Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
Eysteinn Helgason
ráðinn forstjóri
Iceland Seafood
EYSTEINN Helgason hefur ver-
iA ráðinn forstjóri Iceland Sea-
food Corporation, og var ákvörð-
un þar að lútandi tekin á
stjórnarfundi fyrirtækisins í síð-
ustu viku. Eysteinn tekur við
starfinu næsta haust þegar Guð-
jón B. Ólafsson hættir starfi þar
vestra, til þess að koma heim og
taka við starfi forstjóra Sam-
bandsins. Tekur Guðjón form-
lega við forstjórastarfmu 1.
janúar 1987.
Talið er fullvíst að á stjórnar-
fundi Samvinnuferða/Landsýnar
á morgun verði Helgi Jóhanns-
son ráðinn framkvæmdastjóri
Samvinnuferða, en hann hefur
um eins og hálfs árs skeið gegnt
því starfi, í fjarveru Eysteins
Helgasonar.
Iceland Seafood Corporation er
sölufélag Sambandsins og frysti-
húsa innan þess. Fyrirtækið er
staðsett í Camp Hill í Pennsylv-
aníuríki í Bandaríkjunum og rek-
ur fiskréttaverksmiðju og annast
sölustarfsemi á frystum sjávar-
afurðum. Hjá Iceland Seafood
Corporation starfa um 400
manns. Ársvelta fyrirtækisins
var 120 milljónir Bandaríkjadala
á sl. ári eða tæpar 5.000 milljónir
á núgildandi gengi.
Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambandsins, er stjórnarfor-
maður Iceland Seafood. Erlendur
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að algjör einhugur hefði
ríkt í stjórn fyrirtækisins um
ráðningu Eysteins. Eysteinn
hefði dvalið um 18 mánaða skeið
hjá Iceland Seafood við ýmis sér-
verkefni, og hann myndi nú í vet-
ur starfa hjá Sjávarafurðadeild
Eysteinn Helgason, nýráðinn for-
stjóri Iceland Seafood Corp. í
Bandaríkjunum.
Sambandsins í nánu samstarfi
við þá Sigurð Markússon fram-
kvæmdastjóra deildarinnar og
Ólaf Jónsson aðstoðarfram-
kvæmdastjóra. Auk þess myndi
Eysteinn fara á milli Sambands-
frystihúsanna hér á landi og
kynna sér rekstur þeirra og
framleiðslu.
Eysteinn Helgason fæddist 24.
september 1948. Hann lauk prófi
frá viðskiptadeild Háskóla Is-
lands árið 1973. Hann starfaði
hjá Sölustofnun lagmetis frá
1973—77, þar af framkvæmda-
stjóri seinni árin og varð fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða hf.
1977 og Samvinnuferða/Land-
sýnar 1978. Eysteinn er kvæntur
Kristínu Rútsdóttur og eiga þau
þrjú börn.
Sjóvá kaupir hluta-
bréf í Hagtryggingu
SAMKOMULAG hefur tekist um
að Sjóvátryggingarfélag íslands hf.
kaupi rösklega 50 prósent hluta-
bréfa í Hagtryggingu hf.
Hagtrygging hf. hefur aðal-
lega starfað á sviði ökutækja-
trygginga frá því að félagið var
stofnað árið 1965. Félagið hefur
nú í tryggingu um sex þúsund
ökutæki og hafði árið 1984 34
milljónir króna í iðgjaldatekjur.
Hjá Hagtryggingu hf. starfa 13
menn.
Að sögn forráðamanna Sjóvá
er með kaupum þessum stefnt
að náinni samvinnu fyrirtækj-
anna tveggja og aukinni hagræð-
Steypubttl valt í Keflavík
Keflavfk, 3. september.
SÍÐDEGIS í gær valt hlaðinn
steypubfll á gatnamótum Hring-
brautar og Vesturgötu í Keflavík.
Engin slys urðu á mönnum. Bfllinn
kom akandi norður Hringbraut,
tók vinstri beygju inn á Vesturgöt-
una með þeim afleiðingum að hann
valt og hafnaði upp á gangstéttinni.
Virtist sem hraðinn hafl verið of
mikill svo að bfllinn valt. Stöðvaði
steypubfllinn umferð þó nokkurn
tíma, eða uns kranabifreið hafði
rétt hann við.
EFR.
Uppboð fískiskipa:
Tap Byggðasjóðs um
55 milljónir króna
Sölvi Bjarnason sleginn Fiskveiðasjóði fyrir 146 milljónir
ingu í rekstri þeirra. Þar með
skapast forsendur til þess að
draga úr rekstrarkostnaði og
bæta jafnframt þjónustu við
viðskiptavini þeirra.
Hagtrygging hf. verður eftir
sem áður sjálfstætt fyrirtæki og
starfsmenn þess verða hinir
sömu og verið hefur.
Sjóvátryggingarfélag íslands
hf. var stofnað árið 1918. Þar
starfa nú um 50 manns. Ið-
gjaldatekjur Sjóvá árið 1984
voru 306 milljónir króna. Félagið
rekur alhliða vátryggingarstarf-
semi. Það hefur nú um 20 þúsund
ökutæki í tryggingu.
TOGARINN Sölvi Bjarnason BA 65
var í gær sleginn Fiskveiðasjóði á
uppboði á Patreksfirði fyrír 146
milljónir króna. Togarinn er tryggð-
ur á sömu upphæð. Skuldir eigenda
skipsins við sjóðinn nema 172 millj-
ónum króna, við Byggðasjóð 21,6
milljónum og við Landsbankann 12
milljónum. Lögveðskröfur nema um
3 milljónum króna. Ljóst er að
Byggðasjóður, Landsbankinn og
lögveðskröfuhafar tapa fé því, sem
þeir hafa átt hjá eigendum Sölva
Bjarnasonar. Alls verða fjögur fiski-
skip boðin upp í þessum mánuði og
næsta að kröfu Fiskveiðasjóðs og
nemur tap Byggðasjóðs um 55 millj-
ónum króna vegna þess.
Fyrra uppboð á Kolbeinsey ÞH í
eigu Höfða hf. á Húsavík var einn-
ig í gær. Fiskveiðasjóður bauð 176
milljónir i skipið, en kröfur hans
nema 266 milljónum króna. Annað
og síðara uppboð á Kolbeinsey
verður 30. október næstkomandi.
Síðar i mánuðinum verður síðara
uppboð á skipunum Sigurfara II
frá Grundarfirði og Helga S. úr
Keflavík.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk í Byggðasjóði,
, á sjóðurinn útistandandi 55,5
milljónir króna hjá eigendum
þessara skipa. Krafan á Sölva
Bjarnasyni nemur 21,6 milljónum,
á Kolbeinsey 13,8 milljónum, á
Sigurfara 15,1 milljón og Helga S.
5 milljónum. Krafa Fiskveiðasjóðs
á þessi skip er í öllum tilfellum
hærri en vátryggingaverð skip-
anna. Aðeins lítill hluti þessarar
upphæðar er tryggður með öðrum
hætti en í viðkomandi skipum eða
6 til 8 milljónir króna.
Sölumet hjá Iceland Seafood í ágúst:
Salan í fyrsta
sinn yfir þrettán
milljónir dollara
SALA Iceland Seafood Corporation á
frystum sjávarafurðum hefur aldrei
verið meiri en í ágústmánuði, en þá
fór hún í fyrsta sinn í sögu fyrirtækis-
ins yfir 13 milljónir dollara. Sam-
kvæmt upplýsingum Guðjóns B.
Olafssonar, forstjóra Iceland Sea-
food, þá er hér um 7,7% söluaukn-
ingu að ræða, miðað við ágústmánuð I
fyrra, en sala hjá fyrirtækinu frá ára-
mótum hefur aukist um 10,6% miðað
við sama tfma á sfðasta ári.
„Við seldum fyrir 13 milljónir og
46 þúsund dollara i ágústmánuði
nú,“ sagði Guðjón í samtali við
Morgunblaðið f gærkveldi, „og er
Snæugluhreiður fundið
- það fyrsta í 28
ar
SNÆUGLUHREIÐUR fannst inn á hálendinu norðanlands fyrir skömmu.
Snæugluhreiður hefur ekki fundist hér á landi svo staðfest sé síðan 1957,
eða í 28 ár, þó flækingsfuglar sjáist á hverju ári. Hreiðríð er yfirgefið en
eggin enn f því.
Ævar Petersen, fuglafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun, sagði að
snæugla sæist hér á hverju ári,
ekki síst fyrir norðan. Hann sagði
að fyrsta hreiðrið hér á landi hefði
fundist upp úr 1930, síðan nokkur
fram til 1945 og það sfðasta árið
1957. Þó væru sagnir um að snæ-
ugluhreiður hefði fundist á sjö-
unda áratugnum, en það væri ekki
staðfest. Sagði Ævar að snæuglur
sæust hér á landi á hverju ári og
ekki hægt að skjóta loku fyrir það
að hún verpi hér að staðaldri því
erfitt væri um vik að fylgjast með
því. Snæuglan verpti um miðjan
maí og ungarnir kæmu úr hreiðr-
unum um 20. júnf og á þeim tíma
væru litlar mannaferðir um há-
lendið.
Snæugluhreiðrið fannst þegar
komið var fram í ágúst. Eggin
voru enn í hreiðrinu en engir
fuglar nálægt. Taldi Ævar líkleg-
ast að uglan hafi yfirgefið það f
Hvítasunnuhretinu f vor. Þegar
fréttist af hreiðrinu var allt komið
á kaf í snjó á þessum slóðum og
sagði Ævar að starfsmenn Nátt-
úrufræðistofnunar hefðu ekki lagt
í að fara til að skoða hreiðrið
vegna þess mikla kostnaðar sem
þvf væri samfara. Taldi hann
nokkuð öruggt að um væri að ræða
snæugluhreiður.
Snæugla er með stærstu uglum.
Hún er 56-65 cm á lengd og væng-
haf 150-160 cm. Karlfugiinn er að
mestu hvftur en kvenfuglinn er
alsettur dökkum fikrum. Snæugl-
an er hánorrænn fugl og verpir á
heimskautasvæðum allt i kring
um pólinn, m.a. á Grænlandi.
Aðalfæða hennar er læmingjar en
talið líklegast að hún lifi á rjúpu,
gæsarungum og vaðfuglum á vorin
og sumrin hér á landi. í riti Land-
verndar, „Fuglar", segir að snæ-
uglan hafi verið þekkt lengi sem
sjaldgæfur gestur hér á landi, er
fyrsta hreiðrið fannst vorið 1932.
Síðan hafi nokkur hreiður fundist,
en engin sfðan um miðjan sjötta
áratuginn. „Það er því alls óvíst
að til sé fslenskur snæuglustofn,
og e.t.v. eru þær snæuglur sem
sjást hér af grænlenskum upp-
runa,“ segir einnig í riti Land-
verndar.
þetta í fyrsta sinn sem við förum
yfir 13 milljónir f sölu. Næst því
höfum við komist í mars 1983, en
þá seldum við fyrir 12,5 milljónir
dollara.“
Guðjón sagði að í siðasta mánuði
hefðu 6,1 milljón punda af verk-
smiðjuframleiddum vörum selst
fyrir 6,8 milljónir dollara. 2,9 millj-
ónir punda af flökum hefðu selst
fyrir 4,6 milljónir dollara. Siðan
væru ýmsar aðrar sölur, svo sem
skelfisksölur, sem lykju dæminu.
Guðjón sagði að fyrstu átta mán-
uði þessa árs hefði fyrirtækið selt
68,5 milljónir punda fyrir 87,6
milljónir dollara, en í fyrra á sama
tíma hefðu 62,2 milljónir punda
verið seld fyrir 79,2 milljónir doll-
ara. Aukningin frá áramótum til 1.
september miðað við sama tíma í
fyrra væri því 10,6%.
Tíu sækja um
stöðu borgar-
minjavarðar
Tíu manns sóttu um embætti borg-
arminjavarðar Reykjavíkurborgar.
Þeir sem sækja eru Bjarni Ein-
arsson, Guðný Gerður Gunnars-
dóttir, Gunnlaugur Haraldsson, Jó-
hann Æ. Jakobsson, Júlíana
Gottskálksdóttir, Kristín Huld Sig-
urðardóttir, Magnús Þorkelsson,
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir,
Salvör Jónsdóttir og Sólveig
Georgsdóttir.
Settur borgarminjavörður er
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir og er
hún meðal umsækjenda um stöð-
una.