Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 23 Kynnt ferðamálaáætlun fyrir Borgames: Samræma þarf áætlanir sérleyfísbifreiðanna Grindavík: Þrengsli minnka í skól- anum með nýrri byggingu Borgarnesi 24. október. NÝLEGA var haldinn fundur um ferðamál í Vesturlandi í Hótel Borg- arnesi. Framsöguerindi hélt Óli Jón Ólason formaður Ferðamálaráðs Vesturlands. Lögð var fram á fundin- um hugmynd að ferðamálaáætlun til næstu 10 ára. I framsöguerindinu sagði óli J. ólason m.a. að ferðaþjónustan væri sú atvinnugrein sem væri í hvað örustum vexti í heiminum í dag. Um 300 milljónir manna hefðu ferðast á milli landa árið 1984. Sagði ÓIi að gert væri ráð fyrir að um 90 þúsund erlendir ferðamenn kæmu til íslands 1985. „Við fáum aldrei hærra verð fyrir fiskinn, eða kjötið okkar, en þegar við höfum fullunnið vöruna og selt hana beint til erlendra ferða- manna, ferðamanna sem við höf- um flutt til landsins með innlend- um farkostum," sagði óli J. Óla- son. Þá ræddi óli um dreifbýlið og sagði: „Ferðaþjónustan er oft sú viðbót sem þarf, til að ýmis konar þjónusta geti þrifist í dreif- býlinu, ferðaþjónustan er „rjóm- inn“ sem bjargar fyrirtækinu, eftir að það hefur orðið að lifa á „undan- rennu“ 8 til 9 mánuði ársins." Þá lagði óli J. ólason fram hugmynd að ferðamálaáætlun fyrir Borgarnes til næstu 10 ára. Kvaðst óli hafa unnið þessa áætl- un samkvæmt eigin hugmyndum og samkvæmt tillögum frá ferða- Kiwanis gaf sjúkrahúsi 290 þús. kr. UMDÆMISSTJÓRI Kiwanishreyf- ingarinnar á íslandi, Þór Ingólfsson, afhenti Geódeild Fjóröungssjúkra- hússins á Akureyri gjafabréf fyrir kaupum á ýmsum búnaöi til iðjuþjálf- unar og lækninga. Nam gjafabréfiö 290.000 krónum og var fjárins aflaö í síöustu landssöfnun kiwanismanna 29. október 1983 með sölu K-lykilsins undir kjörorðinu „Gleymum ekki geösjúkum". Söfnunarféð nam um 2,3 milljón- um króna og var það að miklum hluta afhent Geðverndarfélagi ís- lands og varið til byggingar endur- hæfingarstöðvar fyrir geðsjúka að Álfalandi 15 í Reykjavík. Hún var tekin í notkun fyrir u.þ.b. ári. Því fé sem safnast hefur meðal landsmanna með sölu K-lykilsins undanfarin ár hefur öllu verið varið til stuðnings geðsjúkum. Kiwanis- hreyfingin hefur lagt metnað sinn í verkefnið og ávallt hlotið góðar undirtektir almennings. Þannig var stuðlað að uppbygg- ingu Bergiðjunnar í Reykjavík, en hún er verndaður vinnustaður í tengslum við Geðdeild Landspítal- ans í Reykjavík, ætlaður fyrir vinnuþjálfun 40 sjúklinga. Þá var reist í samvinnu við Geðverndarfé- lag íslands húsið i Álfalandi 15 en þar er rekinn svokallaður áfanga- staður ætlaður til endurhæfingar 7-10sjúklinga. Ákveðið var að hluti söfnunar- fjárins á síðasta K-degi rynni til Geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og er það afhent nú þegar líður að þvf að deildin taki til starfa í nýju húsnæði. málanefnd Borgarness, en þá nefnd skipa: Egill Heiðar Gíslason, Geir Björnsson og Jón Stefán Karlsson. í áætluninni er verkefn- um skipt niður á tímabil. Meðal verkefna á næstu árum má nefna: samtengingu áætlana þeirra sér- leyfishafa sem um Borgarnes fara. Og koma upp sameiginlegri af- greiðslu allra bifreiðanna. I fram- tíðinni verði síðan byggð umferð- ar- og upplýsingamiðstöð með góðri veitingaaðstöðu, o.fl. Gera þarf breytingar á Hótel Borgarnesi og athuga með að koma upp svefnpokaplássi í bænum og koma upp tjaldstæði á nýjum stað. Þá er rætt um bætta þjónustu verslana, söluskála og bifreiða- þjónustufyrirtækja. Einnig er rætt um þörf á fjölbreyttari af- þreyingu fyrir ferðamenn, og fleira. Um 200 aðilar eru að Ferðamála- samtökum Vesturlands, þar af 11 í Borgarnesi, en Borgarneshreppur greiðir um 15% af kostnaði sam- takanna. _ tkþ. Grindavík 21. október. NÝLEGA var lokið við að gera fokhelda nýja byggingu ofan á gamla álmu grunnskóla Grinda- víkur. Vonast er til að lokið verði innréttingum í þessa nýbyggingu á næsta ári. Þá rætist úr hvað rými varðar í skólanum. Undanfarið hefur verið kennt á ýmsum stöðum úti í bæ við erfiðar aðstæður svo þörfin er brýn. — Guöfinnur Ódýr vetmidvöl á Mallorca fyrir fe>lk með nægan tima Nú þegar daginn tekur að stytta getur þú snúið duglega á Vetur konung með því að halda til Mallorca og dvelja þar í góðu yfir- læti á meðan skammdegið ríkir hér heima. 10 vikna dvöl fyrir adeins kr. 39.920,- Verðið fyrir dvöl á Mallorca er ákaflega hagstætt. Grunnverð fyrir 4 vikur er kr. 27.900,- í tvíbýli en kr. 34.920,- í einbýli, 2.000,- kr. bætast við á mann fyrir hverja umframviku. Þannig kostar 10 vikna dvöl fyrir þig aðeins kr. 39.920,- í tvíbýli. Ríú-íbúðirnar eru sniðnar fyrir langdvöl. Gist er á nýju íbúðarhóteli á Palma Nova; Ríú D'oms. Þar er allur aðbúnaður eins og best verður á kosið. Splunkunýjar íbúðirnar eru vel búnar húsgögnum og eldhúsin eru rétt eins og þú átt að venjast heima hjá þér. Þær eru skammt frá aðalgötu Palma Nova og aðeins í örskots fjarlægð frá allri helstu þjónustu. Allan liðlangan veturinn er ákaflega milt og gott veður á Mallorca. Rétt eins og þægilegt íslenskt sumarveður. Þú getur lagt mann- broddunum með góðri samvisku en sandalar eru nauðsynlegir! Ferðatilhögun. Flogið verður vikulega á miðvikudögum til Mallorca með viðkomu í London. í Palma tekur hún Sif fararstjóri á móti þér en hún verður til halds og trausts á meðan dvölinni stendur. Starfsfólk Úrvals veitir þér allar nánari upp- lýsingar um hálkulausar vetrarvikur á Mallorca. FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL Ferðaskrifstofan llrval v/Austuvöll. Sími 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.