Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 ,,Þegar veturinn gengur í garo langar mig aftur til Mayrhofen“ -segir Jóhann Vilbergsson skíðagarpur Hollur sjúkdómur ■ Það væri óskandi að allir kæmust í skíðaferð í Alpana. Hollara ráð gegn skammdegisdrunga þekki ég ekki. Ef þú ert ekki með skíða- bakteríuna fyrir er engu að kvíða. Það smitast allir á viku í Mayrhofen. Þeir sem ekki kunna á skíðum innrita sig bara í skíðaskóla. Eftir nokkra daga bruna þeir niður brekkurnar - án þess að detta! Svona eiga skiðabæir__________ að vera ■ Mayrhofen, áfangastaður Flug- leiða í skíðalöndum Austurríkis er Paradís skíðamannsins. Þar snýst allt um vetraríþróttir. Bærinn er innar- lega í Zillertal, stutt er á Penken og Ahorn. Ef maður kaupirsvokallaðan „Super Ski-Pass“ er frjáls aðgangur að öllum skíðasvæðunum í dalnum. Þar nýtur maður lífsins ■ Mayrhofen er ekki bara skíða- bær. Þegar brekkunum sleppir er úr mörgu að velja. Ég svamla gjarnan í sundlaug eða hvíli lúin bein í heitum potti. Hótelin í Mayrhofen eru hræðilega þægileg - erfiðast er að fara úr húsi! Svo er bærinn fullur af ölstofum, veitingahúsum og diskótekum. Það finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Við sjáumst í Mayrhofen! ■ Flugleiðir fljúga beint til Salzburg - borgar Mozarts - þaðan er aðeins klukkutíma akstur til Mayrhofen. Þú getur valið um 5 hótel í mismun- andi verðflokkum. Sum eru falleg fjallahótel, önnur bjóða hreinasta munað. En eitt er víst, ferðin léttir pyngjuna minna en við mætti búast. Kynntu þér verðið til að sannfærast! Brottfarir: ■ Vikuferðir: 15/2, 22/2, 1/3, 8/3, 15/3. 22/3 og 29/3. ■ Tvær vikur: 21/12, 4/1, 18/1, 1/2, 15/2,22/2,1/3, 8/3,15/3,22/3 og 29/3 Tvær vikur frá kr. 21.758; Fararstjóri Flugleiða í Mayrhofen er hinn góðkunni Rudi Knapp. FLUGLEIDIR Verð miðað við janúar og mars, tveir í herbergi á Hótel Rauchenwald. Flug, ferðir og morgunmatur innifalið. Sjúkrahús Suðurlands. Horgunblaðið/Sig. Jóns. Undirbúningur haf- inn að stækkun Sjúkra- húss Suðurlands Selfossi 27. október. Á gildandi fjárlögum 1985 liggur fyrir heimild um stækkun Sjúkrahúss Suðurlands og var veitt nokkru fé til undirbúnings framkvæmda. Nú liggur fyrir frumáætlun um annan áfanga að byggingu Sjúkrahússins. Áætlunin er unnin af húsameistara ríkisins. Áætlaður heildarkostnaður við stækkunina er 156 milljónir króna. Áfanga II er ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir aukið legurými ásamt tilheyrandi þjónusturými. Einnig er þar gert ráð fyrir stoð- deildum, læknamóttöku, skrifstof- um, fundaherbergjum, bókaher- bergi o.fl. Samkvæmt staðfestum samn- ingi frá 1971 er yfirstjórn bygging- armála í höndum byggingastjórn- ar Sjúkrahúss Suðurlands og starfar hún í samráði við heil- brigðisráðuneytið. Þeir sem skipa byggingastjórnina í dag eru: Bryn- leifur H. Steingrímsson læknir, formaður, ísleifur Halldórsson héraðslæknir, Páll Jónsson tann- læknir, Gunnar Sigurðsson skrif- 8tofumaður, Bjarni Einarsson bóndi, Sigurður óskarsson fram- kvæmdastjóri og Einar Oddsson sýslumaður. Núverandi sjúkrarými sjúkra- hússins er 61 rúm, í sjúkrahúsinu við Árveg eru 35 rúm, þar af 4 fyrir sængurkonur og 11 fyrir bráðatilfelli. í Ljósheimum við Austurveg eru 26 rúm. 1973 gerði heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið spá um vist- unarrýmisþörf fyrir Suðurland. í þeirri spá var gert ráð fyrir að íbúafjöldi 1985 yrði 15.153 en hann er 13.450. Vistunarrýmisþörfin var áætluð alls 103,7 rúm og dvalar- heimilisrými 90,9 rúm. Miðað við mannfjölda nú ætti endurskoðuð rýmisþörf að vera 92 rúm í stað 103. f greinargerð með frumáætlun að stækkun sjúkra- hússins er bent á að legudeild Sjúkrahúss Suðurlands við Aust- Stúdentaráð HÍ Harmar niður- skurð á fjárveit- ingu til LÍN FUNDUR var haldinn í Stúdentaáði Háskóla íslands 16. október sl. og ▼ar eftirfarandi ályktun samþykkt þá: SHÍ harmar þann niðurskurð á Qárveitingu til Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem gert er ráð fyrír í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1986. Jafnframt skorar Stúdentaráð Háskóla íslands á menntamála- ráðherra og alþingismenn að beita sér nú þegar fyrir að full fjárþörf Lánasjóðsins fyrir árið 1986 verði tryggð. urveg er í bráðabirgðahúsnæði þ.e. 26 rúm af 61, og að áformað sé að breyta því seinna í dvalarheimili. Þörfin til stækkunar sjúkrahúss- ins er því 47 rúm. í áðurnefndri greinargerð er Suðurland borið saman við aðra landsfjórðunga og bent á að fjórð- ungurinn sé mjög illa staddur með 4.4 rúm á hverja 1.000 íbúa á meðan Norðurlandskjd. vestra sé með 14,4 rúm, Norðurland eystra með 7,8 rúm og Austurland með 6.4 rúm á hverja 1.000 íbúa. Hinni nýju álmu sjúkrahússins hefur verið valinn staður vestan við 1. áfanga og mun hún tengjast núverandi byggingu með álmu þar sem gert er ráð fyrir skrifstofum á 1. og 2. hæð og endurhæfingu í kjallara. Legudeildir verða á 1. og 2. hæð nýju aðalálmunnar. 1 ætlun um stækkun hússins er sýndur stækkunarmöguleiki, að bæta 3. hæðinni ofan á nýju álmuna. 1 frumáætlun að stækkuninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 1986 við hönnun og jarð- vinnu, uppsteypu verði lokið 1987, legudeildir kláraðar 1989 og stækkun fulllokið 1990. Miðað er við að unnt verði að taka einstakar hæðir í notkun óháð því hvort öðrum er að fullu lokið. Legudeildum í 2. áfanga og í hugsanlegri stækkun, 3. áfanga, er einkum ætlað að þjóna sem langlegudeildir. Með tilkomu þeirra verður núverandi rými sjúkrahússins skipt í rými fyrir bráðatilfelli, bæði lyflæknis- og handlæknissjúklinga og þeim hluta hússins sem nú er nýttur sem langlegudeild breytt í kvensjúk- dóma- og fæðingadeild. Markmiðin með stækkun Sjúkrahúss Suðurlands eru þau að leysa bráðaþjónustu og mjög mikla langleguþörf. í greinargerð með frumáætlun að stækkun sjúkra- hússins segir: „Reynslan hefir sýnt að þðrf fyrir sjúkrarými langlegu- sjúklinga er mjög brýn á þessu svæði og hefir raunar farið vax- andi. Þetta hefir raskað upphaf- legum markmiðum um nýtingu þess sjúkrarýmis (35 rúma) sem nú eru í sjúkrahúsinu við Árveg. Þetta hefir m.a. leitt af sér það að bráðatilfellum hefir ekki verið hægt að sinna á þann hátt og í þeim mæli sem í rauninni var upphaflegur tilgangur sjúkrahúss- ins, þó að skoðunarherbergi og böð og jafnvel gangar hafi oftast verið nýttir." Sig. Jóns. Bladió sem þú vaknar vió!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.