Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 39

Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 39 Frábær, fimmfaldur skammtur af Resurrection/Rez Band Hljómplötur Sigurður Sverrisson ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem manni gefst kostur á að fjalla um Timm plötur einnar og sömu hljóm- sveitarinnar í einu vetfangi. Slíkt tækifæri bauðst mér fyrir nokkru er ég fékk til umfjöllunar fimm breiðskífur hljómsveitar, sem nefnir sig Resurrection Band eða Rez Band, og kennir sig við lítinn Glenn Kaiser, virkilega lipur gít- arleikari og vel í holdum að auki, án þess það skipti máli. Sér tií fulltingis hafa karlmennirnir söngkonu eina hina ágætustu, Wendi Kaiser. Hvort hún er eig inkona eða systir áðurnefnds Glenns veit ég ekki en hitt veit ég, að hún getur sungið og fer létt með það. Lögin á Colours eru hvert öðru betra og á henni er fáa veika punkta að finna. „Pródúsjón" er textarnir eru trúarlegs eðlis, en e.t.v. er þessu þannig farið. Ef þetta er tónlist, sem ekki nær upp á yfirborðið, er bandarískur rokkheimur að fara mikils á mis í öllu því djöfladýrkunarfári og ónáttúru, sem loðir orðið við meirihluta nýrri þungarokks- sveitanna þar um slóðir. Resurrection Band DMZ Light/Jata Ég sat dolfallinn er ég hlust- aði á fyrsta lag þessarar plötu, Military man, þar sem farið er hörðum orðum um stríðsrekstur hvar í heimi sem er. Military man er eitt af þessum rokklög- um, sem heltaka mann á augna- bliki, og sleppa ekki takinu fyrr en maður er nánast orðinn því breyting hefur þó ekki náð að beisla kraftinn í þeim félögum og hann er áfram aðal sveitar- innar ásamt sterkum lögum, góðum söng og öruggum hljóð- færaleik. Það er helst að bassinn hljómi annarlega á stundum. Hostage er mér ekki eins að skapi og þær þrjár skífur Rez Band, sem fjallað er um að fram- an, en engu að síður mjög sann- færandi plata. Þrátt fyrir breyt- ingarnar á tónlistinni og nýju áhrifin verða þau aldrei ríkjandi og rokkið er ailtaf skammt und- an. Rez Band Live Bootleg Sparrow/Jata Þessi tónleikaskífa Rez Band er eins og punkturinn yfir i-ið í trúarsöfnuð í Chicago-borg. Astæð- an fyrir því að ég ætla að verja jafn miklu rúmi í umfjöllun um þessa sveit og raun ber vitni er einfald- lega sú, að ég féll flatur fyrir tón- listinni. Fyrir þá, sem hafa áhuga á að nálgast plöturnar, er ekki í önn- ur hús að venda en í verslunina Jötu við Hátún að því ég best veiL Resurrection Band Colours Light/Jata Hafi menn haldið að trúarleg tónlist væri einvörðungu flutt í væmnum ástaróðum til frelsar- ans eða þá í formi gospel-tónlist- ar er það argasti misskilningur. Sjálfur vissi ég reyndar að rokk af ýmsu tagi var notað sem und- irspil við útbreiðslu guðsorðs víða um heim en það hvarflaði aldrei að mér að jafn athyglis- verð sveit og Resurrection Band legði slíkt fyrir sig. Tónlistin á þessari plötu sveit- arinnar, sem tekin var upp 1981, er eitthvert það kraftmesta bandaríska rokk, sem ég hef lengi heyrt. Slíkur er hamagang- urinn á tíðum að jaðrar við pönk. Boðskapur textanna er einfaldur og skýr: trúið á Jesúm, frelsara mannkynsins og fylgið honum. Tónlistin og framsetning text- anna, sem margir hverjir eru vel saman settir, er svo blessunar- lega laus við alla væmni eða ofstæki að menn mega vera nán- ast algerlega skyni skroppnir til þess að hrífast ekki með. Slíkt er enda vafalítið tilgangurinn. t sjálfu sér veit ég lítið annað um Resurrection Band en skipan sveitarinnar en hún er lika allt það sem þarf. Höfuðpaurinn er reyndar ekki jafn rosaleg og á mörgum bandarískum rokkplöt- um nútímans en skilar sér engu að síður vel. Resurrection Band Mommy don’t love daddy anymore Light/Jata Resurrection Band tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið á Colours og heldur uppi boðskap sínum undir drynjandi rokktón- list. Rokkið á þessari plötu er öllu heflaðra en á Colours auk þess að vera allt einhvern veginn fastmótaðra. Keyrslan hefur þó lítið látið á sjá og krafturinn i fimmmenningunum virðist tak- markalitill. Þótt rokkið sveiflist enn á milli hard-rokks, pönks og þungarokks á þessari plötu er farvegurinn allur markvissari. Gítarsóló betur upp byggð, milli- kaflar eindregnari og meira gripandi en fyrr og lagasmíðarn- ar yfirhöfuð jafnvel ennþá betri. Sannast sagna finnst mér erf- itt að kyngja þeirri staðreynd að e.t.v. skuli vera til fullt af plöt- um á borð við þessar tvær fram- angreindar með Resurrection Band, sem maður hefur aldrei heyrt minnst á fyrir það eitt að háður. Svo er maður að hæla sveitum á borð við WASP, Raven og Ratt í hástert, fussusvei! Þessi þriðja plata Resurrect- ion Band á jafnmörgum árum og útgefin 1983 er í senn sú þyngsta og léttasta þeirra þriggja platna, sem hér hefur verið fjallað um. Á DMZ er að finna lög í þyngsta kanti en einnig rólegri lög, sem voru í algerum minnihluta á fyrri plötunum tveimur, en þeg- ar öllu er á botninn hvolft rök- rétt framhald af Mommy don’t love daddy anymore. Rez Band Hostage Sparrow/Jata Til þess að valda engum mis- skilningi skal það tekið fram, að Rez Band er sama sveitin og Resurrection Band, sem fjallað er um hér að framan. Með nafn- inu virðast einnig hafa orðið nokkrar breytingar á nöfnum lagasmiðanna og þar með tals- verðar breytingar á tónlistinni. Rokkið, sem einkenndi sveit- ina, er á Hostage slípað niður í það sem oft er kallað „nútíma- legra form“ með aðstoð hljóð- gervla og annars slíks, gott ef ekki trommuheila líka. Þessi umfjöllun minni um þessa stór- merku rokksveit. Tónleikamir voru teknir upp á „heimavelli" sveitarinnar í Odeon-höllinni í Chicago að viðstöddu miklu fjöl- menni, sem greinilega var vel með á nótunum, en tónleikarnir voru haldnir í fyrra. Á þessari skífu er að finna góða blöndu af yngri og eldri lögum Rez Band og flest eru þau geislandi góð. Upptakan er vel heppnuð en hljómurinn kannski ekki alltaf í góðu jafnvægi, þó aldrei óskýr. Meðlimir Rez Band eru í miklu stuði og ræða óspart við áhorfendur á milli laga við góðar undirtektir. Sumsé, ekta tónleikaplata. Mjög vel þess virði að eignast hana, rétt eins og hinar fyrri plötur sveitarinn- ar. Þar með slæ ég botninn í þessa umfjöllun en undirstrika ræki- lega fyrir þá, sem enn eru efins, að þótt boðskapurinn sé trúar- legs eðlis er tónlistin hreinrækt- að rokk, sem margar af þeim hljómsveitum, sem nú eiga hvað mestum vinsældum að fagna vestanhafs, gætu verið stoltar af. MoruunblaOill/Bjarni Frá tölvuráðstefnu Steríó er haldin var í Kristalsal Hótels Loftleiða. Tölvuráðstefna Steríó: Kynntir mögu- leikar tölvu- neta viÖ kennslu FYRIR SKÖMMU hélt verslunin Steríó tölvuráóstefnu í Kristalssal Hótels Lofteiða þar sem kynntir voru möguleikar tölvuneta BBC-tölva í skólastarfi. Að sögn Þóroddar Skaftasonar framkvæmdastjóra Steríó eru BBC-tölvur nú í 39 skólum lands- ins og þar af eru tiu skólar með tölvunet. „Tölvunetunum fylgja gífurlegir möguleikar sem víðast eru ónýttir og því var nauðsynlegt að kynna þá fyrir aðilum mennta- kerfisins," sagði Þóroddur meðal annars í samtali við Morgunblað- ið. Flestir þátttakenda komu úr kennarastéttinni en aðalfyrirles- ari ráðstefnunnar, Martin Lowe, kom sérstaklega hingað til lands frá breska tölvufyrirtækinu Ac- orn. Hann er fyrrverandi kennari og hefur sérhæft sig í notkun tölvuneta við kennslu. Á ráðstefnunni var einnig kynnt landafræðiforrit sem nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð hafa unnið. MH var fyrsti skólinn sem festi kaup á BBC-tölvuneti. Jón Jónasson, skólastjóri á Litlu Laugum flutti einnig erindi um töflureikni og Guðmundur Ragnar Guðmundsson kynnti Logo-forrit- unarmálið sem talið er heppi- legasta tölvumálið fyrir yngstu nemendurna. Helgarskákmót hefjast að nýju HELGARSKÁKMÖTIN hefjast að nýju um næstu helgi eftir langt hlé. Síðasta helgarskákmót, það 29., fór fram á Akranesi 1.-3. febrúar sl., en þá var gert hlé vegna alþjóðlegra skákmóta. Dagana 6.-8. september fer 30. helgarskákmótið fram á Hólmavík og viku síðar, eða 13.-15. septem- ber, á Djúpavogi. Á þessum helgarskákmótum er keppt um ýmis verðlaun og viður- kenningar. Á Hólmavík verða eft- irtalin verðlaun veitt: 1. verðlaun krónur 15.000 , 2. verðlaun krónur 10.000 og 3. verð- laun krónur 7.000. 1. verðlaun 1 öldungaflokki krón- ur 5.000. 2. og 3. verðlaun eru boð á næsta helgarskákmót. 1. verðlaun í kvennaflokki eru krónur 5.000. 2. og 3. verðlaun eru boð á næsta helgarskákmót. Þá verða veitt a.m.k. þrenn unglingaverðlaun, sem allt eru boð á næsta helgarskákmót. Einnig eru veitt bókaverðlaun. Keppt er um aukaverðlaun í hverri hrinu, en í hverri hrinu eru 5 mót. Að þessu sinni eru auka- verðlaunin 40.000 krónur. Fram til þessa hefur Helgi ólafsson hreppt öll aukaverðlaunin. Staðan eftir fjögur mót er sem hér segir: 1. Haukur Angantýsson, 39 stig. 2. Karl Þorsteins, 35 stig. 3. Helgi ólafsson, 23 stig. 4. Ásgeir Þ. Árnason, 21 stig. 5. Halldór G. Einarsson, 21 stig. 6. Elvar Guðmundsson, 20 stig. 7. Sævar Bjarnason, 20 stig. 8. Egill Þorsteins, 20 stig. 9. Þröstur Þórhallsson, 16 stig. 10. Jón L. Árnason, 12 stig. 11. Dan Hansson 12 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.