Morgunblaðið - 04.09.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.09.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 7 Leikár Þjóðleikhússins að hefjast: Óperan Grímudansleikurinn verður frumsýnd 20. september Breytingar fyrirhugaðar á litla sviðinu VETRARSTARF ÞjóÖleikhússins er halid og verður fyrsta frumsýning vetrarins fóstudaginn 20. þ.m. og verður þá frumsýnd óperan „Grímudansleikurinn“ eftir Giuseppe Verdi. Morgunblaðið/RAX /Efingar standa nú yfir á fyrsta verkefni leikársins, óperunni Grímudans- leikurinn eftir Verdi. Hér sést Kristján Jóhannsson í dramatísku atriði. í vetur verða frumsýnd átta verk á stóra sviðinu og auk þess verða tekin upp þrjú verkefni frá síðasta leikári. Eins og áður sagði verður fyrsta frumsýning vetrarins á Grímudansleiknum eftir Verdi. Þetta er mjög viðamikil sýning og taka þátt í henni alls milli 60 og 70 manns og er þá hljómsveit ekki meðtalin. Með helstu hlut- verk fara Kristján Jóhannsson, Kristinn Sigmundsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Elísabet Ei- ríksdóttir, Katrín Sigurðardótt- ir, Robert Becker og Viðar Gunnarsson. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, hljómsveitar- stjóri Maurizio Barbacini, Björn G. Björnsson gerir leikmyndina og Malín Örlygsdóttir búninga. Vegna þess að Kristján Jó- hannsson er samningsbundinn erlendis verður fjöldi sýninga takmarkaður og verða þær væntanlega milli 15 og 20 að sögn Gísla Alfreðssonar Þjóð- leikhússtjóra. Næsta frumsýning á eftir Grímudansleiknum verður á gamanleiknum „Með vifið í lúk- unum“ sem sýndur hefur verið víðs vegar um land í sumar við góðar undirtektir. Þar á eftir kemur svo „Villihunang" eftir Anton Tsjékhov í leikgerð Bret- ans Michael Frayn, sem meðal annars er þekktur hér á landi fyrir gamanleikinn „Skvaldur". Þýðandi er Árni Bergmann. Meðal þeirra sem fara munu með stór hlutverk eru Guðbjörg Thoroddsen, Sigurður Skúlason, Arnar Jónsson, Pétur Einarsson og Bessi Bjarnason. Jólaleikrit Þjóðleikhússins að þessu sinni verður hið þekkta verk Arthurs Miller „í deigl- unni“, í þýðingu dr. Jakobs Bene- diktssonar. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson. Verkið var áður sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1955. Fyrsta verkefni eftir áramót verður nýtt íslenskt leikrit, „Upphitun", eftir Birgi Engil- berts í leikstjórn Þórhalls Sig- urðssonar. Verkið fjallar um líf stúlku, sem er efnilegur ballett- dansari og lýsir því hvernig kröfur, sem gerðar eru til henn- ar á unglingsaldri brjóta hana smám saman niður og gera hana óhæfa til að þroskast og lifa eðli- legu lífi. Leikritið er sérstakt að því leyti að í því eru allar per- sónurnar, tíu að tölu, konur. í mars verður frumsýndur ballett eftir Marjo Kuusela frá Finnlandi, sem hún mun semja sérstaklega fyrir Islenska dans- flokkinn og jafnframt stjórna. Efni hans mun verða um íslensk- ann veruleika dagsins í dag. Marjo Kuusela hefur áður sett upp balletta hér á landi, meðal annars Tófuskinnið og Sölku Völku. Ríkarður III. eftir Shake- speare verður frumsýndur í byrjun apríl, en þetta verk var á dagskrá hjá Þjóðleikhúsinu í fyrra, en var þá frestað vegna verkfalls BSRB. Helgi Hálfdan- arson þýddi verkið en leikstjóri verður John Burgess frá breska þjóðleikhúsinu. Síðasta frumsýning vetrarins á stóra sviðinu verður svo á fimm ára gömlu leikriti eftir Bretann Peter Nicholls, sem nefnist „Ástríðuleikur" (Passion Play). Þýðandi og leikstjóri er Benedikt Árnason. Peter Nich- olls þykir einn fremsti leikrita- höfundur Breta og mun þetta vera í fyrsta sinn sem verk eftir hann er sýnt hérlendis. Auk þessara verka verða sýn- ingar teknar upp aftur á ís- landsklukkunni eftir Halldór Laxness, Kardemommubænum eftir Thorbjörn Egner og söng- leiknum Cicago. Þá verður hald- ið áfram sýningum á Valborgu og bekknum á Litla sviðinu, en dagskráin þar er ekki ákveðin að öðru leyti. Stafar það af þvi að áformað er að breyta rekstri þess og aðskilja það frá veitinga- húsinu í kjallaranum. Er áform- að að gera það að eins konar far- andleikhúsi, þannig að unnt verði að setja sýningarnar upp á ýmsum stöðum. Þessi átta verk sem frumsýnd verða, eru öll í áskrift og er það einu verki fleira en var í fyrra. Sala áskriftarkorta mun hefjast um næstu helgi. Að sögn Gísla Alfreðssonar Þjóðleikhússtjóra verður starfsemi leikhússins með mesta móti í vetur og kvaðst hann bjartsýnn á vetur- inn, því síðasta vetur hefði að- sókn verið með eindæmun góð og væri i framhaldi af því eðlilegt að hafa kraft í starfseminni á því leikári sem nú fer í hönd. SKIPTIBÓKAMARKAÐUR - sumarlaunin þín endast lengur Þú þarft ekki að fletta lengi í stærðfræðibókinni þinni frá í fyrra til að reikna út, að það getur borgað sig að skipta við Skiptibókamarkað Eymundsson í Austurstræti. Fjörugan markað með notaðar kennslubækur. Vid skiptumst á ÍSLENSKA: í fáum dráttum (Njörður P. Njarðvík) Istonsk málfrœftl II, 2. útg. (Kristján Árnason) StafMtningarorftabók, 3. útg. (Halldór Halldórsson) Straumar og Stefnur, 2. útg. (Heimir Pálsson) Vartu ekkl meft avona blá augu (Olga G ) DANSKA: Dftnak-lslensk orftabók, Isafold 1973 íalenak-dftnak orftabók, Isafold 1976 Gyklendala ordbog for akole og hjem Nu-Danak Ordbog etblndaudgave Hlldur Operatlon Cobra Nár anerlen Blomater Ksrtlghed ved fftrate hik ZAPPA Llv og Alexander FREMMED Fra Regnormenea liv Legetftj ENSKA: Enak-falenak orftabók, Isafold 1976 lalenak-enak orftabók, ísafold 1983 Oxford Advanced Leamera Dict. of current Engllah (revised and regulary updated) Now Read On Waya to Grammar The Klng'a Mlaalon The Importance of Being Earneat Intermediate Engllah Practice Book (nýrri útgáfan) Thlnklng Engliah . Book 4, lesbók Meaning Into worda (rauft), lesbok Uar My World . Book 1 The Puppetmaatera The language of Bualneaa Uae of Engllah Short atorlea for Today Flrat Certlflcate Skllla, lesbók Turnlng Point, lesbók Open Road, lesbók Brave New World Revlstted Developlng Skllls, Courae in Intermedlate Scientiflc Engllsh New Proflciency English . Book 1 Readlng Between the Linea Lucky Jlm The Catcher In the Rye (nýrri útgáfan) The Great Gataby The Diary of Adrlan Mole Fluency In Engllsh Exploring Engliah. Book 3 More Modern Short Storlea PÝSKA: Pyak-íalenak orftabók, Isafold 3. útg. Pyak málfraaftl (Baldur Ingólfsson) Deutach fur junge Leute, lesbók Andorra D*e Panne Vorstadt Krokodlle Kein Schapa fúr Tamara Waa aagen aie dazu Anruf fúr einen Toten Wie kommt das Saiz in Meer Aua Modemer Technlk und Naturwlaaenachaft Schulerduden, Bedeutungswörterbuch Schreck in der Abendstunde Kontakt mlt der Zelt Einfach Geaagt FRANSKA: S'il vous plalt 1, lesbók S II vous plalt 2, lesbók Dict. du francaia langue étrangere, niveau 1 og 2 Antigone Le train bieu SAGA: Frá elnveldl til lýftveldia, 3. útg (Heimir Þorleifsson) Frá aamfálagamyndun tll ajálfataaftlabaráttu (Lýftur Björnsson) Þasttlr úr sftgu nýaldar, útg 1976 (Helgi Skúli Kjartansson) Penguin Atlas of World Hlatory, Vol 1 Penguin Atlas of World Hlstory, Vol 2 ANNAÐ: Þjófthagfrnftl (Gytfi P Gíslason) Baaic, útg 1982 (Halla B Baldursdóttir) Efnafraaftl I (Anderson o.fl.) Eftllafraaftl Ib - 2c (Staffanson o.fl.) Jarftfraaftl, 3. og 4. útg. (Þorleifur Einarsson) Vefturfraaftl, 3. útg. (Markús Á. Einarsson) Llffraaftl (Colin Clegg) Lífeftllafraaftl (örnólfur Thorlacius) Erfftafraafti (ömólfur Thorlacius) 2. pr. 1983 Staarftfraaftlgrelning fyrir framhaldaakóla Staarftfraaftl 2MN (Erstad Bjómsgárd) Black Holea, Ouaaar and The Unlverae, 2. útg. The Story of Art, 14. útg. Anlmals wlthout Backbones (nýjasta útgáfa) Physlcs-Principies and Problems þt) GRÆ&ÍK. HUtíDWíBKALL Þú græðir HUNDRAÐKALL á því að kaupa reikningsbœkurnar og stílabækurnar fijá okkur. Tvdr 5 stykkja pakkar eru 100 krónum ódýrari en almennt gerist. Láttu sjá þig. Sumarlaunin þín endast lengur, látirðu stærðfræði- bókina þína frá í fyrra vísa þér veginn - í Austurstrætið. EYMUNDSSON Tryggur fylginautur skólafólks í meiren lOOár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.