Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985
33
Morgunblaðið/Kári Jónsson.
l>orsteinn Gauti Sigurðsson við ílygilinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar:
Sérstakir viðtalstím-
ar teknir upp að nýju
Mikil hrifn-
ing á píanó-
tónleikum
Sanðárkróki. 29. október.
ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson pí-
anóleikari hélt tónleika í Safnahús-
inu á Sauðárkróki sl. sunnudag við
ágæta aðsókn og framúrskarandi
undirtektir. Hann var margkallaður
fram í lok tónleikanna og varð að
leika aukalög. Efnisskráin var eftir
Bach, Chopin, Stravinsky og Liszt.
Þorsteinn Gauti, sem er aðeins
25 ára gamall, er talinn í fremstu
röð píanóleika okkar. Eftir fjög-
urra ára nám við Tónmenntaskól-
ann fór hann í Tónlistarskólann í
Reykjavík og lauk þaðan einleik-
araprófi 1979. Þorsteinn Gauti
hefur leikið hér í útvarpi og sjón-
varpi, og á tónleikum hjá Tón-
listarfélaginu í Reykjavík auk
þess, sem hann hefur leikið með
Sinfóníuhljómsveit íslands. Þá
hefur hann komið fram víða er-
lendis.
Þorsteinn Gauti er nú á tón-
leikaferðalagi um landið. Eftir
tónleikana hér ætlaði hann að
leika á tveim stöðum í Þingeyjar-
sýslu en síðan i Borgarnesi nk.
laugardag, 2. nóvember, og í Vest-
mannaeyjum daginn eftir. Það er
óhætt að hvetja fólk til að sækja
þessa tónleika, þeir eru listvið-
hurður. Kári
B/EJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hef
ur nú tekið upp að nýju sérstaka
viðtalstíma, þar sem bæjarfulltrúar
verða til viðtals.
Hverju sinni eru tveir bæjar-
fulltrúar til staðar í fundarher-
bergi á 2. hæð ráðhússins, Strand-
götu 6. Viðtalstímarnir verða
fram til áramóta annan hvern
fimmtudag frá kl. 17 til 19. í dag,
fimmtudag, verða til viðtals bæj-
arfulltrúarnir Andrea Þórðardótt-
ir og Guðmundur Árni Stefánsson.
Þá verða viðtalstímar 14. og 28.
nóvember og 12. desember.
Bæjarstjórnin hefur einnig
ákveðið að um mánaðamótin janú-
ar og febrúar verði haldnir fundir,
þar sem kynntar verða fyrir bæj-
arbúum fyrirhugaðar fram-
kvæmdir árinu 1986 og gerð grein
fyrir rekstri bæjarins.
^ tedauphm
FRA
FRAKRLAINDI:
Glaisilegir |yprö- og stand-
lampar í miftlu úrvali.
Sannköllud stofuprýdi
sem hentar vel
til tækifærisgjafa.
i
HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD
fulHEKLA HF
■U LAUGAVEGI 170 172 SIMAR 11687 - 21240
Nýkomið
Svartar terelyne-buxur meö fellingum og án fellinga kr.
1.095,- og kr. 1.495,-
Stretch-buxur kr. 1.595,-
Buxur á eldra veröi kr. 995,-
Skyrtur með tveim vösum og axlaspælum, hvítar og bláar
kr.455,-
Andrés,
Skólavöröustíg 22, sími 18250.
Hártoppar — hártoppar
Bylting í gerð hártoppa fyrir herra.
Villi rakari og Trendman Toupees kynna
Nýjanhártopp um helgina 2. og 3.
nóvember. Vinsamlegast pantiðtíma.
Hárgreiðslu- og rakarastofa
á heimsmælikvaröa!
jWöKMn®
Sldumúla 23 Sfm 1687960
3ja vikna námskeiö í
almennum kvenna-
siöum.
Dag-og kvöldtímar.
Innritun daglega kl.
13—19.
Kennsla hefst þ. 4.
nóvember.
Sími 2-69-08
SKÓU ANDREU
MIOSTRÆTI 7 «
* Fastara grip
* öruggari hemlun
$ HljóOlátari akstur
ÖLL HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
FYRIR FÓLKSBI'LA OC SENDIBÍLA
PRISMA