Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985
Bragfræði
og háttatal
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Sveinbjörn Beinteinsson:
BRAGFRÆÐIOG HÁTTATAL.
Hörpuútgáfan, 1985.
Sveinbjörn Beinteinsson rís eins
og stakur drangur fjarri alfara-
leiðum íslenskrar nútímaljóðlist-
ar. Hann er rimnamaður. En rím-
urnar, segja sumir, að liðið hafi
undir lok með Sigurði Breiðfjörð;
og eiga þá við að rímur þær, sem
síðar hafi verið ortar, hafi menn
sett saman sér til dægrastyttingar
og í eins konar endurminninga-
skyni, ræktarsemi við gamla hefð.
Eða bara rælni.
Svo mikið er þó víst að andi
rímnanna lifir enn í stökunni,
lausavísunni. Þráðurinn frá
rímnakveðskapnum er ekki að
fullu rofinn meðan hún lifir.
Þessi bragfræði Sveinbjörns
Beinteinssonar er um 80 síður en
mikil að efni, meirihlutinn hátta-
tal. Sá, sem ætlaði sér að blaða í
gömlum rímum, skyldi ekki ganga
fram hjá henni. Hitt er álitamál
hversu almennur vídeó-borgari
eða skólatorfsklyfberi á níunda
tug tuttugustu aldar gæti botnað
í fræðum þessum, svo sem í eftir-
farandi málsgreinum:
»Tíu bragflokkar eru víxlrímað-
ir. Þeir geta einnig verið skárímað-
ir eða samrímaðir. Svo geta þessir
flokkar verið fráhendir og ská-
hendir og skáhendan skárímuð.*
Sveinbjörn upplýsir að »þríliður
er alls ekki til i rímnaháttum*.
Þríliður var eftirlæti sumra skálda
um aldamótin síðustu, t.d. Steph-
ans G., einnig Þorsteins Erlings-
sonar. Líkast til hefur þeim þótt
þríliðurinn gefa hrynjandinni
aukna áhersiu, slagkraft. En
Sveinbjörn segir að »fáir yrkja
þríliðuhætti svo vel fari,« og er
auðvelt að fallast á það.
Bragfræði og háttatal kom fyrst
út 1953, þetta er önnur útgáfa.
Sitthvað hefur náttúrlega breyst á
þrjátíu árum. En hvað um þessa
athugasemd Sveinbjörns? »Þrátt
fyrir mörg og góð ljóðskáld á síð-
ustu áratugum, þá get ég trúað
því, að þetta sé einkum tímabil
vísnanna, og endilega held ég, að
þeim sé yfirleitt helzt lífvænt af
því, sem ort er nú á landi hér.«
Þessi orð lýsa ærnum metnaði
og ýtrustu bjartsýni fyrir hönd
þeirra sem halda vilja f forna,
íslenska braghefð. Hitt er rétt að
tímabil vísnanna er alls ekki liðið.
Allir viðurkenna að rímnakveð-
skapurinn hafi verið góður skóli
fyrri tíma kynslóðum, t.d. í þá veru
að viðhalda málinu og varðveita
tengsl við fornan bókmenntaarf.
Sveinbjörn leggur áherslu á að rétt
sé farið með ljóðstafi og segir þá
m.a. — og kveður fast að orði:
»Margir rugla saman hv og kv í
stuðlum. Þessu veldur ósnjall
framburður víða umland. Viður-
styggð er að sjá slíkt í stuðlun.*
En hér er ekki um bragreglur
einar að tefla heldur framburð
íslensks máls. Því aðeins sjá mál-
Sveinbjörn Beinteinsson
fræðingar hvar og hvenær tekið
var að bera hv fram sem kv og
hvernig sá framburður breiddist
smámsaman út um landið að jafn-
skjótt sem hætt var að gera grein-
armun á þessum hljóðum í daglegu
tali varð hið sama uppi á teningn-
um í Ijóðstafasetningunni.
»Rímur hafa oft verið ortar
þannig að þær hafa skáldskapar-
gildi,« segir Sveinbjörn Beinteins-
son. Það er auðvitað hverju orði
sannara. Einkum eru víða tilþrif
í mansöngvum rímnanna. Og vafa-
laust eru þeir nokkuð margir sem
enn lesa rímur og hafa gaman af.
En það gaman er annars konar en
rímnaskemmtun fyrri alda kyn-
slóða. Sú skemmtun verður tæpast
endurvakin hér eftir.
Það spillir þessari útgáfu, sem
er offsetprentuð, að letur er víða
með fádæmum óskýrt. Ég hef ekki
í höndum fyrstu útgáfu bókarinn-
ar og veit því ekki hvort þetta
verður rakið til frumprentunar.
Er raunar sama hvort heldur er —
engin prentsmiðja á að láta slíkt
frá sér fara.
VINETTA
Vinetta nærbuxur. Mjúkar, þægilegar
og falla vel að líkamanum.
Framleiddar úr 65% bómull, 32%
polyamid og 3% Elastan.
Bómull snýr að húðinni og bómullarfrotté í skrefbót.
Fást í hvítu og húðlit.
Mini - Midi - Maxi.
Stærðir 36/38 - 40/42 - 44/46 - 46/48.
Heildsölubirgðir:
Sambandið verslunardeild.
Fatadeild.
Dæmisögur
um uppreisn
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Guðjón Albertsson:
UPPREISN í GARÐINUM.
Útgefandi: Skákprent 1985.
Guðjón Albertsson hefur ný-
lega sent frá sér þriðju bók sína:
Uppreisn í jjjarðinum, safn sex
smásagna. Áður hafa komið út
eftir Guðjón bækurnar Ósköp
(1971) og Breiðholtsbúar (1979).
í smásögunum leitast Guðjón
Albertsson við að spegla samtím-
ann, hann dregur upp myndir
þess veruleika sem hann þekkir
og lesendur hljóta að eiga auð-
velt með að setja sig inn í. Yfir-
leitt er frásögnin raunsæ, þó með
dálitlum ýkjum eins og vera ber,
en alltaf með það í huga að vekja
til umhugsunar um lífsmynstur
venjulegra borgara. Guðjón get-
ur varla kallast ádeiluhöfundur í
algengri merkingu þess orðs, en
honum er tamt að sýna fáfengi-
leik og vanda mannlegrar sam-
búðar. Skop hans bitnar til dæm-
is á fólki sem hallast að yfir-
borðsmennsku, telur sig fínna en
annað fólk. Vel stæðir borgarar,
innst inni menningarsnauðir, fá
á baukinn hjá Guðjóni Alberts-
syni. En hann hefur samúð með
þeim sem geta naumast státað af
öðru en veiklyndi sínu.
Sagan í kaffitímanum er vel
gerð mynd af karli og konu sem
lent hafa í sambúðarerfiðleikum
vegna óreglu, en eiga enn margt
sameiginlegt og ákveða að reyna
á ný að vera saman. Þetta er
bjartsýn saga úr Reykjavíkurlíf-
inu.
Sögurnar Uppreisn í garðinum
og Dr. Bergström vekja athygli
fyrir það að í þeim báðum er
glímt við hjónabandsvanda og
það gert með frumlegum hætti
þótt ýmsir stílrænir ágallar
spilli. í Dr. Bergström er að
finna ádeiluskop sem hittir í
mark. Hjónin í sögunni verða
skotspónar háðsins, en engan
veginn eru þau gerð tómir ein-
feldningar þótt eiginmaðurinn sé
í einfaldara lagi og staðlaður eft-
ir fastmótaðri uppskrift.
Það sem fyrst og fremst bjarg-
Guðjón Albertsson
ar þessari sögu frá því að verða
bitur hjónabandssaga, of auðvelt
uppgjör við mannlegar tilfinn-
ingar, er hin grátbroslega niður-
staða hennar sem leiðir í Ijós að í
varnarleysi sínu grípur mann-
eskjan til örþrifaráða, enginn er
eins slæmur og við höldum að
hann sé. Guðjón Albertsson er
ekki endilega á þeim buxunum að
flytja lesendum sínum siðferð-
iboðskap, en sögur hans verða
stundum dæmisögur sem ein-
hverjir hljóta að geta lært af.
Andlit í spegli er til dæmis
þannig saga að hana mætti nota
til að brýna fyrir mönnum að aka
ekki undir áhrifum áfengis. Kvöl
manns sem brotið hefur af sér
undir slíkum kringumstæðum
kemur glöggt fram í sögunni og
er nokkuð sannfærandi á köflum.
Uppreisn í garðinum er smá-
sagnasafn sem fjallar um það líf
sem lifað er í borgarsamfélagi
dagsins í dag. Hér hefur einkum
verið bent á kosti safnsins.
Helstu gallar sagnanna eru
ómarkviss og lítt agaður stíll, til-
hneiging til að skrifa prósa sem
verður á engan hátt eftirminni-
legur, er ekki nógu metnaðarfull-
ur. En höfundurinn hefur frá
ýmsu að segja og skortir ekki
hugrekki til þess.
ísafjarðarkaupstað
gefinn skautbúningur
Á FUNDI bæjarráðs ísafjarðar 14.
október sl. afhentu fulltrúar frá
Kvenfélaginu Hlíf og skátafélögun-
um á ísafirði kaupstaðnum að gjöf
skautbúning ásamt fylgibúnaði.
Skrautritað gjafabréf fylgdi gjöfinni
með eftirfarandi áletrun:
kaupstað að gjöf, skautbúning, bláan
kyrtil ásmat blúndusaumuðu milli-
„Kvenfélagið Hlíf og skátafélögin
lsafirði færa hér með ísafjarðar-
pilsi, faldi og gullkoffur, er smíðaður
var f Gullhöllinni f Reykjavík.
Munstur er málað af Erlu Sig-
urðardóttur, Kópavogi, saumaskap
önnuðust Hlífarkonurnar Helga
Sigurðardóttir og Margrét Jónas-
dóttir. Um árabil hafa fyrrgreind
félög staðið fyrir þrettándabrennu
og álfadansi, sem bæjarbúar hafa
stutt með frjálsum fjárframlög-
um. Tekjuafgangur hefur stundum
orðið f gegnum árin og hefur þá
verið lagður i sameiginlegan sjóð
og var ákveðið að verja honum til
að fjármagna að hluta kaup á
skautbúningi.
Skautbúninginn skal nota 17.
júní og við önnur hátíðleg tækifæri
á vegum kaupstaðarins. Farið er
fram á að skautbúningnum verði
valinn geymslustaður við hæfi í
samráði við félögin."
Bæjarstjórn ísafjarðar sam-
þykkti að búningnum ásamt gjafa-
bréfi yrði valinn staður í væntan-
legu stjórnsýsluhúsi á Isafirði
almenningi til sýnis og ánægju.
Bæjarstjórn þakkar gefendum
þessa höfðinglegu gjöf og færir
þeim sínar bestu kveðjur.