Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 21

Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 21 Fylkisstjórn British Columbia í Kanada kynnti aðstæður til fískiræktar í fylkinu og auglýsti eftir fyrirtækjum og einstaklingum sem vildu fjárfesta. og eftirlitsstofa, fóðureldhús, birgðageymslur og starfsmanna- aðstaða eru staðsett í húsi sem byggt er ofan á stöðina. Undir tönkunum eru dælu- og leiðslu- kerfi sem sjá um hringrás sjávar og hreinsun. Öll er stöðin tækni- vædd til hins ýtrasta og á að standast ströngustu kröfur til styrkleika, hagkvæmni og öryggis. Fyrsta stöðin verður að líkindum fullbúin á næsta ári og verður fróðlegt að sjá hvernig reksturinn gengur. Þess má geta að í útreikn- ingum frá framleiðanda er gert ráð fyrir hagnaði strax á öðru ári, miðað við afurðaverð 2.75$ á kíló. Af öðru áberandi og athyglis- verðu má nefna að fjölmargir sýndu alls kyns gerðir og stærðir af flotbúrum og bryggjum, hring- laga, ferhyrningar, sex- og átt- hyrningar. Stærsta flotbúrið var örugglega Bridgestone-búrið, jap- önsk framleiðsla hönnuð með það fyrir augum að þola opið haf og þau veður sem þar eru. Búrið sem er sexhyrnt var fyrst prófað i Jap- an árið 1980 og eftir tveggja ára prófanir, þar á meðal i fellibyl og sjógangi upp í 7 metra ölduhæð, var það sett í framleiðslu. Nú hafa verið seld búr af þessari gerð til Sovétríkjanna, Bretlands, Kan- ada, Noregs, íslands og Færeyja. Búrið var ekki sýnt í heilu lagi á sýningunni, aðeins bútur úr einni einingu. Það er kannski auðskilið þegar á það er litið að í einu búri eru 6 einingar 10—16 metra lang- ar hver um sig. Bara flatarmálið á slíku búri er 665 fermetrar. Áberandi margir sýndu mis- munandi mikið sjálfvirk og tölvu- vædd fóðurblöndunar- og gjafar- kerfi. Slíkt sparar mikla vinnu og eykur hagkvæmni, hægt er að jafna fóðrunina, fóðra oftar og minna og á þann hátt forðast botnfall og mengun sem því fylgir. Aukin yfirsýn yfir ástandið al- mennt, fóðursamsetningu og fóðr- un, vöxt og svo framvegis telst þessum kerfum til tekna, þótt aldrei sé hægt að skipta á neinu tölvukerfi, hversu fullkomið sem það er, og manninum sem lítur eftir og er í daglegri snertingu við allt það sem er að gerast. Einnig er vert að undirstrika þá stað- reynd að hagkvæmni þessara tölvustýrðu kerfa er að öllu leyti undir því komin að þau séu rétt nýtt af kunnáttufólki. Það var ekki bara lax, sem var í kerjunum á sýningunni. Auk hans gat að líta lúðuseiði, sem áður er getið, sandhverfa, krabbi, humar, áll og þorskur voru einnig sýnd sem mögulegar eldistegundir. Það er við hæfi að ljúka þessu skrifi með því að minna á íslensku fiskeldissýninguna sem verður haldin 18.—22. september í Laug- ardalshöll, þótt kannski sé það óþarft, eins og áhugi virðist vera almennur á fiskeldi í landinu, um þessar mundir. Höíundur er nemandi í sjárarút- regsfræðum rið háskólann í Tromsö, Noregi. IKeraste-línuna frá L’Oreal. Vinnum einungis úr úrvals efnum. Qpið fimmtudag til kl. 8. Hárgreiðslustofan Lokkablik, áður Hárgreiöslustofa Lollu, Miklubraut 68, Sími 21375. Dollý Grétarsdóttir hárgreiðslumeistari. Super- svefnbekk- urinn stillanlegt höfuðlag og rúmfata- geymsla. Kr. 11.630.- HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI in!nu HOSGÖGN SEM HENTA ÖLLUM 2ja sæta sóf i sem breyta má í rúm meö einu hand- taki. Kr. 13.700.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.