Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 13 Skrattakollarnir hans Spielberg Hrekkjalómar eni full sakleysislegt nafn i þessum makalausu kindum. sem hér eru að syngja jólalög fyrir frú Deagle. Skrattakollar eru n*r lagi. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó: Hrekkjalómarnir — Gremlins *** Leikstjóri Joe Dante. Handrit Columbus. Tónlist Jerry Gold- smith. Kvikmyndataka John Hora. Framleiðandi Steven Spielberg. Aðalhlutverk Zach Galligan, Phoebe Cates, Hoyt Axton, Scott Brady, Polly Holliday. Bandari.sk, frá Warner Bros, gerð 1984. 111 mín. Spielberg hefur reynst álíka farsæll framleiðandi sem leik- stjóri. Það mætti halda að það eitt nægði að hann legði nafn sitt við hlutina, og hókus, pókus, þeir breyttust í gull. En það fer ekki á milli mála að hann gerir gott betur, hvað svo sem hann lætur hafa eftir sér. Fyrsta myndin sem hann hafði umsjá með, fjármagnaði að nokkru leyti en leikstýrði ekki var Poltergeist, (’82), ein vinsælasta mynd allra tíma. Síðan kom Gremlins ’84, og núna í sumar urðu tvær Spiel- berg-myndir geysi vinsælar, þær Goonies, leikstýrð af Richard Donner, (Superman), og Back to the future, leikstjóri Robert Zemeckis, (Romancing the Stone). Fyrirbrigðinu Gremlins mun- um við eftir úr Twilight Zone, The Movie , reyndar ekki úr kafla Dantes, heldur George Millers, um þann flughrædda og skratta- kollinn á vængnum, sem var forveri þessara bráðskemmti- legu, illyrmislegu fígúra. Að þessu sinni rekst mislukk- aður uppfinningamaður, Rand Pletzer, (Hoyt Axton), á furðu- kvikindi nokkuð í Chinatown og gefur það syni sínum, Billy, (Zach Galligan), í jólagjöf. En því fylgja nokkrar, strangar um- gengnisreglur: 1. Það þolir ekki sterka birtu. 2. Má ekki komast i vatn. 3. Ekki má, undir neinum kringumstæðum, gefa því að éta eftir miðnætti! Er skemmst frá því að segja að fyrr en varir er búið að þverbrjóta allar reglurn- ar með hroðalegum afleiðingum; við snertingu vatns fjölgar kvik- indunum sem þar á ofan breytast úr vinalegum gæludýrum í smá- djöfla við nætursnarl! Gremlins breytist á einu andar- taki úr dæmigerðri, hugljúfri fjölskyldumynd, sem gerist á jólahátíðinni sjálfri í fallegum og friðsælum smábæ, í þræl- magnaða, bráðfyndna hrollvekju fyrir börn, fullorðna og gamal- menni. Smáskrattarnir halda hressilega uppá tilurð sína, ganga sannkallaðan berserks- gang og breyta vinalegum þorps- bragnum í martröð. Endar myndin með sögulegum skæru- hernaði á milli Billys og smá- skrattanna, (sem höfðu þá fjölg- að sér ískyggilega í sundlaug), sem fer fram inní kvikmynda- húsi — að sjálfsögðu — þar sem árarnir una sér hið besta, slomp- fullir og útbelgdir af sælgæti, undir sýningu Mjallhvítar og d verganna sjö! Undarlegur samsetningur, a tarna, en hefur lukkast með ólík- indum vel. T.d. grenjuðu allir kvikmyndahúsagestir úr hlátri þegar skrattakollarnir gerðu ár- ás á húsmóðirina og hún fór að verja sinn helgasta reit, eldhúsið, með „rambó-aðferðum“ bústýr- unnar! Og eitthvert margslungn- asta og fyndnasta atriði sem undirritaður hefur séð lengi, kolgeggjað fylliríispartý á þorps- kránni, þar sem áramir kneyfa ölið ósleytilega, spila peninga- spil, éta og reykja á milli þess sem þeir láta hnefa og byssur tala, er svo ismeygilega vel gert og hnyttið að það ætti ekki að hneyksla neinn á aldrinum átta til áttræðs. Gremlins er full af tilvitnun- um í gamlar myndir, kúnstugum persónum, eins og kerlingar- norninni frú Deagle, sem fær makleg málagjöld hjá smá- skröttunum, ef maður fylgist vel með er sífellt eitthvað hressilegt að gerast á tjaldinu. En skratta- kollarnir eru bestir. Þeir Spiel- berg og hjálparmenn hans, leik- stjórinn Joe Dante og hönnuður leikbrúðanna, Chris Walas, hafa hitt naglann á höfuðið, eina ferð- ina enn. Gaman, gaman! Ætlarðu aö MISSA PHILIPS LITASJÓNVARPIÐ út úr höndunum á þér? ÚTBORGUN er aðeins 7.000,- kr. (SJÖ ÞÚSUND!!!) og það verður EKKERT MÁL að semja um afborganir. GRÍPTU það meðan tæri gefst. <ö> Heimilistæki hl HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- S: 2750:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.