Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
33
þóknun. I ríkisviðskiptabönkunum
er enginn formaður bankastjórn-
ar. Heildarlaun hinna almennu
bankastjóra eru samkvæmt þessu
um 96-97 þús. kr. á mánuði. Mán-
aðarlaun formanns bankastjórnar
Seðlabanka eru nokkru hærri, sbr.
framanritað. — Risna bankastjóra
er ákveðin árlega og er nú kr.
36.000 (í Búnaðarbanka 35 þús.
kr.). (Aðstoðarbankastjórar hafa í
laun 80% launa bankastjóra og
80% risnu bankastjóra).
III
Bifreiðamál bankastjóra ríkis-
bankanna munu á síðustu 30-40
árum og að nokkru raunar þegar
fyrir stríð hafa verið með sama
hætti og hjá ráðherrum, og var
þeim svo hagað um árabil fyrir
1970, að bankastjórunum var lögð
til bifreið af bönkunum, sem kost-
uðu einnig rekstur þeirra. Er lögin
um Stjórnarráð íslands, sem tóku
gildi 1. jan. 1970, voru sett, var í
reglugerð um Stjórnarráðið ákveð-
ið í verkefnaskiptingu ráðuneyt-
anna að um „bifreiðamál ríkisins"
skyldi fjallað í fjármálaráðuneyt-
inu, fjárlaga- og hagsýsludeild.
Þáverandi fjármálaráðherra, sem
hafði um þetta efni samráð við
fjárveitinganefnd Alþingis, mun
hafa talið þá skipan bifreiðamála
ráðherranna, sem tíðkast hafði,
vera ríkissjóði dýra. Setti hann því
í reglugerð um „bifreiðamál ríkis-
ins“ (nr. 6 30. jan. 1970) ákvæði
um bifreiðamál ráðherranna.
(Ætla verður að það hafi verið
gert í samráði við ríkisstjórnina
eða allavega forsætisráðherra,
sem málið heyrir að nokkru leyti
undir vegna meðferðar málefna
Stjórnarráðsins). í þeim reglum
var farið inn á þá braut, að ríkis-
bifreiðir skuli almennt auðkennd-
ar, ef þær eru á annað borð keyptar
og reknar og einkaafnot óheimil,
en tekið var upp sérstakt ákvæði
(auk hins almenna ákvæðis með
ofangreindu innihaldi) um að ráð-
herrar geti keypt sjálfir bifreiðar
og fengið eftirgefin aðflutnings-
gjöld af þeim, samkvæmt heimild
í tollskrárlögum (1. nr. 1 11. febr.
1970, 3. gr. 14. tölul.) er samþykkt
voru á sama alþingi og Stjórnar-
ráðslögin. Fjármálaráðherra rit-
aði 30. jan. 1970 bankaráðum ríkis-
bankanna (formlega réttar hefði
e.t.v. verið að viðskiptaráðherra
og landbúnaðarráðherra, sem
bankamálaráðherra og ráðherra
Búnaðarbankans, hefðu skrifað
bankaráðunum að ósk fjármála-
ráðherra). Var í því bréfi reglu-
gerðin kynnt, og frá því skýrt að
ríkisstjórnin hafi ákveðið að reglu-
gerðin skuli ná til allra stofnana
ríkisins og því lýst að þess sé
vænst, „að bankaráðin hlutist til
um“ að koma bifreiðamálum í það
horf sem samræmist ákvæðum
reglugerðarinnar. Eins og lýst er
annarstaðar í þessari greinargerð
er ekki Ijóst að ráðherra hafi beint
ákvörðunarvald um þetta efni,
samkvæmt bankalögunum, enda
má segja að orðavalið „ráðuneytið
væntir þess“ taki ekki beint af
skarið um það efni. Hinsvegar tóku
öll bankaráðin bendingarnar til
greina og breyttu reglunum í það
horf, að bankastjórarnir skyldu
kaupa og eiga bifreiðirnar en
bankarnir greiða af þeim aðflutn-
ingsgjöldin og greiða reksturs-
kostnað. Stóðu bankastjórarnir
þannig eftir sem áður í sömu stöðu
og ráðherrarnir. Verður að telja
að öllum stjórnvöldum, sem málið
gat varðað, hafi verið ljóst að sú
fylgni við kjör ráðherra um emb-
ættisbifreiðir var áfram fyrir
hendi. — Eftir að samþykkt hafði
verið í maí 1984 þingsályktun um
afnám bílakaupafríðinda embætt-
ismanna, var hugað að breytingum
á reglugerðinni frá 1970, þannig
að felldar yrðu niður reglur um
eftirgjöf aðflutningsgjalda fyrir
ráðherra. Var sú reglugerð, sem
sett var af fjármálaráðherra, birt
á sl. vori (reglug. nr. 190 30. apríl
1985)
Um og eftir sl. áramót höfðu
bankaráðin samþykkt að hverfa
frá greiðslu aðflutningsgjalda en
taka í þess stað upp „launaauka"
bankastjórunum til handa er gerði
þá jafnsetta og áður. Eins og áður
segir telur sá er þetta ritar það
ekki vera sitt hlutverk að gera
tillögur um kjarastöðu bankastjór-
anna í samanburði við ráðherra
eða aðra í einkarekstri eða annar-
staðar. Hinsvegar sé verkefnið að
meta það fyrirkomulag sem verið
hefur og hvernig eðlilegt sé að um
verði fjallað. Að þessu sögðu skal
þó tekið fram, að áratuga hefð um
fyrirkomulag og viðmiðun felur í
sér ærna viðurkenningu á því sem
gilt hefur um bifreiðamál banka-
■ stjóranna. Að öðru leyti er vísað
til þess sem áður er sagt og þess
sem nánar verður rakið í V hér á
eftir, um hvernig megi bæta úr
þeirri umfjöllun sem viðhöfð hefur
verið um töku ákvarðana um
kjaramál bankastjóranna, m.a. í
því skyni að þeir aðilar, sem um
geta þurft að fjalla, hafi aðstöðu
til að fylgjast með því sem í þessu
efni gerist.
IV
Frá upphafi hafa verið ákvæði í
lögum um ríkisbankana um heim-
ild til uppsagnar bankastjóranna.
í Landsbankalögunum 1885 var
uppsagnarfrestur hálft ár en í
Landsbankalögunum 1928 12 mán-
uðir en þó heimild til uppsagnar án
frests, með 6 mánaða biðlaunum.
I lögum um ríkisviðskiptabankana
1%1 (um Búnaðarbanka 1960) er
áfram ákvæði um 12 mánaða
uppsagnarfrest (gagnkvæman) en
án heimildarákvæðis um fyrir-
varalausa uppsögn án saka, með
biðlaunum. Skv. Seðlabankalögun-
um (frá 1961) skipar ráðherra
bankastjóra að fengnum tillögum
bankaráðs, en almenn heimild er
til uppsagnar með tilgreindum
ástæðum og rétti til biðlauna í 1-3
ár eftir ákvörðun ráðherra.
Ákvæði um eftirlaun eftir ákvörð-
un bankaráðs komu inn í Lands-
bankalögin 1928 með hámarki 50%
launa. I bankalögin 1961 komu inn
almenn ákvæði, án nánari af-
mörkunar, um að bankaráð ákveði
eftirlaun bankastjóra. Ekki hefur
ákvæðum um eftirlaun banka-
stjóra fylgt nein skylda til ið-
gjaldagreiðslu af þeirra hálfu.
Verður væntanlega, í upphafinu
allavega, að skoða það í samhengi
við starfskjör þeirra um uppsagn-
arheimildir. Hinsvegar sýnist
skipan eftirlaunamáia banka-
stjóra komin úr samræmi við þró-
un þeirra mála um alla aðra starfs-
menn ríkisins, þar með taldir
bankamenn almennt, sbr. einnig
ákvæði laga nr. 55 frá 1980, um
starfskjör launafólks og skyldu-
tryggingar lífeyrisréttinda. Sýnist
meir en tímabært að samræma
þetta fyrirkomulag almennum
löggjafarviðhorfum í dag, og getur
ef til vill verið þörf á vissri hlið-
sjón af lagareglum um lífeyri al-
þingismanna og ráðherra. Ekki
sýnist í fljótu bragði þörf á sér-
stakri lagasetningu í þessu sam-
bandi. Mundi væntanlega nægja
umfjöllun bankaráðanna, gjarnan
samræmd, og yrði að sjálfsögðu
að hafa hliðsjón af reglum áður-
greindra laga 55/1980. Reglur um
eftirlaun bankastjóranna eru
byggðar upp með lítillega breyti-
legum hætti, þótt svipað sé í höfuð-
atriðum. í Seðlabanka eru reglurn-
ar þær að 20% réttur fæst eftir
eins árs starf, síðan bætist við 5%
réttur fyrir hvert ár uns náð er
75% eftir 12 ár. Hlunnindi eru
metin til 15% launa til eftirlauna,
þannig að við bætist 4% eftir eitt
ár en síðan bætist við 1% hvert
ár, þannig að fullum eftirlauna-
rétti 90% (bankaráðsþóknun er
reiknuð með launum til lífeyris
hjá öllum bönkunum) er náð eftir
12 ára starf sem bankastjóri. Hjá
Landsbanka og Búnaðarbanka
vinnst fullur eftirlaunaréttur 90%
á 15 árum, þannig að fyrsta árið
fást 20%, en síðan 5% á ári í 14
ár. Útvegsbanki hefur sérstöðu í
því efni, að eftirlaunaréttindi geta
náð 100% launa (með bankaráðs-
þóknun) en eftir 25 ár, þannig að
7% fást á ári í 10 ár en síðan 2%
á ári í 15 ár. Ekki þykir ástæða
til að rekja nánar reglur um gildis-
töku eftirlaunaréttar.
V
Allt frá setningu Landsbanka-
laganna 1928 hefur það verið
undirstrikað með beinu ákvæði í
viðkomandi lögum um hvern ríkis-
banka, að bankinn sé sjálfstæð
stofnun, en síðan greint frá verk-
skiptingu bankastjóra, bankaráðs
og ráðherra. Það er nokkuð ljóst
af þessu, að á undanförnum ára-
tugum hafa menn gert sér grein
fyrir að vissar hættur fylgja því
að höfuðbankar landsins eru ríkis-
bankar sem, ef ekki er að gáð,
getur leitt til óæskilegra afskipta
ríkisvaldsins af hinni almennu
viðskiptastarfsemi, en jafnframt
ljóst, að þar sem bankarnir eru
reknir á ábyrgð ríkisins verður
ekki undan því vikist, að af hálfu
ríkisvaldsins sé haft nokkuð náið
eftirlit með fjármunameðferð
þeirra. Sú leið sem löggjafinn
hefur valið, með skipan bankaráð-
anna, sýnist hyggileg leið til að
hinu almenna „pólitíska" eftirliti
verði komið við, án þess að það
hvíli um of á hinu æðsta fram-
kvæmdavaldi (þ.e. ríkisstjórn),
sem gaéti verið óæskilegt fyrir
báða aðila. Minna má einnig á í
þessu sambandi, að bankaeftirlit-
ið, sem starfar samkvæmt lögun-
um um Seðlabankann sem sérstök
starfsemi innan hans, gegnir
veigamiklu hlutyerki gagnvart öll-
um innlánsstofnunum varðandi
bankalega starfsemi þeirra og þar
með bókhalds- og reikningsleg
vinnubrögð. Eins og vikið var að í
lok I hér að framan, verður að
ætla að vald ráðherra til að fylgj-
ast með og gefa ábendingar í
sambandi við framkvæmd á
starfsreglum muni eðli máls sam-
kvæmt vera meira en beint er
orðað, sbr. Einnig um meðferð
bifreiðamála í III hér á undan. Er
í því sambandi minnt á, að það er
hlutverk ráðherra að setja al-
mennar reglugerðir um starfsemi
ríkisbanka (og staðfesta sam-
þykktir hlutafélagabanka). Þess
má geta hér að nokkuð óskýrt hafa
verið sett fram ákvæði í hinum
nýsettu lögum um viðskiptabanka
um að ráðherra setji ríkisbönkun-
um starfsreglugerð. Ákvæðið er
eftir orðanna hljóðan eingöngu um
setningu upphaflegrar reglugerðar
innan árs frá gildistöku laganna.
Sjálfgefið er að túlka verður
ákvæðið almennt þannig að það
sé almennt hlutverk ráðherra að
setja bönkunum slíka reglugerð,
en að hún skuli að þessu sinni sett
innan árs frá gildistöku laganna.
Sú umræða sem á liðnum vetri
og vori (og að vísu einnig áður)
hefur orðið um launa- og starfs-
kjör bankastjóra ríkisbankanna,
hefur leitt til ýmissa hugleiðinga
um
a) það hvort heppilegt sé að
ákvörðunarvald um það efni sé í
hendi bankaráðanna eða hvort
heppilegri meðferð þeirra mála
væri
b) að kjaradómi verði falið með
einhverjum hætti meðferð þess
ákvörðunarvalds, með lagasetn-
ingu, eða
c) hvort einhver önnur úrræði
gætu orðið til þess að tryggja, að
meðferð þessara mála fengi skipu-
legri umfjöllun.
Áður en þær þrjár leiðir sem
hér er bent á verða ræddar þykir
rétt að víkja að því, að þá „póli-
tísku“ umræðu, sem orðið hefur
um þetta málefni hlýtur sá er þetta
ritar að leiða hjá sér, en jafnframt
er vakin athygli á því að allri
umræðu um tekjuskiptingu í þjóð-
félaginu hættir til að fara úr
böndum, þannig að hætt sé við að
fari úr einum öfgum í aðrar. Aftur
á móti þarf ekki að koma á óvart
þótt á hinn bóginn verði vart á
þessum vettvangi kjarasjónarmiða
einkarekstrarins, sem er mestan
part vettvangur bankastarfsemi í
öðrum löndum, en þarna er nauð-
synlegt að haldið verði jafnvægi
milli sjónarmiða, enda hefur
komið fram í umræðunni, að ekki
er deilt um að störf bankastjór-
anna séu með ábyrgðarmestu
störfum í samfélaginu.
a) Hér að framan er þeirri skoð-
un lýst, að sú skipan, að banka-
ráðin standi að stjórn bankanna
sé hyggileg, sérstaklega til hæfi-
legs „pólitísks" eftirlits af hálfu
löggjafarvaldsins. Tvennt kemur
hinsvegar til þess að bankaráðin
hafa veikari stöðu til þess að
fjalla um kjaramál bankastjór-
anna. Annarsvegar er augljóst
að það er ekki auðveld aðstaða
til að halda fastri hendi um
kjaramál svo náinna daglegra
samstarfsmanna sem banka-
stjórarnir eru bankaráðsmönn-
um. Hinsvegar kemur til hin sér-
staka staða þingkjörinna stjórn-
armanna (ekki eingöngu banka-
ráða heldur einnig fjölda ann-
arra) sem standa í óljósri stöðu
milli stofnunar og viðkomandi
ráðherra, sem ekki á skýra stöðu
gagnvart þeim, og getur væntan-
lega ekki borið stjórnskipulega
ábyrgð á verkum þeirra. Hins-
vegar geta bankaráðsmenn ekki
borið hina stjórnskipulegu
ábyrgð framkvæmdavaldshafa
með sama hætti og ráðherrar.
Verður í c hér á eftir vikið nánar
að þessu úrlausnarefni.
b) A Alþingi komu fram, á sl.
vetri og vori, hugmyndir um að
fela kjaradómi umfjöllun um
launakjör bankastjóra ríkis-
bankanna. Svo sem kunnugt er
hefur kjaradómi undanfarin ár
verið falin umfjöllun launakjara
fleiri og fleiri aðila. Það er í
sjálfu sér ekkert sem útilokar að
kjaradómi sé falið með lögum að
fjalla um launamál bankastjóra.
tvennt kemur þó til þess, að sá
er þetta ritar telur það ekki
heppilegustu úrlausn um með-
ferð þessara málefna, enda hefur
Alþingi við setningu laga um
viðskiptabanka á síðastliðnu vori
raunar tekið afstöðu í þessu efni
með því að lögfesta enn fyrri
skipan um hlutverk bankaráð-
anna í þessu efni. Ekki sýnist
æskilegt, ef önnur úrræði eru
til, að rjúfa með þeim hætti þá
sérstöku stöðu sem bönkunum
hefur verið og er ætluð í lögum
um þá, sem „sjálfstæðar stofnan-
ir“. Þar við bætist, að í allri
þeirri umræðu, sem orðið hefur
um kjör bankastjóranna, hefur í
raun lítið verið fundið að sjálfri
launaákvörðuninni, hinsvegar
voru það önnur starfskjör og
framkvæmd þeirra, sem gagn-
rýni var beint að. Kjaradómi
yrði vart með skynsamlegum
hætti falin umfjöllun þeirra
málefná að neinu verulegu leyti,
þar sem fyrst og fremst er um
stjórnunaratriði að ræða. Sýnist
því að með þessu yrði að verulegu
leyti skotið fram hjá markinu.
c) Vikið hefur verið að því hér
að framan, að ákveðnar veilur
séu i aðstöðu bankaráðanna til
að fjalla um kjaramál banka-
stjóranna. Það er álit undirrit-
aðs, að tiltölulega auðvelt ætti
að vera að styrkja þá stöðu svo
að ekki yrði hætta á vanhugsuð-
um ákvörðunum. Jafnframt má
reyndar vænta þess að sú um-
ræða, sem orðið hefur fyrr á ár-
inu, þótt að nokkru hafi verið
öfgafull, muni efalaust hvetja til
aukinnar aðgátar við töku
ákvarðana í þessu efni. Jafn-
framt er minnt á að fyrir dyrum
stendur að ráðherra setji reglu-
gerð um starfsemi ríkisvið-
skiptabanka. Sýnist heppileg leið
að taka þar inn ákvæði um
umfjöllun þessara kjaramálefna
og mætti þar m.a. hafa ákvæði
um að ráðherra séu kynntar
fyrirhugaðar eða þegar teknar
ákvarðanir um þessi málefni.
Eins og áður er sagt, verður að
telja að ráðherra geti fylgst með
og gefið bankaráði bendingar um
tiltekin almenn atriði, þótt ekki
séu um slíkt bein ákvæði í lögum,
sbr. það sem áður er sagt í III
um bifreiðamálin. Ef ekki þætti
rétt að setja ákvæði i reglugerð
um þessi efni, mætti allt að einu
taka upp vinnureglur á þá leið
sem um er rætt í samráði við
bankaráðin. í sjálfu sér mætti
hugleiða aðra aðila, sem gætu
fylgst með þessari málameðferð,
svo sem skoðunarmenn hvers
banka. Eðlilegast sýnist, m.a.
með hliðsjón af stjórnskipulegri
ábyrgð ráðherra, að slík umfjöll-
un yrði í hans höndum. Eftir sem
áður yrðu hin beinu og formlegu
forráð á töku ákvarðana um
starfskjör bankastjóranna í
höndum bankaráðanna.