Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 40
rnn3
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985
Frerí tíó festar f Reykjavfkurhöfn.
Freri RE 73
fiskvinnslu-
Hægt að frysta allt að 45 tonnum á sólarhring
fljótandi
og frystihús
HIÐ hrollkalda nafn Freri hæfir
vel fyrrum Spánartogara Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, Ingólfi Arn-
arssyni, 1.000 tonna skuttogara
sem Slippstöðin á Akureyri hefur
nýlega lokið við að breyta í full-
kominn frystitogara. Fljótandi
fiskvinnslu- og frystihús. Freri RE
73 er í eigu Ogurvíkur hf., og að
sögn framkvæmdastjórans, Gísla
Jóns Hcrmannssonar, er hægt að
frysta um borð í skipinu allt að
45 tonnum af flökum á sólarhring.
I um það bil 250 fermetra
vinnslusal ægir saman vélum
og færiböndum og virðist allt
renna saman í eina sundurlausa
bendu. En það er öðru nær.
Þarna ræður skipulagið ríkjum:
Úr trollinu kemur sjóvolgur
þorskurinn inn á blóðgunarborð,
fer þaðan í aðgerðarvél, þar sem
hann er slægður og hausaður,
síðan á færibandi inn í flökunar-
vél, í gegnum roðflettara, inn á
ljósaborð þar sem ormarnir eru
tíndir úr honum, upp á vikt, í
pökkunarvél og frystitæki og
loks niður í frystigeymslu í iðr-
um skipsins. Framhaldið þekkja
allir: flutningaskip siglir með
hann vestur um haf þar sem
hungraðir gestir Long John
Silver bíða spenntir yfir hvít-
vínsglasi eftir að borinn sé fyrir
þá gómsætur pönnusteiktur
þorskur af íslandsmiðum. Og
þjóðin fær skotsilfur I erlendri
mynt til að eyða á börum við
Spánarstrendur.
Um borð í Frera er 26 manna
áhöfn. Brynjólfur Halldórsson
skipstjóri sagði að nóg væri að
10 manns væru á vakt í einu, 4
til að taka inn trollið og 6 í
móttökunni inni í vinnslusaln-
um. Freri heldur líklega á miðin
nk. laugardag.
Texti: GPA
Um borð I Frera eru ekki einungis vélar til að ganga í skrokk á þorskin-
um. Á þessari mynd má sjá rækjuflokkunarvél (th.). hausskurðarvél fyrir
karfa og grálúðu og sporðskurðarvél fyrír grálúðu.
r
U
fe
m
Trollið tekid um borð.
LAMPAR OG GLÖS
ÚTSKURÐARJÁRN
•
MIKIÐÚRVALÍ
FATADEILD
ÞARÁMEÐAL
•
SAMFESTINGAR
•
STILL LONGS
ULLARNÆRFÖT
•
ALLAR
MÁLNINGAR-
VÖRUR
Grandagarði 2
Sími 28855
OPIO LAUGARDAG 9—12
Og þá er ekkert annað eftir en að frysta og
pakka. Um borð í Frera eru 5 frystar, fjórir
láréttir og einn lóðréttur. Frystigetan er um 45
tonn á sólarhring.
mmi
Úr roðflettivélinni fara flökin á Ijósaborð, þar
sem tíndir eru úr þeim ormar.
Þá liggur leiðin eftir færíböndum að tveimur
spánnýjum sjóvigtum frá Pólnum.
Fyrsta vinnslustigið. Skipstjórinn Brynjólfur
Halldórsson stendur við borðið þar sem fiskur-
inn er blóðgaður og flokkaður f sex ker sem
standa beggja vegna við borðið.
Brynjólfur hallar sér að handriði við karfaflök-
unarvél, en á bak við hana grillir í aðra af
tveimur aðgerðarvélum, sem slægja og hausa
þorskinn.
00'.
Úr aðgerðavélinni fer þorskurinn á færibandi í
flökunarvél, sem sést hægra megin á mynd-
inni, og þaðan yfir í roðflettivél.
FJOLBREYTT
ÚRVAL
VEIÐAR-
F/ERA
•
FISKIHNÍFAR
ALLSKONAR
•
BATADÆLUR
ALLAR GERÐIR
•
BLAKKIR
MIKIÐ URVAL
SKÓFLUR í ÚRVALI
•
ALLTTILSÍLDAR-
SÖLTUNAR
•
VÉLAÞÉTTINGAR
ALLSKONAR
Æíaddj/L
ÚTGERÐAR-
VÖRUR
STJÖRNULYKLAR
TOPPLYKLAR
LYKLASETT
TENGUR
FJÖLBREYTT ÚRVAL
•
SLÖNGUTENGI
•
GÚMMÍ- OG
PLASTSLÖNGUR