Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
196. tbl. 72. árg._________________________________ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Elín veld-
ur usla
Biloxi, Mississippi, 2. september. AP.
FELLIBYLURINN Elín æddi inn
yfír strönd Mississippi í dag og olli
miklu tjóni á mannvirkjum og trjá-
gróðri. Mikil úrkoma fylgdi fárviðr-
inu og vindhraðinn mældist allt að
200 km/klst.
Bylurinn breytti um stefnu í dag
og sótti í sig veðrið, eftir að hafa
staðið nánast í stað í fjóra daga í
Mexíkóflóa. Sveigði hann til vest-
norðvesturs og er því byggð allt
vestur til Grand Isle í Louisiana i
hættu. Var hálfri milljón manna
meðfram Flórídaströnd gert að
flýja heimili sín af þeim sökum í
dag og 350.000 manns í strand-
héruðum Alabama-, Mississippi-
og Louisiana-ríkis. Stóð mönnum
stuggur af flóðbylgjum, sem fylgdu
Elínu.
Neyðarástandi var lýst yfir í
ýmsum borgum ríkjanna, sem fár-
viðrið storkar nú. Samgöngur
röskuðust verulega, rafmagns- og
símastaurar brotnuðu og línur
slitnuðu. Loka varð brúm og eyjar
við Flórídaströnd einangruðust.
Hvirfiivindar hafa skotist út úr
fellibylnum og víða valdið usla.
Dauði þriggja manna er rakinn til
fárviðrisins.
s JrM| m
DK > • m * ' i "K. r
itdi Kt- vfP
ífjagr* Æt't
Skólasetning í sólskini
Morgunblaðið/Árni Sæberp
Menntaskólinn í Reykjavík var settur i gær. Athöfnin fór fram utan
dyra vegna lagfæringa í Dómkirkjunni, þar sem skólasetning hefur alltaf
farið fram, utan einu sinni. Hefur skólasetning farið fram einu sinni áður
utan dyra, en það var fyrir örfáum árum. í vetur stunda rúmlega 800
ungmenni nám við Menntaskólann í Reykjavík. Myndin var tekin við
skólasetninguna og er Guðni Guðmundsson, rektor, í ræðustól. Á bls. 4
eru viðtöl við skólanema, í námsgagnainnkaupum.
Námamenn á leið til vinnu í Suður-Afrfku í gær. Lftil þátttaka varð f
boðuðu verkfalli við gull- og kolanámur í Suður-Afrfku sem hófst í gær.
Lítil þátttaka í
námaverkfalli
Thatcher hefur sókn
með nýjum mönnum
London, 2. september. AP. WW
MARGARET Thatcher, forsætisráðherra, gerði umfangsmiklar breytingar á
ríkisstjórn sinni í kvöld. Tilgangurinn er að auka vinsældir stjórnarinnar
og traust meðal kjósenda og leggja til atlögu gegn mesta atvinnuleysi í
sögu ríkisins.
Sú breyting, sem mest kemur á
óvart, er brotthvarf Leon Brittan
úr starfi innanrikisráðherra, sem
talinn var sá þriðji valdamesti í
stjórninni. Var hann færður í stól
verzlunar- og iðnaðarráðherra.
Sérfróðir menn segja um stöðu-
lækkun að ræða, og segja ástæð-
una slaka frammistöðu hans í
fjölmiðlum. Thatcher reyndi að
slá á spádóma af þessu tagi er hún
sagði Brittan “enn á valdatindin-
um“ og í hans hlut kæmi að veita
nýjum atvinnugreinum brautar-
gengi.
Norman Tebbit, forveri Brittans
i verzlunar- og iðnaðarráðuneyt-
inu, var gerður að flokksformanni.
Tekur hann við þeim starfa af
John Selwyn Gummer, sem sætt
hefur gagnrýni af hálfu þing-
manna, sem vildu láta hann sæta
ábyrgð vegna þverrandi vinsælda
flokksins í skoðanakönnunum. Sól
Gummers hneig mjög í dag því
hann var gerður að undirmanni
ráðherra í landbúnaðarráðuneyt-
inu. Er Tebbit ætlað að stjórna
flokksstarfinu og endurheimta
vinsældir og tryggja flokknum
sigur í næstu þingkosningum, sem
eiga að fara fram í síðasta lagi
vorið 1988.
óvæntasta stöðuhækkunin fell-
ur í skaut Douglas Hurd, sem
gerður var að innanríkisráðherra
eftir að hafa farið með málefni
Norður-írlands í stjórninni í tæpt
ár. Við starfi hans tekur Tom King,
fyrrum atvinnumálaráðherra.
Lord Young, sem var ráðherra
án ráðuneytis, var gerður að at-
vinnumálaráðherra, og mun hann
stjórna nýrri sókn stjórnarinnar
til að auka atvinnu. Kenneth
Clarke lætur af starfi heilbrigðis-
ráðherra, og verður hægri hönd
Lord Young í atvinnumálaráðu-
neytinu.
Jóhannesarborg, 2. september. AP.
LÍTIL þátttaka varð í boðuðu verkfalli í gull- og kolanámum í Suður-
Afríku í dag og hafði verkfallið engin áhrif á framleiðsluna. Óeirðir
brutust víða út í landinu í dag eftir tiltölulega friðsamlega helgi.
Leiðtogar námamanna sökuðu
stjórnendur námanna um að
hræða verkamenn frá þátttöku í
verkfalli, sem boðað var í átta
gull- og kolanámum, þar sem
60.000 verkamenn starfa. Tóku
12.400 námamenn þátt í aðgerð-
unum og hafði fjarvera þeirra
lítil sem engin áhrif á afköst.
Gjaldmiðill Suður-Afríku,
rand, snarhækkaði i verði á
gjaldeyrismarkaði landsins í
dag, er peningamarkaðir voru
opnaðir á ný, fimm dögum eftir
stöðvun viðskipta. Hækkaði
gengi randsins gagnvart Banda-
ríkjadollar úr 34,8 sentum í 44,95.
Mestur hluti hækkunarinnar er
vegna óraunhæfrar gengisskrán-
ingar seðlabanka landsins, sem
stæðist ekki frjáls gjaldeyrisvið-
skipti.
Gjaldeyris- og verðbréfavið-
skipti voru stöðvuð sl. þriðjudag
vegna gengishruns randsins. I
framhaldi af því, og vegna óaldar
í landinu, settu bandarískir og
evrópskir bankar lán til Suður—
Afríku í gjalddaga. Brugðust
stjórnvöld i Suður-Afríku við
þessu með því að fresta afborg-
unum erlendra lána til næstu
áramóta.
Þrir utanríkisráðherrar ríkja
Evrópubandalagsins (EB), sem
heimsóttu Suður-Afríku um
helgina, segja að athafnir verði
að koma í stað orða, og ef stjórn
P.W. Botha geri ekki fljótlega
víðtækar breytingar heimafyrir
og láti af aðskilnaðarstefnu
sinni, eigi EB ekki um annað að
velja en gripa til efnahagsþving-
ana.
Ollu njósnir Höke
langmesta tjóninu?
Bonn, 2. ••ptember. AP.
HANS-JOACHIM Tiedge, fyrrum yfírmaður vestur-þýzkra gagnnjósna segir í
bréfí til stjórnarinnar í Bonn, að hann hafí flúið til Austur-Þýzkalands af fúsum
og frjálsum vilja. Kveðst hann hafa flúið vegna „vonlausrar aöstöðu sinnar",
en þar mun átt við fjölskylduvandamál, skuldasúpu og drykkjusýki. í bréfínu
kveðst Tiedge ekki vilja ræða við fulltrúa stjórnarinnar í Bonn um flótta sinn.
Sérfræðingar stjórnarinnar í
Bonn telja að Tiedge hafi ekki verið
neyddur til að rita bréfið. Af bréf-
inu megi ráða að flóttinn hafi verið
fyrirvaralaus. Þá hafi ekkert fram
komið við rannsókn er bendi til að
Tiedge, hafi stundað njósnir í þágu
annars ríkis í starfi sínu.
Formælendur stjórnarinnar í
Bonn sögðu að ný loforð Austur—
Þjóðverja um að opna landamæri
sín og auövelda heimsóknir til
ættmenna vestan þeirra yrðu til að
bæta sambúð þýzku ríkjanna. Erich
Honecker, leiðtogi Austur-Þýzka-
lands, skýrði Franz Josef Strauss,
ríkisstjóra Bæjaralands, frá þess-
ari ákvörðun er þeir hittust á kaup-
stefnu í Leipzig í gær. Strauss sagði
Honecker hafa látið í ljós þá von
að áfram yrði unnið að því að bæta
sambúð ríkjanna og að hann vonað-
ist til að njósnahneykslið yrði ekki
til að hindra þá þróun.
Margaret Höke, ritari Richard
von Weizsácher forseta, sem hand-
tekin var vegna meintra njósna
fyrir Austur-Þjóðverja, tók þátt í
miklumæfingum NÁTO-herjanna
1970 og 1979 og kann að hafa útveg-
að Varsjárbandalaginu leynilegar
áætlanir um stjórn ríkisins á
stríðstíma. Fékk hún að fara inn í
leynibyrgi í Eifelhæðunum nærri
Bonn, þar sem stríðsráðuneyti hefði
aðsetur og var viðstödd æfingar
þar. Neitar hún að hafa njósnað
fyrir Austur-Þjóðverja, en komi hið
gagnstæða í ljós, kann hún að hafa
valdið NATO og vestur-þýzkum
vörnum miklu meira tjóni en meint-
ir njósnarar, sem flúið hafa til
Austur-Þýzkalands síðustu 2 vik-
urnar.