Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
Séð yfir fundarsalinn í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal
Einhugur og samstaða á
fjórðungsþingi Norðlendinga
Ný lög sambandsins og fjöldi ályktana samþykkt samhljóða
EINHUGUR og samstaða ein-
kenndu 27. fjórðungsþing Norðlend-
inga sem haldið var á Laugum I
Reykjadal dagana 29. og 30. ágúst
sl. Er skemmst frá því að segja að öll
mál þingsins voru afgreidd mótat-
kvæðalausL Óánegjuraddir sem
nokkuð hefur borið á, á fjórðungs-
þingum undanfarin ár, virtust þagn-
aðar og kom fram í máli þingfulltrúa
að menn vildu nú leggja sig fram um
að ná sem sterkastri samstöðu Norð-
lendinga um hagsmunamál fjórð-
ungsins.
Helsta mál þingsins var frum-
varp að nýjum lögum fyrir sam-
bandið. Fráfarandi formaður þess,
Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Ak-
ureyri, mælti fyrir tillögunum og
kom fram í máli hans að á undan-
förnum árum hefðu menn æ oftar
spurt sig hvaða gagn væri að
starfi sambandsins og gagnrýni á
starfsemi þess hefði aukist. Sagði
hann að í framhaldi af þessu hefði
Fjórðungsráð gengist fyrir könn-
un á starfinu og hafi niðurstaðan
verið sú að sambandið væri orðið
of þungt í vöfum og rekstur þess
of dýr. Tækju tillögurnar mið af
Þingfulltrúar í þungum þönkum.
„Okkur bar skylda til ad
komast að samkomulagiu
— segir Valgarður Hilmarsson, sem mælti fyrir tillögum
að hinum nýju lögum Fjórðungssambandsins
VALGARÐUR Hilmarsson á
Fremstagili, oddviti Engihlíðar-
hrepps í Austur-Húnavatnssýslu,
var framsögumaður fjárhags- og
laganefndar þingsins en hún fjall-
aði um hin nýju lög fjórðungssam-
bandsins. Hann var spurður um
starfið í nefndinni.
„Það komu margir til þessa
þings með það í huga að breyta
störfum sambandsins, en Ijóst
var í upphafi þings að nokkur
áherslumunur var um hvernig
að þvi skyidi staðið og urðu um
þetta snarpar umræður í nefnd-
inni,“ sagði Valgarður. „En
mönnum var ljóst að okkur bar
skylda til að komast að niður-
stöðu og það tókst með gagn-
kvæmri málamiðlun.
Niðurstaðan varð sú að kjósa
fimm manna stjórn sem kemur í
staðinn fyrir fjórðungsstjórn og
fjórðungsráð. Þá var ákveðið að
fella niður fastar milliþinga-
MorgunbUðii/öfeigur Gestsson
Valgarður Hilmarsson mælir fyrir
tillögum að nýjum lögum fyrir Fjórð-
ungssamband Norðlendinga.
nefndir, en þess í stað er gert ráð
fyrir að kjósa megi hverju sinni
vinnuhópa eða nefndir í tengsl-
um við þau verkefni sem fyrir
liggja á hverjum tíma,“ sagði
Valgarður. „Ég legg ekki mat á
hvort þetta er til bóta. Um þetta
voru skiptar skoðanir í nefnd-
inni, en þetta var sú lausn sem
menn gátu verið sammála um.“
Aðspurður um gagnsemi sam-
bandsins á undanförnum árum
sagði Valgarður: „Ég er sann-
færður um að fjórðungssam-
bandið hefur haft áhrif til góðs á
þróun þjóðmála og hagsmuni
Norðlendinga og ég treysti því
að svo verði áfram. Eitt vil ég
leggja sérstaka áherslu á og það
er að ég tel að þau persónulegu
kynni sem takast með sveitar-
stjórnarmönnum á þessum þing-
um séu ákaflega mikils virði,“
sagði Valgarður Hilmarsson að
lokum.
þessu og væri megininntak þeirra
að gera starfsemina skilvirkari,
með því að leggja niður tólf
manna fjórðungsráð en kjósa þess
í stað fimm manna stjórn og með
því að leggja niður milliþinga-
nefndir.
Miklar umræður urðu um tillög-
ur þessar í laganefnd þingsins.
Voru þar gerðar á þeim nokkrar
breytingar. Dreifbýlisfulltrúar
lögðu á það mikla áherslu að sér-
stök dreifbýlisnefnd starfaði
áfram og var það samþykkt. Þá
var einnig samþykkt að framlög
sveitarfélaganna til sambandsins
skyldu miðuð við tekjustofna
þeirra, en ekki vera föst upphæð á
hvern íbúa, eins og ráð var fyrir
gert í tillögum Fjórðungsráðs. Til-
lögurnar eins og þær komu frá
nefndinni voru síðan samþykktar
samhljóða á þinginu.
Skólamál
Miklar umræður urðu um skóla-
mál á þinginu. Var meðal annars
rætt um háskólakennslu á Akur-
eyri og hafði Tryggvi Gíslason
skólameistari framsögu um það
mál. í þinglok var samþykkt
ályktun, þar sem skorað er á
menntamálaráðherra, alþingis-
menn og stjórnendur Háskóla Is-
lands að hrinda nú þegar i fram-
kvæmd áformum um háskóla-
kennslu á Akureyri, svo hún geti
hafist næsta haust.
Einar Páll Svavarsson, bæjar-
Alexander Stefánsson félagsmála-
ráðherra fiutti ávarp og kynnti frum-
varp til nýrra sveitarstjórnarlaga.
ritari á Sauðárkróki, flutti erindi
um rekstur framhaldsskólanna og
gagnrýndi þar það misræmi sem
ríkir í því efni eftir því hvort um
er að ræða menntaskóla, þar sem
ríkið ber allan rekstrarkostnað,
eða fjölbrautaskóla þar sem hann
skiptist milli ríkisins og sveitarfé-
laganna. Var samþykkt ályktun
þar sem þess er krafist að endir
verði bundinn á þetta misræmi
hið fyrsta og fagnað er drögum að
frumvarpi um skólakostnað fram-
haldsskólanna, sem kynnt var á
þinginu.
Þá var rætt um rekstur
grunnskólanna og kom fram að
hann er mörgum minni sveitarfé-
lögum þungur baggi. Kom fram
hörð gagnrýni á ríkisvaldið og var
samþykkt ályktun þar sem
áhersla er lögð á að greiðslur
ríkisins til starfsfólks skólanna
berist milliliðalaust og án tafar.
Atvinnumál
Umræður um atvinnumál voru
að vonum miklar á þinginu og var
fjöldi ályktana samþykktur um
þau.
I ályktun um sjávarútvegsmál
segir meðal annars að endurskoða
þurfi kvótakerfið í ljósi fenginnar
reynslu og einfalda þurfi sjóða-
kerfi sjávarútvegsins og lækka
vexti af afurða og rekstrarlánum.
Þá er varað við hömlulausri fjölg-
un frystitogara og lagt til að rann-
sóknir á áhrifum tvífrystingar
verði stórauknar.
í ályktun um iðnaðarmál segir
meðal annars að efla beri þann
iðnað sem til staðar er á Norður-
landi, jafnframt því sem áfram
séu athugaðir möguleikar á upp-
byggingu orkufreks iðnaðar í
fjórðungnum.
í ályktun um landbúnaðarmál
er áhersla lögð á að hefðbundinn
landbúnaður verði treystur og
bændum tryggðar tekjur til sam-
ræmis við laun annarra stétta, því
verði ekkert að gert, megi búast
við stórfelldri búseturöskun, sem
yrði vandamál fyrir þjóðina alla.
Útvarp, Byggðastofnun
og fleira
Margar fleiri ályktanir voru
samþykktar á þinginu. Má þar
nefna að samþykkt var að efla beri
starfsemi Ríkisútvarpsins á Akur-
eyri þannig að það nái til alls
Norðurlands og jafnframt verði
hafnar þar sjónvarpsútsendingar.
Þá lýsti þingið þeirri skoðun sinni
að hin nýstofnaða Byggðastofnun
skuli vera á Akureyri. Kom fram
hjá fundarmönnum, meðal annars
Stefáni Guðmundssyni, alþing-
ismanni og stjórnarformanni
stofnunarinnar, að stjórn hennar
geti ákveðið hvar hún skuli starfa
þrátt fyrir að Alþingi hafi fellt
tillögu um að lögbinda að hún
skuli vera á Akureyri.
Þingið samþykkti einnig álykt-
anir um að hraðað verði uppbygg-
ingu vega og flugvalla á Norður-
landi og að þjónusta við ferða-
menn verði efld í fjórðungnum. Þá
var samþykkt að stuðlað verði að