Morgunblaðið - 04.09.1985, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
„Ég býst \j]S db (?ú hoifi'r heyrt
hi/oÖ Korn -fynr mijj i stócisbPi mdina&i !'
Þú verður að taka við og
halda áfram, ég hef gleymt
ökuskírteininu!
HÖGNI HREKKVISI
— r®
/ —
// —-
—
// EKKERT ICATTABLAÐ EMNIPA•"
Megas og Bubbi Morthens. Eru þeir götustrákar?
Hversvegna skiptir nútíma-
ljóðlist almenning engu máli?
Guðjón Eyjólfsson skrifar:
íslendingar eru þjóð sem hefur
mátt sæta þeim þungu örlögum
að týna öllum skáldunum sínum
og fá í staðinn umskiptinga sem
eru annaðhvort bullukollar eða
götustrákar nema hvorttveggja sé.
Þessi óþjóðalýður er í sameiningu
að ganga af ljóðinu dauðu. Sú þjóð
sem eitt sinn gat státað af skáldum
eins og Einari Benediktssyni,
Davíð Stefánssyni og Tómasi
Guðmundssyni verður nú að láta
sé nægja Megas og Bubba Mort-
hens.
Þessi orð lýsa með nokkuð ýkt-
um hætti afstöðu meirihluta fs-
lendinga af eldri kynslóðinni til
ljóðlistar, kynslóðar sem hefur
lifað það að sjá íslenska þjóðfélag-
ið taka stökkbreytingum. Það er
til ódýr og einföld leið til að af-
greiða fólk af þessu tagi. „Þetta
er þröngsýnt, óuppfrætt og for-
dómafullt fólk sem hefur skerta
hæfileika til þess að njóta skáld-
skapar," getum við sagt og klappað
okkur sjálfum á öxlina yfir því hve
klár við séum. En þar með höfum
við bæst í hóp þess fjölmenna
skara sem hefur orðið menningar-
fasismanum að bráð, það er við
erum farin að líta niður fólk sem
hefur annan smekk en við sjálf.
Ég held því fram að ástæða þess
að meiri hluti eldri kynslóðarinnar
og stærsti hluti yngri kynslóðar-
innar hafni í reynd nútíma ljóðum
sé þegar vel er að gáð ofureðlileg.
Ljóð eins og önnur list verður til
í þeim hugmyndaheimi sem skáld-
ið lifir og hrærist í. Það verður til
fyrir reynslu hugmyndaheims og
tilfinninga og markast af fagur-
fræðilegu gildismati. Ljóðið fæst
oft við fínlegustu blæbrigði tilver-
unnar og kallar sennilega á agaöri
málnotkun en nokkur önnur list-
grein.
Skáldskapurinn hlýtur að end-
urspegla það líf sem skáldið lifir,
gildismat þess og reynslu, að vissu
leyti má líkja ljóðalestri við mjög
persónulegt samtal. Hafi skáldið
og lesandinn svo ólík viðhorf til
lifsins að þeir gætu naumast talað
saman um lífið og tilveruna ef
þeir hittust er ekki við því að búast
að skáldið geti orð ljóð sem les-
andinn hefur not af.
Ástæður þess að viðhorf manna
til skáldskapar voru ekki eins
sundurleit fyrr á tímum og nú, er
að þjóðin átti sameiginlegan
reynsluheim að miklu stærri hluta
en nú, sameiginlegan hugmynda-
heim. f vissum skilningi býr ekki
lengur ein þjóð í þessu landi, held-
ur margar þjóðir sem hver býr í
sínum hugmyndaheimi og hver
slíkur hugmyndaheimur hefur
sínaeiginljóðlist.
Menntaðir, ómenntaðir, borgar-
búar, bændur, hægrimenn, vinstri-
menn o.s.frv. allt eru þetta atriði
sem móta reynslu manna og af-
marka að vissu marki hugmyndir
þeirra og gera þeim í sumum til-
vikum torvelt að skilja hvern
annan. Vissulega er hér verið að
ýkja og einfalda, en ég held samt
sem áður, að hér sé að finna eina
skýringuna á því að við eigum ekki
lengur nein þjóðskáld.
Önnur skýring er að gjörbreyttir
lífshættir hafa gert það að verkum
að íslenskt mál talað og ritað
gegnir nú veigaminna hlutverki í
daglegu lífi okkar en áður gerðist.
Við stöndum í miðri fjölmiðlabylt-
ingu sem einkennist fyrst og
fremst af því að fólki býðst marg-
falt meira af allskyns erlendu
afþreyingar- og skemmtiefni. Þar
við bætist, a.m.k. að því er varðar
höfuðborgarbúa, að fólk hefur nú
margfalt fleiri tækifæri en áður
að njóta alls kyns tilbreytingar,
hvort sem það er fólgið í því að
fara út að borða, í leikhús, óperur,
bíó eða á sýningar af einhverju
tagi o.s.frv. Því er nú svo komið
að með örfáum undantekningum
les almenningur ekki nútímaljóð-
list, hún er nær einungis fyrir
menningarvita, listamenn, kenn-
ara í bókmenntum og nemendur
þeirra.
Stór meirihluti ungu kynslóðar-
innar les ekki ljóð ótilneyddur,
vegna þess að það passar ekki inn
í lífsmynstrið, popptónlist er að
mestu búin að ryðja skáldunum úr
vegi. Það er þó ekki ósennilegt að
tiltölulega stór hópur ungs fólks
fáist eitthvað við ljóðalestur og
nær sá hópur sennilega út fyrir
raðir upprennandi listamanna og
menningarvita, enda er ungt fólk
oftast opið og leitandi auk þess
sem það hefur meiri tíma en hinir
eldri. Þetta breytir þó ekki þeirri
staðreynd að ljóðið á sér engan
eðlilegan vettvang í nútímalífi þar
sem það nýtur sín til fullnustu
fyrir utan bækur, það er því senni-
lega dæmt til þeirra örlaga að
verða einungis eign tiltölulegra
fárra áhugamanna auk skáldanna
sjálfra.
Er hættulegra að selja kjöt en vinnu?
Ég les í Morgunblaðinu að Sjálf-
stæðisflokkurinn vilji ekki að
varnarliðið kaupi íslenskan mat.
Það er andstætt stefnu hans að
þar séu nokkur þau viðskipti sem
geri okkur háða varnarliðinu svo
að einhverjir kynnu að freistast
til þess að óska af annarlegum
ástæðum eftir því að það yrði hér
lengur en þess væri þörf.
Þetta finnst mér ég skilji vel.
En svo les ég í sama blaði, sama
leiðara meira að segja, að í nýju
ratsjárstöðvunum muni enginn
Ameríkumaður vinna, heldur ein-
ungis íslendingar. Og það er líka
stefna Sjálfstæðisflokksins.
Þá hætti ég að skilja.
Ég hélt í einfeldni minni að
hættan af viðskiptunum færi eftir
því hve mikið þau gæfu af sér í
okkar vasa. Því hélt ég að það
væri jafn hættulegt að selja vinnu
og að selja mat. Og ég hélt að t.d.
einn maður í ratsjárstöð eða
Helguvík væri á móti nokkrum
kjötskrokkum.
Seljum aðeins
Gosi skrifar:
Ég er sammála þeim sem ekki
vilja leyfa bjórinn hér á landi.
Ástæðan er sú að ég tel besta ráðið
til að sporna við áfengisneyslu það
að selja hér aðeins lélega áfenga
drykki! Hvers vegna halda menn
t.d. að bjórinn auki áfengisneyslu?
Það er vegna þess að gæði bjórs
eru of mikil til að landsmenn geti
staðistþau.
Hér vantar mig gleggri skýring-
ar svo að ég átti mig til fulls á
stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Er hættulaust að selja vinnu en
hættulegt að selja kjöt?
Hvers vegna skyldi það vera?
H.Kr.
bragðvond vín
Göngum því lengra og bönnum
alla vinsæla áfenga drykki sem
seldir eru hér á landi og seljum
hér aðeins bragðvond vín, og gæt-
um þess að þau standist ekki þær
gæðakröfur sem almenningur ger-
ir. Ég er viss um að Jóni Helgasyni
líst vel á þessa tillögu og skora ég
á hann að reyna að koma henni í
framkvæmd.