Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 24

Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 24 B ©pj—■*+- John Sayles — að leika tveimur skjöldum. Sayles IVIyndbönd Ámi Þórarinsson John Sayles er einhver merki- legasti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna þessi árin. Samt er ekki víst að margir lesendur hérlendis kannist við nafn hans. Sayles er einn af örfáum fram- takssömum listamönnum vestra sem leika tveimur skjöldum inn- an Hollywood-iðnaðarins — taka þátt í fjöldaframleiðslunni og vinna sér inn pening til að geta þess á milli helgað sig sjálf- staeðri sköpun. Annað dæmi um slíkan listamann er John Cassa- vetes, sem leikur illmenni með annarri hendinni í Hollywood á meðan hann semur og stjórnar mjög persónulegum bíómyndum með hinni. John Sayles hefur á hinn bóginn unnið sér inn skot- silfur með því að skrifa handrit fyrir hasarmyndaverksmiðju Rogers Corman, þess seiga B-myndakóngs sem löngum hef- ur verið naskur á að þefa uppi ungt hæfileikafólk sem hann lætur svo unga út fimmaura- reyfurum á nokkrum dögum. Skyndimyndagerðinni hjá Cor- man hafa margir helstu kvik- myndagerðarmenn Bandaríkj- anna af yngri kynslóð fengið sín fyrstu tækifæri. Og John Sayles skrifaði hand- rit að a.m.k. fimm myndum fyrir Corman á árunum 1978 til 1981. Þessar myndir voru Piranha, lunkið útsölutilbrigði við Jaws, Alligator, lunkið útsölutilbrigði við Piranha, Battle Beyond the Stars, lunkið útsölutilbrigði við Star Wars og Star Trek, The Howling, lunkið útsölutilbrigði við allar varúlfamyndir sem gerðar hafa verið og The Lady in Red, lunkið útsölutilbrigði við Bonny og Clyde. Þarna vann Sayles með leikstjórum sem áttu eftir að ná býsna langt. — Joe Dante (Gremlins) og Lewis Teague (Cujo). En hann hafði ekki áhuga á að verða sérfræð- ingur í lunknum útsölutilbrigð- um við B-myndauppskriftir sem Roger Corman skammtaði hon- um. Árið 1979 gerði hann sína fyrstu sjálfstæðu mynd, The Return of the Secausus Seven um endurfundi sjö gamalla skólafélaga af hinni geysivin- sælu ’68-kynslóð tíu árum síðar. Endurmat á gömlum hugsjónum og verðmætum var viðfangsefni Sayles þarna, eins og Lawrence Kasdams í The Big Chill fimm árum síðar, óneitanlega mun fágaðri mynd á allan hátt. The Return of the Secausus Seven var sýnd hér á amerískri kvik- myndaviku fyrir nokkrum árum og hlýtur að teljast hnýsileg frumraun þrátt fyrir augljósan skort á fjármunum. Næsta mynd Sayles sem fram- leiðanda, höfundar og leikstjóra var svo Lianna, gerð 1983 fyrir u.þ.b. 12 milljónir ísl. króna sem þykir tombóluprís vestra. Li- anna vakti loks verulega athygli á Sayles og náði töluverðri dreif- ingu, þótt ekki hafi hún komist í íslenskt kvikmyndahús, en eins og stundum áður hleypur þá myndbandamarkaðurinn undir bagga. Lianna fjallar um efni sem ekki er líklegt að fengi blessun stóru kvikmyndafélag- anna vestra né heldur þorra kvikmyndahúsgesta þar — unga húsmóður af millistétt sem hafnar daufu og niðurdrepandi hjónabandi sínu og viðteknum lífsháttum og gerist lesbía, eða: uppgötvar það eðli sitt að hún er frekar hrifin af konum en körl- um. Vandinn við myndina er sá að áhorfanda er ekki alveg ljóst hvort hið fyrrnefnda á við eða hið síðarnefnda, hvort Lianna gefst upp á karlaveldi millistétt- arlífsins og verður lesbía út úr tómum leiðindum, eða hvort hún finnur innra með sér einhverja strengi sem alltaf höfðu verið fyrir hendi en hún ekki þorað að slá á. Sterkasti þátturinn í Li- anna, eins og reyndar ævinlega í verkum Sayles, er handritið. Sayles nálgast efnið af verulegri hreinskilni og án ódýrra lausna (eiginmaður Lianna, kennari í kvikmyndafræðum, er að vísu skíthæll, en skíthælar eru víst til); Sayles hefur næmt eyra fyrir persónulýsandi og mark- vissum samtölum og skilning á þeim hræringum sem bærast með kynslóð sinni. Sem leik- stjóri er hann hins vegar dálítið losaralegur, þannig að Lianna, eins og fyrsta myndin, hefur á köflum blæ hrárrar heimilda- myndagerðar. í fyrra gerði John Sayles svo pólitíska science-fiction-gam- anmynd, The Brother From An- other Planet sem vinsældum náði vestra en ekki hefur til spurst hér. Meðan bíóin hér og kvikmyndahátíðin hafa ekki uppgötvað John Syles ættu áhugamenn um kvikmyndir að kíkja á myndbandið með Lianna, og einnnig má finna hér á leig- unum gömlu B-myndirnar eins og Alligator, Piranha og The Howling. Stjörnugjöf: Lianna ★★★ Alligator ★★ Piranha ★★ The Howling ★★ Jane Hallaren (Lv.) sem kvöldskólakennarinn aem Lianna (Linda Griff- iths (Lh.) fellur fyrir í mynd John Sayles um lesbískar ástir bandarískrar hósmóður. i8@!l Leiðbeinandi: JóhannMagnússon, rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi hf. ^rðarkértó Leiðbeinandi: Páll Gestsson, starfsmaður Skrifstofuvéla hf. FRAMEWORK Framework er samtengt kerfi töflureiknis, gagnasafnskerfis, samskiptaforrits, grafík o.fl. Tilgangur námskeiðsins er að kenna undirstöðuatriði í notkun Framework. MIJI.TTPLAN Multiplan er áætlanagerðarkerfi (töflureiknir), sem öll fyrirtæki geta notfært sér við útreikninga. Við áætlanagerð getur Multi- plan sýnt ótal valkosti, eftirlíkingar og gert tölulega úrvinnslu. Markmið námskeiðsins er að veita þeim, er starfa við áætl- anagerð og flókna útreikninga, innsýn í hvernig nýta megi Multiplan-áætlanagerðarkerfið í starfi. Efni: Uppbygging Multiplan - (töflureikna) • Helstu skipanir • Uppbygging líkana • Meðferð búnaðar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota Multiplan (töflureikna). EINKATOLVUR Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur Einkatölvur verða sífellt algengari, og þurfa því æ fleiri að þekkja undirstöðuatriði er varða notkun þeirra og meðferð. Reynslan hefur sýnt, að notendur einkatölva ná betri árangri í starfi, ef þeir hagnýta sér þetta sjálfsagða hjálpartæki á réttan hátt. Markmið: Að kynna þátttakendum undirstöðuatriði vinnu við verk- efni sem einkatölvum er ætlað að vinna úr. Efni: Hvemig starfar tölvan? - Kynning á vélbúnaði - Undirstöðuað- gerðir stýrikerfis - Ritvinnsla - Gagnasafnskerfi - Töflureiknar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota einkatölvur. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 Stjórnunarfélag islands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.