Morgunblaðið - 11.10.1985, Side 16

Morgunblaðið - 11.10.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 Ástir og kaos í Laos Kvikmyndir Árni Þórarinsson Laugarásbíó: Endurkoma — Comeback ★ ★ Bandarísk. Árgerö 1983. Handrit og leikstjórn: Hall Bartlett. Aðal- hlutverk: Michael Landon, Jiirgen Prochnow, Mora Chen, Edward Woodward, Pricilla Presley. Hall Bartlett, höfundur þess- arar myndar, hafði nokkra sér- stöðu í Hollywood á sinni tíð, en hann lést skömmu eftir að Comeback var lokið. Bartlett stóð jafnan á eigin fótum í kvik- myndagerð, framleiddi þær myndir sem hann hafði sjálfur áhuga á og skrifaði gjarnan handrit og leikstýrði að auki. Þótt honum tækist að skapa sér visst athafnafrelsi utan stóru kvikmyndafélaganna liggja ekki eftir hann nein persónuleg stór- virki. Trúlega er Jonathan Liv- ingston Seagull hans þekktasta mynd. Bartlett lagði alúð við þau verk sem hann valdi sér en vant- aði hins vegar listamannsneist- ann. Myndir hans voru jafnan málefnalegar, þ.e. viðfangsefnin voru oftast tiltekin málefni sem hann bar fyrir brjósti. Comeback er slík mynd. Hún er í senn heimspólitísk og dram- atísk, þar sem er ástarsaga bandarísks blaðamanns og inn- fæddrar stúlku í skugga ógnar- stjómar Pathet Lao í Laos seinni hluta áttunda áratugarins. Blaðamaðurinn sendir á laun fréttir af hryðjuverkum stjórn- arinnar til umheimsins, en stúlk- an fær það verkefni af hinum þýskættaða yfirmanni öryggis- lögreglunnar að vingast við hann og fletta ofan af honum. Báðir þessir menn verða ástfangnir af stúlkunni, en hún velur blaða- manninn eftir að hafa séð hörm- ungar þær sem lögregluforinginn ber ábyrgð á. Og þegar blaða- manninum er vísað úr landi eftir langvinnar pyntingar snýst myndin um tilraunir hans til að bjarga sinni heittelskuðu til Thailands með því að kafa yfir Mekongfljótið sem skilur löndin að. Þetta er sannsögulegt efni og Bartlett leggur þunga áherslu á heimildagildi þess í formi mynd- arinnar. Hann notar bæði þul og neðanmálstexta sem tíma- og staðsetur söguna. Þetta og fleira í aðferð hans gerir Comeback dálítið þunglamalega. En virðing og áhugi kvikmyndagerðar- mannsins fyrir efni sínu er aug- ljós í hverjum ramma, og hann fær leikara sína til að leika beint frá hjartanu, einkum þó Michael Landon (Húsið á sléttunni), Jurgen Prochnow (Das Boot) og Mora Chen í ástarþríhyrningn- um. Mörg atriðanna eru prýði- lega af hendi leyst þótt viss ein- feldni í samtölum og þjóðhátta- lýsingum dragi úr áhrifamættin- um. En sjálfur flóttinn yfir Mekong, þar sem Landon klórar sig eftir botni fljótsins innan um hræ af hrossum, blæðandi mannslík og kúlnaregn er bæði vel höndlaður og spennandi. Félagar í Lionsklúbbnum Muninn. Selja ljósaper- ur um helgina LIONSKLÚBBURINN Muninn í Kópavogi verður með sína árlegu, Ijósaperusölu á morgun, laugardag og sunnudag. Allur ágóði af Ijósa- perusölunni rennur að venju til líkn- armála. Kópavogsbúar hafa ávallt tekið þessari ljósaperusölu vel og notað tækifærið til að birgja sig upp af ljósaperum fyrir skammdegið. Með því hafa þeir slegið tvær flug- ur í einu höggi, tryggt sig fyrir því að þurfa ekki að sitja í myrkr- inu ef ljósaperan bilar og stutt gott málefni. Fréttatilkynning 40—50 % nemenda sem neyta áfengis byrja um fermingu — kemur m.a. fram í niöurstöðum könnunar á notkun áfengis, tóbaks, ávana- og fíkniefna 15—20 ára skólanemenda 1984, en einungis þeirra 17-20 ára unglinga sem voru í framhalds- skólum þetta vor. í úrtakinu voru tæplega 3000 nemendur. 2136 svör bárust eða um 72%, 1241 frá Reykjavík og nágrenni og 895 frá öðrum landshlutum. Það var Guð- rún R. Briem þjóðfélagsfræðingur sem hafði umsjón með könnuninni. í skýrslunni kemur fram að áfengisneysla er mjög almenn því um 87% þeirra nemenda sem könnunin náði til sögðust neyta áfengis, 30% 9. bekkinga, 46% pilta og 34% stúlkna í 2. bekk framhaldsskóla og 60% pilta og rúm 40% stúlkna í 4. bekk fram- haldsskóla höfðu neytt áfengis AFENGISNOTKUN er almenn meðal íslenskra skólanema og sífellt lækkar aldur þeirra sem byrja að neyta áfengis. 40-50% þeirra byrja um eða jafnvel fyrir fermingaraldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðanið- urstöðum könnunar sem Landlækn- isembættið, Krabbameinsfélagið og lungna- og berklavarnardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur gerðu í aprflmánuði 1984 á notkun áfengis, tóbaks, kannabisefna og lyfja og snefun 15-20 ára skólanema á Is- landL Könnunin var gerð í 9. bekk grunnskóla og 2. og 4. bekk fram- haldsskóla og náði hún til flestra unglinga sem voru 15-16 ára vorið „Þú kemst lengra á Camel skórn* Níösterkir, mjukir, vatnsvaröir með ekta ullar loðfóðrl Póstsendum S W5m Domus Medica tvisvar til þrisvar í mánuði eða oftar á síðustu fjórum mánuðum fyrir könnunina. Tíðni áfengis- neyslu var meiri utan Reykjavík- ursvæðisins. Rúmlega 40% yngstu piltanna og tæplega 70% eldri piltanna og um 40% stúlknanna höfðu „dáið“ vegna áfengisnotkun- ar. Könnunin gefur til kynna að auðvelt virðist vera fyrir unglinga að útvega áfengi. Það vekur t.d. athygli að um 21% þeirra unglinga sem voru 18 ára vorið 1984 keyptu áfengi í áfengisútsölu. Fleiri piltar neyta kannabisefna en stúlkur og er hlutfallið 20,4% á móti 14%. Einnig er mikill munur á neyslu þessara efna eftir búsetu og er neyslan greinilega langmest á Reykjavíkursvæðinu eða 22,1% á móti 9,6% í öðrum landshlutum. Um 39% tvítugra pilta höfðu neytt kannabisefna. Um 10% 15-20 ára pilta og 4% 15-20 ára stúlkna höfðu neytt þessara efna á síðustu sex mánuð- um og má ætla af könnuninni að ekki sé um stöðuga notkun að ræða hjá þessum aldurshópi. Þó höfðu 4,2% pilta, sem fæddir eru 1968 og neyta kannabisefna, neytt þeirra í 3-4 ár. Um 80% pilta og 70% stúlkna í elsta aldurshópnum sem búsett eru á Reykjavíkur- svæðinu sögðust þekkja notendur kannabisefna, en 60% pilta og 50% stúlkna í sama aldurshópi utan Reykjavíkursvæðisins. Mörgum hafði verið boðið kannabisefni til kaups og margir sögðust geta út- vegað slík efni samdægurs. í nið- urstöðunum segir að ljóst þykir að framboð kannabisefna sé veru- legt, sérstaklega á Reykjavíkur- svæðinu, og auðvelt að útvega það. Tóbaksnotkun er almennari á Reykjavíkursvæðinu en í öðrum landshlutum og nota heldur fleiri stúlkur (33,8%) tóbak en piltar (27,9%). Alls nota rúmlega 30% íslenskra skólanema á aldrinum 15-20 ára tóbak. Notkunin er þó misjöfn eftir aldri og búsetu. Mest tóbaksnotkun var hjá piltum í 4. bekk framhaldsskóla utan Reykja- víkursvæðisins (48,2%) og stúlkum í 4. bekk framhaldsskóla á Reykja- víkursvæðinu (48%). Minnst var um tóbaksnotkun hjá piltum i 9. bekk grunnskóla utan Reykjavík- ursvæðisins (19,1%) og stúlkum í 2. bekk framhaldsskóla utan Reykjavíkursvæðisins (22,6%). Flestir unglingarnir byrjuðu að reykja á aldrinum 14-17 ára, en um 5-9% þeirra byrja að reykja 13-14 ára eða yngri. Alls höfðu 127 nemendur notað lyf til að komast í vimu, eða um 7% þeirra sem spurðir voru. Flest- ir höfðu notað róandi lyf, eða 98. 25 höfðu notað amfetamín, 14 kókain, 7 LSD, 2 morfín og 1 heró- in. Þess ber að geta að 20 þessara 127 nemenda hafa notað fleiri en eitt lyf. Af þeim sem voru í 2. bekk fram- haldsskóla höfðu mun færri snefað en í hinum árgöngunum. í könnun- inni kemur i ljós að snefun er nokkuð algengari utan Reykjavík- ursvæðisins, eða um 12% á móti 7% á Reykjavíkursvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.