Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Sameining ísbjarnarins og Bæjarútgerdar Reykjavíkur Skuldabyrði borgarsjóðs létt- ist verulega við sameininguna — segir Davíð Oddsson, borgarstjóri „AÐ MÍNUM DÓMI felur þessi samningur í sér mikilvægt átak til að styrkja stöðu fiskvinnslunnar í Reykjavík, sem átt hefur undir högg aó sækja á undanförnum árum vegna stjórnvaldsaögerða," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, er hann var inntur álits á samningi þeim um sameiningu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins, sem kynntur var á fundi borgarráðs sl. þriðjudag. Davið Oddsson sagði að samn- ingurinn væri mjög merkur fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi yrði hér um að ræða langstærsta útgerðarfyrirtæki á landinu auk þess sem þetta yrði það islenskt fyrirtæki, sem mest hlutafé hef- ur, en gert er ráð fyrir að hluta- fé fyrirtækisins verði 200 millj- ónir króna. „Þá er Bæjarútgerð- inni um leið breytt úr opinberu fyrirtæki i fyrirtæki sem lýtur lögmálum einkarekstursins, hlutafélag, sem í sjálfu sér er sérstakt fagnaðarefni," sagði borgarstjóri ennfremur. Um ábyrgð borgarsjóðs og skuldbindingar gagnvart hinu nýja fyrirtæki sagði Davíð meðal annars: „Þótt borgarsjóður eigi 75% i hinu nýstofnaða fyrirtæki þá mun ábyrgð borgarsjóðsins breytast er fram líða stundir. Á síðastliðnu ári voru veittar á Davíð Oddsson Sameiningin hefur marga kosti fyrir báða aðila — segir Jón Ingvarsson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi ísbjarnarins „Sameiningin hefur marga kosti í för með sér fyrir báða aðila. Nýja fyrirtækið verður líklega stærsta fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki í landinu með trausta eiginfjárstöðu, eða um 450 milljónir króna. Stjórnun hráefnisöflunar verður auðveldari og möguleikar á hagræöingu í rekstri eru miklir. Með aukinni nýtingu fjárfestingarinnar skapast svigrúm til að selja hluta eigna fyrirtækisins," sagði Jón Ingvarsson framkvæmda- stjóri og einn aðaleigandi ísbjarnarins, inntur álits á því hvaða hag eigendur ísbjarnarins sæju sér að því að sameinast Bæjarútgerð Reykja- vfkur. Jón sagði að með stofnun hins nýja félags væri verið að renna styrkari stoðum undir fisk- vinnslu og útgerð í Reykjavík. Svo öflugt fyrirtæki hefði alla burði til að bera sig, svo fremi sem stjórnvöld sköpuðu því sem öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum viðunandi starfsskilyrði. Jón var spurður álits á eigna- hlutfallinu, BÚR 75% og ísbjörn- inn 25%: fólks, en það er erfitt að meta það á þessu stigi," sagði Jón. Jón sagðist sannfærður um að sameining fyrirtækjanna væri skynsamleg ráðstöfun af beggja hálfu miðað við aðstæður í dag: „Án þess að ég vilji vera að tala fyrir munn borgarinnar, þá ligg- ur ljóst fyrir að með sameining- unni ætti hún að losa sig út úr þeim vandræðum að þurfa að greiða 40-80 milljónir króna með Jón Ingvarsson Bæjarútgerðinni árlega, því eins og ég sagði, nýja fyrirtækið er sterkt og ætti auðveldlega að geta staðið á eignin fótum.“ núvirði 80 milljónir króna beint úr borgarsjóði til Bæjarútgerð- arinnar og á verðlagi þessa árs til viðbótar 40 milljónir, það er að segja að meðaltali 60 milljónir á hvoru þessara ára. Borgarsjóð- ur tekur yfir við þessa breytingu nokkuð af skuldum Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, en frá þeim dragast jafnframt svæði útgerð- arinnar á Meistaravöllum, sem borgin fær í sinn hlut, og hlutur borgarinnar í SH, sem leysist til borgarinnar við þessi skipti. Ef skoðuð er sú skuldabyrði, sem á borginni lendir vegna þessa, kemur í ljós að miðað við raunverð að meðaltali hvers árs væri hér um að ræða 7 til 10 milljónir króna, og menn sjá af samanburðinum við 60 milljóna króna framlög að meðaltali síð- astliðinna tveggja ára hversu mikill léttir þessi breyting er fyrir borgarsjóð. Til viðbótar er þess að geta, að framvegis verður ekki hægt að ganga með þeim hætti, sem gert hefur verið af þessu fyrirtæki, í vasa skatt- borgaranna og ábyrgðir borgar- sjóðs á fyrirtækinu hverfa smám saman,“ sagði Davíð Oddsson. Borgarstjóri sagði ennfremur, að það væri sitt álit, að hið sameinaða fyrirtæki, með öllum þeim eignum sem það hefði yfir að ráða, ætti að geta stýrt rekstri sínum með hagkvæmari hætti en hvort fyrirtækjanna fyrir sig. „Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á Bæjarútgerð Reykjavíkur á undanförnum tveimur árum, hafa skilað mikl- um árangri og telja verður, að þegar unnið er út frá sömu for- sendum, við það tækifæri, sem þetta sameinaða fyrirtæki skap- ar, þá eigi árangurinn að nást. Ef þetta fyrirtæki, sem þannig er til stofnað, fær ekki staðist, þá er það skoðun mín, að fisk- vinnsla og sjósókn á landinu yfirleitt fái ekki staðist, og þá er illa komið fyrir landi og þjóð,“ sagði Davíð Oddsson, borgar- stjóri. Fulltrúar fiskyíimslustöðva: Sameiningin breytir engu fyrir önnur fiskvinnslu- fyrirtæki „Ég hef enga sérstaka skoðun á þessari sameiningu, en ef menn telja sig ná betri rekstursskilyrðum með þessu móti er það af hinu góða. Maður hlýtur ailtaf að vera jákvæður gagnvart því sem styrkir sjávarútveginn,“ sagði Ríkharður Jónsson framkvæmdastjóri hrað- frystihússins Kirkjusands hf. „Ég reikna ekki með að sam- einingin breyti einu eða neinu í sambandi við mitt fyrirtæki. Við höfum átt góð viðskipti við BÚR og ég á von á því að svo verði áfrarn," sagði Ríkharður. í sama streng tók Ágúst Ein- arsson framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvarinnar í Reykjavík: „Ég hef ekkert um þetta að segja annað en það að ég óska fyrirtækinu velfarnaðar. Þetta breytir engu fyrir okkur. Það hefur verið mjög góð samvinna milli sjávarútvegsfyrirtækjanna í Reykjavík og ég reikna með að það verði áfram.“ „Það er ekkert við því að segja, matið á fyrirtækjunum gefur þessa niðurstöðu. Þar munar auðvitað mest um þá ákvörðun borgarstjónar að yfirtaka mun meiri skuldir en ísbjörninn gerir, um 205-215 milljónir á móti 65-70 milljónum ísbjarnarins," sagði Jón. — En mun sameiningin leiða til fækkunar starfsfólks? „Það er ljóst að bæði fyrirtæk- in hefur skort fiskvinnslufólk, svo það kemur örugglega ekki til fækkunar á þeim starfsvett- vangi. En aukin hagræðing á öðrum sviðum gæti hugsanlega haft í för með sér fækkun starfs- Fulltrúar miimihlutans í borgarstjóm: Sameiningin aðeins formbreyting á BÚR til að bjarga ísbirninum „EINS OG málið blasir nú við virðist þetta vera formbreyting á BÚR til þess eins gerð að bjarga ísbirninum, en engan veginn til að bæta eða gera rekstur BÚR tryggari. Ef Reykjavíkurborg hefði í staðinn létt rúmum 200 milljón króna skuldum af BÚR væri það hlutfallslega mun sterkara fyrirtæki en hið nýja,“ sagði Sigurjón Pétursson fulltrúi Alþýðubandalags- ins í borgarstjórn. „Ég á eftir að skoða samning- kemur helst á óvart hvflik breyt- inn betur, en í fljótu bragði ing hefur orðið á eiginfjárstöðu Fulltrúar sjómanna og fiskvinnslufólks: Ef engum verður sagt upp er ástæðulaust að hafa áhyggjur „OKKUR skilst á forráðamönnum að engum verði sagt upp, og ef það er rétt þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. En því er ekki að leyna, að það ríkir nokkur ótti hjá starfsfólki BÚR varðandi framtíðaraðsetur frysting- arinnar," sagði Elína Hallgríms- dóttir varaformaður Verkakvenna- félagsins Framsóknar og starfs- maður BÚR. „Það liggur ekki ljóst fyrir hvort frysting verður áfram á báðum stöðunum og flest okkar eru ekki spennt fyrir því að skipta um vinnustað og fara að starfa i húsi Isbjarnarins. Hér er góður andi og okkur líkar vel. Okkur finnst því að mörgu leyti eins og verið sé að selja okkur á fæti. En vonandi er það ástæðu- laus ótti,“ sagði Elína. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur hafði einungis gott eitt að segja um sameiningu fyrirtækj- anna: „Ég kem ekki auga á að sam- einingin hafi neinar breytingar í för með sér fyrir sjómenn. Það hefur komið fram að útgerðin sem slík mun verða I fullri drift, og með það erum við mjög ánægðir. Maður vonar svo bara að ekki komi til verulegs skorts á fiskvinnslufólki, því þá sæi maður ekki fyrir endann á út- gerðarmálum í Reykjavík,“ sagði Guðmundur. aðila frá því að upphafleg at- hugun var gerð. Þá var reiknað með að tiltölulega lítill munur væri á eiginfjárstöðu fyrirtækj- anna, en nú kemur í ljós að Is- björninn virðist hafa verið mun skuldugri en áður var talið," sagði Sigurjón. „Þá var aðferðin við samein- inguna með hefðbundnum hætti: Sú nefnd sem sett var á laggirnar til þess að meta fyrirtækin og semja ef til kæmi, fékk aldrei að koma nálægt samningsgerð- inni. Allt sem heitir lýðræði hefur verið sniðgengið í þessu máli eins og öllum öðrum málum sem núverndi borgarstjórn fjall- ar um,“ sagði Sigurjón Péturs- son. Kristján Benediktsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í borgar- stjórn, var þeirrar skoðunar að sameining fyrirtækjanna hefði ekki mikla breytingu í för með sér fyrir Reykjavíkurborg: „Þetta er formbreyting á BÚR, en ekki eðlisbreyting," sagði Kristján. „Það er verið að taka inn nýtt fyrirtæki sem verður með tiltölulega litla eignaraðild. Reykjavíkurborg verður stóri aðilinn í þessu nýja fyrirtæki, kemur til með að eiga flesta fulltrúa í hlutafélagsnefndinni, eiga stjórnarformann og ráða framkvæmdastjórum. Svo það er augljóst að fyrirtækið verður áfram á ábyrgð borgarinnar og hún verður að gæta hagsmuna starfsmanna sinna. Sú skoðun borgarstjóra að Reykjavíkurborg sé laus allra mála með því að breyta BÚR í hlutafélag stenst því ekki,“ sagði Kristján. Kristján sagðist vera andvígur sameiningunni, enda hefði hann engin haldbær rök fengið fyrir því að hún geti borgað sig fyrir Reykjavíkurborg: „Menn segja að eiginfjárstaða hins nýja fyrir- tækis verði mjög góð, sem er auðvitað fyrst og fremst vegna þess að borgin ætlar að taka á sig mikið af skuldum BÚR. En á sama hátt hefði staða BÚR orðið mjög góð ef borgin hefði lagt þetta fé beint í fyrirtækið. Hins vegar skil ég vel afstöðu Isbjarnarmanna. Sameiningin er hagkvæm fyrir þá. Isbjörninn hefur átt í fjárhagslegum erfið- leikum og með því að sameinast BÚR losna þeir ákaflega auðveld- lega við reksturinn yfir á herðar borgarinnar," sagði Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.