Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 Pólland: Jaruzelski hvet- ur til þátttöku í kosningunum Varsjá, 10. október. Al'. JAKUZKLSKI, leiðtogi Póllands, hvatti í gær Pólverja til að taka þátt í kosningum til pólska þingsins, sem fara eiga fram næsta sunnudag og taka ekki mark á óskum Samstöðu, hinnar bönnuðu verkalýðshreyfingar Póllands, um að fólk láti hjá líða að taka þátt í kosningunum. Jaruzelski sagði þetta í kosningaræðu í sjón- varpi í gær, sem sjónvarpað var um allt Pólland. Hann sagði að góð þátt- taka myndi styrkja stöðu pólsku þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. „Á sunnudag mun sameiginlcgri ábyrgð pólsku þjóðarinnar verða skipt á milli milljóna einstaklinga. Sérhver góður þjóðfélagsþegn mun standast prófið fyrir föðurlandið og staðfesta visku og þroska þjóðarinnar,“ sagði Jaruzelski ennfremur. Þetta eru fyrstu kosningarnar í Póllandi síðan Samstaða var út- læg gerð í ágúst 1980, en kosning- um var frestað á síðasta ári vegna áframhaldandi innanlandsófriðar í Póllandi. Á þinginu eiga sæti 460 manns. Tveir frambjóðendur eru til 410 sæta, en þeir hafa verið vandlega valdir af Pólska komm- únistaflokknum. I hvert hinna 50 sætanna sem eftir eru, býður sig fram einungis einn frambjóðandi, en í framboði til þeirra sæta eru helstu ráðamenn Póllands." Jaruzelski Tveir fsraelar myrtir á Spáni Tcl Atít, 10. október. AP. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, lýsti yfir í dag að ísraelsku sjómennirnir tveir sem fundust látnir í Barcelóna hefðu verið myrtir með köldu blóði og útvarpsstöð í ísrael greindi frá því að þar hefðu byssu- glaðir Palestínumenn verið að verki. Israelskir embættismenn kváðu sjómenninna heita Yaakov Abu og Zion Abu. Þeir komu báðir frá hafnarborginni Haifa í ísrael og eru ekki skyldir. Lík þeirra fund- ust illa útleikin í íbúð í Barcelóna í gær, miðvikudag. Mannanna var fyrst saknað á föstudag, en þá sneru þeir ekki til borðs er skip þeirra, „Zim Barcel- óna“, átti að láta úr höfn. Lögregla var ltin vita af hvarfi þeirra, en skipið lagði úr höfn á laugardag til næsta áfangastaðar, Kanada. ísraelsk herþota af gerðinni Phantom F4 tekur eldsneyti á flugi frá Boeing 707-tankvél. Loftárás ísraela á stöðvar PLO í Túnis: ^ 36 flugvélar tóku þátt í árásarferðinni Flugleiðin í árásarferðinni. Frá ísrael til Túnis og til baka eru um 5.000 kflómetrar og urðu flugvélarnar að taka þrisvar eldsneyti á flugi. ^ London, 9. október. AP. ÁTTA F-16 ísraelskar sprengjuflug- vélar gerðu loftárásini á bækistöðv- •ar PLO, Frelsisfylkingar Palestínu- manna, í Túnis, að sögn brezka varnarmálaritsins Jane’s Defence Weeklr. Að sögn ritsins tóku 36 þotur af ýmsum gerðum þátt í árásar- ferðinni. Jane's Defence Weekly segist hafa fréttir sínar eftir mjög áreið- anlegum heimildum, sem það nafngreinir ekki. Það segir flugvél- arnar hafa lagt upp í ferðina frá flugstöðvum í vesturhluta ísrael. Árásarvélarnar hafi þurft að taka eldsneyti tvisvar á útleiðinni og einu sinni á heimleiðinni, en vega- lengdin fram og til baka var um 5.000 kílómetrar, eða álíka löng og frá Reykjavík til New York. Að sögn ritsins vörpuðu átta F-16-sprengjuflugvélar 500 kílóa sprengjum og skutu flugskeytum á skotmarkið. Vopnunum var stýrt á skotmarkið með leysi-geislum og geiguðu þau ekki. Meðan látið var til skarar skriða sveimaði „fjöldi" F-15-orrustuþota yfir til varnar sprengj uþotunum. Mesta hættan á því að árásar- ferðin færi út um þúfur var er flugvélarnar flugu suður af Möltu. Um það leyti voru þær næst Líbýu, en svo virðist sem þær hafi sloppið hjá ratsjár- og hlustunarstöðvum Líbýumanna, því svo virðist sem að í ferðinni hafi ekki verið með rafeindabúnaður til að rugla rat- sjár. Jane’s hefur það eftir starfs- mönnum sendiráðs Túnis í London, að yfirvöld í Túnis hafi vitneskju um að „öll helztu ríkin“ hafi orðið flugvélanna vör á leiðinni til Túnis, en engu skeytt um að vara Túnis- menn við. Segir ritið að „líklega" hafi hlustunarstöð Breta á Troo- dos-fjalli á Kýpur orðið árásarvél- anna vör. Alls biðu 73 manns bana í árás- inni. Byggingar þær í Borj Cedria, í Túnis, sem hýstu bækistöðvar PLO, voru jafnaðar við jörðu. ísra- elar sögðu árásina í hefndarskyndi við morð á þremur ísraelsmönnum á Kýpur 25. september, sem ísrael- ar segja að hafi verið stjórnað frá bækistöðvunum i Túnis. No7krem\ínan óvsent ánægja iöskiptav\n» Brf' 'sirJSU -tB5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.