Morgunblaðið - 04.09.1985, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
Sri Lanka:
Sjö lögreglu-
menn felldir
('olombo, Sri I>anka, 3. september. AP.
TVEIMUR fyrrverandi þingmönnum Sri 'Lanka-þings var í gær rænt frá
heimilum sínum í borginni Jaffna í norðurhluta landsins og þeir síðan myrtir,
að því er stjórnvöld í Colombo sögðu í dag, þriðjudag. Sögðu þau tamflska
aðskilnaðarsinna hafa verið þar að verki.
Tveggja annarra stjórnmála-
manna er saknað, og er óttast, að
þeir hafi hlotið sömu örlög.
Talsmaður aðskilnaðarsinna
kvað samtökin engan þátt eiga í
morðunum eða mannránunum.
„Þetta er blekkingaráróður stjórn-
valda í Colombo," sagði hann.
í gærkvöldi gerðu tamílskir
skæruliðar árás á lögreglustöð í
austurhluta landsins og beittu
sprengjuvörpum. Sjö lögreglu-
menn létu lífið og átta særðust, að
sögn embættismanna í Colombo.
Stöðin var jöfnuð við jörðu.
Yfirvöld telja, að þarna hafi
einnig verið að verki skæruliða-
hópur aðskilnaðarsinna, sem and-
vígir séu áframhaldandi friðarvið-
ræðum.
Kambódía:
Pol Pot lætur
af herstjórn
Pekinff, 2. september. AP.
POL POT hefur látið af embætti yf-
irstjórnanda skæruliðahreyfingar
rauðra khmera í Kambódíu, að því
er sendiráð kambódísku andspyrnu-
hreyfingarinnar í Peking tilkynnti í
dag, mánudag.
„The
Mirror"
kemur
út á ný
Sendifulltrúar erlendra ríkja
töldu, að breyting þessi gæti orðið
til að auka líkur á friðarsamning-
um í landinu, en þar hafa nú geis-
að blóðug innanlandsátök í sex ár.
Pol Pot lét af embætti 24. ágúst
sl., en dvelst áfram í Kambódíu,
þar sem hann mun veita forstöðu
skóla fyrir liðsforingja og stjórn-
endur rauðra khmera.
Við yfirherstjórn rauðra
khmera tekur Son Sen herráðsfor-
ingi. Hann verður einnig varafor-
seti Lýðræðisflokks Kambódíu, en
forseti hans er Khieu Samphan,
pólitískur leiðtogi hreyfingarinn-
ar.
í stjórnartíð Pol Pots í Kambód-
íu 1975—78 voru hundruð þúsunda
óbreyttra borgara tekin af lífi.
Mótmælaganga stöðvuð
AP/Símamynd
Lögregla rædst að hópi manna í þorpinu Athlone, nærri Höfðaborg, fyrir viku. Fólkið var á leið til Pollsmoor-
fangelsisins þar sem Nelson Mandela er í haldi. Mótmælagangan var leyst upp af lögreglu, sem notaði kylfur,
gúmmíkúlur og táragas.
Grænland:
Lögreglumaður lézt
eftir skotbardaga
Nuuk, 2. september. Frá fréttariUra
Morgunblaðsins, N. J. Bruun.
GRÆNLENZKUR lögreglumaður
lézt á sunnudag af völdum skotsára,
sem hann hlaut á laugardagskvöld í
skotbardaga við þjóf einn í höfninni
í Fredrikshaab. Annar lögreglumað-
ur særðist illa en þó ekki lífshættu-
lega.
Lögreglumennirnir tveir voru í
eftirlitsferð í grennd við lystibát í
höfninni, er þeir urðu varir við
mannaferðir um borð í bátnum.
Þegar þeir hugðust kanna málið
betur, kom maður á móti þeim,
miðaði á þá riffli og neyddi þá til
að fara aftur inn í lögreglubílinn,
sem hann læsti síðan. Er lögreglu-
mennirnir reyndu að komast út,
kom til skotbardaga milli hans og
þeirra. Fékk annar þeirra byssu-
kúlu í magann og lézt svo á sunnu-
dag.
Hinn lögreglumaðurinn varð
fyrir glerbrotum, er bílrúðurnar
brotnuðu af völdum skothríðar frá
byssumanninum. Hlaut lögreglu-
maðurinn slæm sár í andliti og er
talin hætta á, að hann missi sjón á
öðru auga. Hann náði samt að
hæfa árásarmanninn þremur
skotum. Er árásarmaðurinn mikið
særður, en er þó ekki í lífshættu.
The Mirror, næststærsta
dagblað í Bretlandi, kom á ný út
í gær, mánudag, eftir að sam-
komulag náðist við prentara í
deilu, sem staðið hafði í 11 daga.
Hótuðu prentarar að loka öllum
blöðum Mirror-útgáfunnar.
Deilan hófst, er Robert
Maxwell útgefandi tilkynnti,
að hann hefði í hyggju að færa
hluta útgáfunnar frá aðal-
stöðvum Mirror nærri Fleet
Street til prentsmiðju í Berm-
ondsey í sparnaðarskyni.
Á sunnudag tókst að ná sam-
komulagi í deilunni eftir lang-
ar fundasetur og sagði Max-
well við fréttamenn, að sá hluti
útgáfunnar, sem deilunum olli,
yrði seldur.
Astralskur
dómarí dæmd-
ur til fangels-
isvistar
Sjdaey, Áxtralíu, 3. wptember. AP.
í DAG VAR þriðji æðsti dómari
Ástralíu dæmdur til 18 mánaða fang-
elsisvistar fyrir að hafa reynt að hafa
áhrif á meðdómara sinn í málaferl-
um.
Embættismaðurinn, Lionel
Murphy hæstaréttardómari, sem
er 62 ára að aldri og fyrrverandi
lögfræðilegur ráðunautur ríkisins,
er fyrsti ástralski hæstaréttar-
dómarinn, sem leiddur er fyrir
rétt í sakamáli. Hann neitar sak-
argiftum.
Murphy var ákærður 5. júlí sl.,
en þegar rétti var slitið í dag,
þriðjudag, hélt hann enn fram
sakleysi sínu og kvaðst „sannfærð-
ur um að ég verð hreinsaður af
áburðinum". Dóminum hefur ver-
ið áfrýjað.
Viðtal við Gorbachev í Time:
Ásakar Bandaríkjamenn
lítinn samningsvilja
New York, 1. september. AP. ^
MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, telur að Bandaríkja-
stjóm eigi eftir að taka harða afstöðu í viðræðunum í Genf í nóvember og
Sovétmenn þurfi að gera ýmsar tilslakanir, ef árangur á að nást. Þetta
kemur fram í viðtali sem tímaritið Time átti við Gorbachev á sunnudag.
Gorbachev segir í viðtalinu að
helst líti út fyrir að Bandaríkja-
menn séu að búa sig undir
„glímukeppni stórveldanna" og
þeim sé efst í huga að koma
„góðu höggi á andstæðinginn og
vinna stig í rimmunni".
Viðtalið var tekið þannig að
Gorbachev svaraði aðsendum
spurningum og ræddi við frétta-
stjóra Time á skrifstofu sinni í
Kreml.
Gorbachev segir að geimvarn-
aráætlun Bandaríkjamanna sé
afvopnunarviðræðum óyfirstíg-
anleg hindrun og ekki verði kom-
ist að neinu samkomlagi um af-
vopnun, nema Bandaríkjamenn
falli frá þeim.
Síðar í viðtalinu segir hann
aftur á móti að Guð almáttugur
hafi örugglega gefið manninum
næga skynsemi til að finna leiðir
til bóta á sambúð stórveldanna
tveggja.
Sovétleiðtoginn lýsir yfir
áhyggjum sínum yfir nýlegum
ákvörðunum Bandaríkjastjórnar
og nefnir að þeir hafi hafnað til-
lögu Sovétmanna um bann á
kjarnorkuvopnatilraunum, þeir
kvarti sífellt undan því að Sov-
étmenn virði ekki almenn
mannréttindi og virðist stað-
ráðnir í að halda áfram
geimvarnarannsóknum sínum.
„Reynt er að þrengja að okkur.
Eins og svo oft áður erum við
ásakaðir um að stuðla að vopna-
kapphlaupinu, valdníðslu í Mið-
austurlöndum, mannréttinda-
brotum og jafnvel íhlutunum í
Suður-Afríku,“ segir Gorbachev
og heldur áfram:
„Þetta er ekki stjórnarstefna
[hjá Bandaríkjamönnum] heldur
glórulaus leit að öflum hins illa.“
Gorbachev segist reiðubúinn
að setjast við samningaborðið í
Genf 19. og 20. nóvember og
ræða af alvöru við Reagan,
Bandaríkjaforseta, og það sé
ekki of seint fyrir Bandaríkja-
menn að létta lævi blandið and-
rúmsloftið fyrir fundinn.
Reagan hefur lýst því yfir að
geimvarnaáætlunin sé aðeins á
rannsóknarstigi og hann hafi
ekki skuldbundið sig til að
hrinda henni í framkvæmd. En
Gorbachev lítur ekki á geim-
varnaáætlunina sem rannsókn-
arverkefni eingöngu og segir að
Sovétmenn muni ekki sofa á
verðinum, heldur finna viðeig-
andi mótleik.
Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov-
étrfkjanna.
Hann segir að Sovétmenn séu
aðeins reiðubúnir til að fyrir-
byggja vopnakapphlaup f geimn-
um, en ekki til að semja um
hvernig skuli vopnast í geimn-
um.
Viðbrögð bandarískra ráða-
manna við yfirlýsingum Gorb-
achevs í Time einkenndust af
varkárni. Talsmaður utanrfkis-
ráðuneytisins, Pete Martinez,
sagði á sunnudag, að Banda-
ríkjamenn vonuðust til að sam-
band stórveldanna yrði betra
eftir viðræðurnar í Genf. En
hann sagði að þeir gerðu sér eng-
ar gyllivonir, það tæki tíma að
leysa úr ágreiningsmálum og
báðir aðiljar þyrftu að sýna þol-
inmæði og ákveðni.
Martinez skýrði frá því, að
mikilvægi viðræðnanna í nóv-
ember kæmi ekki í veg fyrir að
Bandaríkjamenn ræddu deilu-
mál sín við Sovétmenn af hrein-
skilni, frekar en Sovétmenn
bæru klæði á vopnin í ummælum
sínum.
Reagan talaði síðast um leið-
togafundinn i viðtali 24. ágúst,
þar sem hann sagðist mundu
gera sitt besta til að sýna fram á
að Bandaríkjamenn vildu ekki
grfpa til fjandsamlegra aðgerða
gegn Sovétmönnum. En hann
sagðist hafa fulla ástæðu til að
ætla að Sovétmenn kæmu til við-
ræðnanna af óvinveittum hug.
í viðtalinu við Time ræðir
Gorbachev einnig um sovésk
efnahagsmál. Segist hann stað-
ráðinn í að bæta efnahag þjóðar-
innar með aukinni miðstýringu
og „lögmálum lýðræðisins í
stjórn efnahagsmála" með því að
auka sjálfsvald framleiðenda.
Kvaðst Gorbachev ætla að ýta
undir einstaklingsframtakið og
því þyrftu íbúar Sovétrfkjanna
að breyta vinnuháttum sínum.
Hann sagði að meginmarkmið
sitt væri að bæta lífskjör þjóðar-
innar.