Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
29
NATO:
Yfirherstjórnin
til Bandaríkj-
anna og Kanada
Brii«Hel, 2. september. AP.
A sunnudag mun yfirherstjórn
NATO fara í 10 daga heimsókn til
herstöðva í Bandaríkjunum og
Kanada. sagði í tilkynningu frá
NATO í dag, mánudag.
Er þetta liður í reglulegum heim-
sóknum herstjórnarinnar til hinna
16 aöildarlanda Norður-Atlants-
hafsbandalagsins.
í yfirherstjórninni eiga sæti full-
trúar allra aðildarlandanna nema
Frakklands og íslands.
Ekki er sagt frá ferðaáætlun
herstjórnarinnar fyrir fram.
Norrænir ferða-
menn og gíslar
í Búlgaríu
Ósló, 2. september. Frá J»n Erik Laure,
frétUrítmra Morgunbladsins.
UM HELGINA voru 109 norskir og
finnskir ferðamenn gíslar búlg-
arskra yfirvalda. Var ástæðan sú, að
norsk ferðaskrifstofa, sem varð
gjaldþrota, skuldaði búlgarska ríkis-
flugfélaginu milljón norskar krónur
(um 5 millj. ísl. kr.). Harðneitaði
flugfélagið að flytja ferðamennina
heim fyrr en greiðsla bærist.
Ferðafólkið hafði ekki hið
minnsta á móti „nauðungardvöl-
inni“ við Svartahafið, enda var
það á lúxushóteli og naut lífsins í
sólinni.
Eftir einn sólarhring tókst
ferðaskrifstofunni að útvega
tryggingu fyrir skuldinni og ferða-
mennirnir komust heim heilu og
höldnu, enn þá brúnni en ef ferða-
skrifstofan hefði ekki farið yfir
matinn og „Grand Bill“ setti Thall-
ium-eitrið útí glasið. En Moumié
hafði frá svo miklu að segja að
hann drakk ekki drykkinn. Þeir
pöntuðu sér vín með matnum og
„Grand Bill“ setti Thallium í rauð-
vínsglas Moumié. Hann drakk
vínið, þeir fengu sér kaffi og spjöll-
uðu saman áfram þangað til
Moumié tók ósnerta drykkinn, sem
enn stóð á borðinu, og skellti
honum í sig. Viðbótareitrið virkaði
strax og læknirinn sagði: „Mér
hefur verið byrlað Thallium" áður
en hann lést. Það var sannað við
krufningu og „Grand Bill“ var
fundinn sekur um morð. Einu við-
brögð frönsku leyniþjónustunnar
voru að ávíta starfsmann sinn
fyrir að hafa ekki komið fyrri
eitraða drykknum undan svo að
stjórnmálamaðurinn gæti ekki
drukkið hann.
Franska leynilögreglan var síð-
ast bendluð við pólitískt hneykslis-
mál í lok ársins 1965 en það er enn
ekki fullljóst hvaða rullu hún spil-
aði. Mendi Ben Barka, leiðtoga
stjórnarandstæðinga í Marokkó,
var rænt á götu í París 29. október
1965 og hann kyrktur eða barinn
til dauða í miðstöðvarkjallara í
borginni. Franska leyniþjónustan
hafði fylgst með hverju skrefi Ben
Barka í París en gat þó ekki bjarg-
að lífi hans. Vitað er að starfsmenn
hennar höfðu átt náin samskipti
við þá sem undirbjuggu og frömdu
morðið. Innanríkisráðherra og
yfirmaður öryggismála í Marokkó
höfðu lýst því yfir áður að Ben
Barka væri hættulegur og það
þyrfti að stöðva hann með ein-
hverjum ráðum. Jacquier hers-
höfðingi, yfirmaður SDECE á
þessum tíma, sagði að leyniþjón-
ustuna hefði ekki getað grunað að
Ben Barka yrði rænt í Frakklandi.
Charles de Gaulle, forseti, sagði
að málið kæmi frönsku leyniþjón-
ustunni ekkert við en rak þó Jac-
juier úr embætti. Bernard Tricot
var einmitt einn nánasti sam-
ítarfsmaður de Gaulles á þessum
árum.
ab
í stuttu máli
Ætluðu að
svindla sér
inn á Rambo
Gloacester, 1. september. AP.
Um fimmtíu unglingar reyndu að ryðjast
inn á sýningu á kvikmyndinni Rambó á
laugardag og í átökum við lögreglu særðust
tveir lögreglumenn.
Að sögn lögreglunnar borgaði eitt ung-
mennanna aðgangseyri og opnaði síðan
neyðarútgang til aö hleypa hinum inn í
troðfullt kvikmyndahúsið í Gloucester á
Englandi. Þegar innbrotsmennirnir vildu
ekki fara með góðu var lögreglan kvödd á
vettvang og fjarlægði hún þá við illan leik.
Lögreglubíll var gereyðilagður og tveir lög-
reglumenn særðust lítillega.
Vélarhlífina
vantaði
( ahníilly, VirKÍnía, I. scptember.
BREIÐÞOTA af gerðinni Boeing 737-100
varð að nauðlenda í Washington nokkrum
minutum eftir að hún hóf sig á loft vegna
þess að einn farþega tók eftir því að hluta af
vélarhlífinni vantaði.
Talsmaður bandarísku flugmálastjórnar-
innar sagði að flugvélin hefði ekki verið í
hættu, þótt hlífin hefði fallið af: „Það má
líkja þessu við að aka eftir þjóðveginum án
vélarhlífar. Það er ekki falleg sjón, en hefur
engin áhrif á vélina.“
Nýtt leikrit
eftir Shaffer
London, 2. september. AP.
YONADAB nefnist nýtt leikrit eftir Óskars-
verðlaunahafann Peter Shaffer, sem frum-
sýnt verður í þjóðleikhúsinu í London fjórða
desember.
Peter Hall leikstýrir verkinu og John
Bury gerir búninga og leiksvið. Þeir settu
leikritið Amadeus eftir Shaffer einnig upp,
bæði í London og á Broadway, og vann sú
uppsetning til einórma lofs og fjölda verð-
launa.
Yonadab gerist í Jerúsalem 1000 árum
fyrir Kristsburð og segir frá því er Tamar,
einu dóttur Davíðs konungs, er nauðgað af
bróður sínum, Amnon.
Féll af Berlínar-
múrnum
Vestur-Berlia, 2. scptember. AP.
UNGLINGSSTULKA frá Vestur-Berlín missti í
gær jafnvægið á Berlínarmúrnum og féll yfir í
Austur-Berlfn. Hún var handtekin samstundis
af austur-þýskum landamæravöröum.
Atburðurinn átti sér stað f franska hluta
borgarinnar og reyndu franskir hermenn að
fá stúlkuna látna lausa, en allt kom fyrir
ekki og var hún flutt inn í Austur-Berlín.
Varð fyrir
svifflugu
Ik'lgrad, 2. september. AP.
EIN kona lést og önnur slaðsaðist er svif-
flugvél nauðlenti á akri um 100 kílómetra
frá Belgrad á sunnudag. Konurnar voru að
huga að kúnum þegar sviffluguna bar að.
Svifflugmanninn sakaði ekki.
SUZUKI
FOX PICKUP
Bíll sem býður upp á marga mögulelka
Aflmikill og lipur jeppi og umfram allt ótrúlega sparneytinn.
ísparaksturskeppni BIKfí og DV9. júnísl. eyddi Suzuki Fox 413 aðeins 6.2 Itr. pr. 100 km.
Nú getum við boðið upp á vönduð trefjaplasthús á Suzuki Fox pickup.
Þar sem Fox pickupinn er 57 cm lengri en Fox jeppinn, þá hentar hann mjög vel fyrir
alla þá sem þurfa á miklu farangursrými að halda.
Verð: Suzuki Fox 410 pickup 4 gíra kr. 349.000.-
Suzuki Fox 413 pickup 5 gíra kr. 398.000.-
Trefjaplasthús kr. 68.000.-
Reynsluakið SUZUKI FOX
Því meira sem þú ekur SUZUKI - því meira sparar þú
Opið virka daga frá kl. 9-18 - laugardaga frá kl. 13-17.
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17. Sími 685100.
PÁV ■ Prcntsmidja Árna