Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 20

Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Söltun hjá Suðurvör í Þorlákshöfn: Salta þær títt og salta þær ótt SÍLDARSÖLTUN og sfldveiðar hafa lengi haft sérstakt aðdráttar- afl hér á landi og enn eimir dálítið eftir af spennunni og eftirvænting- unni á „ævintýraárunum“ þegar silfur hafsins malaði gull fyrir landsmenn. Veiðarnar og söltunin eru nú með miklu smærra sniði en þá, en skipta verulegu máli engu að síður fyrir byggðarlög, sem búa við nokkrar aflasveiflur og annars ládeyðu á haustmánuðum. Morgunblaðsmenn brugðu sér til Þorlákshafnar fyrir nokkru og heimsóttu söltunarstöðina Suður- vör. Þar var verið að salta demant- sfld úr Djúpinu og gekk það hratt og vel fyrir sig. Þó minna sé nú notað af salti í hverja tunnu sfldar en áður og afkoma saltenda hæpin að þeirra sögn, má segja að enn eigi við eftirfarandi Ijóðlínur, sem ortar voru á „ævintýraárunum“: „En kerlingafans í hverri höfn kreppir lófa að hjalti. Þó þurrausi sjómenn þvera Dröfn, þær verða sízt að gjalti. Salta þær títt og salta þær ótt, salta þær bæði dag og nótL Þvilík óskapa eyðsla á saltL“ HG Guðmundur Ólafsson vegur og metur síldina. Sumarhitinn óhentug- ur við sfldarsöltunina — segir Guðmundur Ólafsson, matsmaður ÉG VONA bara að þessum sumar- hitum fari að Ijúka. Þeir eru ekki hentugir fyrir sfldarsöltun vegna þess hve Iftið salt má hafa I tunnun- um. Við ætlum þess vegna að reyna að isa yfir tunnustæðurnar til að verja þær hita,“ sagði Guðmundur Ólafsson, matsmaður. Guðmundur sagði, að síldin væri bæði góð og stór, en reyndar aðeins farin að slappast enda tveggja sólarhringa gömul. Það væri í það mesta, en sakaði þó ekki, væri vel frá henni gengið um borð í bátunum. Hann teldi það því ekki of langa leið að sigla með hana úr Djúpinu til Þorláks- hafnar væri síldin vel ísuð um borð eins og sú, sem nú væri verið að vinna. Hann sagði að Suðurvör hefði aðeins fengið fyrsta flokks síld og meðan svo væri gengi ágætlega að fara eftir hertum reglum ferskfiskmatsins um meðferð síldarinnar. Allt byggðist á því, að hún væri í góðu lagi, þegar komið væri með hana inn. Það væri helzt sumarhitinn, sem ylli þeim erfiðleikum vegna þess, að ekki væri kæling í geymslunni. Það væri leyfilegt nú, en á næsta ári yrði lfldega krafizt kælingar i öllum síldar- geymslum. Morgunblaðið/RAX Tilheyrir að vinna eins og vitlaus maður segir Ásdís Garðarsdóttir ÁSDÍS Garöarsdóttir var að sykur- salta sfld fyrir Danmörku, salta jóla- sfldina í Danann eins og hún oröaði það. Hún er innfædd Þorlákshafn- armær og hefur unnið við söltun flest undanfarin haust. Ásdís sagðist þó vera að leggja í tunnur í fyrsta sinn og kynni hún vel við það. Hún þyrfti bara að komast betur upp á lagið með að liggja hálfvegis ofan í tunnun- um og ná upp hraðanum. Borgað væri sérstaklega fyrir hverja tunnu með 20% álagi svo það væri bara að standa sig. Hún sagðist annars vinna í Meitlinum og söltunin væri góð tilbreyting frá frystingunni. Það væri líka hægt að hafa það betra í söltun- inni, væri maður duglegur. Reyndar væri það svo, að það virtist tilheyra söltuninni að vinna eins og vitlaus maður. Ásdís Garðaradóttir gaf sér varla tíma til að Ifta upp, en átti þó bros í fórum sfnum. Bjarki Sigurðsson lempar sfldina inn á færibandið. Góð tilbreyting segir Bjarki Sigurðsson BJARKI Sigurðsson, er kominn frá Akureyri í sfldina í Þorlákshöfn og vinnur nú í fyrsta skipti við sfldarsöltun. Hann segir þetta hálf- gerða ævintýraþrá. „Það er alltaf gaman að fást við eitthvað nýtt. Hér er líka betra kaup og meiri vinna en á Akureyri og gaman að breyta um umhverfi. Ég kom hingað um miðjan október og kann ágætlega við mig,“ sagði Bjarki. Bjarki vinnur í móttökunni við að lempa síldina á bandið inn í vinnslusalinn. Þennan dag var verið að salta síld af Hafnar- víkinni, sem kom með 60 til 65 lestir af demantssíld úr Djúpinu og Bjarki kunni greinilega vel við sig fjarri heimahögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.