Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 56

Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 56
J SDVÐFEST lANSTRAIIST Vetrardagskrá hefst 9. september. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Hótel Eimskip við Skúlagötu? STJÓRN Kimskipafélags íslands hefur rætt um að láta kanna hagkvæmni þess, að reisa hótel á lóðum, sem það á við Skúlagötu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um byggingu og ekki heldur hvort Eimskipafélagið yrði eitt eigandi þess, hluthafi með öðrum eða selji aðstöðuna út Hagkvæmnikönnun- in miðast við hótel með um 200 herbergjum. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að félagið ætti lóðir við Skúlagötu og hefði beitt sér fyrir því, að opinn væri sá möguleiki, að þar mætti byggja hótel, ef sú yrði niðurstaðan að það teldist hagkvæmt. Það hefði verið rætt um það í stjórn félagsins að kanna hagkvæmni byggíngar og rekstrar hótels á þeim stað. Engin ákvörðun hefði verið tekin um byggingu, hún yrði ekki tekin fyrr en að lokinni hagkvæmniathugun- inni, sem ekki væri enn hafin. Hún væri í undirbúningi. Ekki væri heldur þar með sagt, að Eimskip myndi byggja slíkt hótel. Til greina kæmi að selja þessa aðstöðu einhverjum aðila eða byggja hótel í samvinnu við einhverja aðila. Þegar menn hefðu verið að horfa á þetta sem viðfangsefni, hefðu menn velt fyrir sér 200 herbergja hóteli. Hvað aðra aðstöðu varðaði, myndi hún mótast að lokinni hag- kvæmniathuguninni. Ferða- mannaiðnaðurinn á íslandi væri í vexti og sú atvinnugrein, sem einna mestum tekjum skilaði í er- lendum gjaldeyri. Því vildi Eim- skipafélagið skoða þetta dæmi til þrautar. UPPI eru áform um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins kaupi 1.100 fermetra húsnæði undir áfengisút- sölu í Hagkaupshúsinu sem nú er í byggingu í nýja miðbænum í Reykja- vík. Að sögn Höskuldar Jónssonar, Viðskiptaráðherra: Bfla- og eftirlauna- mál bankastjór- anna verði athuguð MATTHÍAS Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra hefur falið bankaráðum ríkis- bankanna að endurskoða reglur um bílamál og eftirlaunamál bankastjóra bankanna. Leggur hann fyrir bankaráðin að hafa ákvæði gildandi reglugerðar um bifreiðamál til hliðsjónar við ákvörðun bílamálanna og að eftir- launaréttindi bankastjóranna verði færð til samræmis við almenn lög- gjafarviðhorf í því efni. Sjá fréttatilkynningu viðskipta- ráðuneytisins og athugun Baldurs Möller á starfskjörum banka- stjóra ríkisbankanna á bls. 32-33. ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis- ins, hefur þessi hugmynd mikið verið rædd undanfarið, en ekki er búið að ganga frá samningum. Höskuldur sagði að það hefði lengi staðið til að flytja áfengisút- söluna í Laugarási, og jafnvel út- söluna við Snorrabraut líka, vegna tilfinnanlegs skorts á bílastæðum við þessar útsölur. „Það stóð til að flytja útsöluna í Laugarási inn í Mjódd, þar sem við höfum staðið í framkvæmdum í nokkur ár, en á því verður nokkur bið, því við erum varla komnir upp úr jörðinni ennþá,“ sagði Höskuld- ur. Sagði hann framkvæmdir þar hafa tafist af ýmsum ástæðum, ekki síst vegna þess að ÁTVR væri í samkrulli við fleiri aðila, sem taka þyrfti tillit til. Að sögn Höskuldar er gert ráð fyrir að sjálfsafgreiðsla verði tekin upp í þessum nýju útsölum ÁTVR þegar, og ef, þær komast í gagnið. Nú eru tólf áfengisútsölur á landinu. Þrjár í Reykjavík, ein á Akranesi, Isafirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Selfossi og Keflavík. Dyttað að fyrir veturinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Verður fyrsta fjárfesting Kínverja á Vesturlöndum á íslandi? Vilja með eignaraðild tryggja örugg aðfóng DR. ERNST, varaforstjóri Alu- suisse, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ef samningar takist á milli Kínverska alþýðulýðveldisins, Alusuisse og islen.skra stjórnvalda um þátttöku Kínverja í stækkun ál- versins í Straumsvík, þá verði það Samráðsnefnd ASÍ og VSÍ um málefni fískvinnslufólks: Sammála um að mennt- un verði metin til launa SAMRÁÐSNEFND VSÍ og ASÍ um málefni nskvinnslufólks er sammála um að menntun og reynsla fiskvinnslufólks verði metin til launa og í undirbúningi eru 2—3 vikna námskeið fyrir það, sem verði til helminga verklegt og bóklegt — og fjalli það um hina ólíku þætti vinnslunnar, sem og mikilvægustu markaðs- þætti framleiðslunnar. Ekki er Ijóst hvað þessi námskeið koma til með að gilda mikið í launum. Þá vill VSÍ að Atvinnuleysistryggingasjóður greiði laun fóiks- ins meðan það situr á námskeiðinu. Þessar upplýsingar komu fram í samtali Morgunblaðsins við Guð- mund J. Guðmundsson, formann Verkamannasambands fslands, en samráðsnefndin var á fundi í gær. . Nefndin hefur einkum fjallað um menntunarmál og atvinnuöryggi fiskvinnslufólks. Guðmundur sagði að ef af námskeiðunum yrði myndu sennilega 6—7 þúsund manns sækja þau og tæki að minnsta kosti 2—3 ár að halda þau fyrir þennan fjölda. Þetta yrði eitt merkasta fraintak í verkmenntunarmálum íslendinga frá upphafi. Þá fara viðræður um nýjan landssamning um bónus fisk- vinnslufólks í gang á nýjan leik í dag, en tæpt mánaðarhlé hefur ver- ið á viðræðurtum. Bónussamningar verkalýðsfélaga eru víða lausir og hafa þau hótað að stöðva vinnu í bónus frá mánudeginum 9. sept- ember, hafi engin breyting orðið á afstöðu VSf til krafna VMSÍ, en aðalkrafa þess er um 30 króna fastan bónus á hverja unna vinnu- stund. Sjá ennfremur viðtöl við fisk vinnslufólk í Vestmannaeyjum um kjör þess á bls. 16—17 í dag. líklega fyrsta fjárfesting Kína er- lendis. Dr. Ernst greinir jafnframt frá því að Alusuisse hafi rekið álverk- smiðju í Shanghai í Kína í lok þriðja áratugar þessarar aldar og í byrjun þess fjórða. Hún hafi ver- ið yfirtekin í byltingunni og þjóð- nýtt, en Alusuisse hafi fengið hana fullgreidda í ýmiskonar vör- um. Þeir Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður stóriðju- nefndar, og dr. Jóhannes Nordal, formaður samninganefndar um stóriðju, lýstu allir jákvæðri af- stöðu sinni í gær til þessa hugs- anlega samstarfs við Kínverja. „Ég teldi mjög jákvætt ef hag- stæðir samningar tækjust um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík, þannig að Kínverjar yrðu aðilar að þeim rekstri," sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra m.a. 1 samtali við Morgun- blaðið. Birgir ísleifur Gunnarsson sagöi m.a.: „Kínverjar þurfa að tryggja sér örugg aðföng á áli, og með eignaraðild að svona verk- smiðju væru þeir búnir að því.“ Dr. Jóhannes Nordal sagði að ef af þessu samstarfi við Kínverja yrði, leiddi það án efa til aukinna samskipta sem gætu orðið okkur hagkvæm. Hann sagðist ekki draga í efa að Kínverjar gætu út- vegað það fjármagn sem þeir þyrftu að leggja fram, ef þeir tækju þátt í stækkun álverksmiðj- unnar í Straumsvík, því þeir nytu mjög góðs lánstrausts. Sjá nánar viðtöl og frétt á bls. 4. Lána 6 flug- menn til Sterling FLUGMENN sem starfaó hafa hjá Flugleiðum hafa verið lánað- ir til danska flugfélagsins Sterl- ing og munu aóallega fljúga leiguvélum á vegum þess næstu tvo mánuðina eða svo. Þetta kom fram í samtali við Svein Sæmundsson blaöa- fulltrúa Fiugleiða. Hann sagði umsvif félagsins dragast veru- lega saman yfir vetrarmánuð- ina svo þörfin fyrir flugmenn sem og annað starfsfólk minnki mikið. ÁTVR áformar að opna verslun í Hagkaupshúsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.