Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Ralp Lauren hönnuður Margir leaenda eiga eflaust „Póló“-skyrtur eða peysur, herrar sem nota Póló-rakspíra eða konur sem úða á sig Ralph Lauren- ilmvatni og nota silkislœður með nafni hönnuðarins. Ralph Lauren er gyðingur og ólst upp í Bronx eins og Kalvin Klein gerði reyndar líka. Áhugi hans á karlmanna- fatnaði byrjaði þegar hann vann hluta úr degi í þekktri herrafataverslun í Bandaríkj- unum. Þá byrjaði hann að lesa tískutímaritin og raða saman litum og efnum. Faðir hans sá hæfileikann hjá syninum og hvatti hann til að leita sér að vinnu þar sem hann gæti unnið við hönnun. „öll mín hönnun hefur orðið til vegna þess að ég hef haft þörf fyrir hlutinn. Eg byrjaði á að hanna herrabindi því ég gat hvergi fundið nein sem mig langaði til að ganga með. Fyrst hannaði ég því á sjálfan mig og fékk svo að geyma nokkur stykki í skrifborðs- skúffunni minni og reyna að selja. Og þau seldust eins og heitar lummur, þannig að áður en ég vissi af, var ég kominn á kaf í þetta. „Nú framleiði ég ekki bara Póló-bindi, heldur allt sem nöfnum tjáir að nefna." Fjðl- skylda hans tekur virkan þátt í viðskiptunum og hönnuninni og bræður hans hafa mikil áhrif á hann svo ekki sé talað um konuna hans Ricky sem hefur ákveðnar skoðanir þegar kemur að kvenfatnaði, en hún hafði þau áhrif á Lauren að hann lagði út i kvenfötin. Hann metur einkalff sitt mik- ils og reynir að lifa eðlilegu lifi. Hann á nokkur sveitasetur og hús t.d. í Colorado, á Jama- ica og í New York. Að sjálf- sögðu á hann nokkra bíla og einkaþotu sem flytur hann milli Evrópu og Bandaríkj- anna i viðskiptaerindum af og til. Brot af etta var frábært tækifæri, að fá að leikstýra verkinu í Þjóðleikhúsinu, sagði Hulda Ólafsdóttir, sem samdi og leik- stýrði leikritinu „Valkyrjurnar" sem sýnt var á litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu. „Ég veit eiginlega ekki hvaða ofdirfska hljóp í mig að fara með handritið til Þjóðleikhússtjóra, því áður hafði ég farið með það í áhugaleikhús og því var ekki sýndur áhugi þar. En ég hef eflaust notið þess að vera kona á kvennaáratugi. Auk þess átti Kristbjörg Kjeld stóran þátt í að þetta varð að veruleika." — Er þetta frumburðurinn þinn? „Ég hef haft áhuga óralengi, en það er ekki fyrr en nýlega að ég hef farið að gefa mér tíma til að sinna skrifunum af einhverju viti.“ — Tilfinningin að sjá verk sitt ásviði? „Þetta var mjög skemmtilegt og ég held að okkur hafi tekist þetta ágætlega miðað við þann tíma sem við höfðum til æfinga áður en sýningar hófust. Ég var líka heppin með leikara og sam- starfið var ánægjulegt í alla staði. En ég er yfirleitt mikil jafnlyndismanneskja, en segi það ekki, að þessi skemmtilega til- finning, sem ég fann fyrir hafi ekki verið blandin nokkurri hræðslu." — Hvernig varð leikritið til? „í fyrra setti ég upp „Ertu nú ánægð kerling" í Stykkishólmi og það stykki samanstendur af mörgum sjálfstæðum þáttum. Mér fundust þeir orðnir dálítið gamaldags og samdi því sjálf þátt sem ég kallaði Saumaklúbb- inn. Sá þáttur óx svo upp í að verða að „Valkyrjunum" seinna um veturinn. Leikritið gerist eina kvöldstund á heimili í Reykjavík og fjallar um viðbrögð konu við því að móðir hennar kemur skyndilega með nýjan eiginmann upp á arminn. í þetta fléttast svo saga um konur sem fundað hafa í ein 10 ár reglulega. Upphafið að stofnun þess hóps var að þær komu saman til að ræða kvenréttindamál og nefndu sig „Valkyrjurnar". En er árin tóku að líða breyttist myndin í hefðbundinn saumaklúbb, með þessu venjulega hlaðborði af kökum, handavinnu og spjalli um daginn og veginn. Líklega byggist verkið að ein- hverju leyti á eigin reynslu samfara hugmyndum mínum, en undirtónninn í verkinu er um- burðarlyndi." — Hulda hefur verið búsett erlendis meira og minna síðan 1971, bæði í Danmörku, Svíþjóð og Frakklandi og lauk nýverið prófi í leikhúsfræðum frá Lundi. En hvernig skyldi það leggjast í hana að vera komin heim og hvað um leikhúslífið hér heima? „Það er ágætt að vera komin heim, enda börnin orðin tvö og ekki hægt að hafa endalaust rót á þeim. Það er mikil gróska í leik- húslífinu á íslandi og á eflaust eftir að aukast. Leikhúsið er í auknum mæli komið út fyrir hinar hefðbundnu leikhússtofn- anir svo það fá fleiri að reyna sig, en við eigum marga góða leikara sem ekki fá tækifæri til að þróa list sína. Það er alltaf sami þröskuldurinn: peninga- leysi, því þó það sé mikil full- nægja fólgin í því að geta unnið að sfnum hjartans malum, þá er það sama sagan með listina og brauðið, það lifir enginn af henni einni saman. „Þetta er barátta og kannski þarf það líka að vera barátta, að einhverju leyti, að minnsta kosti. — Ertu að skrifa þessa dag- ana? „Já, ég er að myndast við það, en ennþá er það ófullburða verk og maður talar aldrei um slík verk, enda veit ég ekkert hvað úr því verður, fyrr en því er lokið." Hress langamma Fólk rekur upp stór augu þegar Inga Lisa frá Svíþjóð kemur brunandi á keppnishjólinu sfnu. Þegar Inga fór á ellilaun keypti hún sér silfurlitað 10 gfra keppnis- reiðhjól og tekur nú þátt í hvers- kyns keppnum sem bjóðast. Það er ekkert nýnæmi fyrir börnin, barnabörnin og langömmubörnin hennar að þau fái póstkort frá henni þar sem hún er í hjólreiða- túrum einhverstaðar í Evrópu, Hollandi, Frakklandi, Indlandi eða í Grikklandi og hún hefur meira að segja farið með hjólið sitt til Hawai og Kaliforniu. Þegar Inga, sem nú er komin hátt á áttræðisaldur var spurð hvort hún hygðist hætta hjólreiða- mennskunni á næstunni sagði hún: „Ekki aldeilis, að minnsta kosti ekki á meðan ég get hjólað. Eg vil heldur halda áfram að taka þátt í lífinu, en að sitja heima og láta mér leiðast. félk í fréttum Ólafadóttír «num Unnari Óla og Oddi Ing.. HULDA ÓLAFSDÓTTIR SEM LEIKSTÝRÐI VERKI , SÍNU „VALKYRJURNAR" í ÞJÓÐLEIKHÚSINU „Eg veit ekki hvaða ofdirfska 77 ® i i • x ^ • hljop í mig að fara með handritið til Þj*óðleikhússtjórau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.