Morgunblaðið - 04.09.1985, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
Aqua Nor ’85 — Fiskeldissýning í Þrándheimi
Rúmlega 200 fyrirtæki
sýndu á 8000 fermetrum
— eftir Kristján
Þ. Davíðsson
ÞANN 12. ágúst opnuðust hlið þriðju
norsku fiskeldissýningar í Þránd-
heimi. Rúmlega 200 fyrirtski og
stofnanir sýndu og buðu vönir og
þjónustu á 8000 fermetra svæði, sem
á stóðu fjórar sýningarhallir og úti-
svaeði. Sýningin stóð í fjóra daga og
var heimsótt af um það bil 15.000
manns.
í tengslum við sýninguna voru
haldnar tvær ráðstefnur. Sú fyrri
var helguð þjóðlegum norskum
málefnum og umræður fóru fram
út frá stikkorðunum: Pólitísk
stjórnun fiskeidis, fiskeldisrann-
sóknir á krossgötum?, og norskur
laxútflutningur — alþjóðlegt fyr-
irtæki?
Seinni ráðstefnan var alþjóðleg
og markmið hennar var að safna
saman áhrifafólki og vísinda-
mönnum frá Noregi og öðrum
fiskiræktarþjóðum til að ræða
stöðu og framtíðarhorfur í fisk-
eldi, í þess orðs víðasta skilningi, í
heiminum sem heild.
Thor Listau sjávarútvegsráð-
herra Noregs opnaði sýninguna og
bauð sýnendur og gesti velkomna
á þessa þriðju Aqua Nor-sýningu
og jafnframt þá fyrstu sem haldin
er sem alþjóðleg sýning. í ræðu
sinni sagði Listau að stjórnvöld í
Noregi litu á fiskeldi sem framtíð-
aratvinnugrein og lofaði virkum
stuðningi stjórnvalda í framtíð-
inni til að byggja upp og þróa
þennan iðnað, og átti þá sérstak-
lega við uppbyggingu rannsókna-
og menntakerfis. Hann sagði þró-
un fiskeldis hafa verið öra og að
stjórnvöld hefðu dregist aftur úr,
en tók fram að ríkisstjórnin legði
áherslu á að taka virkan þátt í
þróun þessarar atvinnugreinar og
efla fyrirtæki og einstaklinga.
Sjávarútvegsráðherrann skoð-
aði síðan sýninguna í fylgd skipu-
leggjendanna, en það eru forráða-
menn félags norska fiskiræktar-
manna. Á blaðamannafundi að af-
lokinni skoðunarferðinni kvaðst
ráðherrann ánægður með sýning-
una og sagði það sérstaklega hafa
vakið athygli sína að gæði og fjöl-
breytni virtust vera helstu ein-
kenni sýningarinnar. Einnig sagði
ráðherrann það eftirtektarvert að
sýnendur voru margir tiltölulega
smá fyrirtæki, frá flestum héruð-
um landsins. Þetta kvaðst hann
líta á sem staðfestingu á þeirri
skoðun stjórnvalda að fiskeldi
væri atvinnugrein sem hentaði vel
úti um landið í dreifbýlli héruðum.
Á fundinum kom fram að norsk
stjórnvöld líta á fiskeldið sem at-
vinnugrein í fleiri en einum skiln-
ingi. Lögð er áhersla á að nýta þá
möguleika sem liggja í eldi ýmissa
tegunda í Noregi, svo sem lax-
fiska, skelfisks, krabbadýra, kola-
tegunda, þorsks og lúðu. En í við-
bót við það er reiknað með tölu-
verðum tekjum til þjóðarbúsins
frá útflutningi á tækni, það er að
segja fagiegri þekkingu og tækni-
legum búnaði til fiskeldis og þjón-
ustu.
í allri umræðu um fiskeldi í
Noregi ríkir mikil bjartsýni og
kannski ekki að ástæðulausu. Þótt
ýmsir erfiðleikar hafi vissulega
gert vart við sig, sjúkdómar og
áföll af völdum veðra og lélegs
búnaðar, hefur norskt fiskeldi
gengið vel undanfarin ár. Flestir
hafa getað sýnt fram á dágóðan
hagnað og þar af leiðandi haft
getu til að bæta og endurnýja bún-
að sinn með nýfjárfestingum.
Reiknað er með að innan fárra
áratuga hafi norskt fiskeldi skap-
að tugþúsundir nýrra atvinnutæk-
ifæra. Þess má einnig geta að
Nidarhöllin í Þrándheimi hýsti aðalhluta sýningarinnar en umfang hennar var þó svo mikið að þrír skálar og útisvæði
var undirlagt auk hallarinnar.
Sýnendur voru frá ellefu lönd-
um og þeirra á meðal nokkur ís-
lensk fyrirtæki, sem kynntu sig og
sína framleiðslu í gegnum norska
umboðsaðila sína. Má þar nefna
ístess hf., nýstofnað eyfirskt
fyrirtæki sem selur og í náinni
framtíð framleiðir fóður til fisk-
eldis. Marel hf. í Reykjavík kynnti
tölvuvogir og hugbúnað og Póllinn
hf. á ísafirði (og í Kópavogi) sýndi
sínar vogir og tölvukerfi. Að öðr-
um ólöstuðum vakti útstilling
Pólsins óskipta athygli, enda til
þess fallin að kveikja forvitni
áhorfenda. Ein af vogunum var á
kafi í vatni ofan í fiskabúri, ásamt
nokkrum gullfiskum og á henni
nokkur lóð. Á hlið búrsins var
letrað á norsku „Okkar vog þolir
vatn“ og Magni Veturliðason sagði
undirrituðum að augu margra
stækkuðu þegar sýnt væri fram á
að vogin virkar ofan í vatni.
Fiskimálastjórn norska ríkisins
sýndi tvö lítil lúðuseiði, 5—6 senti-
metra löng. Þau eru merkileg fyrir
að vera einu lúðurnar í heiminum
sem tekist hefur að klekja og ala
af mönnum. Vísindamenn í Auste-
voll-rannsóknarstöðinni eiga heið-
urinn af því afreki, sem þykir
tímamótaverk.
Líklega hefur norska fyrirtækið
NORATEC a/s boðið upp á
stærstu fjárfestinguna. Fyrir
11—13 milljónir Bandaríkjadoll-
ara selur fyrirtækið fullbúna
framleiðslustöð fyrir regnbogasil-
ung og lax ef vill. Á sýningunni
fiskeridirektoratet
=iskeridirektoratet
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Thor
Listau, bauð gesti og sýnendur vel-
komna.
Fiskimálastjórn Noregs fræddi um starfsssemi sína og sýndi meðal annars lúðuseiðin tvö. Þau eru í búrinu sem
stendur fyrir miðjum básnum.
Háskólinn í Tromsö kynnti nám og rannsóknir. Sérstaklega var auglýst eftir kvenfólki í stúdentahópinn, en konur þykja of fáar í sjávarútveginum.
norskur eldislax er nú seldur til
hátt í 30 landa víðsvegar um heim,
meðal annars til Bretlands,
Frakklands, Bandaríkjanna, Jap-
ans, Kanada, Hong Kong og Sviss.
Ef vikið er að sýningunni sjálfri
er vonlaust verk að gera grein
fyrir öllu því sem þar gat að líta.
Hér skal aðeins stiklað á stóru og
minnst á einstök forvitnileg atriði
að mati undirritaðs og reynt að
gefa mynd af fjölbreytninni.
Á sýningarsvæðinu mátti sjá
alls kyns tækjabúnað til fiski-
ræktar, allt frá smæstu einingum,
eins og pakkningum i vatnsrör til
lyftara, báta, bryggja og löndun-
arkrana. Fyrirtækin sem sýndu
vörur sínar voru allt frá sérhæfð-
um plaströraframleiðendum til
þess að geta boðið upp á „pakka"
með tilbúinni fiskeldisstöð með
6000 tonna árlegri framleiðslu-
getu, auk aðstoðar við fjármögnun
og gangsetningu.
Það voru ekki bara framleiðend-
ur tækjabúnaðar og rekstrarvara
til fiskeldis sem buðu afurðir sín-
ar á sýningunni. Tryggingafélög,
fjárfestingafélög og sjóðir, dag-
blöð, skólar, rannsóknarstofnanir,
ráðgjafar-, flutnings- og sölufyrir-
tæki kynntu og buðu þjónustu sína
í ræðu og riti. Bæklingafjöldinn
var marglitur og mikill að vöxtum
og það er meira en liklegt að
margir gestanna hafi mátt borga
drjúgan skilding í yfirvigt á heim-
leiðinni.
var módel af stöðinni, sem hefur
3000 tonna árlega framleiðslugetu,
meiri ef óskað er. Stöðin er hönn-
uð sem fljótandi eining, eins konar
tankskip sem dregið er á útvalinn
stað og lagt þar við festar og fjög-
ur akkeri eða land og tvö akkeri.
Stærðin er rúmlega 100 metrar á
lengdina, 40 á breiddina, heildar-
hæð er 12 metrar og djúpristan 8
metrar. Um borð eiga að vera fjór-
ar framleiðslulínur með samtals
16 tönkum. Klakstöð, rannsókna-