Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1986 47 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Meng-Tse sagði: Forðist ætíð reiði, því annars er hætta á að á einum degi verði sá viður brennd- ur, sem margar erfiðar vikur hefur tekið að safna. Þessi spöku orð falla undir hyggindi sem vert er að hafa hugföst alla daga ársins, — hvað svosem til matar er. í dag er boðið upp á eina af þessum einfoldu óvæntu fiskmáltíðum. Fiskur soðinn í marinaði 800 g ýsa eða þorskur, 1 stór laukur, 1—2 msk. matarolía, 3 tómatar (300 g), 1 hvítlauksrif, salt. 1. Tómötunum er brugðið í sjóð- andi vatn í mínútu eða svo og er skinninu flett af eins og hýði af kartöflum. Tómatarnir eru síðan skornir í litla teninga. Nota má niðursoðna tómata ef ekki eru til ferskir tómatar. 2. Laukurinn er saxaður mjög smátt eða rifinn niður. Hitaðar eru 1—2 msk. af matarolíu á pönnu og er smátt skorinn laukurinn, tómatteningarnir og pressað hvít- lauksrif sett út i og látið krauma 5—10 mín. eða þar til það er komið í hálfgert mauk. Saltið eftir þörf. (Það sem hvítlaukurinn gerir er að hann dregur úr laukbragðinu og gefur maukinu sætt bragð. Hvítlauksbragðið hverfur.) 3. Fiskurinn er skorinn í hæfilega stór stykki, annaðhvort hreinsuð fiskflök eða fisksteikur úr heilum hreistruðum fiski. Fiskstykkjun- um er síðan raðað á maukið á pönnunni, salti stráð yfir og þau soðin í maukinu, í lokaðri pönnu, í u.þ.b. 10 mín. eða þar til þær eru soðnar i gegn. Þeim er snúið einu sinni á suðutímanum. Þessi ágæti en einfaldi fiskrétt- ur er er borinn fram með soðnum kartöflum (og grænum baunum ef vill.) Verð á hráefni 600 g ýsa kr. 139,00 300 g tómatar kr. 40,00 1 laukur kr. 10,00 kr. 189,00 Meira um egg Eftir þáttinn síðasta fimmtudag hafa spurningar komið fram um eggin og hæfni neytenda sjálfra til að kanna ferskleika þeirra. Upplýsingarnar eru upphaflega fengnar úr bókinni „A concise Encyclopedia of Gastronamy', eftir André L. Simon. Hann segir þar m.a.: „Eggið er ferskara því fyllra sem það er... Skelin á egginu er alsett örlitlum holum, sérstaklega eftir að það hefur verið þvegið hreint og fint, — því um leið hefur verið þvegin burtu ör- þunn himna sem þekur eggið þegar hænan verpir því.“ Hann varar við hversu viðkvæm egg eru og ritar: „Séu egg lögð á ost, eða geymd með reyktum mat eða lyktarsterk- um, taka þau til sín bragðið af nábúanum... Ef notuð eru egg frá eigin hænu þá geymið þau óþvegin á loftgóðum köldum stað eða i kæli,“ ráðleggur hann, „en séu þau keypt í verslun þá notið þau strax, því líklegt er að biðin þar sé þegar orðin — löng.“ Þessir félagar: Bjarni Jónsson, Daði M. Ingv- arsson, Guð- mundur Jónsson og Guðvaröur B. Olafsson efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð RKÍ og söfnuðu rúm- lega 600 krón- um. Morgunblaðið/Theodór Þessar stúlkur frá Borgarnesi söfnuðu 1.320 kr. til styrktar Rauða kross íslands, með því að halda „tombólu“ að Berugötu 22, miðvikudaginn 23. október. Frá vinstri: Ragnheiður Dagný Ragnarsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Kristín Helga Ragnarsdóttir, Jóhanna Elva Ragnarsdóttir og Anna Þórðardóttir Bachmann. i mnwm GOTT UL: CFLM-ULá RENNA! Við rýmum fyrir nýjum birgðum. Og þess vegna er lambakjöt ennþá fáanlegt á gamla verðinu. Á meðan birgðir endast gefst þér tœkifœri til þess að fylla frystihólfin af úrvalskjöti á einstœðu verði. Það er góð búmennska! Líttu við í nœstu verslun. Gríptu steikina meðan '!'tS hún gefst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.