Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Utanríkisráðherra Sovétríkjanna á íslandi: Stefnt að viðskipta- jöfnuði á næsta ári EDUARD A. Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, lýsti því yfir í viðræðum sínum við Halldór Ásgrímsson, starfandi for- sætisráðherra, og Geir Hallgríms- son, utanríkisráðherra, í Ráðherra- bústaðnum í Reykjavík í gær, að það væri vilji Sovétmanna að jöfn- uður næðist í viðskiptum íslands og Sovétríkjanna á næsta ári. Halldór Ásgrímsson sagði, að þetta þýddi að Sovétmenn mundu leggja sig fram um að uppfylla fimm ára viðskiptasamning landanna, sem nýlega var undirritaður. Shevardnadze hafði tæplega þriggja stunda viðdvöl á íslandi á leiö sinni frá Kúbu til Sovét- ríkjanna. Hann kom með einka- þotu sovéska ríkisflugfélagsins, sem lenti í Keflavík rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun. Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, tók á móti honum á vellin- um og ræddu þeir síðan saman á leiðinni til Reykjavíkur. Fund- urinn í Ráðherrabústaðnum stóð í rúma klukkustund, nokkru lengur en ráðgert hafði verið. Að honum loknum ávarpaði Shevardnadze fréttamenn og lýsti yfir ánægju með komuna til íslands og viðræðurnar, sem snerust um samskipti landanna almennt og viðskipti sérstaklega, auk alþjóðamála. Hann sagði, að íslensk og sovésk stjórnvöld væru sammála um mörg málefni, en greindi á um önnur og þyrfti það ekki að koma á óvart. „Ég fæ ekki betur séð en að bæði ríkin séu reiðubúin að eiga með sér samstarf í þágu friðar," sagði sovéski utanríkisráðherrann. Shevardnadze var spurður hvort mál sovéska kvikmynda- leikstjórans Andreis Tarkovskí hefði borið á góma á fundinum, en hann færðist undan að svara því og kvaðst ekki vita nógu mikið um það mál. Vísaði hann Frá viðræöufundinum í Ráöherrabústaónum í gærmorgun: Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráöherra, Eduard Shevardnadze, utanrfkisráðherra Sovétríkjanna, túlkur hans og Geir Hallgrímsson, utanríkisráóherra. á sovéska sendiherrann um frek- ari svör. Halldór Ásgrímsson greindi hins vegar frá því að fundinum loknum að ósk Tar- kovskí-hjónanna um að fá ungan son sinn úr landi hefði borið á góma, en Shevardnadze svaraði því til að um væri að ræða so- véskt innanríkismál. Eduard Shevardnadze bauð af sér góðan þokka og var heims- mannslegur í fasi. Hann var öruggur með sig og brosmildur. Halldór Ásgrímsson sagði, að hann hefði verkað vel á sig og verið fljótur til svara. Hann hefði virst mjög vel að sér um þau mál sem til umræðu voru. Eiginkona sovéska utanríkis- ráðherrans, frú Nanulia Raj- denovna Shevardnadze, var í för með manni sfnum og á meðan á viðræðum hans við forsætisráð- herra og utanríkisráðherra stóð skoðaði hún Kjarvalssýninguna á Kjarvalsstöðum í fylgd eigin- kvenna ráðherranna. Hún kvaðst hafa orðið mjög hrifin af verkum Kjarvals, sem væru í senn klass- ísk og nútímaleg. Morgunblaðið/Bjarni Frú Erna Finnsdóttir, eiginkona Geirs Hallgrímssonar, og frú Nanulia Rajdenovna Shevardnadze, eiginkona sovéska utanrikisráðherrans, koma í Ráöherrabústaöinn í Reykjavík eftir aö hafa skoöað málverkasýningu á Kjarvalsstöönm. Atvinnumálafundur í Ólafsvík: Flestir ræðumenn andvígir núverandi fiskveiðistefnu Mjög dökkar at- vinnuhorfur á utan- verðu Snæfellsnesi Ólafsyfk, 28. október. SÍÐASTLIÐINN laugardag var haldin í Ólafsvík atvinnumálaráð- stefna með margþættri dagskrá. Kjarni ráðstefnunnar var þó ræöa Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráöherra um stjórnun fiskveiða og framtíðarhorfur í sjávarútvegi og almennar umræður og fyrirspurnir um þau mál. Ráðstefna þessi var haldin á vegum Bæjarstjórnar ólafsvíkur, atvinnumálanefndar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Fund- arstaður var Safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju. Var þar húsfyll- ir því auk heimamanna komu all- margir menn úr nærliggjandi byggðarlögum. Auk þess fylgdust allflestir íbúar bæjarins með ráð- stefnunni f beinni sjónvarpsút- sendingu í boðveitu ólsara, „Villa Vídeói". Allir þingmenn kjördæmisins komu á ráðstefnuna og stigu flest- ir í ræðustól en auk Halldórs Ás- Frá atvinnumálafundinum í Ólafsvík. Halldór Ásgrímsson f ræöustól. Morgunblaðið/Ævar Guðmundsson grímsson höfðu eftirtaldir fram- )lafur Einarsson sjávarútvegs- fræðingur um nýjungar í veiðum og vinnslu sjávarafla, Ragnar Hjörleifsson iðnráðgjafi um stöðu iðnaðar og framtíðarhorfur, óli Jón Ólason ferðamálafuíltrúi ræddi svo um uppbyggingu og gildi ferðaþjónustu. Stefán Jóhann Sigurðsson for- seti bæjarstjórnar setti fundinn kl. 9. Fundarstjórar voru: Kristján Pálsson og Kristófer Þorleifsson. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra ræddi þá stjórnun fiskveiðanna og framtíðarhorfur. Ræddi hann um aðdraganda þess að núverandi stjórnarfyrirkomu- lag var sett á, skýrði í máli og myndum framgang stjórnunar- innar og ræddi frumvarp til laga um stjórnun fiskveiða. Ráðherr- ann hefur það oft skýrt stefnu sína fyrir þjóðinni að hér verður mál hans ekki rakið í smáatriðum. Niðurstaða hans var sem fyrr sú að aflamark á hvert skip, kvóta- leiðin svonefnda, virtist eina færa leiðin til stjórnunar við núverandi aðstæður. Ráðherrann svaraði síðan i tvi- gang ræðum og fyrirspumum fundarmanna. Var honum vel tek- ið og þökkuð koman. Ekki verður hið sama sagt um undirtektir fundarmanna við mál- flutning ráðherrans því ræðu- menn voru um tuttugu sem töluðu undir þessum dagskrárlið og voru einungis þrír þeirra sáttir við nú- verandi fyrirkomulag á stjórnun fiskveiða og enginn þeirra lýsti af- dráttarlausum stuðningi við vænt- anlegt frumvarp. í stuttu máli voru skoðanir meirihluta ræðum- anna þær að í núverandi fyrir- komulagi hefði flest úr lagi geng- ið. Alla sveigju sögðu menn vanta í þessa stjórnunarleið. Hún væri í raun og veru ekki fær því auk þess að ekki hefði tekist eins og ætlað var að stjórna lágmarki þorskafl- ans byöi þessi leið upp á marg- skonar misrétti milli skipa eftir stærð og veiðarfæranotkun og milli landshluta eftir því hve sér- veiðar væru miklar og mögulegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.