Morgunblaðið - 04.09.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 04.09.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 47 Verk Svövu sem ber nafnið „Mood Indigo“ og er gert í minningu föóur hennar. Svava er dóttir Björns heitins Halldórssonar og Mörtu Pétursdóttur. SVAVA BJÖRNSDÓTTIR ER NÝLEGA HLAUT ÁRSLAUN FRÁ MUNCHENARBORG „Eg hef aldrei haldið sýningu á íslandi“ Mtinchenarborg veitir árlega starfsstyrki til listamanna og meðal styrkþega þetta árið er íslensk stúlka, Svava Björnsdóttir. Við slógum á þráöinn til hennar og spurðum nánari frétta. Svava Björnsdóttir. „Ég hlaut árslaun frá borginni og er nú reyndar í fríi sem stendur en fer á næstunni að vinna. Und- anfarin tvö ár hef ég eiginlega bara unnið við gerð pappírsskúlp- túra og ég verð líklega að því eitthvað áfram." Ertu búin að vera lengi í Þýska- landi? „Ég hef búið hérna undanfarin sjö ár og lauk í fyrra námi frá Akademíunni í Munchen. Síðan hef ég unnið og hef ágætis aðstöðu til þess í kjallaranum heima hjá mér, en ég er búsett hérna ásamt fjölskyldu rninni." Hefurðu sýnt heima á Islandi? „Nei, ekki ennþá en vonandi fer nú að rætast úr því að ég fái tæki- færi til þess. Ég er búin að vera svo óralengi á leiðinni heim.“ Einhverjar kvaðir sem fylgja styrknum hjá þér? „Það er búið að halda sýningu í sambandi við styrkinn og henni lauk í byrjun ágúst. Annað er það ekki sem fylgir nema að vinna að því sem ég hef verið að gera und- anfarið." Það á að fara að skíra Athenu litlu Fyrir skömmu hittust Christ- ina Onassis, Thierry Roussel, dóttirin Athena og fjölskyldan öll á eyjunni Scorpios þar sem Christina á sumarhús. Þá kom fram að á næstunni ætti að skíra Athenu litlu og við birtum vænt- anlega myndir af þeim atburði seinna. Christina hefur lést um 30 kíló og sagan segir hana glaðlegri á allan máta en um langt skeið. * * * ♦ * * * * * * * * * * * * * * ♦ ************ * * íŒónabæ I I KVÖLD KL. 19.30 Aðalvinningur að verðmœti..ÁT. 25.000 Heildarverðmœti vinninga.... kr. 100.000 NEFNDIN. Bauhaus borðstofustólar á aðeins kr-1.135 Staðgreitt. Sem sagt... ... á óumflýjanlega hag- stæðu verði. Bláskógar Ármúla 8. S: 686080 — 686244. m LAUGAVEGI 116. S. 10312 í kvöld og nœstu kvöld skemmta hinir frábæru Grétar og Gylfi með músik og söng. Borgarinnar bestu steikur. Gott verð — góð þjónusta. Opið alla dagafrá kl. 11—15. Opnum aftur kl. 18 á hverjum degi. I Diskótek á hverju kvöldi til kl. 1.00. Rúllugjald. (Föstud. og laugard. frá kl. 10—3.) Aldurstakmark 20 ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.