Morgunblaðið - 11.10.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
17
„Debut“ tónleikar
_______Tónlist
Jón Ásgeirsson
Ein af efnilegustu söngkonum
okkar íslendinga, hélt tónleika
í Norræna húsinu sl. þriðjudag
og flutti bæði ljóðasöngva eftir
Schubert, Schumann, Tsjaí-
kofsky, Liszt og aríur eftir
Puccini og Mozart. Þessi efni-
lega söngkona er Signý Sæ-
mundsdóttir og henni til að-
stoðar var systir hennar, Þóra
Fríða Sæmundsdóttir, píanó-
leikari. Signý er við nám í
Vínarborg svo að þessi „debut"
konsert er í raun forprófun á
kunnáttu og getu Signýjar. Hún
hefur feikna góða og kraftmikla
rödd en hvort það var vegna
þess að ljóðasöngur er við-
kvæmur og erfiður, eða vegna
reynsluleysis söngkonunnar,
var rödd hennar ekki í því jafn-
vægi sem hlustendur hefðu
mátt eiga von á. Svo virðist sem
hún sé ekki alveg orðin sátt við
að „leggja röddina" samkvæmt
því sem hún hefur verið að læra
undanfarið. Samt var auðheyrt
að tónlistin fékk á stundum
óskabyr í útfærslu hennar. Eins
og fyrr sagði, má vera að radd-
lega sé henni ekki jafn auðvelt
að glíma við ljóðasöngva og
henni virðist vera létt um að
syngja óperuaríur, eins og kom
t.d. fram í aríu úr Manon Les-
caut og í Come Scoglio, úr Cosi
fantutte eftir Mozart. Hér
heima var Signý þekkt fyrir
öryggi og sérlega góðar upp-
færslur á nútímatónlist, svo að
hér er um nýja upplifun að
ræða fyrir hlustendur að
nokkru. Það vill svo til, að í
flutningi tónlistar fer oft sam-
an að ákveðin raddgerð eins og
tilheyri ákveðnum stíl og sam-
kvæmt því fellur söngvara
misvel að flytja ýmiskonar tón-
list. Sterk skil eru á milli þeirr-
ar ögunar sem nútímatónlist
krefur af söngvara og þess sem
hann þarf að kunna fyrir eldri
tónlist. Þessi skil eru stundum
nærri óbrúanleg á milli ljóða
og óperusöngs, fyrir utan þá
aðgreiningu sem er til staðar í
mismunandi stíl tónskálda. Öllu
þessu þarf að huga að, því
tæplega mun nokkur söngvari
vera til, er söngtæknilega getur
gert öllum stíltegundum skil og
er þá bæði átt við raddtækni-
lega túlkun og meðferð ólíkra
stíltegunda.
Signý er góður tónlistarmað-
ur og að því leyti á hún aðgang
að allri tónlist. Raddgerð henn-
Signý Sæmundsdóttir
ar er í mótun og vandséð hvar
styrkur Signýjar liggur en
undirritaður hefur ávailt trúað
á hana sem „dramatíska" söng-
konu, með heila hljómsveit til
undirleiks, þar sem söng og
túlkun tilfinr.inga er steypt
fram á ögurbrún, hátt yfir
svarrandi og miskunnarlausu
briminu. Fyrir slíka söngkonu
Þóra Fríða Sæmundsdóttir
er liedersöngur ef til vill of
haminn í túlkun. Hvað sem
þessu líður er hér á ferðinni
efnileg söngkona og þó ekki
slægi af neista í þetta sinn, gaf
þessi konsert góð fyrirheit.
Samleikur systranna var mjög
góður og er Þóra Fríða góður
undirleikari þó enn skorti hana
nokkra reynslu.
Hagsveifluvog
iðnaðarins:
Batnandi
söluhorfur
í iðnaði
FRAMLEIÐSLA og sala í almennum
iðnaði var meiri á öðrum ársfjórðungi
þessa árs en var á sama tíma í fyrra.
Hins vegar var framleiðsla í stóriðju-
greinunum, ál- og kísiljárnfram-
leiðslu, minni í jtessum fjórðungi í ár
en var í fyrra. Alframleiðslan reynd-
ist 8% minni, en kísiljárnframleiðsl-
an 19%minni.
Þessar upplýsingar koma fram
í síðustu „Hagsveifluvog iðnaðar-
ins“, sem er ársfjórðungsleg könn-
un á vegum Félags íslenskra iðn-
rekenda og Landsambands iðnað-
armanna á breytingum í iðnaðin-
um hérlendis.
Hagsveifluvog iðnaðarins metur
einnig horfur í sölumálum iðnað-
arins á næsta ársfjórðungi og
töldu 33,5% aðspurðra að söluhorf-
ur væru betri fyrir þriðja fjórðung
þessa árs en annan, en 15,6% töldu
horfurnar lakari.
Kynning á starfi
grunnskólanna
KYNNINGARNEFND Kennara-
sambands íslands gengst í samráði
við menntamálaráðuneytið fyrir
kynningardegi í grunnskólum lands-
ins laugardaginn 2. nóvember nk.
Haldin verður kynning á almennu
skólastarfi og í staðinn fellur niður
kennsla mánudaginn 4. nóvember
en kennt verður samkvæmt stunda-
skrá þess dags á laugardaginn.
I frétt frá kynningarnefndinni
segir að markmiðið með slíkum
degi sé að kynna aðstandendum
barna og öðrum það starf sem
fram fer í grunnskólum landsins
og vinnuaðstöðu kennara og nem-
enda. Laugardagurinn sé valinn til
þess að sem flestir eigi möguleika
á að koma í heimsókn. í tilefni
dagsins verði Kennslumiðstöð
Námsgagnastofnunar að Lauga-
vegi 166 opin frá kl. 11-15.
I fréttinni segir jafnframt: „Það
er ósk kynningarnefndarinnar að
aðstandendur barna og aðrir vel-
unnarar skóla noti þetta tækifæri
til að kynnast aðbúnaði á vinnu-
stað kennara og nemenda og því
fjölbreytta starfi sem fram fer í
skólum, einnig að dagurinn takist
sem best, verði öllum þeim er hlut
eiga að máli til ánægju og fróðleiks
og stuðli að auknum samskiptum
milli heimila og skóla.
LYSI
Hugsaðu um íslenska hreysti
Okkur er hún eðlileg. . .
Hugsaðu um Magnamín —
ný straumhvörf í heilbrigði
á Islandi
Magnamín er árangur íslenskra
heilsurannsókna. Magnamín hefur
24 nauðsynleg vítamín og steinefni
sem íslendingar á öllum aldri
þarfnast. Og það er laust við hvers
konar aukaefni sem er stundum
blandað saman við bætiefni undir
yfirskyni „töfra“ eða „fullnustu".
Spurðu okkur bara og við útskýrum
nákvæmlega hvernig Magnamín
nýtist líkamanum.
Magnamín — það er magnað fyrir-
bæri.
Alkunna er að við íslendingar
verðum flestum langlífari. Þetta á
sér margar orsakir. Sumar þeirra
tengjast beint Lýsi hf. í Reykjavík
Hugsaðu um þorskalýsið frá
Lýsi hf. — íslenska
kólestrólhemilinn
Við teljum að það sé hreinasta lýsi í
heimi. Náttúran hefur gætt það A
og D vítamínum í ríkum mæli og
auk náttúrulega bragðsins fæst það
með ávaxta- og myntbragði. Síðast
en ekki síst er það þrungið af fjöl-
ómettuðu fitusýrunum, EPA og
DHA. Af þeirra völdum dregur
lýsið frá Lýsi hf. úr kólestróli í
blóði. Þorskalýsið frá Lýsi hf. —
það er jafníslenskt og íslendinga-
sögurnar.
Hugsaðu um Frískamín.
Það er eftirlæti íslenskra
barna
Það er jneð góðu ávaxtabragði. Og
það er auðugt að A, D, C og Bi; B2,
B3 og B6 vítamínum. Þess vegna
taka börn og foreldrar það
reglulega.
Nú er verið að kynna Frískamín
innflytjendum í flestum Evrópu-
löndum.
Verður það jafnvinsælt þar ytra og
á íslandi?