Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 B 21 Veiðitilraunin á Skaftártunguafrétti: Aflinn varð minni en vonir stóðu til „Höfum hug á að reyna aftur með endur- bætt veiðarfæri", segir Emil Sæmundsson VEIÐITILRAUN þeirri, sem fram fór í vötnum á Skaftártunguafrétti og sagt var frá í grein hér í Morgunblaðinu sunnudaginn 18. ágúst sl. er nú lokið og veiðimennirnir komnir til byggða fyrir nokkru. Blaðamaður hafði samband við Emil Sæmundsson, einn leiðangursmanna, og spurði hvernig tilraunin hefði tekist. „Það hefði nú mátt ganga betur,“ sagði Emil. „Við fengum ekki nema um 400 kíló af fiski sem við hirtum. Hitt var það smátt að við gátum ekki nýtt það. Það kom í ljós aö nótin sem við vorum með var ekki nógu mikið felld og fiskurinn slapp þegar við vorum að snurpa. Ég er viss um að ef nótin er meira felld þannig að hún poki sig betur og sé fljótari aö lokast þá er hægt að ná mun betri árangri, en við treystum okkur ekki til að breyta nótinni þarna uppi á fjöllum. Við vorum hálfan mánuð uppfrá og veiddum bæði í Blautulónum og í Botnlangalóni. Það leyndi sér ekki að nóg var af fiski í báðum vötnun- um, en hvorttveggja var, að mikið af honum slapp og svo var mikið svo smátt að það var ekki nýtan- legt, það voru svona 10 til 15 senti- metra tittir. Þetta vissum við reyndar fyrir og það var ekki síst tilgangurinn með þessari tilraun okkar að sýna fram á að með þessu móti sé hægt að grisja í vötnunum og fá þannig stærri fisk í þau, svo það geti orðið arðvænlegt fyrir bændur að stunda veiði í fjallavötnum." — Hvernig kemur þetta út fyrir ykkur fjárhagslega? „Það kemur náttúrlega ekki vel út fyrst aflinn varð ekki meiri. En við höfum þegar getað selt nokkuð af honum fyrir gott verð og ég geri mér vonir um að við náum nokkurn veginn upp í beinan kostnað. Við höfðum hugsað okkur að selja afl- ann reyktan til Bretlands, en það tekur því ekki með svona lítið magn, en ég hef þó áhuga á að senda þeim sýnishorn til kynn- ingar.“ — Ætíið þið að reyna aftur? „Við höfum mikinn áhuga á að halda þessu áfram á næsta ári en ég er hræddur um að við sjáum okkur það ekki fært, nema við hljótum til þess styrk. Við höfum sótt um hann til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, en ekkert svar fengið enn, en við höfum vissulega áhuga á því að halda áfram. Við erum vissir um að ná betri árangri með endurbótum á nótinni og erum sannfærðir um að miklir möguleikar felast í þessu, einkum ef hægt er að grisja í vötnum og byggja þannig upp stofn af stórum og góðum silungi. Þá geta verið þarna miklir tekjumöguleikar fyrir bændur. Þetta var aðalmarkmiðið með þessu fyrirtæki okkar, en þetta verður ekki fullreynt, nema unnt sé að halda þessum tilraunum áfram," sagði Emil Sæmundsson að lokum. FASTEIGNASALAN FJÁRFESTING HF Ármúla 1 • SÍMI687733 Þessi stórglæsilega íbúö við HRING- BRAUT (nr. 119) er til sölu og afhendist fullbúin í byrjun desember '85 MEÐ FURU- PANEL í LOFTI OG VÖNDUÐUM INN- RÉTTINGUM. Svalir eru bæði í suður og norður. Frábært útsýni, sólrík og björt íbúð. SVEIGJANLEGIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Verð c.a. 3,3 m. BYGGINGARAÐILI: QPSteintak BÍLDSHÖFÐA 16 NÚ OPNUM VIÐ AFTUR UM HELGAR: Opið laugardaga til kl. 4. Sunnudaga kl. i—5 Snyrliborð mcð þrem skúffum. Slærð: 80 x 36 x 52 cm. og þriggja vængja spegill 88 cm hár. Verð kr. 10.300,- Til í hvítmáluðu og væntan- legt í bæsaðri cik. Stóll með geymsluhólfi und- ir sætinu. Verð 3.170. Til i hvítmáluðu og bæsuðu. Rúmteppi kr. 3.750,- Úrval rúma í ljósri furu og lútaðri, í stærðunum 85,90, 105, 140, 150, 170 og 180 cm. Færðu einhvers staðar meira úrval? \r. 240 fyrir utan hliðarskápa: Til í brúnbæsaðri cik. Ijósri eik með massívum köntum.Rúmmál: 140 og 170 x 200 cm. Heildar: 150 og 180 x 225 cm. Verð: Kr. 22.160 og 22.760 m/útv. og dýnum. Nr. 240 með hliðarskápum: Rúmmál 140 og 170 og 200 cm. Heildar: 230 og 260 x 225 cm Verð kr. 30.380 og 30.980 m/útv. og dýnum. Nr. 225. Til í brúnbæsaðri eik með massívum köntum. Rúmmál 170 x 200 cm. Heildar: 279 x 220 cm. Verð kr. 26.500 m/dýnum. Nr. 261 fyrir utan hliðarskápa: Til i hvitmáluðu massívum köntum og bcvki. Rúmstærð: 170 x 200 cm Hcildar: 195 x 225 cm \ erð kr. 29.425.- Nr 261 með hliðarskápum: Rúmstærð: 170 \ 200 cm Heildar: 260 x 255 cm. Verð kr. 38.225,- Rúmteppi kr. 3.750,- S. 77440 ÞÚ FINNUR ALLTAF RÉTTU SVEFNHERBERGISHÚSGÖGNIN HJÁ OKKUR OTLIT — VERÐ — GÆÐI FYRIR HVERN SEM ER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.