Morgunblaðið - 11.10.1985, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
9
Verslun við Laugaveg
Til sölu er verslun við neöanverðan Laugaveg sem
verslar með skó og föt. Gott tækifæri. Afhend-
ingartími um næstu mánaðamót. Verð ca. 1200
þús. sem má greiöast á fjórum árum.
Góður lager. Þeir sem áhuga hafa leggi nöfn sín á
augl.deild Mbl. fyrir 22. október merkt: „C —1672“.
TSílamatka^atinn
*§-iattisgötu 12-18
Range Rover 1980
Gulur. Uppt. vél, útvarp, segulband. Fallegur
bill. Verö 790 þús.
Mitsubishi Tredia GLS1984
Hvítur. Ekinn 34 þ.km. 4 gíra, 2/sparnaöargír.
Rafm. í rúöum, speglar, segulband. Ath.
framdrifsbíll. Verö kr. 410 þús.
Fiat Panda 4x41984
Fjórhjóladrifsbíll, ekinn 5 þ.km. 5 gíra. Út-
varp, segulband, heilsársdekk. Bill sem nýr.
Verö 320 þús.
Fiat Panda 4x41984
Ekinn 5 þ.km. Sem nýr. Verö 320 þús.
Izuzu Trooper 1982
Ðensin bíll. Verö 580 þús.
Honda Accord EX1982
Ekinn 32 þ.km., meö öllu. Verö 410 þús.
BMW 3201982
Ekinn 39 þ.km. Verö 465 þús.
SAAB Turbo 3ja dyra 1982
Ekinn 72 þ.km. Verö 580 þús.
Daihatsu Charade 1983
Ekinn 24 þ.km. Runabout. Verö 265 þús.
Toyota Corolla 4ja dyra 1984
Ekinn 21 þ.km. Verö 400 þús.
M.Benz 230 E 1982
Ekinn 58 þ.km. Verö 800 þús.
Honda Civic Sport 1984
1500 vól. Beinskiptur. Verö375þús.
Citroén BXTRS161982
Fallegur einkabill. Verö 510 þús.
Mazda RX71979
Grár. Ekinn 60 þ.km. 5 gíra. Útvarp. Verö 390
þús.
Volvo 240 GL 1984
Vinrauöur. Ekinn 28 þús. Sjálfskiptur meö
overdrive, vökvastýri o.fl. Verö 680 þús.
Toyota Carina Dísel 1984
Brúnsanseraöur. Ekinn 36 þ.km. 5 gira Út-
varp, segulband, sumardekk. Verö 500 þús
Skipti a odýrari díselbíl.
2
u
Borginni
Á NÝJA MA TSEDLINUM OKKAR ERU
NOKKRIR NÝIR FREISTANDI RÉTTIR S.S.:
Reykt nautatunga m/portvínshlaupi,
köld kalkúnsbringa,
pönnusteiktur skötuselur að austurlenskum hœtti,
fyllt grísasneið með hindberjasósu,
djúpsteiktur piparostur.
y Þaöborgarsig
að bregða sér á Borgina
Borðapantanir hjá
yf írþjóni í síma 11440.
Auk þess minnum viö á
seöil dagsins sem ávallt
kemur þægilega á óvart.
Hinn sivinsæli og
|| braðskemmtilegi pí-
■ anisti Ingimar Eydal
I leikur af sinni alkunnu
Pl snilld fyrir kvöldverð-
argesti.
S>SL
V
Blað Sjálfstæðismanna í
Bakka- og Stekkjahverfi
6. tbl. 1. arj*. ágúst 19H5
\bm.: kristjan (iissurarson
Yerk þarf að vinna
Breiöholt reis á rúmum áratug —
Þar búa góö 10% þjóðarinnar
Undirbúningur að skipulagi byggðar í Breiðholti hófst ekki
fyrr en upp úr 1960. Rúmum áratug eftir að byggö hófst
þar — á sjöunda áratugnum — var meginhluti hverfisins
risinn. Þar búa nú um 25.000 manns, eða 10% þjóðarinn-
ar, að því er segir í blaöi sjálfstæðismanna í Bakka- og
Stekkjahverfi. Byggöin í Breiöholti, sem hvíldi fyrst og
síðast á framtaki fólksins sjálfs, nálgast kraftaverk (en hún
reis áður en ráöherrasósíalisminn svipti húsnæöislána-
kerfið helzta tekjustofni sínum, launaskattinum).
Ný byggð innan borgarmarka — í Grafarvogi — svipar nú
til meöalkaupstaðar úti á landi. Enn gerast ævintýr, þó
aðstæður séu um margt — máske flest — erfiðari en fyrr.
Breiðholt
í blaði sjálfstæðismanna
í Bakka- og Stokkjahverfi
(hbfuiHÍur Helgi Stein-
grímsson) segir m.a.:
„llm upphaf byggðar í
Breiðholti er allt óljóst en
árið 1325 er þar risin
kirkja og 1395 er jörðin tal-
in eign Viðeyjarklausturs.
Við siðaskiptin verður
Breiðholt konungseign ...
Bæjarstjórn keypti
Breiðholt árið 1906 en með
lögum 1923 var jörðin lögð
undir Reykjavík. Búskapur
var lengi stundaður í
Breiðholti en bæjarhús
munu hafa verið rifin um
1940, en þau stóðu skammt
frá sem nú er gróðrarstöð-
in Alaska.
Neðan við bæinn þar
sem athafnasvæði IK-inga
er, var engi mikið, kallað
1‘rætuengi. Bakka- og
Stekkjahverfið hét þá
Sauðholtsmýri og Græna-
gróf landið þar fyrir ofan.
Hæstu svæðin í Breiðholti
vóru (og eru) Breiðholts-
hvarf (105 m) þar sem nú
er Hólahverfi og Fálkahóll
(100 m), þar sjáum við
Seljahverfi ■ dag.
Eftir 1960 hófst undir-
búningur að skipulagi
Breiðholtslands og hefur á
síðustu árum risið þar upp
mikil íbúðarbyggð sem
skiptist í þrjú meginhverfi,
Breiðbolt I (Bakka- og
Stekkjabverfi), Breiðholt II
(Seljahverfi) og Breiðholt
III (Fella- og Hólahverfi).
Ilppbygging þessara hverfa
hefur veriö mjög hröð,
hraðari en ráðgert hafði
verið í upphafi og svo vitn-
að sé til greinar forseta
borgarstjórnar í siðasta
blaði sjálfstæðismanna í
Kakka og Stekkjahverfi
búa í Breiðholti um 25 þús-
und manns, eða meira en
10%íslenzku þjóðarinnar.'*
Fáeinir
punktar um
höfuðborg
Hvað vitum við, í raun,
um borgina okkar? Ghigg-
um í Arbók Reykjavíkur-
borgar 1984, fáeinar töhi-
legar staðreyndir af fjöl-
mörgum sem þar er aö
finna.
• íbúar í Reykjavik eru
nálægt áttatíu og átta þús-
und og eru konur um 2.500
fieiri en karlar.
• Árið 1965, fyrir 20 árum,
vóru Reykvíkingar 78.400;
konur um 2.000 fleiri en
karlar.
• Árið 1983 vóru 20.585
heimili í Reykjavík en
27.772 einhleypingar. fbúð-
ir í borginni töldust þá
33.224.
• Sama ár vóru nýbygg-
ingar íbúðarhúsnæðis
41.600 fermetrar og
314.180 rúmmetrar aö
stærö.
• Gatnakerfi borgarinnar
spannaði 300 km, þar af
vóru 282 km malbikaðir
eða steyptir.
• Sólarhringsumferð vest-
an Kringlumýrarbrautar
(svo dæmi sé tekið) var 118
þúsund bifreiðir. Sumar-
dagsumferð út úr borginni
við Kópavogslæk var
19.860 bifreiðir.
• Tæplega 53.600 bifreiðir
vóru í Reykjavík og ná-
grannabyggðum (höfuð-
borgarsvæðinu) í árslok
1983. Sú taia hefur enn
vaxið.
• Meðalársakstur hverrar
| fólksbifreiðar var 12—14
þúsund km.
• Meðalljarlægð milli
heimilis og vinnustaðar hjá
akandi einstaklingum var
talin milli fimm og sex km.
Meðalvegalengd einstakr-
ar ferðar almenningsvagna
var svipuð. Könnun 1976
benti tU að um 30% ferða
mUli heimilis og vinnustað-
ar væri með almennings-
vögnum.
• Tilgreint ár (1983) náði
heimUishjálp borgarinnar
til 370 heimila (90 þúsund
vinnustundir), heimilis-
þjónusta til 1.440 heimila
(378 þúsund vinnustundir,
eða samtals 1.810 heimili
(468 þúsund vinnustundir).
Kostnaður vegna þessarar
aðstoðar var rúmar 25
m.kr.
• Dagvistarheimili tóku þá
á móti 1.080 börnum og
leikskólar 2.058, eða sam-
tals 3.140. HeUdarkostnað-
ur við rekstur dagvistar-
heimila 1983 var 134,5
m.kr.
• lltlán bóka Borgarbóka-
safns og útibúa 1983 var
samtals um 880 þúsund
eintök.
• Aðsókn að sundstööum
borgarinnar (seldir að-
göngumiðar) þetta ár var
1.259.460 (1979 964 þús-
und).
• Þetta sama ár var að-
sókn að Þjóðleikhúsi rúm-
jega 93 þúsund einstakl-
ingar, að Iðnó (Leikfélagi
Keykjavíkur) rúmlega 49
þúsund, aðsókn að vínveit-
ingahúsum, margskonar,
1.080 þúsund. Á þessu ári
komu tæplega 44.000
manns í Þjóðminjasafnið,
rúmlega 24 þúsund manns
í Listasafn íslands og
riimlega 8.500 manns í
Arbæjarsafn — og hvorki
meira né minna en 822.530
manns samtals í skíöalönd
borgarinnar, þ.e. Bláfjöll
og Hveradali (skíðalönd fé-
laga ekki meötalin).
Þetta vóru tölulegar
borgarsvipmyndir. Höfum
áhrif á tilurð þeirra, m.a.
með umferðarátaki, sem
nú stendur yfir, til að
fækka slysum. Takmarkið
er slysalaus umferð í dag!
Kvennaathyarfinu á
Norðurlandi lokað
KVENNAATHVARFINU á Norður-
landi verður lokað 15. október nk.,
en það hefur nú verið starfrækt í
rúmt ár. Ástæða þess að nú á að
loka athvarfinu er sú að sl.ár, sem
er sá tími sem upphaflega var ákveð-
inn sem reynslutími fyrir starfsem-
ina, hafa fáar konur dvalið I at-
hvarfinu.
Nylega gerðu Samtök um
kvennaathvarf á Norðurlandi
skyndikönnun, þar sem leitað var
álits presta, lögreglumanna og
heilsugæslufólks, á þðrfinni fyrir
kvennaathvarf. Meirihluti þeirra
sem talað var við taldi að vaxandi
þörf væri fyrir slíka þjónustu.
Þrátt fyrir þessa þörf er athvarfið
ekki nýtt sem skyldi. Samtökin
munu samt sem áður halda starf-
semi sinni áfram með fræðslu-
starfsemi og áframhaldandi síma-
þjónustu með ráðgjöf og upplýs-
ingum. Einnig munu þau styðja
þær konur af Norðurlandi sem
þurfa að komast í kvennaathvarfið
í Reykjavík.
Fréttatilkynning
Vegna flutninga í eigið húsnæði i nóvember n.k. seljum við á næstunni allar
sýningainnréttingar okkar með afslætti.
IMSKÁLINN
GRENSÁSVEGI12,108 REYKJAVlK, S 91-39520