Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 29 Mótmæli sauðfjárbænda á Nýja-Sjálandi: Slátruðu 2.500 kindum og grófu Christchurch, Nýja SjáUndi, 30. október. AP. FJÖGUR hundruð fjárbændur á Nýja Sjálandi gripu til óvenjulegrar aðferdar til að vekja athygli á erfiftri Achille Lauro-málið í Bandaríkjunum: Langflest- ir á bandi forsetans Washington. 30. október. AP. FJORIR af hverjum fimm Banda- ríkjamönnum eru sáttir vift þaft, hvernig Ronald Reagan Bandaríkja- forseti brást vift í Achille Lauro- málinu, samkvæmt því sem fram kemur í niðurstöftum skoftanakönn- unar, sem birtar voru í dag. Attatíu af hundraði aðspurðra í þessari könnun, sem Washington Post og NBC-sjónvarpsstöðin stóðu fyrir, voru samþykkir þeirri ráðsályktun að neyða egypsku þotuna til lendingar, að því er fram kemur i frétt um könnunina í Washington Post í dag. Hringt var í 1.506 manns frá fimmtudegi í síðustu viku til mánudags, að báðum dögum með- töldum. Sextíu og átta af hundraði þeirra, sem spurðir voru, töldu mikilvægara að leggja til atlögu við hryðjuverkamenn en viðhalda góðu sambandi við lönd eins og Italíu. Þó að flestir Bandaríkjamann- anna legðu blessun sína yfir hand- töku mannræningjanna, drógu þeir í efa, að hún mundi hafa nokkur áhrif í þá átt að draga úr hryðjuverkum. Fimmtíu og fimm af hundraði töldu, að handtakan breytti engu í þessu efni, 29% töldu að draga mundi úr hryðjuverkastarfsemi og 13% töldu að hryðjuverkum mundi fjölga. afkomu sinni. Reiftir lágu verfti á lambakjöti slátruðu þeir 2.500 ám í dag og fleygftu þeim í gröf eina. Bændurnir söfnuðust saman skammt frá borginni Christ- church, grófu þar gröf stóra og leiddu síðan ærnar fram á grafar- bakkann og skiptust á að skera þær á háls og varpa þeim síðan fram af barminum. Talsmaður bændanna, Alan Grant, sagði kindurnar aðeins að verðmæti einn nýsjálenzkur doll- ar, 25 krónur íslenzkar, á núver- andi verðlagi, en þeir vildu að ríkÍ8stjórnin tryggi þeim hundrað- kall í viðbót og að þeir fái jafnvirði 125 króna fyrir skepnuna. Grant sagði bændurna hafa gripið til þessa örþrifaráðs til að vekja athygli á bágri stöðu sinni. Kvað hann sauðfjárbændur standa frammi fyrir gífurlegum erfiðleik- um vegna hárra vaxta og lítilli eftirspurn eftir kindakjöti. Land- búnaðarráðuneytið áætlar að 2.000 bændur verði að hætta búskap í ár vegna slæmrar afkomu. Bretland: 10.300 kr. meðaltekjur á viku Loadon, 30. oklóhrr. AP. MEÐALTEKJUR brezkra launþega voru 171 pund á viku á 12 mánafta tímabili fram til sl. aprflloka, aft sögn brezka atvinnumálaráftuneytis- ins. Vikutekjurnar nema um 10.300 krónum íslenzkum. Er hér um að ræða 7% hækkun miðað við sama tímabil árið áður. Meðaltalið var ekki hið sama með- al karla og kvenna. Meðaltekjur karla reyndust 192,40 pund, eða um 11.500 krónur, en meðaltekjur kvenna 126,40 pund, eða um 7.600 krónur. Höfðu tekjur kvenna auk- ist örlítið meira en tekjur karla. KGB lét taka sovésk- an flóttamann af lífi New York, 30 október. AP. SOVÉTMENN létu Uka af I1T1 mann að nafni Nicholas Shadrin, fyrrum foringja í sovéska flotan- um, er hljópst undan merkjum ár- ið 1959 og gerðist njósnari Banda- ríkjamanna. Var hann staddur í Austurríki 16 árum seinna í leyni- legum erindagjörðum, er útsend- arar sovésku leyniþjónustunnar, KGB, klófestu hann. Það var bandaríska sjón- varpsstöðin NBC, sem sagði frá þessu í frétt í gær og vitnaði í ótilgreinda heimildarmenn inn- an leyniþjónustu Bandaríkj- anna, CIA. Eftir að Shadrin hafði leitað hælis vestra, dæmdu Sovétmenn hann til dauða, að honum fjar- stöddum, fyrir að hafa veitt Bandaríkjamönnum hernaðar- upplýsingar. Samkvæmt frétt NBC hefur fyrrverandi yfirmaður hjá KGB, Vitaly Yurchenko, sem nýlega leitaði hælis á Vesturlöndum, borið við yfirheyrslur, að Sovét- menn hafi rænt Shadrin í Vín- arborg 20. desember 1975 og fullnægt dauðadómnum yfir honum sama dag. Talsmenn CIA, utanríkisráðu- neytisins og dómsmálaráðu- neytisins hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um fréttina. Gagnrýna samstarfs- samning við Græningja Bonn, Vinlur l>ýnkal»n(li, 30. október. AP. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði á mánudag, að þaft hefðu verift „hörmuleg mistök“ aft efna til stjórnarsamstarfs með Græningjum, sem væru m.a. andvíg- ir aðild landsins að NATO. Kohl sagði þetta eftir að full- trúar Græningja á þinginu í Hess- en höfðu einróma samþykkt að taka þátt í samsteypustjóm með jafnaðarmönnum. Samkvæmt stjórnarsáttmálan- um kemur það í hlut Græningjans Joschka Fishers, fyrrum leiðtoga vinstrisinnaðra stúdenta, að gegna embætti umhverfismála- ráðherra í Hessen, en hann er einnig þingmaður Græningja á smbandsþinginu. Kohl sagði, að jafnaðarmenn í Hessen væru með þessu að leggja lag sitt við flokk, sem „er i nöp við iðnaðarsamfélagið og efast um réttmæti lýðræðisskipulagsins". Talsmaður Græningja á sam- bandsþinginu i Bonn, Rainer Trampert, hefur einnig gagnrýnt Hessen-samkomulagið, sem hann telur ótækt í grundvallaratriðum. Núeru þau ráð dýr sem leyst gætu vanda Ewinganna. Varla mundi það skipta sköpum þótt þeir bræður væru lokaðir inní SELKO skáp; svona rétt eins og ótíndir pörupiltar. En þeim yrði klárlega Ijóst hve mikill kostagripur SELKO — skápur er. Við í SELKO spörum nefnilega ekki hand- tökin við smíði skápanna okkar og skerum ekki efnið við nögl. Þeir eru nógu traustir til að þola brambolt þeirra bræðra og svo áferðar- fallegir að húsbændur á Southfork yrðu hreyknir af einum í stofu sinni. Tvískipting skápanna er hentug og gefur þeim skemmtilegt yfirbragð; hún kæmi sér mjög vel hjá þeim bræðrum núna. Þú ættir einnig að líta við hjá okkur og sjá skápana sem ekki hafa ennþá birst í Dallas þáttunum. Við framleiðum ekki aðeins frábærar hurðir! SELKO Auðbrekku 1-3, Kópavogi, sími 41380
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.