Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 31

Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUD AGUR 31. OKTÓBER1985 31 ftoðtgm Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Sovétmenn og Stálfélagið Idag verður haldinn fundur í iðnaðarráðuneytinu, þar sem saman verða komnir fulltrúar ráðuneytisins, sovézka sendiráðs- ins í Reykjavík, Stálfélagsins og væntanlega fyrirtækisins Brimnes hf. þar sem fjallað verður um áhuga Sovétmanna á því að gerast hluthafar í Stálfélaginu. Þessi áhugi mun hafa komið til fyrir milligöngu fyrirtækisins Brimnes hf. Þetta er furðulegt mál og enn undarlegra að það skuli komið á það stig að vera komið til form- legrar umræðu á vegum ríkis- stjórnar Islands. Auðvitað kemur ekki til greina að hleypa Sovétmönnum inn í atvinnurekstur hér á Islandi. Astæður þess eru augljósar. Sovét- menn hafa um árabil reynt allar hugsanlegar leiðir til þess að auka áhrif sín hér á Islandi. Þeir reka hér fjölmennasta erlenda sendi- ráðið. Þeir starfrækja hér sérstaka áróðursskrifstofu á vegum stofn- unar, sem er þekkt um allan heim, sem njósnastofnun. Þeir hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að komast inn í íslenzka fjölmiðla og stundum tekizt það býsna vel. Þeir hafa seinni árin lagt áherzlu á að komast inn í virkjunarfram- kvæmdir okkar með því að bjóða á lágu verði vélabúnað til þeirra og hafa um leið reynt að komast inn í landið með fjölmennt lið tæknimanna til þess að setja vél- arnar upp, þótt ekki yrði af því. Þeir hafa því miður náð tangar- haldi á mestum hluta olíusölu til landsins, sem aldrei skyldi verið hafa. Það er ákaflega fátt, sem Sovétmenn hafa ekki reynt til þess að efla áhrif sín hér á Islandi. Nú hafa þeir komið auga á fyrirtæki, sem hefur átt á brattann að sækja og þykjast sjá möguleika á því að ná hér fótfestu í atvinnulífi í gegn- um það. Enginn þarf að láta sér detta í hug að viðskiptasjónarmið ráði afstöðu Sovétmanna í þessu máli. Það er augljóst að þeir sjá sér leik á borði að bjóða fram fjármuni til Stálfélagsins og jafnvel kaupa framleiðslu þess í því skyni að skapa sér nýja aðstöðu hér á landi. Þeir líta áreiðanlega svo á, að tækist þeim þetta mundi leiöin greið til frekari áhrifa í íslenzku atvinnulífi. I kjölfar peninganna mundu þeir óska eftir því að ein- hverjir sovézkir borgarar störfuðu við fyrirtækið og smátt og smátt mundu þeir auka afskipti sín og áhrif. Vel má vera að einhverjum detti í huga að segja sem svo, að það sé ekkert óeðlilegra að hleypa Sovétmönnum inn í íslenzk fyrir- tæki en Alþýðulýðveldinu Kína, sem rætt hefur verið um sem samstarfsaðila Svissneska álfé- lagsins í Straumsvík við stækkun þar. A þessu er þó grundvallar- munur. I fyrsta lagi yrði kínverska alþýðulýðveldið aðili að álverinu i samstarfi við Svissneska álfélagið sem er mjög öflugt alþjóðlegt fyr- irtæki, sem við höfum góða reynslu af. Sovétmenn yrðu hins vegar samstarfsaðilar mjög veikburða íslenzks fyrirtækis, sem hefur ekki einu sinni burði til þess að koma upp þessari verksmiðju sjálft, hvað þá um frekari umsvif. I öðru lagi er það staðreynd, að Kínverjar hafa ekki haft uppi tilburði til þess að ná áhrifum hér á Islandi og jafnvel þótt þeir reyndu njótum við töluverðrar fjarlægðaverndar gagnvart þeim. Sovétmenn á hinn bóginn hafa áratugum saman reynt að seilast hér til áhrifa eins og áður var rakið. Við njótum engrar fjarlægðarverndar gagn- vart þeim, þvert á móti finnum við mjög rækilega fyrir nálægð hins sovézka herveldis, þar sem eru bæði flugvélar og kafbátar þess á ferð í námunda við Island. Þess vegna er ólíku saman að jafna, hugmyndum um aðild Kínverja að Islenzka álfélaginu og tilraunum Sovétmanna til þess að seilast inn í íslenzkt atvinnulíf með afar ein- kennilegum hætti. Það er svo aftur annað mál, að það á alveg eftir að ræða hugmyndir Kínverja og hér skal að sjálfsögðu ekkert fullyrt um það, hvort þær henta hagsmun- um Islendinga eða ekki. Þá er á það að líta að Sovétríkin eru miðstýrt stórveldi. Þar eru engin fyrirtæki til, sem ekki eru undir handarjaðri ríkisins með einum eða öðrum hætti. Þess vegna er í raun verið að ræða um það, hvort Sovétstjórnin eigi að verða hluthafi í Stálfélaginu. Það kemur auðvitað ekki til greina. Hverjum dytti í hug að hleypa ríkisstjórn Bandaríkjanna inn í atvinnurekstur á Islandi? Engum mundi koma slíkt til hugar. Banda- rísk einkafyrirtæki eru hins vegar allt annað mál. Það er ekki nóg að hafna tilboði Sovétmanna um aðild að Stálfélag- inu. Nauðsynlegt er að kanna það mjög rækilega hvernig þetta tilboð er til komið. í ljós þarf að koma hvort frumkvæðið hefur verið þeirra, þótt íslenzkt fyrirtæki, sem átt hefur einhver viðskipti við Sovétmenn hafi verið notað sem milliliður í þessu sambandi. Þetta þarf að kanna vegna þess að það getur varpað ljósi á vinnubrögð Sovétmanna hér. Víða um hinn vestræna heim hafa menn nú áhyggjur af starfsemi fyrirtækja, sem Sovétmenn setja á fót. Tilraun þeirra til þess að kóma inn í Stálfé- lagið gæti verið af sama toga spunnin. Það þarf að liggja ljóst fyrir, hvort svo sé. Aðild Sovétríkjanna að Stálfé- laginu er andstæð íslenzkum hags- munum. Ganga verður út frá því sem vísu að forráðamenn Stálfé- lagsins geri sér grein fyrir þessu. Þeir hafa lengi barizt fyrir því að koma þessu fyrirtæki á fót við misjafnar undirtektir almennings og ráðamanna. En viðbrögð fólks munu ekki batna, ef forráðamenn fyrirtækisins ganga svo langt I tilraunum til þess að koma fyrir- tækinu á legg, að opna leið fyrir ríkisstjórn Sovétríkjanna inn í íslenzkan atvinnurekstur. Þess vegna væntir Morgunblaðið þess, að fundurinn í iðnaðarráðuneytinu í dag verði sá fyrsti og jafnframt hinn síðasti. Þetta er fundur, sem aldrei átti að halda. Áhættu fjármögnun í atvinnurekstri - Starfsemi áhættusjóöa - eftir Braga Hannesson Hragi Hannesson, bankastjóri, flutti athyglisvert erindi um áhættusjóði á Iðnþingi íslendinga í síðustu viku. Morgunblaðið birtir þetta erindi hér á eftir í heild: Um árabil hefur starfsemi áhættusjóða (Venture Capital Funds) verið þekkt í Bandaríkjun- um. Þeir hafa fjárfest í hlutabréf- um nýrra, lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem haft hafa mikla vaxtamöguleika. Oftast hafa fyrir- tæki þau, sem fjárfest hefur verið í, framleitt rafeindatæki eða aðra hátæknivöru, sem útheimt hefur mikið fjármagn í þróunarkostnað. Algengast er að minnihluti hluta- fjárins sé keyptur, en oft fylgjast sérfræðingar sjóðanna með fyrir- tækjunum og leiðbeina þeim, t.d. í fjármálum, markaðsmálum og framleiðslu. Markmið sjóðanna er að fá sem mesta ávöxtun á fé sitt, sem uppskorin er með sölu hluta- bréfanna á verðbréfamarkaði, þegar fyrirtækin hafa eflst og arðsemin aukist. Þar sem áhætta fylgir þessari fjárfestingu, eru gerðar miklar kröfur um hagnað þeirra fyrirtækja, sem hlutafé er lagtí. I Evrópu koma áhættusjóðir með bandarísku sniðu löngu síðar. Það er fyrst upp úr 1970, sem þeir koma til sögunnar í Bretlandi og þar hefur starfsemi þeirra vaxið jafnt og þétt. Á síðustu árum hefur sama sagan endurtekið sig í flest- um öðrum Vestur-Evrópuríkjum. Árið 1983 var stofnað Samband áhættusjóða í Evrópu „European Venture Capital Association" með aðild 43 sjóða frá átta löndum, en nú eru sjóðirnir í samtökunum 111 frá 18 löndum. Skilgreiningin á hugtakinu áhættusjóður er sú, að um félag eða fyrirtæki sé að ræða, sem hafi það markmið að fjárfesta með eigin fé í öðrum fyrirtækjum í þeim tilgangi að hagnast á fjár- festingunni. Nokkur munur er á áhættusjóð- um í Bandaríkjunum og í Evrópu. Sjóðirnir í Evrópu eru aðallega byggðir upp með fjármagni frá bönkum og stórfyrirtækjum, en í Bandaríkjunum með fé frá lífeyr- issjóðum og tryggingarfélögum. Þannig fá Evrópu-sjóðirnir 34,8% af fjármagni sínu frá bðnkum, 20,7% frá tryggingarfélögum, 20,5% frá lífeyrissjóðum og 12,8% frá einkaaðilum. Ennfremur er sá munur á, að bandarísku sjóðirnir hafa nær eingöngu fjárfest í nýj- um fyrirtækjum, en Evrópusjóð- irnir í starfandi fyrirtækjum jafnt sem nýjum. I nýlegri skýrslu sem gerð var á vegum Sambands áhættusjóða í Evrópu, kemur fram að sjóðirnir í löndum innan Efnahagsbanda- lagsins hafa yfir 4,5 milljörðum dollara að ráða, þar af hafa sjóð- irnir í Bretlandi um 3 milljarða dollara. Meginhluti þessa fjár- magns kemur frá innlendum aðil- um í hverju landi eða 81,4%, en 18,6% frá erlendum fjármagnseig- endum. í Evrópu hafa sjóðirnir lagt fé í fyrirtæki í ýmsum greinum. Hæst ber fyrirtæki, sem framleiða tölvur eða hluti í þær með 18,3% af fjárfestingunum, véla- og tækjaframleiðsla með 13,3% og rafeindaiðnaður með 11,2%. Þann- ig fer um 30% af ráðstöfunarfé í rafeinda- og tölvuiðnaðinn. Langtímasjónarmið Á bak við fjárfestingar áhættu- sjóða búa langtímasjónarmið. Þannig er ekki vænst jafnrar arð- greiðslu frá fyrirtækinu heldur þess, að eigið fé þess vaxi á nokkr- um árum vegna arðbærs rekstrar og þá geti áhættusjóðurinn fengið hagnað sinn með sölu hlutabréf- anna. Þessi biðtími getur verið frá7—10 árum. Flestir áhættusjóðir takmarka hlutafjáreign sína í fyrirtækjum við 25—40% hlutafjárs. Ekki er sóst eftir meirihluta vegna þess, að sjóðirnir hafa það ekki að markmiði að eignast eða annast rekstur fyrirtækja. Hins vegar leitast þeir við að tryggja að fyrir tækin séu undir stjórn hæfra manna. Munur á því hvernig bankar og lánasjóðir annars vegar meta láns- hæfni fyrirtækja og hins vegar hvernig áhættusjóðir meta fyrir- hugaða fjárfestingu. Lánastofnan ir líta fyrst og fremst til þess, að fyrirtæki geti sett tryggingar fyrir veittum lánum og endurgreiðsla þeirra sé örugg. Áhættusjóðir meta aftur á móti hugmyndir þær, sem stjórnendur fyrirtækisins eru með á prjónunum og hvort líklegt sé, að viðkomandi stjórnendur hafi hæfileika og dugnað til þess að byggja upp arðbært fyrirtæki. Þar sem áhættusjóðirnir taka áhættu eðli málsins samkvæmt, þurfa fyrirtæki sem til þeirra leita um fjármögnun að sýna fram á, að um mjög arðsaman rekstur sé að ræða. Þannig mætti segja, að til þess að vekja áhuga áhættu- sjóðs á fjárfestingu, þá verði að gera ráð fyrir því, að unnt sé að tvöfalda eigið fé ásamt fjármagni frá áhættusjóðnum á 4—5 árum, eða þrefalda það á 7—8 árum. Reynsla Dana Ég hef átt þess kost að kynnast nokkuð starfsemi áhættusjóða í Danmörku og án efa getum við margt lært af starfi þeirra. Bæði er það, að fyrirtæki þessi hafa starfað í tiltölulegan skamman tíma og eru því að móta stefnu sína og starfsemi og eins hitt, að stærð og uppbygging hins danska þjóðfélags er okkur skiljanlegri en ýmissa annarra. Heildarráðstöf- unarfé dönsku sjóðanna er um 700 millj. dkr. og þar af hafa þeir nú keypt hlutabréf fyrir um 350 millj. dkr. í 86 fjárfestingarfyrirtækjum. Meðalupphæð er því um 4 millj. dkr. í fyrirtæki. Fróðlegt er að sjá í hvaða tilvik- um menn leita til áhættusjóða um fjármögnun og hvaða mat er lagt á umsóknir. Skulu hér nokkur dæmi nefnd. Stjórnendur fyrirtækja eru með hugmyndir um framleiðslu nýrra „Nærtækast er að benda á það, að áhættufjár- mögnun á að greiða götu þróunar í atvinnurekstri, sem varla yrði ella. Hún er því nýr kostur, sem á að geta gert framtaks- mönnum kleift að koma hugmyndum sínum í framkvæmd“. vara og vöruþróun því samfara, sem útheimtir tíma og fjármagn. Fyrirtæki hefur þörf fyrir að leita erlendra markaða. Það krefst verulegrar fjárbindingar til langs tíma í sölustarfsemi, sem ekki fer að skila fjármagni frá rekstri, fyrr en að nokkrum árum liðnum. Þörf er fjárfestinga í fyrirtæki til þess að auka framleiðslu á vöru, sem hefur nægan markað. Fyrirtæki er á krossgötum vegna kynslóðaskipta. Nýir eig- endur (erfingjar) hafa ekki áhuga eða getu til þess að halda rekstri áfram og óska eftir að selja hluta- bréf sín. Fyrirtæki er endurskipulagt fjárhagslega og stjórnunarlega af ýmsum ástæðum. Fyrirtæki er stofnsett til þess að fyigja eftir og nýta tækifæri, þar sem nýr markaður er að myndast, t.d. á sviði rafeindaiðn- aðar. Stofnað er fyrirtæki, sem tekur við rekstri deildar eða ákveðinni starfsemi starfandi fyrirtækis. Fyrirtæki kaupir annað í sömu grein til þess að bæta markaðs- stöðu eða ná fram hagkvæmari rekstrarstærð. Þjóðarbókhlaða er nauðsynleg Ávarp á afmælisráðstefnu Bókavarðafélagsins um Þjóðarbókhlöðu - eftir um Gylfa Þ. Gíslason Sumarið 1956 var kosið til Al- þingis. í kjölfar kosninganna var mynduð ný ríkisstjórn, undir for- sæti Hermanns Jónassonar. Flokkur minn átti aðild að þessari ríkisstjórn og kaus mig annan af fulltrúum sínum í henni. Var mér falið að fara með menntamál og iðnaðarmál. Ég hafði þá í 10 ár átt sæti á Alþingi og verið háskólakennari í 15 ár. Sjálfum mér þykir það dálít- ið sérstætt, þegar ég nú rifja upp þessa löngu liðnu daga, að meðal fyrstu málanna, sem ég læt mig skipta, voru tvö mál, sem bæði snertu bækur. Annað snerti gaml- ar bækur, skráðar á skinn, hitt prentaðar bækur. Eitt fyrstu verka minna í ríkisstjórninni var að fara þess á leit að mega hefja viðræður við dönsk stjórnvöld um handrita- málið, sem legið hafði f láginni um þriggja ára skeið. Hitt var að skipa nefnd til þess að athuga, „hvort fjárhagslega og skipulagslega muni eigi hagkvæmt að sameina Háskólabókasafn og Landsbóka- safn að einhverju eða öllu leyti, þannig að Háksólabókasafnið yrði framvegis handbókasafn fyrir Háskólann, en Landsbókasafn tæki við öðrum hlutverkum þess“. Þetta gerði ég þegar 11. september 1956. Og vandað var til vals nefnd- armanna. Þeir voru: rektor Háskólans, Þorkell Jóhannesson, landsbóka- vörður, og þeir Finnur Sigmunds- son og Björn Sigfússon, háskóla- bókavörður, og ennfremur Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri og Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. Þegar á fyrsta fundi nefndarinn- ar lýsti formaður hennar, Þorkell Jóhannesson, þeirri skoðun sinni, að hann teldi skipulagslega óheppilegt og fjárhagslega óhag- stætt, að hér væri haldið uppi tveimur vísindalegum bókasöfn- um, er hefðu, svo sem verið hefði til þessa, litla sem enga samvinnu sín á milli. Að vísu yrði ekki hjá því komizt að hafa í Háskólanum allmikinn bókakost, sem miðaður væri við handbóka- og námsþarfir stúdenta og kennsluundirbúning og rannsóknir kennara. Og sú bókaþörf mundi fara vaxandi, ef unnt reyndist með tímanum að koma upp sérstökum vinnuher- bergjum og vinnuæfingum fyrir deildir Háskólans ... Hins vegar væri ekki unnt að leysa bókaþörf Háskólans í heild sinni með sam- „En eitt er víst: Án vandaös vísindabóka- safns geta íslendingar ekki vænzt þess að ná áttum í þeirri veröld, sem er í fæðingu. Þess vegna er þjóðarbókhlaða íslendingum nauðsyn.“ einingu við Landsbókasafnið á viðunandi hátt og til frambúðar með öðru móti en því að reisa nýtt safnhús fyrir Landsbókasafnið í næsta nágrenni við háskólabygg- inguna. Að þessu bæri að stefna og flýta þessu máli sem allra mest. Höfuðtillögur nefndarinnar hlytu því að beinast að þessu atriði. En með tilliti til þess, að undirbúning- ur og framkvæmd slíks stórvirkis hlyti að taka nokkurn tíma, væri sjálfsagt að athuga sér í lagi, hvað rétt væri að gera og unnt að fram- kvæma til hagsbóta fyrir bæði söfnin, meðan þau væru aðskil- in ..., þannig að betur nýttust en áður starfskraftar safnvarða og fjárframlögtil bókaöflunar. Féllust nefndarmenn allir á þetta sjónarmið. Þeir lögðu til, að Landsbókasafn og Háskólabóka- safn yrðu sameinuð, að reist yrði bóksafnshús í næsta nágrenni við Háskólann og að nánari samvinna yrði upp tekin milli safnanna, meðan beðið væri eftir nýju bóka- safnshúsi. Á grundvelli þessa álits flutti ég síðan tillögu til þingsályktunar, og samþykkti Alþingi hana einróma um vorið. Mér er það minnistætt, að mér þótti vænt um, að einn helzti leið- togi stjórnarandstöðunnar, Bjarni Benediktsson, mælti sérstaklega með samþykkt tillögunnar. f ræðu sinni minnti hann á, að þegar verið var að reisa háskólabygginguna á árunum fyrir stríð, hafi það verið rætt innan Háskólans, hvort hann ætti að leggja í það að koma upp fullkomnu Háskólabókasafni, en Bjarni var þá prófessor við Há- skólann. Kvaðst hann hafa verið því andvígur, en það hafi engu að síður orðið ofan á. Sagðist hann fagna þeirri stefnubreytingu, sem tillagan bæri vott um. Við Islendingar stöndum nú í vissum skilningi á krossgötum. Ég held, að við sjálfir höfum í raun og veru ekki gert okkur þess nógu skýra grein, hversu vandasamt Vaxtarbroddur í atvinnulífi Þótt áhættusjóðir geti fjárfest í mismunandi atvinnugreinum, verða þeir að huga fyrst og fremst að þeim greinum atvinnulífsins, þar sem vöxtur er fyrirsjáanlegur. Þar með eru líkurnar mestar á því, að unnt verði að selja hluta- bréfin með hagnaði í fyllingu tímans. Við mat á fyrirhugaðri fjárfest- ingu er fyrst og fremst athugað, hvort stjórnandi (frumkvöðull) fyrirtækisins eða væntanlegur stjórnandi hafi til að bera þekk- ingu, dugnað og hæfileika til þess að byggja upp fyrirtæki og stjórna því. Engum einum manni er allt gefið sem þarf til þess að veita fyrirtæki forstöðu. Þess vegna leggja áhættusjóðirnir meginá- herslu á það, að við stjórnvölinn séu menn, sem vinna vel saman og bæta hver annan upp með sér- þekkingu sinni á hinum ýmsu þátt- um í rekstri fyrirtækisins. Séu stjórnendurnir fleiri og fyrirtækið stærra þarf að meta, hvernig þekking þeirra geti nýst í starfseminni. Einum er gefin framtakssemi og áræði, öðrum varkárni o.s.frv. Þekking þarf að vera á sölu- og markaðsmálum, framleiðslu og framleiðsluaðferð- um, stjórnun, fjármálastjórn, vöruþróun o.s.frv. Annað sem skoðað er lýtur að atvinnugreininni. Er hún í vexti eða má vænta þess að hún verði það. Þar næst er metið, hvort þarna sé um svið að ræða, þar sem fyrirtækið ætti að geta staðið betur að vígi en önnur, t.d. vegna betri og fullkomnari vöru eða betri aðstöðu vegna staðsetningar, þjón- ustu o.s.frv. Að lokum þarf að vera unnt að sýna fram á verulega arðsemi, ef markaðshlutdeild skyldi vera ofmetin og tilkostnað- ur vanmetinn. Athafnamenn sem leita eftir hlutafé frá áhættusjóði þurfa að kunna skil á því, hvaða upplýsinga sjóðirnir æskja. Ekki er vafi á því, að þarna er prófraun, sem athafnamaðurinn þarf að takast á við. Innihald og áreiðanleiki þeirra gagna sem hann leggur á borðið er um leið lýsing á þeim tökum, sem hann hefur á verkefninu. Oft reynist umsækjendum erfitt að leiða líkur að því að markaður sé til fyrir væntanlega framleiðslu. Við þekkjum það, hve hugvits- mönnum er tamt að taka það sem gefið, að markaður sé til fyrir uppfinningar þeirra. Áhættusjóð- irnir huga því grannt að væntan- legum markaði. Gylfi Þ. Gíslason verk við höfum að vinna, með því að ætla okkur að varðveita meira en þúsund ára gamla þjóðmenn- ingu í nútíma tækniþjóðfélagi. Auðvitað viljum við halda áfram að vera íslendingar, varðveita þjóðerni okkar og gæta tungu okkar. En jafnframt viljum við vera heimsborgarar í þeirri tækni- veröld, sem er í fæðingu og færir all Stærri þjóðir en við halda ekki uppi þjóðmenningu líkt og við, þótt þær búi í fullvalda ríkjum. Lúxem- borgarmenn tala eigin tungu, en þeir skrifa hana ekki, gefa ekki út á henni blöð né bækur. Þeir starf- Starf áhættusjóða í Evrópu Til leiðbeiningar fyrir þá sem leita eftir áhættufjármagni, hefur Samband áhættusjóða í Evrópu gefið nýlega út handbók til leið- beiningar fyrir atvinnurekendur (Raising Venture Capital in Europe — An Entrepreneur’s Guide Book). Er þar að finna margar og fróðlegar leiðbeiningar um verklagsreglur áhættusjóða. í Evrópu hefur starfsemi áhættusjóða verið öflugust í Bret- landi. Ein af ástæðum þess er sú, að þar hefur verið vel skipulagður endursölumarkaður hlutabréfa lít- illa fyrirtækja. USM-markaðurinn (United Securities Market) hefur eflst mjög hratt frá stofnun hans 1980, en góður endursölumarkaður er nauðsynlegur fylgifiskur starfi áhættusjóða. í Danmörku var stofnuð Kauphöll 3 (Börs 3) í árs- byrjun 1982, sem hefur það hlut- verk að skrá hlutabréf minni fyrir- tækja að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Fjárfesting danskra áhættusjóða í fyrirtækjum er oft- ast háð því, að þessum skilyrðum sé fullnægt innan ákveðins tíma og bréfin skráð í Kauphöllinni og þar með sköpuð betri aðstaða til þess að selja hlutabréfin síðar. Margir kostir fylgja því fyrir fyrirtæki, að fjármagna áform sín með áhættufé frekar en lánsfé. Frá áhættusjóðnum getur komið aðstoð og þekking, sem ella hefði ekki verið fyrir hendi. Heildará- hættufjármagn fyrirtækisins eykst og veltufjárstaða batnar. Fjármagnskostnaður verður minni. Aukið áhættufjármagn eykur lánstraust fyrirtækis og möguleika á nauðsynlegum lántök- um. Vissulega getur óhagræði fylgt aðild áhættusjóðs að fyrirtæki. Frelsi og sjálfstæði fyrri eigenda verður ekki það sama á eftir sem áður. Þess vegna leggja sjóðirnir mikla áherslu á það, að við aðild að fyrirtæki sé gerður sérstakur samstarfsssamningur, þar sem réttarstaða eigenda og fyrirætlan- ir séu skýrðar. Þar má m.a. kveða á um atkvæðisrétt, rétt til stjórn- arþátttöku, ákveða að samþykki allra stjórnarmanna þurfi við gerð vissra ákvarðana t.d. um meiri- háttar fjárfestingar, nýja fram- leiðslu o.s.frv. Þróunarfélag íslands Ég hef nú rætt um áhættufjár- mögnun í atvinnurekstri í nálæg- um löndum eins og hún gerist með þátttöku áhættusjóða. Hér á landi rækja ekki heldur háskóla né þjóð- leikhús. Þeir telja það of dýrt. Þeir kjósa fremur að verja fé til þess að auðvelda sér aðild að hin- um nýja tækniheimi. En við viljum hvort tveggja, tala og skrifa tungu okkar, eins og gert hefur verið í meira en þúsund ár, og verða þátt- takendur í þeim framförum, sem eru að verða á öllum sviðum verk- legra efna. Ég hef heyrt erlenda menn segja, að hvort tveggja sé ekki hægt. Annað hvort verði þjóð að leggja áherzlu á varðveizlu hug- menningar sinnar og afsala sér því að verða fullgildur aðili að hinum nýja heimi, eða hún eigi að kapp- kosta að tileinka sér verkmenn- ingu tölvualdar og sjá um leið á bak ýmsum sérkennum sínum. Ég er þessu ósammála. En mér er ljóst, að slíkt tekst því aðeins, að menn geri sér ljóst, að hér er mikill vandi á höndum og menn vilji sigrast á honum. Eg minntist áðan á íslenzku handritin. Við endurheimtum þau ekki frá Dönum til þess að verða safngripir á íslandi. Þau eiga þvert á móti að verða sá höfuðviti, sem vísar okkur réttan veg í viðleitni okkar til þess að varðveita forna menningu okkar. Auðvitað þarf fleira að koma til. En þau má nefna sem dæmi þess, sem getur styrkt okkur í baráttunni fyrir varðveizlu alls þess, sem er íslenzkt. Þau höfum við fengið. Nú er það okkar sjálfra að ausa af nægtarbrunni þeirra. En við viljum líka verða heims- hafa lánasjóðir haft heimild til þess að leggja fé í fyrirtæki, en þar hafa ekki arðsemis- eða væn- leg endursölusjónarmið ráðið ferð- inni heldur önnur eins og t.d. byggðasjónarmið. Lög um stofnun Þróunarfélags íslands, sem sam- þykkt voru á síðasta Alþingi, lýsa tilgangi félagsins á þann veg, að það skuli örva nýsköpun í íslensku atvinnulífi og efla arðsama at- vinnustarfsemi. Ennfremur er kveðið á um það, að eignist félagið hlutabréf í fyrirtækjum, þá skuli félagið selja slík hlutabréf jafn- skjótt og aðstæður leyfa. Lýsingar á fyrirhugaðri starfsemi félagsins eru í samræmi við það, sem ég hef að framan sagt um starf áhættu- sjóða. Væntanlega verður félag þetta stofnað á næstunni með að minnsta kosti 200 millj. kr. hluta- fé, og þá mun á stjórn þess og ráðamenn reyna, hvort hugmynda- fræði sú, sem mótuð hefur verið í starfsemi áhættusjóða í nálægum iöndum muni móta starfið eða einhver önnur sjónarmið. Eðlilegt er að spurt sé, hvern ávinning þjóðfélagið hafi af áhættufjármögnun í atvinnu- rekstri með starfsemi áhættu- sjóða. Þeirri spurningu má eflaust svara á ýmsa vegu. Nærtækast er að benda á það, að áhættufjár- mögnun á að greiða götu þróunar í atvinnurekstri, sem varla yrði ella. Hún er því nýr kostur, sem á að geta gert framtaksmönnum kleift að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Áhættufjármögnun er því til þess fallin að örva ný- sköpun í atvinníirekstri, skapa ný atvinnufæri og auka hagvöxt. Vidskipti með hlutabréf Þessi sjónarmið hafa ráðið því, að stjórnvöld hafa víða og í vax- andi mæli reynt að örva viðskipti með hlutabréf. Hlutafé fyrirtækja er í eðli sínu áhættufé og ætti því ekki að vera óhagkvæmari kostur skattalega séð fyrir fjármagnseig- endur en sparnaður sem minni áhætta fylgir. Þess vegna er sölu- hagnaður hlutabréfa víða skatt- frjáls, ef kaupandi eða eigandi hefur átt bréfið í 2—3 ár eða leng- ur. í mörgum löndum Vestur- Evrópu hefur áhugi almennings á hlutabréfakaupum vaxið eftir langvinna deyfð. Þessi þróun hefur verið studd og á upptök sín í að- gerðum stjórnvalda eins og áður hefur verið sagt. Þau hafa litið svo á, að bein fjárfesting fólks í fyrir- tækjum sé ein áhrifamesta leiðin út úr efnahagsþrengingum síðustu ára. borgarar í nýrri tækniveröld. Við viljum njóta árangurs nýrra vís- inda, lifa því nýja lífi, sem nútím- inn er að fæða af sér, vera í þeim tengslum við umheiminn, sem sýna okkur æ fleiri og æ skýrari myndir af honum og binda okkur æ sterkari böndum við allt mann- kyn. Til þess að það megi takast verðum við að afla okkur nýrrar þekkingar, verða færir um að stunda nýjar rannsóknir og taka þátt í þekkingarleit og rannsókn- um annarra. Það er vandasamt verk. En er ekki eitt augljóst: Að leiðin að því markmiði liggur fyrst og fremst um bókina? Það hefur aldrei verið jafnsatt og í dag, að blindur er bóklaus maður. Auðvit- að er ótal margs þörf, ef lítil þjóð eins og íslendingar á að geta hasl- að sér völl í stórum heimi nýrrar tækni og vísinda. En eitt er víst: Án vandaðs vísindabókasafns geta fslendingar ekki vænzt þess að ná áttum í þeirri veröld, sem er í fæðingu. Þess vegna er þjóðarbók- hlaða fslendingum nauðsyn. Hún er þeim nauðsyn til aðildar að vísindum og verkmenningu nútím- ans með sama hætti og handritin geta orðið lyftistönd til varðveizlu og eflingar íslenzku þjóðerni og fornri menningu. Ég hef hér fyrst og fremst minnzt bókarinnar og bókasafns- ins sem lykils að framförum. Sig- urganga mannkyns á síðustu öld- um grundvallast fyrst og fremst á þróun vísinda. En hinu má ekki heldur gleyma, að árangurinn á einnig rót sína að rekja til þess, Þær aðgerðir, sem beitt er af stjórnvöldum til þess að örva þátt- töku fólks í atvinnulífinu eru margvíslegar, en mest ber þó á tvenns konar aðgerðum. f fyrsta lagi er gefinn skattafrádráttur vegna kaupa á hlutabréfum upp að ákveðnu marki, svipað því og gert er hér og í öðru lagi er slakað á ströngum skilyrðum fyrir því, að fyrirtæki bjóði hlutafé á al- mennum markaði. Viða hafa nýir verðbréfamarkaðir verið stofnaðir til þess að greiða götu viðskipta með hlutabréf lítilla fyrirtækja, sem gátu ekki fengið bréf sín skráð í stærri kauphöllum. Á allra síðustu árum hefur margt miðað í rétta átt hér á landi, sem lýtur að fjárfestingum einstaklinga í atvinnurekstri. Nægir þar að minna á 10% skatt- frelsi arðs hjá viðtakanda að ákveðnu marki og frádrátt frá tekjum vegna fjárfestingar í at- vinnurekstri. Einnig er rétt að minna á vaxandi verðbréfamark- að, en þar gætir enn lítið viðskipta með hlutabréf. Ekkert er auðveld- ara en að breyta því, ef vilji er fyrir hendi. Tregða manna við þátttöku í atvinnurekstri með fjármuni sína stafar af því, að þeim bjóðast margir betri og áhættuminni kost- ir. Þennan mun verður að jafna, þannig að sambærilegur arður fá- ist á fé, sem lagt er í atvinnustarf- semi og fé sem ávaxtað er í banka, að ekki sé nú talað um núverandi ávöxtun á verðbréfamarkaði. Þetta geta stjórnvöld gert með skatta- legum aðgerðum. Ég er nú kominn að lokum máls míns. , Okkur er það tamt íslendingum að horfa til annarra þjóða og bera okkur saman við þær. Við viljum vera í hópi þeirra sem best standa sig á sem flestum sviðum. Svo nokkuð sé talið þá viljum við eiga listamenn, sem athygli og aðdáun vekja, við gleðjumst yfir fram- göngu íþróttamanna okkar, þegar meðbyr er og við viljum búa við lífskjör eins og þau gerast best með öðrum þjóðum. En ekkert af þessu gerist af sjálfu sér. Að baki býr vinna, ögun framsýni og raunsæ hugsun. Og við getum ekki farið allt öðru vísi að hlutunum en aðrar þjóðir til þess að ná ár- angri. Þessi sannindi gilda í sam- bandi við uppbyggingu atvinnulífs okkar, sem lífskjör okkar grund- vallast á. Þess vegna skulum við huga að því, sem aðrir eru að gera til þess að bæta sinn hag og draga lærdóm af því. að alþýða hefur menntazt. Hvor- ugt hefði getað gerzt án bóka. Vísindamaður þarfnast bókar sem hjálpartækis. En hún hefur líka verið undirstaða alþýðumenntun- ar’. Rannsóknarstofan styðzt við hana. En skólinn er einnig af- sprengi hennar. Maðurinn hefur ekki öðlazt reisn sína og veldi í skjóli þeirra vopna, sem hann hefur smíðað sér, heldur með til- styrk þeirra bóka, sem hann hefur samið og veitt hafa vísindunum vængi. Vopn sín hafa mennirnir börið hverjir á aðra, en með þei þekkingu, sem þeir hafa sett á bækur, hafa þeir smám saman verið að sigrast á umhverfi sínu og öðlazt vald yfir öflum náttúr- unnar og getu til þess að styðja hver annan. Maðurinn hefur ekki orðið herra jarðarinnar með sverð í hendi, heldur bók. Enn hef ég ekki sagt allt það, sem segja þarf um gildi bókarinn- ar. Ekkert menningartæki er ein- staklingsþroskanum jafnmikil- vægt og bókin. Og þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur þroski ein- staklingsins að vera æðsta mark- mið mannlegar viðleitni. Bókasafn er musteri manns og bókar. Á þessum degi er það ósk mín, að Þjóðarbókhlaða íslendinga rísi sem fyrst og verði musteri, sem stuðlar að því, að íslendingar verði um allan aldur íslendingar í landi sínu, jafnframt því sem þeir verða heimsborgarar í síbatnandi veröld. Gytí1Þ. Gíslason er háskólaprofess- or og fvrrvm menntamálariðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.