Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 3 Starfshópur um boðveitu skilar áliti: Nýtt þráðlaust kapalkerfi hentar best í Reykjavík STTARFSHÓPUR á vegum Reykja- víkurborgar hefur að undanförnu unnið að gagnasöfnun um hvaða boðveitukerfí henti best aðstæðum á höfuðborgarsvæðinu. Valið stendur milli venjulegra kapalkerfa eða svo- kallaðs þráðlauss kapals, MMDS, sem er bandarísk nýjung og hefur verið að ryðja sér til rúms að undan- förnu. Að sögn Björns Friðfinnssonar, sem er í starfshópnum ásamt þeim Þórði Þorbjarnarsyni borgarverk- fræðingi og Birni L. Halldórssyni forstöðumanni skólaskrifstofu, hafa kostir og gallar þessara kerfa verið ræddir að undanförnu og í fljótu bragði væri ekki annað sjá en að MMDS kerfið hentaði Reykjavíkursvæðinu vel. Kerfið hefði það fram yfir önnur kapal- kerfi að það væri þráðlaust og sendingarnar væru á sérstökum lág bylgjum, sem væru nær radar- bylgjum og hægt væri að dreifa efni á allt að 32 rásum. Vandamál í útsendingu vegna fyrirstöðu í landslagi eða vegna hárra bygg- inga yrði að leysa með sérstökum sendum eða kapallögnum. Stofn- kostnaður við sendibúnað MMDS kerfisins er mun minni heldur en við venjulegt kapalkerfi og er kostnaður við átta rása kerfi til dæmis, kr. 10 millj. fob. á verðlagi í dag. Hins vegar þarf að huga betur að kostnaði móttakenda, sem þurfa sérstakt loftnet og tæki tengt því, til að geta náð útsend- ingum en verð á þeim búnaði hefur farið lækkandi að undanförnu. „Hugmyndin er að borgin leigi út rásir til fyrirtækja, sem þess æskja auk þess sem borgin mun sjálf standa að útsendingum á ýmsu fræðslu- og upplýsingaefni, það er skjárit og dagskrá islenska sjónvarpsins verði endurvarpað um rás eitt,“ sagði Björn. „Þá skapast möguleikar á móttöku sendinga frá gerfihnetti, sem síðan væri sjónvarpað um kerfið auk þess sem hægt væri að útvarpa um rásirnar." Boðveitan er hugsuð, sem þjónustuveita við borgarbúa rétt eins og hitaveita og rafmagns- veita og verða þeir sem vilja not- færa sér þess þjónustu að greiða sérstaklega fyrir hana. Þeir sem kaupa þjónustuna fá sérstakt spjald sem gengur í búnaðinn sem fylgir loftnetinu og hafi menn ekki staðið í skilum þá er hægt að loka fyrir móttöku með sendingu i gegn um kerfið. Starfshópurinn mun skila áliti sínu til borgarstjórnar í lok nóv- ember þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um hvort ráðist verð- ur í að stofna boðveitu og hvaða leið verði farin. Nefnd á vegum bæjarstjórnar Seltjarnarness hef- ur þegar skilað áliti um þetta sama efni þar sem komist var að sömu niðurstöðu um MMDS kerfið. Þá er Samband sveitafélaga á höfuð- borgarsvæðinu að kanna hvernig hægt sé að koma á samstarfi sveit- arfélaganna um sameiginlegt boð- veitukerfi. Áður en hægt er að koma MMDS á fót þarf að breyta fjarskiptalögunum þar sem Póstur og simi hefur einkarétt á slíkum rekstri, sem hér um ræðir. Hrottaleg árás í Þórscafé RLR lýsir eftir vitnum MAÐUR varó fyrir hrottalegri árás í veitingahúsinu Þórscafé fyrir nokkru. Hann var á leið inn á salerni karla þegar hann rakst utan í stúlku og kom til orðaskipta þeirra á millL Skyndilega réðst einhver aftan að manninum og sló þannig að hann féll. Árásarmaðurinn sparkaði síðan í andlit mannsins þar sem hann lá á gólfínu með þeim afíeiðingum, að hann hlaut alvarlega áverka á höfði. Atburðurinn varð aðfaranótt sunnu- dagsins 20. október síðastliðinn milli klukkan hálfþrjú og þrjú. Margir voru á ganginum þegar ráðist var á manninn og óskar Rannsóknarlögregla ríkisins eftir því, að þeir sem urðu vitni að atburðinum vinsamlega gefi sig fram. Sjóvogin frá Marel um borð í Hólmadrang: Getur sparað verulegt fé - segir Þorsteinn Ingason, fram- kvæmdastjóri Hólmadrangs FYRIRTÆKIÐ Marel hefur nú geng- ið frá uppsctningu sjóvoga í þrjú fa- lenzk fiskiskip. Tvö þeirra héldu til veiða á miðvikudag, en eitt þeirra hefur verið með vogina um borð í nokkurn tíma og hefur hún reynzt vel að sögn útgerðar skipsins. Þorsteinn Ingason, fram- kvæmdastjóri útgerðar togarans Hólmadrangs, sem stundar rækju- veiðar, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að vogin hefði reynzt mjög vel. Hún sparaði verulegar fjár- hæðir og virtist geta borgað sig upp í tveimur túrum. Mestu skekkju- mörk hennar væru 5 grömm í verstu veðrum og nákvæmni fullkomin í góðum sjó. Með þessu þyrfti ekki lengur að vigta ríflega til að vera viss um að vera með rétta þyngd í pakkningum. Höskuldur Ásgeirsson, sölustjóri Marel, segir, að framleiðsla vog- anna sé komin í fullan gang, en svo mikil eftirspurn sé eftir þeim að nokkurn tíma taki að anna henni. Hann segir þetta einu sjóvogina á markaðnum með 5 gramma ná- kvæmni, sem skipti verulegu máli, þegar verið sé að vigta í fremur íitíar pakkningar dýra vöru eins og rækju, sem seljist fyrir 300 til 350 krónur hvert kíló. KOMIÐ OGSKOÐIÐ 'NABÆR Austurstræti22 — Laugavegi66 — Glæsibæ, slmi fra skiptiboröi45800. OG UMBODSMENN UMLANDALLT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.