Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
ftttfgmilrlfifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
aistræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakiö.
Helsjúkt
eða heilbrigt?
Fréttir um nauðungar-
uppboð á togurum og
greiðslustöðvanir og gjald-
þrot hjá fyrirtækjum eru
tíðar um þessar mundir.
Nokkur landskunn fyrir-
tæki hafa leitað skjóls í
greiðslustöðvun lögum skv.
að undanförnu. Gjaldþrot
blasa við öðrum og í gær
voru tveir togarar til við-
bótar á nauðungaruppboði.
Kunnugt er um alvarlega
rekstrarerfiðleika margra
fyrirtækja.
Líta má á þesi tíðindi út
frá mismunandi sjónarmið-
um. Sumir kunna að segja
sem svo, að þetta sé þróun,
sem ekki beri að harma,
heldur vísbending um, að
efnahagslíf okkar sé að
verða heilbrigðara. Við eðli-
leg skilyrði komi í ljós,
hvaða fyrirtæki hafi verið
illa rekin og þau hljóti að
lenda í rekstrarstöðvun og
jafnvel gjaldþroti. Þess
vegna sé þetta til marks um
kraftmikið efnahagslíf, sem
hreinsi út fyrirtæki og at-
vinnugreinar, sem ekki
standi sig.
Aðrar telja, að tíð gjald-
þrot og nauðungaruppboð á
eignum séu til marks um-
efnahagslíf á hraðri niður-
leið. Erfið rekstrarskilyrði
atvinnuveganna valdi því,
að jafnvel fyrirtæki, sem
alltaf hafi verið vel rekin
og hafi ekki fjárfest um of
séu komin á kné og í þrot.
Þessi þróun eigi ekkert
skylt við heilbrigt efna-
hagslíf heldur helsjúkt.
Sjálfsagt er skýringin
einhvers staðar á milli
þessara tveggja ólíku sjón-
armiða. Auðvitað er mikið
af atvinnufyrirtækjum,
sem eru illa rekin. Það væri
til marks um sjúkt efna-
hagskerfi, ef mikil áherzla
væri lögð á að halda þeim
gangandi. Á hinn bóginn er
ljóst, að eignir fjölmargra
traustra fyrirtækja brenna
upp með ótrúlegum hraða
sérstaklega í sjávarútvegi
vegna þess, að rekstrarskil-
yrði þeirrar atvinnugreinar
eru óbærileg með öllu.
Við lifum á tímum mikill-
ar breytinga í atvinnulíf-
inu. Hefðbundnar atvinnu-
greinar á borð við land-
búnað eru á undanhaldi.
Með vissum hætti má segja,
að barátta landbúnaðar-
samtakanna beinist að því,
að það undanhald verði
skipulagt. Það tjón, sem
bændur verði fyrir, verði
sem minnst um leið og þeir
söðla um og leggja vaxandi
áherzlu á nýjar búgreinar.
Það er rangt að líta á slík
umskipti í atvinnulífinu
sem neikvæð. Hvarvetna í
hinum vestræna heimi hafa
gamlar atvinnugreinar liðið
undir lok og komizt í hend-
ur nýrra þjóða, sem hafa
betri aðstöðu til að stunda
þær með árangursríkum
hætti.
Þessi þróun hefur orðið
viðar en í landbúnaði. Hún
hefur t.d. orðið í verzluninni
á höfuðborgarsvæðinu. Þar
hefur orðið gjörbylting.
Kaupmaðurinn á horninu
og smáheildsalinn hafa
horfið að mestu og við tekið
kjörbúðir og stórmarkaðir.
Það hefur lítið heyrzt í því
fólki, sem hefur orðið fyrir
búsifjum af þeim sökum.
Kannski er það fyrst og
fremst til marks um mátt
bændasamtakanna og póli-
tískan styrk þeirra, að at-
hyglin hefur beinzt meira
að þessum umskiptum í
landbúnaði en verzlun.
í öðrum löndum, sem
hafa k'ynnzt breytingum af
þessu tagi hefur mikil
áherzla verið lögð á að nýj-
ar atvinnugreinar komi í
stað þeirra, sem líða undir
lok. Hættan fyrir okkur
íslendinga er kannski fyrst
og fremst fólgin í því, að
það fer ekki nógu mikið
fyrir slíkum nýjungum í
okkar atvinnulífi á sama
tíma og gömlu fyrirtækin
líða undir lok. Vera má að
þessi endurnýjun sé á ferð-
inni, þótt menn verði henn-
ar ekki varir að ráði. En ef
svo er ekki, eru nauðungar-
uppboðin og gjaldþrotin
fremur til marks um hel-
sjúkt efnahagslíf en heil-
brigt.
Megum ekki verða fjá
lega háðir dvöl varnar
— sagði Geir H. Haarde í ræðu á þingi Sambands ungra sjál
„Eitt af því sem komið hefur
verið til leiðar í tíð þessarar ríkis-
stjórnar og ég veit að er ungu fólki
mikið hjartans mál eru nýju út-
varpslögin. Með þeim var brotið
blað í sögu fjölmiðlunar á íslandi
þótt á framkvæmdina eigi að sjálf-
sögðu enn eftir að reyna. Allt
frumkvæði í þessu máli, innan
þings og utan, var í höndum sjálf-
stæðismanna. Og það tókst að
koma málinu í gegn þrátt fyrir
harða andstöðu afturhaldsaflanna
í landinu og undanbrögð Fram-
sóknar. Eftir því munu hinir ungu
kjósendur að sjálfsögðu muna.
En það eru fleiri mál, sem sér-
staklega snúa að yngra fólkinu,
sem verður að koma í framkvæmd.
í drögum að stjórnmálaályktun
þingsins er lagt til að skyldusparn-
aður ungmenna verði afnuminn.
Þetta fyrirbæri er löngu úrelt
orðið, framkvæmdin er götótt og
alþekkt hvernig farið er í kringum
reglurnar. Að auki skilar skyldu-
sparnaðurinn litlu sem engu nú
orðið til húsnæðismálanna, eins
og þó var meiningin. Meginatriðið
varðandi þetta er þó kannski það,
að það er rangt að hafa vit fyrir
ungu fólki með þessum hætti. Það
er röng stefna að gera fólki skylt
að spara með þessum hætti, þegar
það er að byrja að vinna fyrir sér.
Það er miklu nær að gera fólki
ljóst að gildi hins frjálsa sparnað-
ar og hinir nýju húsnæðissparnað-
arreikningar eru mun aðgengilegri
kostur fyrir ungt fólk, sem vill
spara til að leggja í húsnæði, held-
ur en iögþvingaður skyldusparnað-
ur.
En varðandi húsnæðismálin
almennt, sem eru sígilt hagsmuna-
mál hinna yngri borgara, vildi ég
segja að þar þurfa vissulega að
koma til umbætur í anda þeirra
samþykkta sem sjálfstæðismenn
hafa látið frá sér fara. Meginatriði
þess máls eru tvö. Hið fyrra er að
þeir, sem byggja eða kaupa í fyrsta
sinn, hafi forgang. Hið síðara er
að jöfnuð verði aðstaða þeirra sem
kaupa notað húsnæði og hinna sem
byggja nýtt. Ég fer ekki nánar út
í þessi mál hér. Ég vil þó segja
vegna nokkurra umræðna í þjóð-
félaginu um svokallaðar búsetu-
réttaríbúðir, að slíkar íbúðir eiga
að sjálfsögðu fullan rétt á sér fyrir
þá, sem kjósa sér slíkt sambýlis-
form. Ef fólk vill frekar búa í leigu-
húsnæði með búseturéttarskipu-
Hér fer á eftir kafli úr
setningarræðu Geirs H.
Haarde, fráfarandi for-
manns SUS, á þingi
Sambands ungra sjálf-
stæðismanna um síðustu
helgi:
lagi en leigja hjá öðrum eða eiga
sitt eigið húsnæði, þá er það auð-
vitað sjálfsagt og ekkert við það
að athuga. En það er heilmikið við
það að athuga, að slíkum leigu-
íbúðum séu veitt forréttindi innan
hins opinbera húsnæðislánakerfis
og njóti sérstakra vildarkjara á
því takmarkaða lánsfé sem til ráð-
stöfunar er til húsnæðismála.
Þessu höfum við sjálfstæðismenn
barist gegn og munum gera áfram.
Ég má svo til með að nefna hér,
að við viljum ekki láta bjóða okkur
lengur þá endaleysu, sem hér hefur
viðgengist varðandi áfengan bjór.
Foreldrar okkar 1
fram og við þurfu
VILHJÁLMUR Egilsson hagfræd-
ingur var kjörinn formaöur Sam-
bands ungra sjálfstæöismanna á
þingi sambandsins sem lauk síðast-
liðinn sunnudag. Hér á eftir er birt
ræða hans sem hann flutti eftir að
hann tók við embættinu:
Félagar og vinir
Ég þakka ykkur það traust og
þann heiður sem þið sýnið mér
með því að kjósa mig formann,
Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna. Ég mun gera mitt besta
til þess að vera trausts ykkar
verður. Ég vil þakka fráfarandi
formanni, Geir H. Haarde, giftu-
rík störf hans i þágu sambandsins
og vænti þess og raunar veit að til
hans munu ungir sjálfstæðismenn
jafnan geta sótt liðveislu. Ég óska
honum heilla í öllu hans framtíð-
arstarfi.
Við ungir sjálfstæðismenn höf-
um verk að vinna, og við höfum
miklum skyldum að gegna við þá
kynslóð sem nú er að hasla sér völl
í þjóðlífinu. Við ungir sjálfstæð-
ismenn erum öflugusta stjórn-
málahreyfing þessarar kynslóðar.
Það er skylda okkar að hafa for-
ystu í baráttunni fyirr því að
skapa á íslandi það þjóðfélag sem
gerir okkar kynslóð kleift að njóta
síh og að búa í haginn fyrir þeirri
næstu. Það er skylda okkar að
berjast fyrir því að Island verði
land frelsisins, land tækifæranna
og land velferðarinnar.
Erlendar lántökur
hneppa ungt fólk í fjötra
ísland er land möguleikanna, og
kynslóð okkar þarf að fá tækifæri
til þess að nýta möguleikana sem
landið býður uppá. Möguleikarnir
eru alls staðar, í náttúrunni sem
skaparinn hefur gefið okkur og
hjá okkur sjálfum. Við eigum mik-
inn auð, bæði í náttúruauðlindun-
um og fjárfestingunum en ekki
síst í þeim mannauö sem felst í
hæfileikum og menntun kynslóðar
okkar. Það sem háir okkur er að
möguleikarnir hafa ekki verið
nýttir. Kunningjaþjóðfélagið hef-
ur verið aðalsmerki íslensks þjóð-
lífs, og illa hefur verið hugsað um
að notfæra sér þá möguleika sem
felast í náttúrugæðunum og í
okkur sjálfum. Fjárfestingarnar
hafa oft á tíðum ekki skilað nein-
um arði heldur aðeins kostnaði
þar sem við þurfum að skattleggja
hvert annað til þess að borga
okkur kaup. Við búum við velferð-
arkerfi sem getur ekki enst okkur
vegna þess að fjárhagslegar og
siðferðislegar undirstöður þess
eru of veikar. Skattheimtan er
alltof mikil og í ýmsum tilfellum
borgar sig fyrir fullfrískt fólk að
ákveða að verða hjálpar þurfi. Al-
varlegasta vandamál okkar er þó
það að foreldrar okkar, sú kynslóð
sen nú ræður mestu í landinu, lifir
um efni fram og safnar skuldum
sem kynslóð okkar þarf að greiða í
framtíðinni. Á þessu ári samsvara
viðbótarlántökurnar erlendis
meira en einni milljón króna fyrir
hvern þann úr kynslóð okkar sem
kemur nýr á vinnumarkaðinn.
Óbreytt stefna í þessum efnum
þýðir að hver sá sem kemur nýr
inn á vinnumarkaðinn úr okkar
kynslóð byrjar með eina milljón
króna í skuld og þarf að greiða
vexti og afborganir af henni með
verðmætasköpun sinni. Lántök-
urnar erlendis eru þannig á góðri
leið með að hneppa kynslóð okkar
í fjötra vegna þess að sífellt stærri
hluti af verðmætasköpun atvinnu-
lifsins fer til þess að greiða vexti
og afborganir af þessum lánum.
Mikilvægasta verkefni okkar
ungra sjálfstæðismanna fyrir
kynslóð okkar er að tryggja að
hún fái eitthvað annað í arf en
skatta og skuldir.
Ef okkur tekst ekki að brjótast
úr hringiðu hinna erlendu skulda,
þá glötum við efnahagslegu sjálf-
stæði okkar í hendur erlendra
lánadrottna, og þar með frelsinu.
Innstreymi af erlendu lánsfé
skapar misvægi milli atvinnu-
greinanna. Það skapar tekjur
beint og óbeint í ýmsum greinum
framkvæmda, verslunar og þjón-
ustu, sem geta notað þessar tekjur
til þess að yfirbjóða útflutnings-
greinarnar í samkeppninni um
vinnyafl og fjármagn. Én einmitt í
útflutningsgreinunum, og þá sér-
staklega í sjávarútveginum, eru
tækifærin sem kynslóð okkar
verður að nýta til þess að gera
ísland að landi velferðarinnar.
Skuldasöfnunin erlendis er því
ekki einungis ógnun við frelsið,
hún sviptir okkur líka tækifærun-
um og velferðinni.
Skattheimtan eyðir
tækifærum
Skattheimtan í landinu dregur
úr vinnuvilja og verðmætasköpun.
Skattheimtan eyðir því fyrir
okkur tækifærunum jafnt sem
frelsinu til þess að velja og ráð-
stafa því sem við öflum. Alltof
lengi hefur sú skoðun verið út-
breidd að velferðin byggist á mik-
illi skattheimtu svipaðri og tíðk-
ast hér á landi ef ekki ennþá
meiri. Þessi skoðun byggist á mis-
skilningi. Á þessu þingi höfum við
ungir sjálfstæðismenn rætt um
hvernig samrýma megi aukna vel-
ferð og minni skattheimtu. Við
höfum rætt um að gagnkvæma að-
stoð við einstaklinga, fjölskyldna,
vina og nágranna verði að byggj-