Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 40
rnn3 40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Frerí tíó festar f Reykjavfkurhöfn. Freri RE 73 fiskvinnslu- Hægt að frysta allt að 45 tonnum á sólarhring fljótandi og frystihús HIÐ hrollkalda nafn Freri hæfir vel fyrrum Spánartogara Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, Ingólfi Arn- arssyni, 1.000 tonna skuttogara sem Slippstöðin á Akureyri hefur nýlega lokið við að breyta í full- kominn frystitogara. Fljótandi fiskvinnslu- og frystihús. Freri RE 73 er í eigu Ogurvíkur hf., og að sögn framkvæmdastjórans, Gísla Jóns Hcrmannssonar, er hægt að frysta um borð í skipinu allt að 45 tonnum af flökum á sólarhring. I um það bil 250 fermetra vinnslusal ægir saman vélum og færiböndum og virðist allt renna saman í eina sundurlausa bendu. En það er öðru nær. Þarna ræður skipulagið ríkjum: Úr trollinu kemur sjóvolgur þorskurinn inn á blóðgunarborð, fer þaðan í aðgerðarvél, þar sem hann er slægður og hausaður, síðan á færibandi inn í flökunar- vél, í gegnum roðflettara, inn á ljósaborð þar sem ormarnir eru tíndir úr honum, upp á vikt, í pökkunarvél og frystitæki og loks niður í frystigeymslu í iðr- um skipsins. Framhaldið þekkja allir: flutningaskip siglir með hann vestur um haf þar sem hungraðir gestir Long John Silver bíða spenntir yfir hvít- vínsglasi eftir að borinn sé fyrir þá gómsætur pönnusteiktur þorskur af íslandsmiðum. Og þjóðin fær skotsilfur I erlendri mynt til að eyða á börum við Spánarstrendur. Um borð í Frera er 26 manna áhöfn. Brynjólfur Halldórsson skipstjóri sagði að nóg væri að 10 manns væru á vakt í einu, 4 til að taka inn trollið og 6 í móttökunni inni í vinnslusaln- um. Freri heldur líklega á miðin nk. laugardag. Texti: GPA Um borð I Frera eru ekki einungis vélar til að ganga í skrokk á þorskin- um. Á þessari mynd má sjá rækjuflokkunarvél (th.). hausskurðarvél fyrir karfa og grálúðu og sporðskurðarvél fyrír grálúðu. r U fe m Trollið tekid um borð. LAMPAR OG GLÖS ÚTSKURÐARJÁRN • MIKIÐÚRVALÍ FATADEILD ÞARÁMEÐAL • SAMFESTINGAR • STILL LONGS ULLARNÆRFÖT • ALLAR MÁLNINGAR- VÖRUR Grandagarði 2 Sími 28855 OPIO LAUGARDAG 9—12 Og þá er ekkert annað eftir en að frysta og pakka. Um borð í Frera eru 5 frystar, fjórir láréttir og einn lóðréttur. Frystigetan er um 45 tonn á sólarhring. mmi Úr roðflettivélinni fara flökin á Ijósaborð, þar sem tíndir eru úr þeim ormar. Þá liggur leiðin eftir færíböndum að tveimur spánnýjum sjóvigtum frá Pólnum. Fyrsta vinnslustigið. Skipstjórinn Brynjólfur Halldórsson stendur við borðið þar sem fiskur- inn er blóðgaður og flokkaður f sex ker sem standa beggja vegna við borðið. Brynjólfur hallar sér að handriði við karfaflök- unarvél, en á bak við hana grillir í aðra af tveimur aðgerðarvélum, sem slægja og hausa þorskinn. 00'. Úr aðgerðavélinni fer þorskurinn á færibandi í flökunarvél, sem sést hægra megin á mynd- inni, og þaðan yfir í roðflettivél. FJOLBREYTT ÚRVAL VEIÐAR- F/ERA • FISKIHNÍFAR ALLSKONAR • BATADÆLUR ALLAR GERÐIR • BLAKKIR MIKIÐ URVAL SKÓFLUR í ÚRVALI • ALLTTILSÍLDAR- SÖLTUNAR • VÉLAÞÉTTINGAR ALLSKONAR Æíaddj/L ÚTGERÐAR- VÖRUR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL • SLÖNGUTENGI • GÚMMÍ- OG PLASTSLÖNGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.