dórsson, Sveinbjarnargerði (20
atkvæði. Jón Eiríksson fékk 15.).
Búgreinasamböndin tilnefndu
auk þeirra í Framleiðsluráð:
Halldór Kristinsson, Hraukhóli
(formaður Svínaræktarfélags Is-
lands), Bjarna Helgason, Lauga-
landi (formaður Sambands garð-
yrkjubænda) og Jónas Halldórs-
son, Sveinbjarnargerði.(formaður
Félags kjúklingabænda). Nú sitja
því feðgar (Hálsfeðgar) í stjórn
Stéttarsambandsins og bræður
(bræðurnir í Sveinbjarnargerði) í
Framleiðsluráði. Þá vakti það
einnig athygli á fundinum að tveir
stærstu mjólkurframleiðendurnir
sem nú sitja í stjórn Stéttarsam-
bandsins eru kosnir þangað sem
fulltrúar búgreinasambandanna
því Haukur og Jón eru stórir kúa-
bændur auk þess að vera forystu-
menn í búgreinafélögum eggja-
framleiðenda og loðdýraræktenda.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fulltrúar búgreinafélaganna sem tóku sæti I stjórn Stéttarsambands bænda og framleiðsluráöi landbúnaðarins um
helgina. Talið frá vinstri: Jón Gíslason á Hálsi, formaður Sambands eggjaframleiðenda, Jónas Halldórsson í
Sveinbjarnargerði, formaður Félags kjúklingabænda, Haukur Halldórsson í Sveinbjarnargerði, formaður Sambands
íslenskra loðdýraræktenda, Bjarni Helgason á Laugalandi, formaður Sambands garðyrkjubænda, og Halldór Krist-
insson á Hraukhóli, formaður Svínaræktarfélags íslands.